Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
HÖGNI HREKKVlSI
„ AUT 'i LAOrl .. 8/?3ÁLA©A
B'lNA ec rAglN rteiM-"
Ast er...
... aó fara meö
henni i búðar-
ráp.
TM Refl. U.S Pat. Off—all riflhts reserved
°1977 Los Angeles Times
Eí við komum á óheppileKum
tíma, komum við bara seinna!
COSPER
Reyndar ætla ég að slíta trúlofun okkar núna!
——----- , . ------- ._...•— - ■ -
Morgunn við Brooklyn-brú:
Fjallar um nútímann
af skilningi og samúð
Ævar R. Kvaran skrifar:
„Velvakandi.
Utvarpsleikrit það sem ég ræði
hér í stuttu máli var flutt í
hljóðvarpinu fimmtudaginn 20.
nóvember sl. Þetta vekur fyrst
athygli hlustanda sökum þess að
það er samið af íslendingi, skrifað
á þýzku í Sviss, en efni þess er
látið gerast í New York. Það ber
því fyrst og fremst með sér hina
vaxandi tilfinningu okkar, að
hnöttur okkar sé ein heild og við
séum fyrst og fremst þegnar hans
fremur en borgarar ýmissa landa.
í titilhlutverki í Othelló
Þetta leikrit sem ber nafnið
Morgunn við Brooklynbrú er eftir
mann sem ég fyrir mörgum árum
kenndi fyrstu spor á hálli braut
leiklistarinnar, þar sem hann hef-
ur unnið sér góðan frama. Hann
heitir Jón Laxdal og hefur nú búið
í aldarfjórðung í þýskumælandi
löndum. Við minnumst hans samt
hér heima fyrir leik hans í titil-
hlutverki hins fræga leikrits
Shakespeares Othellós í Þjóðleik-
húsinu.
Og undanfarin ár hafa
Islendingar smátt og smátt verið
að kynnast þessum landa sökum
heillavænlegs samstarfs hans við
Nóbelskáldið Halldór Laxness, en
Þjóðverjar hafa sýnt vaxandi
áhuga á að gera sjónvarpskvik-
myndir úr ritverkum hans ýms-
um. Jón Laxdal hefur komið þar
mikið við sögu.
Höfundur sem vert
er að fylgjast með
En í leikriti því sem hér er til
umræðu kemur Jón Laxdal fyrst
fram sem leikritahöfundur. Þótt
þetta sé fyrsta útvarpsleikrit
hans, að því er ég best veit, þá
kemur Jón Laxdal hér fram sem
fullþroskaður höfundur og gætir
hvergi í léikriti hans hinna
minnstu byrjandaeinkenna. Á bak
við þetta merkilega leikrit finnum
við þroskaðan mann með mikla
lífsreynslu og djúpan skilning á
eðli mannsins. Leikritið fjallar um
Hvað er M.S.?
„Góði Velvakandi.
Sem M.S.-sjúklingur og að
teknu bessaleyfi f.h. allra
M.S.-sjúklinga á Islandi og að-
standenda þeirra, langar mig í
gegnum dálka þína að þakka
sjónvarpinu fyrir góðan og lang-
þráðan fræðslu- og kynningar-
þátt 1. des. sl. um hinn marg-
slungna og dularfulla sjúkdóm,
Multiple Sclerosis eða M.S., sem
hér á landi hefur verið nefndur
heila- og/eða mænusigg. Að
mínu áliti væru miklu betra að
halda sig við skammstöfunina
M.S., þar sem hún skilst víða um
lönd af öllum almenningi, nema
því miður ekki á Islandi, þar
sem fólk yfirleitt rekur upp stór
augu ef maður segist vera
M.S.-sjúklingur. Því dettur helst
í hug, að það sé eitthvað í
sambandi við Emmess ís með
einhverju góðu bragði.
fyrir 50 drum
„Kafför Wilkins í íshafi
Khöfn, 5. des.
Ilarald Sverdrup prófessor
hefir haldið fyrirlestur fyrir
kaupsýslumannasamhandið í
Bergen. í fyrirlestri sínum
gat hann um hina fyrirhug-
uðu kafbátaferð Wilkins um
norðurhöf og undir norður-
pólinn, en Sverdrup er einn
þeirra, sem þátt tekur í för-
inni. Sverdrup kvaðst vera
hlyntur því persónulega, að
farið vairi í stuttar rannsókn-
arferðir frá Spitzbergen og
Franz Jósefsland, og mundi
visindaárangurinn af slikum
ferðum sennilega verða
meiri. Að lokum kvað Sverd-
rup svo að orði, að ef í ljós
kæmi, að áhöld og tæki kaf-
bátsins væri ekki í fullkomn-
asta lagi áskildi hann sjer
rétt til þess að hætta við
þátttöku í förinni.
Moskwa 5. des. United
Press. FB. — KrÍf,nko hefir
krafist þess, að allir þeir, átta
talsins, ST"! kærðir eru fyrir
landráð, verði sköÍRÍr. —
Lustu áheyrendur i rjettar-
salnum upp miklum fagnað-
arlátum. cr sakjandinn bar
fram þessa kröfu.“
ÁtakanloRa vantað
fræðslu or aftur fræðslu
Á íslandi er örugglega vitað
um 176 M.S.-sjúklinga, en þar
fyrir utan eru áreiðanlega
margir „vafa“ M.S.-sjúklingar,
sem e.t.v. álíta, að þeir séu
haldnir „sleni, leti eða Guð má
vita hverju", sem stafar af því
hvað okkur hefur átakanlega
vantað fræðslu og aftur fræðslu
um þennan duttlungafulla sjúk-
dóm.
EndursýninRU
og umræður
Þess vegna langar mig til að
vera svo frek, um leið og ég
endurtek þakkir til sjónvarpsins
fyrir að ríða svo myndarlega á
vaðið varðandi fræðslu um M.S.,
að það endursýni umrædda
mynd og þá á betri tíma, t.d.
strax á eftir fréttum og láti
fylgja á eftir umræðuþátt
lærðra og leikra um sjúkdóm-
inn.
Nú er tækifærið
Árið 1978 átti M.S.-félag ís-
lands 10 ára afmæli og gaf þá út
með góðra manna hjálp afmæl-
isrit, sem var jafnframt
fræðslu- og kynningarrit um
M.S. og var ritinu dreift til
Selma Samúelsdóttir
flestra fjölmiðla með frómum
óskum um að vel yrði við
brugðið og M.S. kynnt almenn-
ingi. Því miður varð árangurinn
ekki í takt við vonir M.S.-félags-
ins, en nú er tækifærið fyrir
hina ýmsu fjölmiðla, vegna góðs
fordæmis sjónvarpsins, að
hamra járnið meðan það er heitt
og fjalla um M.S. þannig að
bráðum viti allir á íslandi hvað
M.S. er.
Með kveðju.“
Það verður munað
Sighvatur Finnsson skrifar:
„Eg vona að dómsmálaráðherra
og allri ríkisstjórninni auðnist að
finna gleði jólanna, þrátt fyrir að
hafa flæmt Gervasoni úr landi, og
e.t.v. í fangelsi, en mér sýnist að
erfitt hljóti það að verða fyrir
þessa háu herra.
Einþykkni og þvermóðska
dómsmálaráðherra er með ólík-
indum, að vilja ekki veita þessum
manni undanþágu um landvist
SÍtÍr «ð þúsundir íslendinga hafa
beðið honum næíiS.
En eitt er víst: öll ríkisstjórnin
ber ábyrgð á endalokum þessa
máls og það verður munað, á
hvorn veginn sem málalyktir
verða.“ i < ,, i n < > iuj» >
Patrick Gervasoni j í / ; f