Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Jón Laxdal sjálfsmorðið, sem svo margir grípa til á erfiðleikaskeiðum í ævi sinni. Lætur höfundur aldraðan prest reyna að telja ungum manni hughvarf, sem hefur í hyggju að varpa sér af Brooklynbrúnni í New York. I samtali þessara tveggja manna kynnumst við ör- Ævar R. Kvaran lagaríkum atvikum úr lífi þeirra beggja. Er skemmst frá því að segja, að frásagnir þessar eru báðar gæddar slíkri spennu að þær halda athygli hlustandans allan tímann. Hér er á frumlegan hátt haldið frábærilega vel á efninu. Ég er ekki í minnsta vafa um það, að leikrit þetta verður flutt víða um heim í ýmsum þýðingum, því það fjallar um nútímann og eitt af vandamálum hans af skilningi, mannkærleika og djúpri samúð, á einkar viðfelld- inn listrænan hátt. Að mínum dómi höfum við með Jóni Laxdal eignast rithöfund sem vert er að fylgjast vel með í framtíðinni. Hljóðvarpinu til sóma Annar ágætur listamaður, tónskáldið Hallgrímur Helgason, sneri þessu leikriti úr þýsku á íslensku rpeð miklum ágætum, eins og vænta mátti, því hann er frábær íslenskumaður. Hin tvö veigamiklu aðalhlutverk voru leik- in af Rúrik Haraldssyni og Sigurði Skúlasyni með þeim hætti að eftirminnilegt var. Leikstjóri var Helgi Skúlason. Þótt útvarpið okkar skorti enn þá tækni sem nauðsynlegt var að beita í þessu leikriti, þá tókst það þrátt fyrir allt betur en vænta mátti fyrir ágætt starf þessara þriggja lista- manna. Flutningur þessa leikrits var hljóðvarpinu til sóma.“ Prófsteinn á okkur Islendinga Guðrún Jakobsen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vil hiklaust taka undir þær raddir sem vilja veita Gervasoni landvist á íslandi. Þetta Gervasoni-mál er prófsteinn á okkur íslendinga, hvort við erum friðsöm þjóð án þjóðernishroka eða ekki. Hvað það snertir, að við komum til með að leiða yfir okkur herskara af lið- hlaupum, skjótum við skjólshúsi yfir einn góðan dáta, er á valdi okkar sjálfra. Það er hægt að rétta fram litla fingurinn án þess að láta gleypa alla lúkuna. Og hvað lögin snertir, sem vissulega er nauðsyn hverri þjóð að halda í heiðri, jafnvel þótt bruggað sé í öðru hverju húsi í Reykjavik, vil ég láta minna á, að sjálfir ráða- menn heimsins fara hvorki að Guðs né manna lögum, þegar þeir með vaxandi vígbúnaðarkapp- hlaupi leiða stríðshörmungar yfir þá sem eiga lífið framundan. Eru fleiri ís- lendingar \ 1V-Tpvoo? I i. x V/AUO • Sigrún Jónsson Cundaka hafði samband við Velvakanda rwr nrv* uöU ....« nosinm við að komast í samband við Islendinga sem hugs- anlega væru búsettir í Norður- Texas. — Við vorum 15 sem stofnuðum íslendingafélag þarna, en ég er viss um að fleiri landar búa á þessum slóðum. Okkur t félaginu langar að komast í sam- band við þá og förum þess því á leit, að ættingjar þeirra hér heima hjálpi okkur með því að senda þeim heimilisfang félagsins, en það er: North Texas Icelandic Society P.O. Box 401481 Garland Texas 75040 Megnið af jólarjúpunni kemur utan af landi Pálmi Sigurðsson skrifar: „Velvakandi. Mig langar aðeins til að koma að örfáum athugasemdum vegna skrifa Ingjalds Tómassonar í dálk- um þínum 3. og 4. des. Ég hef undanfarið verið við rjúpnaveiðar á ónafngreindum stöðum með fullu leyfi bænda. Þar voru einnig við veiðar menn af bæjunum í kring, en ekki eintómur „skotvarg- ur úr höfuðstaðnum". Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér í einni af kjötbúðum borgarinnar kémur megnið af jólarjúpunni, sem á boðstólum er í verslunum hér, frá aðilum utan af landi. Ris og hnig í stofninum Því er haldið fram, að rjúpa sé nú að hverfa af völdum ránskapar veiðimanna. Ég kannast ekki við þetta frá þeim stöðum þar sem ég hef verið; þar hefur verið töluvert um rjúpu. En hitt vita flestir, að Pálmi Sigurðsson rjúpnastofninn á sitt ris og sitt hnig, eins og svo oft hefur verið bent á. Með kærri kveðju." Hálfgleymt Ijóð Ingvar Agnarsson skrifar: Upp í hugann koma stundum ljóð og ljóðabrot, sem sungin voru á bernskuárum mínum í Arnes- hreppi á Ströndum og voru þá á hvers manns vörum, en sem ég hef aldrei heyrt sungin síðan. Sum ijooa voru fögur og lögin heillandi og mikið sungin, ekki síst af börnum og unglingum. sem I flPrAi. I.— “ " __.„u pau ai tullorðna folkinu, en söngur var þá meira iðkaður en nú gerist. Eitt þessara hálfgleymdu ljóða, sem ég minnist úr bernsku, er á þessa leið: Foreldrar mínir kváð- ust hafa lært það ung Við þetta erindi var notað fag- urt lag og við börnin sungum þetta oft í leikjum okkar. Ekki er ég viss um að p<t -y-- erindi þetta alveg orðrétt nú orðið, nema síðasta hlutann, en ef ein- hver væri 1--- _____ ov»«. ivynm a pvi betn skil, væri fróðlegt að heyra. Einnig og ekki síður, væri fróð- legt, ef einhver gæti bent á höfund þess. Trúað gæti ég að ljóðið sé allgamalt því foreldrar mínir (f. 1889) kvðust hafa lært það, þegar þau voru ung. Nú er glatt að lifa 1 landi. leikur Alfa-sveinn og snót. fyllir hjðrtun fjftr og andi. fðKnum dátt um áramót. Dynur hátt i dðlum. dans i hverjum hól, hvfn i kletta-sðlum. kveðjum heilðK jól. Brenna blysin sksr, braKar ts ok swr. dimm er nóttin, dimm er nóttin, daxur óðum fierist naer. Arfur frá liðinni tíA Mér finnst, að sum þessi ljóð og lög, sem eitt sinn voru algeng á vörum alþýðufólks, ættu ekki að týnast með öllu, heldur væru þau rifjuð upp og varðveitt eftir því sem kostur er á. Þau eru arfur frá liðinni tíð, senl halda ætti í heiðri. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Jólafundurinn verður að Hótel Borg miðvikudaginn 10. des. kl. 8.30. Fjölbreytt dagskrá. Jólahugvekja, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson. Sigfús Halldórsson og Guðmundur Guðjónsson koma í heimsókn. Tískusýning: Sýndir verða náttsloppar frá versluninni Olympíu. Jólahappdrætti. Konur, fjölmennið og mætið stundvíslega. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Hringiöl í síma 35408 AUSTURBÆR Austurstræti og Hafnarstræti VESTURBÆR Hagamelur Fjölbreytt úrval A Ullarmottur . « Stærðir: 70x130, 80x140, 85x150, 91x150, 91x172. Ullarteppi ^))))) Ötærðir: 160x230, 190x290, 290x390, 140x20, 145x190, 170x240, 200x300, 250x35Q. Teppaverzlun Friðrik Bertelsen, L»gmúi»7,*ími86J66.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.