Morgunblaðið - 19.12.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Tékkóslóvakía:
Andófsmaður í
hungurverkfalli
Lundúnum. 18. desember. AP.
RUDOLF Battek. einn þeirra
sem undirrituðu Mannréttindayf-
irlýsinguna '77, hefur hafið
hungurverkfall í fangelsi þvi sem
hann er hafður i haldi i Prag.
Battek hóf hungurverkfall sitt
þann 12. desember siðastliðinn.
bað var Palach-fréttastofan, —
fréttastofa andófsmanna, en hún
hefur aðsetur í Lundúnum. sem
skýrði frá þessu.
Rudoif Battek er einn þeirra.
sem undirrituðu Mannréttindayf-
irlýsinguna 1977. í yfirlýsing-
unni voru tékknesk stjórnvöld
hvött til þess að virða mannrétt-
indaákvæði Helsinki-samkomu-
lagsins.
Ástæður þess að Battek hefur
nú hafið hungurverkfall er neitun
yfirvalda að lofa honum að hitta
lögfræðing sinn. Battek fór fram á
að fá að hitta lögfræðing sinn að
máli þann 7. desember. Það var
ekki virt og hann hótaði því
„róttækum aðgerðum" frá og með
12. desember, fengi hann ekki að
hitta lögfræðing sinn. Þrátt fyrir
það, fékk Battek ekki að hitta
lögfræðing sinn að máli. Þann 15.
desember síðastliðinn var konu
hans tilkynnt að fangelsisvist
hans hefði verið framlengd til 14.
janúar næstkomandi. Battek hef-
ur verið í haldi síðan í júní.
réttarhöld hafa farið fram í máli
hans.
Norska ríkisstjórn-
in ákveður að byggja
skuli Alta-orkuverið
Frá Jan-Erik Lauró. írétta-
ritara Mbl. í Osló, 18. desember.
NORSKA ríkisstjórnin
heíur endanleKa ákveðið
að byKfíja skuli Alta-
vatnsorkuverið í Norður-
Noregi. Þingílokkur
Verkamannaílokksins hef-
ur samþykkt þessa ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar með
62 atkvæðum gegn 4. Ekki
hefur enn verið ákveðið
hvenær framkvæmdir hefj-
ast. en það verður fljótlega
upp úr áramótum, líklega
5. janúar.
Þessi ákvörðun ríkisstjórnar-
innar hefur valdið miklum von-
Veður
víða um heim
Akureyri +11 snjókoma
Amsterdam 6 skýjaóg
Aþena 18 heióakírt
Berlín 3 heióskírt
Brussel 10 rigning
Chicago 2 skýjaó
Feneyjar 2 rigning
Frankfurl +1 þoka
Færeyjar ■í-2 snjókoma
Genf 4 skýjaó
Helsinki 1 skýjaó
Jerúsalem 13 heióskírt
Jóhannesarb. 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 4 slydda
Las Palmas 20 skýjað
Lissabon 15 skýjað
London 6 heiðskírt
Los Angeles 26 heióskírt
Madrid 10 heióskírt
Mallorka 9 alskýjaó
Malaga 16 léttskýjaó
Miami 21 heiðskýrt
Moskva 2 skýjaó
New York +1 skýjaó
Osló 4 skýjað
París 7 skýjaó
Reykjavík +10 léttskýjað
Ríó de Janeiro 39 heióskírt
Rómaborg 7 heiöskirt
Stokkhólmur 3 rigning
Tel Aviv 18 heióskýrt
Tókýó 11 heióskírt
Vancouver 5 heióskýrt
Vínarborg 8 skýjaö
brigðum meðal hreyfingar al-
mennings í Noregi sem er á móti
byggingu versins. Hreyfingin tap-
aði máli fyrir rétti um byggingu
versins og verður dómnum líklega
vísað til hæstaréttar. Meðlimum
hreyfingarinnar finnst það eðli-
legt, að ríkisstjórnin bíði eftir
úrskurði hæstaréttar. Stórþingið
hefur tvisvar samþykkt byggingu
orkuversins og finnst ríkisstjórn-
mni það vera skylda sín að fá vilja
stórþingsins framgengt.
Hreyfingin móti byggingu
Alta-vatnsorkúversins hefur þeg-
ar ráðgert mótmælaaðgerðir og
ætlar að reyna að hindra fram-
kvæmdir. Búist er við, að þúsund
eða fleiri fari til árinnar Alta í
Norður-Noregi til mótmælaað-
gerða. Lögreglan hefur einnig sín-
ar áætlanir tilbúnar. Um 500
lögregluþjónar frá öllum Noregi
auk þeirra sem þegar eru til
staðar í Finnmörku, eru tilbúnir
til að fara á vettvang. Þeir eiga að
koma í veg fyrir, að mótmælend-
urnir komist að framkvæmdunum
og fjarlægja þá sem ef til vill
komast alla leið. Búist er við
átökum á svæðinu og upp úr
áramótum verður það ljóst, hver
vinnur slaginn um Alta-ána.
Obote skip-
ar ráðherra
Kampala, 18. desember. AP.
MILTON Obote, forseti Úganda.
skipaði í gær Otema Allimadi,
fyrrum utanríkisráðherra, í
stöðu forsætisráðherra landsins.
Allimadi verður einnig æðsti
maður þjóðþingsins.
Obote skipaði í gær einnig aðra
ráðherra í stjórn sína og eru 7
þeirra frambjóðendur sem töpuðu
í kosningunum í sl. viku, eða menn
utan þingsins. Sjálfur mun Obote
gegna embætti utanríkisráðherra.
22. umferð
lokið
VlnarborK. 18. desember. AP.
FULLTRÚAR Atlantshafsbanda-
lagsins og Varsjárbandalagsins
luku 22. umferð viðræðna um
fækkun herliðs í Mið-Evrópu í Vín
í dag. Báðir viðræðuaðilar kenndu
hinum um að enginn árangur
náðist.
Sjö ár eru síðan þessar viðræður
hófust. Þeim verður haldið áfram í
lok janúar.