Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 48
^Síminn á afgreióslunni er
83033
JtUrgunbtatiit)
P
Lli
15 dagar
til jóla
Laugavegi 35 ,
ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Bankamannadeilan:
Bankarnir hafa boð-
ið 3% frá 1. ágúst sl.
„IIÉK ríkir hóflcjj hjartsýni.“
sajfói BjörKvin Vilmundarson,
landshankastjóri ok formaður
samninKancfndar hankanna við
upphaf sáttafundar, scm hófst í
Kacrkvcldi klukkan 21. er MorKun-
blaðið spurði. hvort nú væri að
hcfjast síðasta samninKalotan i
kjaradeilu hankanna ok hanka-
manna. Bankamcnn töldu samn-
inKamálin komin i ákvcðinn far-
vck. cn vildu cnKU spá. allt K«‘ti
Kerzt. Sáttafundur. scm hófst á
sunnudaK klukkan 14 stoð í sólar-
hrinK. en þá var Kert hlé á
viðra’ðum, þar til í Kærkveldi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu hankarnir hafa
boðið bankamönnum 3% grunn-
kaupshækkun frá 1. ágúst síðast-
liðnum, en þeir hafa hafnað og
standa fast á þeirri grundvallar-
kröfu sinni, að fá hækkunina frá 1.
júlí 1979, er þeir áttu að fá hana
samkvæmt samningi frá 1977, en
Ólafslög tóku af. Þó munu banka-
menn hafa ljáð máls á því, að þeir
væru ef til vill til viðtals um að
slaka á kröfunni um afturvirkni,
kæmi það þeim til góða á öðrum
sviðum, t.d. hvað varðar orlofspró-
sentu. Samtals mun boð bankanna
því nú vera orðið á bilinu 6 til 7%,
sem mun nálgast að vera eins
flokks hækkun sé viðmiðunin tekin
við kjarasamninga BSRB.
Samninganefnd SÍB og stjórn
bandalagsins héldu í gær fund með
formönnum aðildarfélaga Sam-
bands ísienzkra bankamanna, þar
sem þeim var kynntur gangur
samningaviðræðna og samninga-
nefndin hlustaði á viðhorf for-
mannanna. Er það þessi hópur, sem
hefur vald til verkfallsboðunar SIB.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var mikill einhugur á
fundinum, sem taldi almennt að
samninganefndin ætti ekki að gefa
eftir. Að sögn eins samningamanns
bankamanna var vegarnesti nefnd-
arinr.ar frá fundinum „ákaflega
gott“.
Land búnaðarverðið:
Dýrasta nauta-
kjötið komið i
kr. 13.390 kg
NÝTT vcrð á landhúnaðarafurð-
um tók gildi i ga>r, mánudaginn
8. dcscmhcr. og er hækkunin á
vcrðlagsgrundvcllinum frá
haustgrundvelli 13,8%. Verð á
helztu landbúnaðarafurðum cr
nú scm hér segir:
Mjólk í 1 I fernum kostar kr.
430, í 2 1 fernum kr. 850, rjómi í 1
I fernum kostar kr. 2.940, í 1/4 1
fernum kr. 750, undanrenna í 1 1
fernum kostar kr. 370, ostur 45%
í heilum stykkjum kostar kr.
4.365 og 30% ostur í heilum
stykkjum kostar kr. 3.675.
Kindakjöt í úrvalsflokki, í heil-
um skrokkum skiptum, að ósk
kaupanda, kostar kr. 3.010 kg og
1. fl. kostar 2.578 kr. heildsölu-
verð í heilum skrokkum. Súpu-
kjöt kostar kr. 3.040 kg, hryggir
kr. 3.720, lærissneiðar úr miðlæri
kr. 4.420 kg og léttsaltað kostar
kr. 3.205 kg. Hangikjöt kostar í 1.
flokki kr. 4.850 kg, smásöluverð á
lærum, en á frampörtum er
verðið 2.990.
Nautakjöt í 1. verðflokki kostar
kr. 3.605 í heilum og hálfum
skrokkum, hryggstykki úr aftur-
hluta kostar kr. 7.635, bógstykki
og frampartar kosta kr. 4.610 og
miðlæri kostar kr. 6.120. í 2.
verðflokki kosta hryggstykki úr
afturhluta kr. 6.600, buff kostar
kr. 12.435, hryggvöðvi kr. 13.390
og gúllass kr. 9.565.
Heildsöluverð á hrossakjöti er
1.709 kr. fyrir kg í 1. flokki.
Kartöflupoki 2 1/2 kg kostar nú
kr. 875 og 5 kg poki kostar kr.
1.705, hvort tveggja 1. fl., en í 2.
fl. er verðið 630 og 1.220 kr. 25 kg
poki kostar kr. 6.505 og 50 kg poki
12.865 í 1. fl.
Utidyr Landshanka íslands lokaðar i fyrsta verkfalli islenzkra bankamanna.
- LJóem: ÓI.K.M.
Lögmaður Gervasoni:
Reynir að afla vegabréfs
hjá dönskum yf irvöldum
LÖGMAÐUR Frakkans Patricks
Gervasoni, Ragnar Aðalstcinsson
hrl. er nú staddur i Kaupmanna-
höfn þeirra erinda að reyna að
útvcga Gcrvasoni svonefndan
„frcmmcd pas“ hjá dönskum yfir-
völdum. Einar Agústsson scndi-
hcrra íslands í Kaupmannahöfn
tjáði Mbl. í Kserkvöldi að sendiráð-
ið hefði pantað viðtöl við danska
útlendinKaeftirlitið og dómsmála-
ráðuneytið fyrir Ragnar cn að
öðru leyti ekki haft afskipti af
málinu. För Ragnars mun vera
grcidd að einhverju eða öllu leyti
af Alþýðusamhandi íslands. sam-
kvæmt þcim upplýsingum. sem
Morgunhlaðið aflaði sér i gær-
kvöldi.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. aflaði sér í gær mun
„fremmed pas“ danskra yfirvalda
veita takmörkuð réttindi. Hann er
ekki þjóðernisskilríki og venjulega
þurfa menn með slíkt bréf að hljóta
áritun áður en komið er til annars
lands. Þó mun „fremmed pas“ í
mörgum tilfellum gilda milli hinna
Norðurlandanna en ekki hefur
reynt á gildi slíks bréfs á Islandi,
samkvæmt þeim upplýsingum sem
Mbl. hefur fengið.
Ólafur W. Stefánsson skrifstofu-
stjóri dómsmálaráðuneytisins tjáði
Mbl. í gærkvöldi að för Ragnars
Aðalsteinssonar til Kaupmanna-
hafnar væri með vitund ísjenzkra
dómsmálayfirvalda. Ragnar er
væntanlegur til landsins í dag.
Framkvæmdastjóri fjármálasviös Flugleiða:__
„Reikmim með hluta af ríkis
ábyrgðinni fyrir áramót44
Óvíst um afgreiðslu skilyrða,44 segir fjármálaráðherra
Landsbankamálið:
Deildarst jórinn dæmd-
ur í 30 mánaða fangelsi
Á FÖSTUDAG var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur dómur í
Landsbankamálinu svokallaða, þ.e. í máli scm höfðað var af hálfu
ákæruvaldsins gcgn Hauki Heiðar, fyrrverandi deildarstjóra í
ábyrgðadeild Landsbanka íslands. fyrir fjárdrátt, skjalafals og
brot í opinberu starfi.
Dómurinn taldi sannað, að
ákærði hefði dregið sér á árunum
1970—1977 á meðan hann gegndi
framangreindu starfi samtals kr.
51.450.603.00. Var brot ákærða
talið varða við 155., 158. og 247.
gr. sbr. 138. gr. almennra hegn-
ingarlaga nr. 19,1940. Ákærði var
dæmdur til að sæta fangelsi í 2 ár
og 6 mánuði, en til frádráttar
refsingunni skyldi koma gæzlu-
varðhaldsvist hans sem stóð í
tæpa 3 mánuði. Þá var ákærða
gert að greiða allan sakarkostn-
að.
Samkvæmt bréfi Landsbanka
íslands dags. 31. október sl. hefur
ákærði endurgreitt framan-
greinda fjárhæð að fullu ásamt
vöxtum.
Dóminn kváðu upp Gunnlaugur
Briem sakadómari, sem var
dómsformaður og hæstaréttar-
lögmennirnir Axel Kristjánsson
og Ragnar Ólafsson.
„VIÐ TELJUM að málið sé í
rauninni leyst og aðcins eftir að
ganga formlega frá afgreiðslu
ríkisábyrgðarinnar og í því sam-
bandi eigum við nú í viðræðum
við fjármálaráðhcrra." sagði Sig-
urður Ilelgason yngri. fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
Flugleiða í samtali við Mbl. í
gær, og jafnframt sagði Sigurður
að Fluglciðir hefðu þegar fcngið í
gegn um viðskiptahanka 4 millj.
dollara upp í væntanlega ríkis-
ábyrgð. en hann kvað fyrirtækið
rcikna með að fá hluta af viðbtit-
inni fyrir áramót, og væru þar
með leyst aðkallandi vandamál i
rekstri fyrirtækisins.
Morgunblaðið innti Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra eftir gangi
mála varðandi afgreiðslu ríkis-
ábyrgðarinnar, en afgreiðsla máls-
ins hefur dregist á langinn vegna
úttektar sem fjármálaráðherra lét
gera á eigum Flugleiða og veð-
hæfni, en í ljós kom að veðhæfnin
rúmaði rýmilega tryggingu fyrir
umbeðinni ríkisábyrgð. „Við erum
búnir að kanna þetta og yfirfara
lítillega, en engar ákvarðanir hafa
verið teknar," sagði ráðherrann,
„veiting ríkisábyrgðarinnar er háð
ákveðnum skilyrðum og það er
eftir að athuga hvernig þau skil-
yrði standa."
Ráðherrann var spurður að því
hvort veðhæfnin hefði ekki verið
aðalspurningin miðað við yfirlýs-
ingar og umræður í haust, og
svaraði ráðherrann að veðhæfni
eigna hefði verið eitt af skilyrðun-
um. Þá var Ragnar Arnalds spurð-
ur að því hvaða skilyrðum hann
teldi ófullnægt?
„Ég á við þau öll, það er hægt að
fletta því upp hvaða skilyrði er um
að ræða, en ég hef ekki fengið neitt
yfirlit yfir það hvort þeim hefur
verið fullnægt. Málið hefur ekki
verið rætt í ríkisstjórninni og
verður vart fyrr en samgönguráð-
herra kemur heim frá útlöndum
um miðja viku, en hann átti
viðræður við forráðamenn Flug-
leiða."
Þá var Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra spurður að því hvort
það hefði komið honum á óvart að
Flugleiðir ættu nægilegar trygg-
ingar fyrir umbeðinni ríkisábyrgð?
„Það kom mér ekki á óvart,"
svaraði hann, „ég man ekki til að
ég hafi fullyrt að þeir hafi ekki átt
fyrir skuldum, en mér þótti
skuggalega ýtt á eftir þessu máli
án þess að úttekt færi fram, það
var grundvallaratriðið."
Bílstjórar á Suður-
landi boða verkfall
BÍI^STJÓRAR á Suðurlandi og I
Borgarnesi hafa boðað vcrkfall frá
ok með næstkomandi mánudcKÍ,
hafi samningar ckki tekizt fyrir
þann tíma. Þessir hilstjórar. sem
staðið hafa alllcnKÍ í samningum
við viðsemjcndur sína, flytja m.a.
mjólk til mjólkurbúanna og þcss
vcKna voru þeir m.a. látnir hiða
cftir niðurstöðum úr mjólkurfræð-
ingadcilunni. scm leystist f siðustu
viku.
Þá eru ýmis fleiri kjaradeilumál,
sem verða á döfinni næstu daga hjá
sáttasemjara ríkisins. Má þar nefna
undirmenn á farskipum, en sam-
komulag tókst um helgina við yfir-
menn á farskipum, sem sömdu um
meðaltatshækkun, 11%. Afléttu yfir-
menn yfirvinnubanni, sem gilt hafði
í nokkrar vikur, er svör höfðu
fengizt frá ríkisstjórn um félagsleg
atriði, er þeir gerðu kröfur um.
Bráðlega munu einnig hefjast við-
ræður um bátakjarasamninga og
ennfremur viðræður um ríkis-
verksmiðjusamninga, þ.e. samninga
starfsfólks við Sementsverksmiðj-
una á Akranesi, Áburðarverksmiðj-
una í Gufunesi og Kísiliðjuna hf. við
Mývatn. Þá voru í gærkveldi að
hefjast að nýju viðræður við banka-