Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 1
64 SÍÐUR
284. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kjöt skammtað
vegna jólanna
Varsjá, 18. desember. AP.
PÓLVERJAR undirbúa sig um þessar mundir undir
vcnju fremur dapurt jólahald en í dag var byrjað að
úthluta skömmtunarseðlum í fyrsta skipti frá því á
árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Að sögn sérfræð-
inga pólskra yfirvalda í efnahagsmálum eru horfurnar
síður en svo bjartar framundan. og mega Pólverjar búast
við þrengingum áfram, að þeirra sögn.
Útvarpið í Varsjá gerði
mikið úr því í dag, að skip
væru á leiðinni að utan með
kjöt, konfekt og ávexti til að
bæta úr brýnustu þörfum. Þá
sagði útvarpið í löngu máli
frá því að birgðir af karfa
yrðu fluttar inn frá Dan-
mörku, Júgóslavíu, Ungverja-
landi og V-Þýzkalandi fyrir
hinn hefðbundna jólarétt.
Biðraðir voru þó jafnvel
lengri við verzlanir en venju-
lega, og birgðir, sem auknar
hafa verið vegna jólahátíðar-
innar, virðast hvergi ætla að
nægja.
Samkvæmt kjötskömmtun-
arseðlunum, sem gefnir voru
út í verksmiðjum og á opin-
berum skrifstofum á hver
Pólverji kost á hálfu kílói af
úrvalskjöti það sem eftir er
ársins, og 800 grömm af
skinku, en hún hefur varla
sést í búðum, þar sem hún
hefur svo til eingöngu verið
sett til útflutnings. Þá eiga
Pólverjar kost á 1,5 kg af
pulsum í hverri búðarferð til
áramóta, en ferðir af því tagi
taka venjulega klukkustundir,
og aldrei er nein trygging
fyrir því, að allir sem í biðröð
standa fái skammt þegar þeir
loks komast að afgreiðslu-
borði.
Embættismenn sögðu í dag,
að í bígerð væru varanlegar
skammtanir á ýmsum nauð-
synjavörum er tækju gildi
fljótlega á næsta ári.
Peres endurkjörinn
Shimon Peres veifar stuöningsmönnum er fögnuðu honum þegar ljós
úrslit í leiðtoj?akjöri Verkamannaflokksins í ísrael í gær. t
voru
leiðtogakjörinu bar Peres sijfurorð af Yitzhak Rabin fyrrum forsætisráð-
herra og hlaut Peres um 70 af hundraði atkvæða. Kosningar verða í
ísrael á næsta ári og er því spáð að Peres verði næsti forsætisráðherra
landsins. Sjá nánar frétt á bls. 15. Símamynd-AP.
Fangar
hættu
föstu
London. 18. desombor. AP.
SEINT í kvöld skýrði brezka út-
varpsstöðin BBC frá því. að óstað-
festar fregnir hefðu borizt frá
Belfast um að fangarnir 10 í
Maze-fangelsinu hefðu hætt hung-
urverkfalli sínu í kvöld. Verkfallið
hafði staðið i 53 daga og ástand
sumra fanganna þannig að þoir
voru nær dauða en lífi.
Hafði BBC eftir aðstandendum
fanganna, að þeir hefðu ákveðið að
láta af aðgerðum sínum, þegar ljóst
var orðið eftir umræður í brezka
þinginu, að brezk stjórnvöld myndu
ekki verða við kröfum þeirra um að
þeir yrðu meðhöndlaðir sem pólitísk-
ir fangar. Thatcher forsætisráð-
herra sagði við umræðurnar, að
útilokað væri með öllu að verða við
kröfum fanganna, þar sem þeir
hefðu drýgt hryllilega glæpi, og yrði
undanlátssemi við þá einungis til að
kynda frekar undir ófriði á N-ír-
landi.
Frelsissveitir Afgana
gera Rússum óskunda
Peshawar. 18. desember. AP.
FORMÆLANDI hóps afg-
anskra frelsissveita skýrði
frá því í dag, að sveitunum
hefði orðið verulega
ágengt í skæruárás á Jala-
labadflugvöll í austurhluta
Afganistans á laugardag
og þá jafnvel unnið sinn
mesta sigur í viðureign-
inni við innrásarheri Sov-
étmanna til þessa, en um
Reagan íhugar að
lýsa neyðarástandi
Washington. 18. desember. AP.
RONALD Reagan hefur
það til „gaumgæfilegrar1
athugunar“ að lýsa yfir
„neyðarástandi í efna-
hagsmálum“ skömmu eftir
að hann tekur við embætti
forseta 20. janúar næst-
komandi, að sögn eins
helzta ráðgjafa hans í dag.
Ronald Reagan
Ráðgjafinn, James Baker, er
verður starfsmannastjóri
Hvíta hússins, sagði, að Reag-
an og ráðgjöfum hans, þætti
„sérstaklega brýnt að grípa
fljótt til raunhæfra aðgerða" í
efnahagsmálum.
Samkvæmt heimildum eiga
þingmennirnir David Stock-
man og Jack Kemp hugmynd-
ina að neyðarástandsyfirlýs-
ingunni, en Stockmann verður
yfirmaður fjársýslustofnunar
Bandaríkjanna í stjórnartíð
Reagans. Hefur Stockmann
hvatt Reagan til þess að biðja
þingið að tryggja afgreiðslu
neyðarúrræðaáætlunar fyrir
vorið.
Stockmann hefur m.a. lagt
til, að gerðar verði ýmsar
ráðstafanir er tryggi hagvöxt,
þ.á m. að ýmsum hömlum
verði aflétt, ríkisafskiptum
ýmiss konar verði hætt, og að
breytingar verði gerðar á
stefnu hins opinbera í pen-
ingamálum.
Baker sagði í dag, að líklega
yrði farið fram á breytingar á
fjárlögum fyrir fjárhagsárið
1981, sem þegar hafa verið
afgreidd í þinginu.
þessar mundir er ár liðið
frá innrás Sovétríkjanna í
Afganistan.
I árásinni tókst frelsissveit-
unum að bera eld að eldsneytis-
birgðatönkum sovézku herj-
anna á flugvellinum og að
eyðileggja sex þyrlur, sem sér-
staklega voru gerðar til loft-
árása. Þá féllu tugir sovézkra
hermanna í aðgerðunum og
fjölmargir særðust. Formæl-
andi frelsissveitanna sagði, að
60 skæruliðar hefðu tekið þátt í
aðgerðunum á Jalalabadflug-
velli, og að þeir hefðu allir
komið heilir á húfi úr leiðangr-
inum.
Skæruliðarnir sóttu að flug-
vellinum úr þremur áttum
vopnaðir vélbyssum, léttum
fallbyssum og eldflaugum.
Unnu þeir þá m.a. tjón á
ratsjármiðstöð flugvallarins og
fjarskiptamiðstöð. Flugvöllur-
inn er í 75 kílómetra fjarlægð
frá landamærum Pakistans.
Hua hættir
Pekinjr. 18. desember. AP.
DIPLÓMATAR hermdu í dag,
að Hua Guofeng hefði fallist á
að segja af sér formennsku í
Kommúnistaflokki Kína á
fundi miðnefndar flokksins í
janúar næstkomandi, og að við
formennsku taki núverandi
framkvæmdastjóri flokksins,
Hu Yaobang.
Stórblöð styðja
útnefningu Haigs
London, 18. desember. AP.
BREZKU stórblöðin Ti^ies, Daily
Telegraph og Guardian fögnuðu í
dag þeirri ákvöróun Reagans.
væntanlegs Bandarikjaforseta, að
velja Alexander Ilaig i embætti
utanrikisráðherra í stjórn sinni.
Lýstu blöðin stuðningi við útnefn-
ingu Ilaigs og i leiðara hvatti
Guardian andsta'ðinga Reagans
til að láta af þeim ráðagerðum að
krefjast rannsóknar á aðild Haigs
að Watergate-málinu. en Haig var
starfsmannastjóri Ilvíta hússins
siðustu mánuðina í vaidatið Nix-
ons fyrrum forseta.
„Á nýkjörinn forseti ekki ann-
arra kosta völ en að velja sér
ráðherra, er andstæðingar hans
Alexander Haig
sætta sig við? Hver vann kosn-
ingarnar?" spurði leiðarahöfundur
Guardians.
Blöðin þrjú ljúka upp einu orði
um hæfni Haigs. „Meðmæli hans,
þekking á utanríkismálum og
reynsla eru af því tagi, að Reagan
hefði ekki getað valið hæfari
mann, eftir að ljóst varð að Dr.
Kissinger kæmi ekki til greina í
embættið," sagði Times í leiðara,
og bætti því við, að útnefningu
hans yrði fagnað í Vestur-Evrópu.
Blaðið sagði það einkenna val
Reagans á samstarfsmönnum sín-
um, að hann veldi fyrst og fremst
menn sem náð hafa árangri og
getið sér gott orð á viðkomandi
sviðum.