Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Og úrslitahlaupið í 1500 metr- unum á Ólympíuleikunum í Moskvu bliknar í samanburði við hlaupið í Koblenz, þótt Ovett hafi einnig leikið hlutverk í hlaupinu í Moskvu. Enginn áhorfendanna í Koblenz fór vonsvikinn heim, þeir höfðu orðið vitni að einu mesta hlaupi allra tima. Til gamans má geta þess, að meðal keppenda í hlaupinu var bezti millivega- lengdahlaupari íslendinga fyrr og síðar, Jón Diðriksson, en hann varð í þréttánda sæti og nokkuð frá sínu bezta. Það er þó ekki daglegt brauð að verða vitni að viðburði sem þessum, hvað þá að vera þátttakandi í honum, og ekki að efa, að hlaupið minnir Jón lengi á gamla góða daga, þegar frá líður. Hið frábæra hlaup Ovetts á Rínarbökkum var punkturinn yfir i-ið á frábæru keppnistímabili, þar sem hann setti hvert heims- metið af öðru og krækti í tvenn verðlaun á Olympíuleikunum, þ.á m. gull í 800 m hlaupi. Það tók hann 3:31,36 mínútur að leggja hina klassísku vegalengd að baki, en áður en hann varð að þola að lúta í lægra haldi fyrir landa sínum, Sebastian Coe, og A-Þjóð- verjanum, Jurgen Straub, í Moskvu, hafði hann unnið 42 1500 metra hlaup í röð. Landi Ovetts, Coe, átti eldra metið, 3:32,0, en það met jafnaði Ovett fyrr í sumar. Þar til að Ovett krækti í heims- metið í Koblenz hafði heimsmetið í 1500 metra hlaupi verið slegið 27 sinnum frá því að Finninn ódauð- legi, Paavo Nurmi, hljóp á 3:52,6 mínútum árið 1924. Og mörg þeirra heimsmetshlaupa, sem hlaupin hafa verið í millitíðinni, skipa öruggan sess á spjöldum sögunnar, nöfn eins og Gunder Hágg, Herbert Elliott, Jim Ryan, Filbert Bayi og Sebastian Coe, gleymast seint eða aldrei. Lengi var það draumur milli- vegalengdahlaupara að sigrast á fjögurra mínútna múrnum í mílu- hlaupi, en nú setja þeir fremst markið á 3:30 mínútna múrinn í 1500 metra hlaupi, og helztu áhugamenn bíða þess spenntir, að einhver sigrist von bráðar á þess- um múr. Fyrir aðeins fimm til tíu árum hefði það þótt sérvizka hin mesta að tala um að brátt yrði þessi múr sigraður. **,,%>•* jt:' 'V* ■ * • L&#v. En er Filbert Bayi frá Tanzaníu kom fram á sjónarsviðið tóku hugmyndir manna að breytast. Þessi smái en knái hlaupari tví- nónaði ekki við hlutina, lagði hratt af stað og er hann náði tökum á lokakafla hlaupsins, stóðst heimsmetið ekki átökin, en það hafði staðið óhaggað í sjö ár. í hlaupinu hlupu tveir undir heims- metinu, og sá þriðji var aðeins sekúndubroti frá metinu. Gömul fræði, um heppilegan meðalhraða, urðu úrelt fyrir tilstuðlan Bayis, sem hljóp fyrsta hluta hlaupsins mikið hraðar en áður hafði þekkst. „Enginn getur það“ Það kvisaðist út með leiftur- hraða á íþróttavellinum í Koblenz, að brezki hlaupagarpurinn Steve Ovett ætlaði að setja heimsmet á mótinu. En Paul Schmidt, lands- u * þjálfari V-Þýzkalands í millivega- lengdahlaupum, hafði sínar efa- semdir. Samkvæmt hans kenningu yrðu menn að hlaupa fyrstu 1200 metra hlaupsins á 2:48 mínútum til að eiga möguleika á meti. „Reynið að segja mér hver getur það. Ég veit ekki um neinn, sem það getur," sagði Schmidt. Það verður að segja Schmidt það til vorkunnar, að í öllum 1500 m stórhlaupum hefur verið „dauð- ur kafli" milli 600 og 1000 metra, og því ekki nema eðlilegt, að hann Óiefði sína fyrirvara, þótt búast mætti við góðum byrjunarhraða frá „héranum", sem var brezki hlauparinn Gary Cook. En nú var dæminu snúið við, og ekki hægt að tala um neinn dauðan kafla í hlaupinu í Koblenz. Millitíminn á 1200 metrunum var 2:50,69 mínútur, en síðustu 200 metrana að 1200 metra markinu hljóp V-Þjóðverjinn Thomas Wessinghage á undir 27 sekúnd- um, sem er undravert, með tilliti til þess, að á þessum tíma' í hlaupinu er þreytan farin að segja til sín og farið að síga í ökklann. Ovett fylgdi Wessinghage fast eftir og á hæla þeirra kom Harald Hudak, sem náði heimsklassa- árangri 1977, en hefur ekki náð sér á strik aftur fyrr en í ár. Ovett skaust fram úr þegar komið var á beinu brautina í lokin og lyktir hlaupsins þarf ekki að endurtaka. Stoltur en hógvær Eftir hlaupið sagði Ovett, að þeir hefðu rætt það sín á milli hvernig hlaupið yrði útfært, Wessinghage og hann. Þegar hér- inn gæfi sig eftir hálfnað hlaup tæki Wessinghage yfir og reyndi að draga Ovett sem lengst á sem mestum hraða. „Þegar ég er í forystu, er eins og deyfð komi yfir mig, ég verð því að láta aðra teyma mig áfram,“ sagði Ovett. Þetta var þriðja heimsmet Ovetts á keppnistímabilinu, og ekki fór á milli mála hversu stoltur hann var, þegar úrslitin voru kynnt í hátalarana. En Ovett er hæverskur maður að eðlisfari, þótt brezkir fjölmiðlar hafi reynt að draga upp af honum mynd sem einhvers konar hrokagikk, og sagði fljótlega eftir hlaupið: „Thomas Wessinghage verður fyrstur til að hlaupa 1500 m undir 3:30 mínútum, ég hef ekki hæfi- leika til þess.“ „Þetta var frábært, hlaupið var útfært eins og bezt verður á kosið. Þetta voru ekki neinir ólympíuleikar og því engar kröfur um gullverðlaun til að þjaka mann. Aðstæður voru eins og þær gerast beztar,“ sagði brezki hlaupagarpurinn Steve Ovett skömmu eftir að hann hafði sett nýtt heimsmet í 1500 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Koblenz í V-Þýzkalandi síðsumars. í hlaupinu hlupu tveir Vestur-Þjóðverjar undir eldra heimsmetinu og voru þremenningarnir ákaft hvattir af 12.000 áhorfendum. Að loknu hlaupinu voru þeir hylltir innilega. Breski stórhlaup- arinn Steve Owett setti þrjú heims- met á árinu sem er að líða. Hann á án efa eftir að láta mikið að sér kveða á hlaupabrautinni í framtíðinni. Hann er mikill keppnis- maöur og náði því einstaka afreki að hlaupa 40 hlaup í röð án þess að tapa. HLAUPIÐ sem sló Ólympíuhlaupinu við Brezki hlaupagarpurinn Steve Ovett lék aðalhlutverkið er þrír hlauparar hlupu undir gildandi heimsmeti í 1500 metra hlaupi kvöld eitt í Koblenz, að viðstöddum 12.000 / áhorfendum. Þetta kvöld krækti Ovett f þriðja heimsmetið á sumrinu. (Frlólsar fbróttlr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.