Morgunblaðið - 10.12.1980, Síða 32
^Síminn á afgreiðslunni er
83033
JJWreunblflfctb
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JH*r0unblfltiib
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
10-15% hækk-
un á bensíni?
OLÍUFÉLÖGIN hafa sent verð-
laKsyfirvoldum beiðni um hækk-
un á bensíni.
Hækkunarbeiðnin er á bilinu
10—15% en Mbl. tókst ekki í gær
að fá uppgefna nákvæma pró-
sentutölu. Hver lítri bensíns kost-
ar nú 515 krónur og ef verðlagsyf-
irvöld fallast á beiðni olíufélag-
anna mun bensínverðið verða á
bilinu 566 til 592 krónur.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Mbl. aflaði sér í gær er helsta
ástæða hækkunarbeiðninnar hið
hraða gengissig á undanförnum
vikum og mánuðum. Einnig mun
hafa orðið einhver hækkun á
Rotterdam-markaðnum.
„Mun gefa um-
bjóðerujum mínum
og ASI skýrslu44
- segir lögfræðingur Gervasonis
ÉG HEF ekki gefið umbjóðendum mínum og ASÍ skýrslu
um ferðina og því má ég ekkert segja við fjölmiðla. sagði
Ragnar Aðalsteinsson hrl., umboðsmaður Patrick Gervas-
onis við Mbl. í gærkvöldi, þá nýkominn til landsins frá
Kaupmannahöfn. Eins og fram kom í Mbl. í gær fór
Ragnar þessa för til að kanna mál Gervasonis og athuga
möguleika á því að hann fengi sérstakt vegabréf,
svokallaðan „fremmed pas“.
— Ég get staðfest það að ég fór
þessa ferð að tilhlutan Alþýðu-
sambands íslands, sem borgaði
beinan kostnað við ferðina, sagði
Ragnar. — Ég get líka staðfest að
ég fór þessa för í fullu samráði
við dómsmálaráðuneytið og það
hlutaðist til um að ég fengi viðtal
við danska útlendingaeftirlitið.
Eftir að ég hafði rætt ítarlega við
útlendingaeftirlitið var ljóst að
ég yrði að ganga á fund dóms-
málaráðuneytisins og hafði út-
lendingaeftirlitið meðalgöngu um
það. Þar fékk ég samband við
Ljósm Mbi. Ól. K. M.
rétta aðila og átti með þeim tvo
fundi.
Þegar Ragnar var að lokum
spurður hvort förin hefði verið
jákvæð eða neikvæð svaraði
hann: „Um það get ég ekkert sagt
fyrr en ég hef gefið umbjóðend-
um mínum og ASÍ skýrslu um
förina."
Óvíst um samkomu-
lag, þó lítið beri í milli
dagar
til jóla
Steingrimur og
Bartels ræða
mál Flugleiða
Samgönguráðherrar ís-
lands og Luxemborgar ræða
málefni Flugleiða á óformleg-
um fundi í Luxemborg í dag.
Steingrímur Ilermannsson
var á fundi samgönguráð-
herra Norðurlanda í Kaup-
mannahöfn. en hélt þaðan til
Luxemborgar. Mun hann
hitta Josef Bartels, sam-
gönguráðherra Luxemborg-
ar, í dag. Steingrímur er
væntanlegur heim á morgun.
SAMNINGANEFND bankanna
og samninganefnd hankamanna
voru í gærkveldi að búa sig undir
viðræður um önnur atriði kjara-
samnings SÍB en launaliðinn. í
þessari samningslotu hafa allar
viðræður til þessa staðið um
launaliðinn. en bankarnir hafa
nú boðið 3% hækkun á sáttatil-
iögunni frá 1. ágúst. Eftir að
samningarnir frá í október voru
felldir, lagði SÍB fram kröfur í 10
liðum og er þar með talinn
launaliður samninganna og var
sáttatillagan, sem felld var, á
þeim byggð. Er rætt var um hin
atriðin 9, kom i Ijós, að þau þóttu
óskýr og ætlaði samninganefnd
hankamanna að leggja fram nán-
ara orðalag þeirra.
Það var yfirlýst af hálfu banka-
manna, að þeir myndu ekki ræða
þessi 9 atriði, fyrr en launaliður-
inn væri frá, en þar sem hugsan-
lega væri unnt að kaupa aftur-
virkni 3ja prósentanna, sem
bankamenn hafa hingað til krafizt
að greidd yrðu frá 1. júlí 1979, þarf
að útvíkka viðræðurnar, þar sem
launaliðurinn er nú kominn lang-
leiðina í samkomulag — eins og
einn samningamanna orðaði það.
Samninganefnd bankanna telur
sig á engan hátt geta teygt sig
lengra í afturvirkni, en til 1. ágúst
síðastliðins.
Það var mat manna, er Morgun-
blaðið ræddi við í gær, að ekki
bæri í raun mikið í milli deiluað-
ila, en engu að síður væri um
erfiðan hnút að ræða. Þó voru
menn hæfilega bjartsýnir og var
talið að næðist ekki samkomulag í
nótt, yrði það ef til vill hina
næstu. Það er einkum orlofspró-
senta, sem bankamenn hafa hug á
að fá hækkaða, þar sem sá liður
myndi gefa þeim varanlegar
kjarabætur í framtíðinni og reyn-
ast þannig þyngstur á metunum,
ef eftirgjöf á afturvirkni yrði
óhjákvæmileg.
Mikill ágreiningur
Islands og EBE
í VIÐRÆÐUM íslondintra
og fulltrúa Efnahags-
handalagsins í Briissel á
tveimur fundum í nóvem-
ber bar mjög mikið á milli.
Flugleiðir kaupa Gæslu-Fokk-
erinn TF-SYR á 675 millj. kr.
Leiguflug í Líbýu strandar á samningum við flugmenn
FLUGLEIÐIR hafa samið um kaup á annarri Fokker-flugvél
Landhelgisgæslunnar, TF-SYR, og er kaupverðið 675 milljón-
ir króna sem greiðast upp innan árs. Gengið var frá
samningunum í gærkvöldi er samningamenn ríkisvaldsins
féllust á síðasta tilboð Flugleiða. Miðað er við að vélin verði
afhent í þessum mánuði.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
W. Stefánssonar skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu er vélin
seld Flugleiðum án kvaða um leigu
til Landhelgisgæslunnar, en um
tíma var sá möguleiki inni í
myndinni. Kvað Ólafur vélina
afhenta þegar greiðslutrygging
hefði farið fram, en vera kynni að
hún yrði leigð Flugleiðum í nokkra
daga til þess að afhending þyrfti
ekki að dragast i sambandi við
verkfall bankamanna. Vélin er
seld án sérbúnaðar og varahluta.
Leifur Magnússon fram-
kvæmdastjóri flugrekstrardeildar
Flugleiða sagði í samtali við Mbl.
að reiknað væri með að vélin færi
í innanlandsflug og leysti af hólmi
Fokker sem færi í leiguflug til
Libýu ef af þeim samningum
verður, en þar strandar nú einung-
is á samningum við flugmenn.
(Sjá bls. 2).
TF-SYR, sem Flugleiðir kaupa af Landhelgisgæslunni.
Þá sagði Leifur að verið væri að
kanna leigu á einni Fokker-vél,
einnig til Líbýuflugs, og er um
tvær vélar að ræða, vél sem
Flugleiðir seldu til Bandaríkjanna
sl. ár og vél sem er á leið frá
Ástralíu til Frakklands og mun
fáanleg tii leigu.
Meðal þess, sem rætt var á
fundum má nefna loðnu og
rækju, en einnig aðrar
fisktegundir í hafinu milli
íslands og Grænlands.
Stjórnmálamenn hafa nú
fengið skýrslu um þessar
viðræður, en ekki er lík-
legt að nýr fundur íslands
og EBE verði haldinn á
næstu vikum.
Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í
samtali við Mbl. í gær, að í
framhaldi af viðræðum embætt-
ismanna hefði verið fyrirhugað að
stjórnmálamenn hittust til að
ræða þessi mál. Á þessu stigi
málsins sagði hann að alls óvíst
væri hvenær sá fundur yrði hald-
inn. „Það er mikill ágreiningur
milli okkar og Efnahagsbanda-
lagsins," sagði Jón Arnalds. Auk
þessa ágreinings má nefna að
þjóðir EBE eru mjög ósammála
um fiskveiðistefnu og þessa dag-
ana standa yfir viðræður Norð-
manna og EBE um rækjuveiðar á
Grænlandshafi, en hvort tveggja
hefur þetta áhrif á mögulega
samninga við íslendinga.
Þess má geta, að í haust veiddu
íslendingar um 75 þúsund lestir af
loðnu Grænlandsmegin miðlínu.