Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 1
32 SÍÐUR
276. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Flytja Sovétmenn her-
lið þvert yfir Pólland?
Varsjá, WashinKton, BrUssel. Róm, 9. desember. — AP.
SOVETSTJÓRNIN hefur flutt herflutninKavagna að pólsku landa-
mærunum og hert eftirlit með fjarskiptum á svæðinu, að því er
bandariskir embættismenn sögðu í dag. Jafnframt hafa varaliðar
verið kvaddir i herinn í Sovétríkjunum, Austur-býzkalandi og
Tékkóslóvakíu.
Fréttir hafa borizt frá Varsjá
þess efnis, að Sovétríkin hafi beðið
pólsku stjórnina um heimild til að
flytja fjögur herfylki þvert yfir
landið til Austur-Þýzkalands. Enn
er þó litið á fréttir þessar sem
sögusagnir og Muskie utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sagðist í dag
ekkert hafa heyrt þessu til stuðn-
ings. Muskie sagði ennfremur, að
ráðist Sovétríkin á Pólland verði
slökunarstefnan að engu.
Dagblað póiska hersins sagði í
dag, að ekki væri svigrúm í landinu
fyrir verkalýðsfélög, sem andvíg
væru ríkinu né heldur aðra hópa í
andstöðu við ríkisvaldið. Hin opin-
bera pólska fréttastofa skýrði frá
því, að tilraun hefði verið gerð til að
fremja skemmdarverk í kolanámu
nærri Katowice.
Pólska stjórnin hefur undirritað
samkomulag við háskólastúdenta,
sem krafizt hafa eigin stéttarfélags,
en um 200 stúdentar voru eftir sem
áður í setuverkfalli og kröfðust
meira sjálfstæðis til handa pólsku
kvikmyndaakademíunni.
ítalski kommúnistaflokkurinn gaf
í dag út harðorða yfirlýsingu, þar
sem Sovétstjórnin er vöruð við
íhlutun í málefni Póllands og sagt
að innrás í landið kunni að hafa
„mjög alvarlegar afleiðingar". Því
hefur verið spáð að innrás í Pólland
kunni að leiða til þess að slitið verði
formlegum samskiptum milli sov-
ézka kommúnistaflokksins og hins
ítalska, en hann er stærsti kommún-
istaflokkur í Vestur-Evrópu.
Pólverjar hafa farið fram á að fá
keypt við vægu verði nokkuð af
umframbirgðum Efnahagsbanda-
lags Evrópu af matvælum, m.a. 100
þúsund tonn af kjöti, 40 þúsund
tonn af smjöri og 1,5 milljón tonn af
skepnufóðri. Máliö verður tekið
fyrir á fundi utanríkisráðherra
EBE-landanna í næstu viku. Leið-
togar sömu landa hétu því í síðustu
viku að taka þessari beiðni vel.
Yoko Ono. ekkja bítilsins
John Lennons. kemur yfir-
huguð af harmi frá Roose-
velt-sjúkrahúsinu í New York
eftir að maður hennar hafði
verið myrtur í fyrrakvöld. í
fylgd með henni eru lögreglu-
menn. (Símamynd AP.)
Útgöngubann í Bethlehem
— mikil spenna á Vesturbakkanum
Bethlehem, Kairó, 9. des. — AP.
MIKIL spenna ríkir nú í Bethle-
hem á Vesturbakka Jórdanár,
eftir að ísraelska herstjórnin
tilkynnti síðdegis útgöngubann í
borginni til að hægt væri að loka
háskóla borgarinnar, en þar
urðu í gær átök sem stóðu í átta
klukkustundir miili ísraelskra
hermanna og arabískra náms-
manna. Hermennirnir gripu til
þess að nota táragas til að dreifa
hópnum sem grýtti lögrcgluhíla
og hermennina og lokaði leiðinni
til Ramallah sem er fimm km
norður af Jerúsalem. Þessi mót-
mæli fylgja í kjölfar þeirrar
umdeildu ákvörðunar Israels-
stjórnar að vísa tveimur borgar-
stjórum á Vesturbakkanum úr
landi, vegna hollustu þeirra við
PLO.
Nokkrir erlendir blaðamenn
voru teknir fastir skamma stund í
Ramallah og skipað að fara úr
bænum, en störf erlendra frétta-
manna í bæjum á Vesturbakkan-
um, hafa verið torvelduð síðustu
daga, eða síðan ólgan tók að
magnast fyrir alvöru.
„Segið að það sé ekki satt,
segið að hann sé lifandi!“
John Lennon syrgður um allan heim
New York, 9. desember. — AP.
MORÐIÐ á brezka bítlin-
um John Lennon hefur
vakið óhug og vandlæt-
ingu um allan heim. en
Lennon var myrtur í gær-
kvöldi er hann var að
koma heim til sín í fylgd
með konu sinni, Yoko Ono.
Fyrrverandi félagar hans í
hljómsveitinni The Beatles
voru harmi lostnir í dag
og sama er að segja um
milljónir aðdáenda þeirra
víða um lönd. Lög Lennons
voru leikin nær stanzlaust
í fjölda útvarpsstöðva
austan hafs og vestan í
dag.
25 ára gamall maður, Mark
Varnarmálaráðherrar NATO:
Óska eftir AWACS-vélum
vegna atburða í Póllandi
BrUssel, 9. desembcr. — AP.
Varnarmálaráðherrar aðildar-
rikja Atlantshafsbandalagsins
hafa ákveðið að óska eftir þvi við
Bandarikin að fjórar AWACS-
radarflugvélar verði sendar til
V-Evrópu vegna athurðanna í
Póllandi. að þvi er heimildir i
Brússel herma. Liklegt er talið
að Bandarikin verði við þessari
beiðni og vélarnar verði sendar
af stað mjög hráðlega.
Robért H. Falls flotaforingi og
formaður hermálanefndar Atl-
antshafsbandalagsins sagði í dag,
að Rússar gætu ráðist inn í
Pólland með nokkurra stunda
fyrirvara og að svo kynni að fara,
að Vesturveldin „vissu ekkert af
því fyrr en allt væri um garð
gengið“. Falls sagði ennfremur, að
ef til innrásar kæmi yrði herafli
líklega sendur frá bækistöðvum í
Rússlandi eða herstöðvum í Pól-
landi en ekki frá Austur-Þýzka-
landi.
Falls sagði, að flota Atlants-
hafsbandalagsins yrði haldið úti
um jólin og engin leyfi veitt. „Að
hætta öllum viðbúnaði yfir hátíð-
irnar kynni að vera það sama og
að segja Rússum, að það skipti
ekki miklu máli hvað þeir hafast
að á austurlandamærum Pól-
lands," sagði hann.
David Chapman, hefur verið
handtekinn og sakaður um morðið
á John Lennon. Hann hafði beðið
við húsið, sem Lennon og Yoko
Ono bjuggu í, frá því um fimm
leytið, en þá hitti hann þau hjón
og fékk eiginhandaráritun hjá
Lennon. Þegar þau komu heim að
nýju, rétt fyrir kl. 23, gekk hann
að þeim og kallaði til þeirra: „Mr.
Lennon". Síðan tæmdi hann úr
skammbyssu sinni. Fékk John
fjórar kúlur í sig og fóru tvær
þeirra í gegnum hann. „Eg hef
verið skotinn", æpti John og tók á
rás upp sex þrep inn á skrifstofu,
Nýleg myndaf John Lennon.
sem er í húsinu, en þar féll hann
niður og var látinn. Yoko Ono
slapp ómeidd.
Chapman kastaði frá sér vopn-
inu, þegar þessu var lokið og beið
rólegur þar til lögreglan kom á
vettvang. Farið var með Lennon í
sjúkrahús í miklum flýti, en
læknar sögðu að engin leið hefði
verið að bjarga lífi hans. Yoko
Ono varð gjörsamlega miður sín,
þegar henni var sagt að maður
hennar væri látinn. „Segið mér að
það sé ekki satt, segið mér að
hann sé lifandi," hrópaði hún
þegar henni voru færðar fréttirn-
ar.
Mark David Chapman hefur
undanfarið verið búsettur í Hono-
lulu á Hawaii, en er fæddur í
Georgíuríki. Hann kom til New
York fyrir viku og hafði sést á
ferli við bústað Lennons og Ono
nokkrum sinnum undanfarna
daga. Chapman starfaði í nokkur
ár í prentsmiðju í Honolulu og var
síðan öryggisvörður um tíma, en
hefur ekkert starfað undanfarið.
Hann var vel látinn starfsmaður
og ekki talinn eiga við erfiðleika
að stríða. Chapman hafði hreint
sakavottorð er hann festi kaup á
skammbyssu á Hawaii sl. haust.
Sjá nánar um John Lennon
og viðbrögðin við morði hans á
bls. 12,14 og 15 í Mbl. i dag.