Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
19
Athugasemd um nágranna-
kærleika Sovétríkjanna
Ráðinn framkvæmda-
st jóri Dráttarvéla
GUNNAR Gunnarsson. aðstoðar-
(ramkvæmdastjóri Véladeildar
S.Í.S. hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Dráttarvéla h.f.
frá 1. janúai 1981, í stað Arnórs
VaÍReirssonar. sem sagt hefur
upp starfi sinu hjá fyrirtækinu.
Gunnar Gunnarsson er fæddur í
Reykjavík, 3. september 1939, og
eru foreldrar hans þau Gunnar
Arnason, búfr.kandidat og kona
hans Olga Árnason. Að loknu
búfræðinámi í Noregi á árinum
1956—1958, hóf Gunnar nám við
framhaldsdeild Bændaskólans á
Hvanneyri og lauk þaðan prófi
sem búfræðikandidat árið 1961.
Að loknu námi, réðst Gunnar til
Véladeildar S.Í.S., sem sölufulltrúi
í Búvéladeild Véladeildar. Árið
1966 tók Gunnar við starfi deild-
arstjóra Búvéladeildar og gegndi i
því til ársins 1978, er hann varð
aðstoðar-framkvæmdastjóri Véla-
deildar S.Í.S.
Gunnar Gunnarsson nýráðinn
framkvæmdastjóri Dráttarvéla
hf.
Gunnar er kvæntur Elínu Jónu
Jónsdóttur og eiga þau tvö börn.
Aukaúthlutun Kvik-
myndasjóðs 50 m.kr.
AUKAÚTHLUTUN úr Kvikmyndasjóði fór nýlega fram og bárust 26
umsóknir. Uthlutað var 50,5 millj. króna, en söluskattur af sýningum
á íslenzkum kvikmyndum hefur að mestu runnið í Kvikmyndasjóð á
þessu ári. Úthlutanir og lánveitingar voru sem hér segir:
Isfilm hf. vegna kvikmyndarinnar Útlaginn eftir Gísla
sögu Súrssonar kr. 15.000.000
Kvikmyndafélagið Oðinn. Framhaldsstyrkur vegna
kvikmyndarinnar Púnktur, púnktur, komma, strik kr. 7.000.000
1‘ráinn Bertelsson o.fl. Styrkur til að gera kvikmynd
fyrir börn eftir barnasögum um Jón Odd og Jón Bjarna kr. 7.000.000
Islenskur kvikmyndaiðnaður hf. Styrkur til undirbún-
ings kvikmyndar, sem byggð verður á Gerplu Laxness kr. 5.000.000
Kvikmyndafélagið Sóley hf. Styrkur til að gera
kvikmyndina Sóley
Magnús Magnússon. Framhaldsstyrkur til að ljúka
heimiídarkvikmynd um fuglalíf við Mývatn
Arnarfilm sf. Styrkur til að gera heimildarkvikmynd
um reka
Örn Harðarson. Styrkur til að gera heimildarkvikmynd
um Sveinbjörn Jónsson hugvitsmann
Óskar Þórðarson o.fl. Styrkur til að gera 8 mm leikna
kvikmynd
Lán
Helga Egilsson. Lán til að ljúka gerð teiknimyndar
byggðri á þjóðsögunni um Búkollu
Vilhjálmur Knudsen. Lán vegna gerðar heimildarkvik-
myndar um eldgos
í stjórn Kvikmyndasjóðs eru: Knútur Hallsson formaður, Hinrik
Bjarnason, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna og Stefán
Júlíusson, tilnefndur af Fræðslumyndasafni.
kr. 5.000.000
kr. 3.000.000
kr. 2.000.000
kr. 2.000.000
kr. 500.000
kr. 2.000.000
kr. 2.000.000
VIRÐULEGI herra ritstjóri.
Þann 13. desember sl. birtist í
blaði yðar „lesandabréf", (þessar
fullyrðingar eru rangar, því að hér
var ekki um lesandabréf að ræða
og ummælin birtust 14. desember
innsk. Mbl.) þar sem er á óskamm-
feilinn hátt rangtúlkuð markmið
og starfsemi fréttastofunnar
„Novosti" á íslandi. Það er ekki í
fyrsta sinn sem slík ummæli sjást
í blaði yðar, og við sjáum ekki
ástæðu til að svara slíkum um-
mælum í smáatriðum.
En þegar þér í fyrrgreindum
skrifum rangfærið innihald ræðu
og tillagna L. Brésnjef, forseta
Sovétríkjanna, um frið og öryggi
við Persaflóa, viljum við gjarnan
fræða lesendur yðar um sannleik-
ann í þessum þýðingarmiklu til-
lögum.
í ávarpi sínu til indverska
þingsins fullvissaði L. Brésnjéf
áheyrendur sína um að staðhæf-
ingar um „sovéska hættu" sem
ríkjum við Persaflóa væri búin,
væru ekkert annað en hinn venju-
legi falsáróður í garð Sovétríkj-
anna, og þeir sem breiddu hann út
vissu það vel sjálfir.
Sovétríkin sækjast ekki eftir
yfirráðum yfir olíu hinna nálæg-
ari Austurlanda eða hafa neinn
áhuga á að hindra flutninga á
henni. Sovétríkin geta hinsvegar
ekki látið sér á sama standa hvað
gengur á í þessum heimshluta,
sem er í grennd við landamæri
þeirra, og að sjálfsögðu höfum við
áhuga á að þar ríki friðsamlegt
andrúmsloft.
Þess vegna leggja Sovétríkin til
að Bandaríkin, önnur vestræn
ríki, Kína, Japan og öll ríki á
þessu svæði setjist að samninga-
borði og reyni að ná samkomulagi
um eftirfarandi atriði:
— að staðsetja ekki erlendar
herstöðvar á Persaflóasvæðinu
eða nærliggjandi eyjum, og stað-
setja þar ekki kjarnorkuvopn né
nokkur önnur gereyðingarvopn.
— að ekki sé beitt ofbeldi eða
hótun um ofbeldi gegn ríkjum við
Persaflóa, og að ekki sé viðhöfð
þar íhlutun um innanríkismál
þeirra.
— að viðurkennd sé hlutleysis-
aðstaða sú sem ríkin við Persaflóa
hafa sjálf kosið að fylgja, og ekki
sé reynt að draga þau inn í
hernaðarbandalög kjarnorkuveld-
anna.
— að viðurkenndur sé fullur
réttur þessara ríkja til að ráða
yfir náttúruauðlindum sínum.
— að ekki séu lagðar neinar
hindranir í veg þessara ríkja til
eðlilegra verslunarviðskipta, né á
siglingarleiðir þeirra, og að heldur
séu ekki hafðar uppi hótanir um
slíkar hindranir.
Þá benti forseti Sovétríkjanna
á, að Sovétríkin hefðu ávallt tekið
hugmyndinni um friðlýsingu Ind-
landshafsins af áhuga og stutt
hana. Sovétríkin munu ávallt
fagna hverri þeirri tillögu, sem
fram kemur um að styrkja friðinn
í Asíu, og hvar sem er í heiminum.
Ég vona að þessi grein verði birt
í blaði yðar.
Með bestu kveðjum,
A. Agarkov, ritstjóri.
Sjá Aths.:
Aths. ritstj. A. Agarkov veit
það náttúrlega eins og allir aðrir
að Sovétstjórnin sækist hvorki
„eftir yfirráðum yfir olíu hinna
nálægari Austurlanda" né yfir-
leitt yfir yfirráðum í nokkru landi,
hvorki Áustur-Þýskalandi, Pól-
landi, Ungverjalandi né Tékkó-
slóvakíu, svo að dæmi séu nefnd,
hvað þá í þeim löndum, sem hún
hefur innlimað algjörlega eins og
Eystrasaltslöndunum. Og allra
síst hafa Sovétmenn áhuga á
Afganistan eins og kunnugt er!
Stjórnandi kórs Hagaskóla er Vilhjálmur Guðjónsson. Ljósm. Gylfi
Magnússon.
Jólasöngvar í Neskirkju
ÞAÐ ER longu orðin föst hefð. að
síðasta sunnudaginn fvrir jól þ.e.
4. sd. í aðventu er brugðið út af
hefðbundnu guðsþjónustuformi
og jólum þess i stað fagnað
eingöngu með tónlist og söng.
Að þessu sinni mun kór Haga-
skóla syngja nokkur lög undir
stjórn tónmenntakennara síns
Vilhjálms Guðjónssonar. Einnig
munu 4 stúlkur leika 2 lög á
hljóðfæri undir hans stjórn. Þá
mun Selkórinn syngja nokkur
jólalög undir stjórn Ragnheiðar
Guðmundsdóttur. Unglingar úr
Nessókn flytja helgileik með
nokkuð nýstárlegum hætti. Fjöl-
ritaðir hafa verið jólasálmar, sem
ætlast er til að kirkjugestir syngi
á milli þess, sem jólaguðspjallið er
lesið og ungmennin sýna helgileik-
inn. Vonast er til að sem flestir
taki undir. Fátt er jafn ánægju-
legt og það að koma saman á
hátíðlegri stund og gleðjast og
syngja saman. Jólasöngvarnir
verða á venjulegum guðsþjónustu-
tíma kl. 2.
Frank M. Halldórsson.