Morgunblaðið - 09.12.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
33
Listavika í M.L.
Skólakór Seltjarnarness:
Helgileikur á jólakorti
LISTAVIKA verður í Mennta-
skólanum að Laugarvatni þessa
viku. Hún hófst í ítær, 8. desem-
ber, með því að þrír erlendir
listamenn léku léttklassíska tón-
list en henni lýkur sunnudaginn
14. desember nk. í kvöld lesa
rithöfundar upp úr verkum sín-
um og svara fyrirspurnum. Eru
það þeir Þórarinn Eldjárn. Þor-
steinn frá Ilamri ok Guðlauttur
Arason. Miðvikudaitskvöld kl.
20.30 sýnir Alþýðuleikhúsið
Pældu í því ok á fimmtudaKÍnn
verður sýnd kvikmyndin Gauks-
hreiðrið. Föstudaginn 12. des-
ember kemur hljómsveitin Þeyr
frá Reykjavik ok þann 13. fjöl-
menna Vísnavinir á staðinn og
skemmta með leik oit sön>f. Þeir
byrja kl. 16 i matsal skólans en i
Aumingja
Hanna í stuði
i Eyjum
honum verða allir tónleikar og
leiksýninKar. Listaviku lýkur
sunnudaKskvöldið 14. desember
með því að Reynir Sigurðsson og
félagar leika jazz.
Meðan á listaviku stendur verð-
ur sýning frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands, aðallega grafík
og vefnaður. Einnig munu mennt-
skælingar sýna fæiilist og ljós-
myndir.
Starfið í Menntaskólanum að
Laugarvatni hófst í byrjun októ-
ber. Nemendur eru 164 og búa
langflestir á heimavistum.
Félagsstarf hefur verið fjöl-
breytt. Myndlistarkennsla hefur
verið í allan vetur, dansskóli
Sigvalda hélt dansnámskeið og
dansleikir hafa verið haldnir mán-
aðarlega. Einnig heldur nemenda-
félagið uppi vikulegum kvik-
myndasýningum fyrir M.L.-inga
og aðra skóla á staðnum.
SKÓLAKÓR Seltjarnarness hefur
gefið út litprentað jólakort með
mynd af kórnum þar sem hann er
að flytja helgileik eftir Hauk
Ágústsson, en helgileikurinn verð-
ur fluttur í Stundinni okkar í
sjónvarpinu á jóladag.
Kortin eru seld til styrktar
starfsemi kórsins, en stjórnandi
hans er Hlín Torfadóttir. Ljós-
myndina tók Kristján Magnússon
ljósmyndari.
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir nú
gamanleikinn Aumingja Hanna
eftir Kenneth Home i þýðingu
Sverris Thoroddsen. Leikstjóri er
Unnur Guðjónsdóttir, en hún leik-
ur einnig hlutverk frú Simmonds.
sama hlutverk og hún lék hjá LV
1952 í uppfærslu á þessum sívin-
sæla gamanleik.
Leikfélag Vestmannaeyja frum-
sýndi í síðustu viku og síðan um
helgina, en næstu sýningar eru
áformaðar um áramótin. Að und-
anförnu hefur verið lítil atvinna í
Eyjum, en um það leyti sem
Aumingja Hanna steig á fjalirnar
varð allt yfirfullt að gera og hefur
það verið lenska undanfarin ár að
mikil vinna hefur verið þegar
Leikfélag Vestmannaeyja hefur
sýningar. Hafði leikfélagsformað-
urinn, Auðberg Óli Valtýsson, á
orði við Mbl. að líklega ætti LV að
Hanna Betty
Elva (Kk Olafsdottir llarpn Kolbeinsdóttir
Emma Wilton Herbert Wilton
kolhmn Hálfdánardóttir Sijjurgeir Schevinj;
Frú Simmonds
L'nnur C>udjón.Mlóttir
Briggs, þjónn
Hrufn llaukvson
koma upp atvinnuleikhúsi með
stöðugar sýningar til þess að
tryggja næga atvinnu í bænum.
Á meðfylgjandi mynd eru leikar-
ar og hlutverkaskipan, en leikmynd
Hönnu gerði Arnar Ingólfsson.
* • • Ti • « * • n ■ • mm m «• ■>«•«• #«««•*«.
• X/’
VC-6300
Video Cassette Recorder
VHS
.. val þeirra fremstu
SHARP myndsegulbandið var þrautreynt
áður en það var sett í almenna sölu. Þess
vegna ert þú öruggur meó að fá GÆÐATÆKI
þegar þú kaupir SHARP myndsegulband.
Tæki sem kennir jafnt og skemmtir, þegar þú
vilt sjálfur.
FJARSTÝRING/SKOÐUN:
SHARP myndsegulbandi fylgir fjarstýring og
tækið er framhlaðið, lárétt, nokkuð sem er
stórkostur. r
... stenst strongustu
kröfur— örugglega.
• 7-7-7
UPPTÖKUR/PRÖGRAMMINNI:
Með stillingu getur tækið tekið upp 7 þætti frá
7 mismunandi stöðvum á allt að 7 dögum
fram í tímann.
Tækið kveikir og slekkur á sér sjálft.
Upptökur og spilunartími allt að 3 tímum.
Tækið getur fundið
strax nákvæmlega það Au,° Pr°9ram Loca,e Derice
atriði í filmunni sem þú ætlar að skoða, —
„frystir" filmuna eöa sýnir í hægagangi, jafn-
vel mynd fyrir mynd — eykur hraðann, spólar
til baka eða áfram.
Verð kr. 1.475.000.-
14.750.— nýkr.