Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
13
Ekkert minna
en gereyðing
Alistair MacLean:
Vítisveiran.
Guðný Ella SÍKurðardóttir ok
Örnólfur Thorlacius þýddu.
Iðunn 1980.
Djöfull ætlar þetta að vera
leiðinleg bók, hugsar maður í
fyrstu þegar Alistair Maclean
leiðir mann inn í Einkarann-
sóknastofnun Cavells í London.
En því er ekki að leyna að
eftirvætningin vaknar þegar
meira er lesið. Hinn slyngi
æsisagnahöfundur á sér fáa líka
í því að halda lesandanum í
spennu og láta fara um hann
Alistair MacLean
þægilegan hroll. Alla vega eru
bækur hans ekki svo afleit
dægrastytting þótt þær skilji
ekki mikið eftir.
í Vítisveirunni kynnumst við
„heilsugæslustöð" Breta í Mor-
don, en þar er unnið að ræktun
sýkla til hernaðarnota. Einn
daginn eru mikilvægustu sýkl-
anir horfnir. Hið „fullkomna"
vopn sem tekist hefur að rækta
er „gereyðandi". Til þess að
bjarga málum er fenginn til
liðveislu kappinn Cavell sem að
sjálfsögðu er engum líkur að
hugviti.
Þeir tímar sem bókin lýsir
eru okkar tímar „þegar tug-
milljónir manna á heimilum og
vinnustöðum lifa í sífelldri ang-
ist um gereyðingu kjarnorku-
stríðsins, sem menn óttast að sé
yfirvofandi — og það fyrr en
síðar. Milljónir geta ekki sofið á
nóttunni fyrir draumum þar
sem börnin þeirra liggja dauð í
okkar grænu og vistlegu ver-
öld“.
Þetta orðalag er að vísu ekki
alveg nýtt, en þess ber að geta
Bókmenntlr
eltir JÓHANN
HJÁLMARSSON
að Vítisveiran, á frummálinu
The Satan Bug, er samin 1962.
Mig minnir að ég hafi ein-
hverntíma skilgreint bækur
Alistair MacLeans sem ungl-
ingabækur handa fullorðnum,
lesefni fyrir þá sem sakna
gömlu drengjabókanna sinna.
Þetta get ég enn skrifað undir.
En það er að mörgu leyti
aðdáundarvert hve Alistair
MacLean byggir sögur sínar vel
og um hve mikla þekkingu þær
vitna. Höfundurinn hefur
þaulkannað sögustaði áður en
hann hefst handa og kynnt sér
rækilega það efni sem hann
velur hverju sinni. Annars
þýddi að sjálfsögðu ekki að
bjóða lesendum upp á þessar
sögur, að minnsta kosti ekki
nema einu sinni.
Alistair MacLean verður að
vísu ekki talinn með hinum
vandaðri æsisagnahöfundum
(mönnum eins og Forsyth til
dæmis), en hann stendur vel
fyrir sínu og hans er greinilega
þörf.
„Ég les það
sem ég vil“
Ég vil líka fara i skóla
Ilöfundur lesmáls: Astrid Lind-
gren
Myndir: Ilon Wikland
Þýðing: Ásthildur Egilson
Setning og filmuvinna: Prent-
stofa G. Benediktssonar
Útgefandi: Mál og menning
Þetta er ein af þessum bráð-
snjöllu barnabókum, bókum sem
ylja um hjartarætur. Lítil fimm
ára hnáta er orðin ósköp leið á því,
hve langan tíma það tekur að
verða alvöru-manneskja. Það er
eins og enginn taki eftir því, hve
stór hún er orðin, og líka bráð-
snjöll, hún er alls staðar fyrir
vinnandi fólki — á að dunda í
einhverjum þykjustuheimi. Já hún
er orðin þreytt á þessu, og í huga
hennar er ekki lengur það eftir-
sóknarverðast að vera fimm ára,
heldur það að komast í alvöru-
skóla, eiga tösku, hafa borð t.þ.a.
sitja við og kennara, alvöru-
kennara. Svo er það einn dag að
stóri bróðir, Pétur sjö ára, býður
henni mér sér í skólann. Á list-
rænan hátt lýsir höfundur þeim
ævintýrastundum er Lena fær að
skyggnast um í þeim heimi, er hún
telur alvöru-heim.
„Og svo er komið kvöld. Pétur er
að lesa skemmtilega bók. Lena
sest beint á mótí honum með bók
sem amma hefur látið hana fá.
Hún bendir inn í bókina og les:
„Amma er góð.“
„0, hvað þú ert vitlaus," segir
Pétur. Það stendur ekki eitt orð
um ömmu í þessari bók. Hún er
um íkorna."
„Það er alveg sama,“ segir Lena.
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
„Ég les það sem ég vil. Og nú veit
ég að minnasta kosti alveg hvern-
ig er í skólanum þínum.“
Myndir bókarinnar eru frábær-
ar, langt, langt fyrir ofan og
framan það krot sem í sumum
barnabóka er kynnt sem myndir.
Þýðing Ásthildar er mjög vel
unnin, leikandi létt og lipur. Það
verður gaman að rétta barni þessa
bók. Ég þekki litla hnátu, sem
Lena er eins og spegilmynd af.
Hafi Mál og menning kæra þökk
fyrir frábært verk.