Morgunblaðið - 10.12.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 10.12.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 1» Fyrirlestur fyr- ir hagfræðinga og lögfræðinga EINN af yfirmönnum skipulags- mála Strathciyde-héraðs, eða Stór-Glasgow svæðisins í Skot- landi. Ian S. McFarlane mun halda fyrirlestur í kvöld, miðviku- dagskvöld um héraðsskipulag og samvinnu sveitarfélaga. Mun hann leggja sérstaka áherslu á lögfræðiieg og hagfræðileg atriði i þessu sambandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans og hefst klukkan 8.30. McFarlane er lögfræðingur að mennt og hefur starfað um 20 ára skeið að skipulagsmálum Glasgow og nágrannabyggða. Hann kemur hingað á vegum Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, en fyrirlest- urinn í kvöld er haldinn í samvinnu við Lögmannafélag Islands og Fé- lag viðskiptafræðinga og hagfræð- inga. Jólatréð frá ösló er komið á sinn stað á Austurvelli i Reykjavik. Jólaljósin á því verða hins vegar ekki kveikt fyrr en síðar með tilheyr- andi hátíðahöldum. (Ljóxm. ÓI.K.Mag.) Rikisstjórnin: 24% vörugjald til ársloka næsta árs RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga, er miðar að því að framlengja lög um „sérstakt timabundið vöru- gjald“ til ársloka 1981, en gjaldið er 24% af ákveðnum vörutegund- um. Lögin um vörugjaldið eru frá því í desember 1978, en í athuga- semdum með stjórnarfrumvarp- inu er nú miðar að þvi að framlengja gjaldið, segir svo meðal annars: Frumvarp þetta til breytinga á lögum nr. 107/1978 um sérstakt tímabundið vörugjald með síðari breytingum er lagt fram til fram- lengingar á innheimtu sérstaks vörugjalds sem samkvæmt bein- um ákvæðum laganna falla úr gildi frá og með næstkomandi áramótum. í forsendum frum- varps til fjárlaga fyrir árið 1981 er gert ráð fyrir að lögin verði framlengd óbreytt. Samkvæmt tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir að sérstakt vörugjald skili í ríkissjóð um 37.000 m.kr., þar af 4.600 m.kr. af innlendri framleiðslu en 32.400 m.kr. af innflutningi. Til saman- burðar má geta þess að tekjur af gjaldi þessu fyrir árið 1980 eru áætlaðar um 25.800 m.kr. Jafn- framt framlengingu á gildistíma laganna er lagt til að nokkrar breytingar verði gerðar á einstök- um greinum laganna og er gerð grein fyrir þeim hér á eftir í athugasemdum við einstakar greinar. INNLEN-T „Gífurleg spenna í síðustu umferðinni“ SKÁK okkar Sax var ein af úrslitaskákum móts- ins og það voru miklar sviptingar í henni, sagði Margeir Pétursson al- þjóðlegur skákmeistari þegar Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi en þá var íslenzka sveitin ný- komin til landsins frá Möltu. — Við vorum mjög óheppnir að dragast á móti Ungverjum í síðustu um- ferðinni því það var vitað mál að þeir yrðu í miklum bardagaham vegna hinnar geysihörðu keppni við So- vétmenn um ólympíutitil- inn, sagði Margeir. — Skák- irnar þróuðust þannig að Helgi, Jón L. og Jóhann fengu erfiðar stöður strax um 20. leik og urðu að gefa skákirnar. Eg lumaði á heimabruggi gegn Sax og í 20. leik bauð hann mér jafntefli. Ég hafnaði því, taldi stöðu mína betri. En fljótlega missti ég þráðinn og var kominn með mun verri stöðu og líklega tapað tafl og bauð jafntefli, sem hann hafnaði. Við lentum báðir í æðislegu tímahraki og þegar biðstaðan var skoðuð kom í ljós að ég átti þráskák og jafntefli var fljótlega samið. Þetta reyndist sá hálfi vinningur, sem átti stóran þátt í að færa Sovétmönnum titilinn á stigum eins og síðar kom í ljós, en þjóðirnar voru efst- ar og jafnar með 39 vinn- inga. Það var auðvitað gíf- urleg spenna á meðan síð- asta umferðin var tefld og — sagði Margeir Pétursson lang mest var fylgst með viðureign okkar við Ungv- erja og viðureign Dana og Sovétmanna, sem þeir síð- arnefndu unnu einnig 3 ^^. Ekki var síður Margeir Pétursson spennandi að fylgjast með biðskákunum í viðureign Grikkja og Skota. Það var Sovétmönnum í hag að Grikkir ynnu en Ung- verjum í hag að Skotar ynnu. Báðar þjóðirnar fengu góða hjálp, Ungverj- ar hjálpuðu Skotum við biðskákirnar og Sovétmenn hjálpuðu Grikkjum og það voru þeir sem reyndust sterkari. ísland hafnaði í 23.-28. sæti með 30 vinninga, eftir að hafa verið lengst af meðal efstu þjóða. — Við fengum mjög sterkar þjóðir sem mótherja og þar lá munurinn, sagði Margeir. — En í heidina var þetta skemmtilegt mót og andinn í sveitinni einstaklega góð- ur. Við vorum með yngstu sveitina sem var í toppbar- áttunni og það vakti veru- lega athygli. Árangur einstakra skák- manna var sem hér segir: Friðrik Ólafsson hlaut hálf- an vinning í 3 skákum eða 16,7%, Helgi Ólafsson hlaut 5 vinninga í 12 skákum eða 41,7%, Jón L. Árnason hlaut 7 vinninga í 14 skák- um eða 50%, Margeir Pét- ursson hlaut 8V2 vinning í 13 skákum eða 60% og Ingi R. Jóhannsson hlaut 3 vinn- inga í 4 skákum eða 75%. Margeir náði 9. bezta ár- angri 4. borðsmanna á mót- inu. Ekki munaði miklu að hann næði stórmeistaraár- angri en samkvæmt gamla kerfinu, sem var í gildi til 1978, hefði árangurinn á Möltu fært Margeiri hálfan stórmeistaraárangur. Eins munaði litlu að Jóhann Hjartarson næði áfanga í alþjóðlegan meistaratitil. Hins vegar náði hann áf- anga í FIDE-titil. íslenzka kvennasveitin sýndi miklar framfarir frá fyrra Ólympíumóti, hlaut 21V2 vinning og varð í 20. sæti af 43 þátttökuþjóðum. í karlaflokki voru þátttöku- þjóðir 82 að tölu. Ef starfsmaóur í 18. launaflokki VR mætir daglegalO minútum of seint til vinnu, tapar fyrirtæki hans 126.720 krónum á ári! HEFUR ÞITT FYRIRTÆKI EFNI Á ÞVÍ? Nú bjóöum við hjá SKRIFSTOFUVÉLUM nýja línu í stimpilklukkum frá STROMBERG. Stimpilklukkur þessar eru til í mismunandi stæröum og gerðum sem henta öllum stærðum fyrirtækja. Stimpilklukka hvetur starfsmenn til stund- vísi. Hafðu samband við sölumann okkar um hvaða klukka hentar fyrirtæki þínu. I SKRIFSTOFUVÉLAR hTfTI 'ÍA + _ ,4? Hverfisgötu 33 Sími 20560 HVERFISGATA FRÁDRÁTTUR: ns -12 ^I2j05 812.95 -12.% SI8 08 — 18 06 «8.90 -12.06 -0.02 —18 08 £8.94 ^9.06 ^12 05 913.15 918.06 -12 oo 512.% 518.12 -9 j04 — 12.06 — 13-06 — 18 >06 ”8.% SI2joi 512.90 —18 .04 29 00 «12.12 «13.82 «18.10 "'8.90 -'12 05 ''12.98 '-'18.06 4 OO •»I2d4 *I2.% -r|8 .05 -8.95 12.04 -13.04 -18.22 "8.91 oO 06 ■■■■ ' "12.90 Ulfl - IU -VT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.