Morgunblaðið - 10.12.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 1t
FRÁ MANUOEGI
Bókmennta-
kvöld í
Listasaini
dögum áður en „áfengishamingj-
an“ fékk útrás í skemmdarstarfi á
blómum og gróðri við Austurvöll,
en að því stóðu m.a. gestir vínveit-
ingahúsa að sögn lögreglunnar.
Kannski hefir einhver skemmd-
arvarganna farið að ráðum lista-
mannsins í leit að hamingjunni?
Að menn geti sokkið svo djúpt í
sjálfsblekkingunni gagnvart
áfenginu að líkja því við ham-
ingjulind, er öllum þarft umhugs-
unarefni.
Hvaða alkóhólisti myndi t.d.
vilja taka undir orð listamanns-
ins? Hafa þeir ekki einmitt sagt
hið gagnstæða, að þá fyrst hafi
þeir fundið það bezta á sjálfum sér
og öðlast hamingjuríkt líf, þegar
þeir losnuðu úr viðjum áfengisins?
Hvaða hamingja er og fólgin í
því að stuðla beint eða óbeint að
annarra ógæfu?
Og hvað sagði einn mesti and-
ans jöfur allra tíma, stórskáldið
Goethe, um áfengið? Hann sagði:
„Ef ég gæti rekið áfengið burt úr
heiminum, þá væri ég sæll. Ég
drekk sem stendur ekkert af víni,
og fer daglega fram í skarp-
skyggni og vinnuþreki."
Þeir, sem standa að áfengis-
áróðri, baka sér þunga ábyrgð.
Þeir gefa því sjálfum sér og öðrum
vart betri jólagjöf en að láta af
slíkri iðju.
Á enga samleið með
boðskap jólanna
„Jólaglöggið" og barnasöngur í
vínveitingahúsi varð kveikjan að
þessum hugleiðingum. Er til of
mikils ætlast, að þeir, sem hagn-
ast á sölu áfengis, hlífi blessuðum
börnunum við því að vera notuð
sem tálbeita á sjálfri aðventunni í
þjónustu Bakkusar. Málstaður
hans á enga samleið með boðskap
jólanna.
En umfram allt ætti það þó að
vera metnaðarmál allra kristinna
manna að leggja sig fram um að
reyna að læra að lifa lífinu án
áfengis. Það er heilbrigt og því
fylgir mikil hamingja.
Verum ávallt minnug orða
mannvinarins mikla, Albert
Schweitzers, en hann sagði áfeng-
ið vera „okkar versta óvin, trúar-
lega og siðferðilega séð“.
fyrir 50 árum
„Kappakstur — foraraust-
ur. Undanfarna stórrign-
ingardaga hefir borið óþarf-
lega mikið á því, að bifreiða-
stjórar bæjarins hafa ekið um
göturnar — gegnum forar-
pollana. líkt og um væri að
ræða kappakstur. en ekki
venjulega götuumferð. Ber
slík umferð þann árangur, að
fótgangandi fólk, sem verður
á vegi bílanna, fær yfir föt sín
gusur — sem likjast einskon-
ar holskeflum af aurvatni.
Mjög er það mismunandi. hvc
bilstjórar taka mikið eða lítið
tillit til fólks, sem varnarlaust
er fyrir foraraustri þessum.
En ætlandi er það forstjórum
bifreiðastöðvanna, að þeir
brýni það fyrir starfsmönnum
sinum, að þeir ausi ekki veg-
farendur auri að óþörfu —
rjett eins og að gamni sínu.
Vegfarandi.“
„Beriin 5. des. United Press.
FB.
Hindenburg hefir tekið til
greina lausnarbeiðni Johann
Bredt dómsmálaráðherra.
Baðst hann lausnar eftir að
„ökonomi“-flokkurinn hafði
gengið í lið með stjórnarand-
stæðingum. Hindenburg hefir
útnefnt Joel dómara eftir-
mann Bredts.“
Bubbi Morthens — „... þúsund sinnum betri málsvari verkafólks en
allaballarnir i ráðherrastólunum“.
Þaö á enginn Bubba
Þ.Sig., 17 ára, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig um
ofurlitla orðsendingu til kommanna
sem eru alltaf að skamma Bubba
Morthens í Þjóðviljanum og annars
staðar þar sem þeir koma því að. Ég
er á þeirri skoðun, að allaballarnir,
eins og Bubbi kallar kommana í
Alþýðubandalaginu, eigi ekkert í
Bubba og ættu þess vegna að hætta
að heimta að Bubbi syngi eins og
þeir vilja. Bubbi er á móti allaböll-
unum eins og plötur Utangarðs-
manna sýna. Það á enginn Bubba og
síst af öllum allaballar. Þeir verða
að fara að skilja það þessir menn-
ingarvitar að það eru fleiri sem
bera hag verkafólks fyrir brjósti en
atkvæðasmalar allaballanna. Það
get ég líka látið þá vita, að Bubbi er
þúsund sinnum betri málsvari
verkafólks en allaballarnir í ráð-
herrastólunum.
Verðugir íull-
trúar poppsins
Á meistaraverkinu Gelslavirkir
sést vel að Bubbi trúir á Guð og
ætti það að vera nóg til að
kommarnir í Alþýðubandalaginu
skildu að þeir geta ekki gert neitt
tilkall til hans.
Mig langar til að biðja Bubba að
halda áfram á sömu braut, gagn-
rýna allaballana. Ég vil jafnframt
þakka honum fyrir heiðarlega og
málefnalega gagnrýni á okkur sem
trúum á nauðsyn varnarliðs hér-
lendis. Við höfum gott af því að
hugleiða hættuna sem hugsanlega
getur stafað af hernum og heyra
rökin gegn veru hans. Bubbi og
Utangarðsmenn eru verðugir full-
trúar íslenskrar popptónlistar
eins og hún gerist best, frá hvaða
hlið sem litið er á rnálið."
Margar
umkvartanir
af sama tilefni
Reynir Ármannsson, formaður
Neytendasamtakanna, hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — I
Velvakanda 5. þ.m. skrifar „Hús-
móðir úti á landi". M.a. kvartar
hún yfir því, að í auglýsingum
dagblaðanna sé ekki getið um
vöruverð. Neytendasamtökunum
hafa borist margar umkvartanir
utan af landsbyggðinni af sama
tilefni. Uip þetta gilda að vísu
engin lög enn sem komið er.
Neytendasamtökin hafa því beint
þeirri eindregnu ósk til auglýs-
enda bæði hér í Reykjavík og úti á
landi (með símupphringingum), að
láta vöruverð fylgja auglýsingum.
Er þessi ósk Neytendasamtakanna
hér með ítrekuð.
Bílstjórar
láti vita
Sigríður Kristjánsdóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Ég vil að gefnu tilefni
hvetja bílstjóra sem verða fyrir
þeirri óheppni að aka yfir heimil-
isdýr, ketti eða hunda, að hafa
samband við eigendur dýranna og
láta þá vita um hvað gerst hefur.
Þetta ætti að vera auðvelt fyrir þá
ef dýrin eru merkt, en mundi
spara börnum og fullorðnum mik-
ið erfiði í tilgangslausri leit.
SlGeA V//QGA g Ái LVtftAM
alþýðu
Miðvikudaginn 10. desember
efnir Trésmiðafélag Reykja-
víkur í samvinnu við Menning-
ar- og fræðslusamband alþýðu
til bókmenntakvölds i Lista-
safni alþýðu að Grensásvegi
16. bar munu þrír rithöfundar
lesa úr verkum sinum. Stefán
Júliusson, Auður Ilaralds og
Guðlaugur Arason. Á eftir
gefst ta'kifa'ri til að spjalla við
höfundana.
Gestir á bókmenntakvöldi fá
einnig tækifæri til að líta á
sýningu á verkum úr safninu,
sem þar er nú. Veitingar verða á
boðstólum í kaffistofu, en þar er
nú sýning á ljósmyndum frá
Patreksfirði frá því um alda-
mót, úr safni Péturs A. Ólafs-
sonar.
Bókmenntakvöldið hefst kl.
20.30 og er öllum heimill ókeyp-
is aðgangur.
AlKíl.VSINOASIMINN ER: g
22480
jDargunbUbiti
Sflyirllgiygjiuiir
Vesturgötu 16,
sími 13280.
SAMSÆRIÐ
Nýjasta skáldsagan eftir Desmond
Bagley er komin í bókaverslanir.
Suðri
WV'öAN 'VO
(tiNAwaYiföva&'/-
V\iútv WAtwim
\ OPP&Ktfoví
AKv£^A/N, ,
9 /
\iON ‘hEáVbT
(WKI Ví&N fmMUVt
^JAVA 0V/ W,
'£>-/r
Whva® \ft)N \ÍAl0I p® Vón uV