Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Gestur Sturluson:
Að byggja
Nýlega sá ég þau ummæli í blaði
nokkru, að við Islendingar kynn-
um hvorki að byggja borg né búa í
borg. Um það hvort við kunnum að
búa í borg ætla ég ekki að ræða
hér, en þó vil ég varpa fram einni
spurningu til umþenkingar. Bera
uppákomur góðveðursnátta liðins
síðsumars ekki vott um að eitt-
hvað sé að? Eða hvernig haldið þið
að útgangurinn yrði í milljóna-
borgum nágrannalandanna ef slík
ósköp dyndu þar yfir í jafnríkum
mæli, helgi eftir helgi? En ekki
meir um það.
En það sem ég vildi fjalla um
hér í fáum orðum er hvort við
kunnum eða höfum kunnað að
byggja borg.
Miðað við það að þjóðin lifði öll
í dreifbýli og við harðrétti fram á
19. öld, meðan nágrannaþjóðir
okkar áttu margar borgir, sem
höfðu verið að þróast siðan á
miðöldum, er ekki að undra þótt
margt hafi farið úrskeiðis hjá
okkur Islendingum. Reykjavík er
eina raunverulega borgin, sem við
eigum með 100.000 íbúa, að Kópa-
vogi og Seltjarnarnesi meðtöldu.
Hvernig hefur tiltekist að
byggja þessa borg? Hvað er fram-
undan? Hvert ber að stefna með
framtíðaruppbyggingu borgarinn-
ar?
Mér finnst að byrjunin hafi
verið góð. Við vorum á réttri leið.
Borgin byggðist í allar áttir út frá
sínum fæðingar- og bernskustað,
Tjarnarkvosinni. Eldri hverfin
bera að vísu vott um fátækt og
umkomuleysi og fjölskrúðugur er
arkitektúrinn, því hvert hús er
byggt eftir smekk og efnum og
ástæðum. En eitt virðist þó ljóst:
Forráðamenn borgarinnar virtust
gera sér ljóst hvað borg er. Þeir
höfðu tilfinningu fyrir að borg á
að vera ein samfelld lifandi heild.
Þannig byggðist Reykjavík upp
allt fram til 1960, en eftir það fer
allt einhvernveginn að losna úr
höndunum. Þróunin fór að líkjast
óskapnaði himingeimsins, þar sem
sólkerfin fjarlægjast hvert annað
með sívaxandi hraða: farið er að
byggja svefnhverfi upp um holt og
ása, með geysistórum eyðum á
milli án raunverulegra tengsla við
borgina. A ég þar við Árbæjar- og
Breiðholtshverfi.
Ekki má þó skilja orð mín svo
að ég hafi eitthvað á móti þeim
hverfum í sjálfu sér, og margt er
þar vel gert, en annað sem miður
hefur farið, sérstaklega í skipulag-
inu. Hvað Breiðholtið varðar
finnst mér að byggja hefði átt í
beinu framhaldi af sjálfri borg-
inni.
Öðru máli gegnir um Árbæinn.
Þar skilur Eiliðaárdalurinn á
milli, en nú er komin fram tillaga
í borgarráði, sem gæti bætt þar
nokkuð úr, en hún er sú að byggt
verði á auða svæðinu frá Árbæ að
Vesturlandsvegi. Þetta er upplagt
byggingarsvæði, sem án byggðar
er engum til gagns.
Þessi tillaga hefur þó ekki
fengið almennt fylgi í borgar-
stjórn. Einn fulltrúinn þar, Davíð
Oddsson, hefur mótmælt henni
harðlega á þeirri forsendu að
þarna hafi verið fyrirhugað úti-
vistarsvæði, í tengslum við úti-
vistarsvæðið í Elliðaárdalnum, og
að fyrir nokkrum árum hefðu börn
úr borginni plantað þarna 9000
trjáplöntum. Mér þykja rök Dav-
íðs gegn byggð þarna mjög hald-
lítil.
Fyrst er þá til að taka útivist-
arsvæðið. Við hér í borg höfum
fjögur stór útivistarsvæði, þ.e.
Hljómskálagarðinn, Klambratún-
ið, Laugardalsgarðinn og Elliðaár-
dalinn, að ógleymdum fallega
trjáreitnum rétt austan við Ár-
bæjarhverfið. Fleiri staði mætti
Kór LariKholtskirkju:
Miðnæturtónleikar
í kirkjubyggin^unni
KÓR Langholtskirkju heldur
tvenna tónleika í kvöld, föstu-
dagskvöld. Verða hinir fyrri
haldnir í Bústaðakirkju og hefj-
ast kl. 20:30 og þeir siðari kl. 23
og fara þeir fram i hinni nýju
kirkjubyggingu Langholtssafn-
aðar við Sólheima. Stjórnandi
kórsins er Jón Stefánsson.
Kirkjubyggingin nýja er um það
bil að verða fokheld og verður hún
upplýst með kyndlum og kertum
meðan á tónleikunum stendur. í
frétt frá kórnum er tónleikagest-
um bent á að vera vel búnir og
verði veður válynd mun kórinn
leita skjóls í safnaðarheimilinu og
halda tónleikana þar. Á efnisskrá
beggja tónleikanna eru innlend og
erlend lög. Þá er þess getið í frétt
kórsins, að hljómburður í nýju
kirkjunni sé mjög góður og það sé
mikið tilhlökkunarefni söngstjór-
ans og kórfélaga að geta haldið
þar alla tónleika sína þegar bygg-
ingin er fullgerð.
borg
nefna sem kalla má með réttu
útivistarsvæði, t.d. Arnarhóll,
Austurvöllur, Austurstræti, Lækj-
artorg, gamli kirkjugarðurinn við
Suðurgötu, umhverfi Tjarnarinn-
ar og síðast en ekki síst Hallær-
isplanið, sem er óumdeilanlega
fjölsóttasta útivistarsvæðið. Hví
það er svo vinsælt sem raun ber
vitni er svo rannsóknarefni út af
fyrir sig.
Eins og sjá má af þessari
upptalningu er ekki um að ræða
skort á útivistarsvæðum miðað við
nýtingu, því að slepptu Austur-
stræti, Lækjartorgi og Hallæris-
planinu er nýtingin afar lítil. Ég
hef nokkrum sinnum lagt leið
mína á Klambratún, Hljómskála-
garðinn og Laugardalsgarðinn og
alltaf í blíðasta sumarveðri, og
alltaf er það sama sagan á öllum
þessum stöðum, að ég sé aðeins
eina og eina manneskju á stangti.
Og hver skyldi nú vera ástæðan
fyrir þessari litlu nýtingu hinna
grónu útivistarsvæða? Jú, hún er
sú, að veðráttan hér á landi býður
vart upp á mikla útivist. Það er
kannski á tíu ára fresti sem
veðráttan leikur við okkur eins og
hún gerði í sumar leið. Þetta
veldur því að Islendingar hafa
aldrei lært og vanist á að liggja
úti í guðsgrænni náttúrunni
sleikjandi sólskin og frostpinna.
Þeir þurfa alltaf að vera að gera
eitthvað, hafa enga eirð í sér.
Komi gott veður vilja þeir heldur
ganga á fjöll og þó miklu fleiri,
sem fara í bílaleik í íslensku
þjóðvegaryki.
Eins og af þessu má sjá eru þau
útivistarsvæði, sem ég hef hér upp
talið feiki nógu stór. Því er alveg
óhætt að taka eitthvað af hinum
óbyggðu óræktarholtum og mýr-
um vítt um borgina undir byggð
og þá hef ég ekki síst í huga hina
umdeildu spildu milli Árbæjar-
hverfis og Vesturlandsvegar.
Já, og svo voru það áðurnefndar
trjáplöntur. Þó ég segi sjálfur frá,
og það í hjartans einlægni, þá er
ég alveg sérstaklega elskur að
trjám og trjágróðri, og síðan ég
flutti til Reykjavíkur fyrir um 15
árum og þá í eitt trjáprúðasta
hverfi borgarinnar (Vesturbæinn)
hef ég ekki unað til lengdar nema
hafa trjágróður í kringum mig. En
einmitt af því að ég er trjávinur er
ég alveg mótfallinn því að trjám
sé plantað á staði þar sem þeim
líður illa, þar sem þau eru dæmd
til að verða að óhrjálegum krækl-
um. Ég er jafnmikið á móti því og
að hestum sé beitt á gaddinn, án
fóðurs og húsaskjóls, því ég er líka
dýravinur.
En það er einmitt þetta, sem
hefur verið gert þarna austan
Vesturlandsvegar. Þar er slíkur
berangur og skjólleysi að ég hef
enga trú að tré nái þar nokkrum
þroska.
En væri komin þarna mátulega
há og þétt byggð væri annað uppi
á teningnum. Þá yrði hægt að hafa
fallegan trjágarð við hvert hús.
Kjarni málsins er sá hvað trjá-
rækt snertir, að tré þrífast ekki í
því veðurfari sem hér ríkir nema
þar sem byggð er þétt og mátulega
há, ég segi mátulega há, því að við
háhýsi þrífast heldur engin tré
vegna hinna miklu vindst'rengja,
sem þeim fylgja. Þetta er nokkuð
sem skipuleggjendur verða að
læra að taka tillit til, en mér
finnst menn hér á landi gleyma
því of oft hvar þeir eru staddir á
jarðarkringlunni.
Hér hef ég aðeins stiklað á stóru
í sambandi við skipulag borgar-
innar, en niðurstaðan er þessi:
Haldið áfram að byggja Reykjavík
sem borg, sem samfellda heild en
ekki í sneplum á æðingi upp um
allar sveitir (síðasta hugmyndin
var að byggja 50 þúsund manna
hverfi upp í miðri Mosfellssveit,
hvaðan átti þetta fólk að koma?).
Gerið Reykjavík að aðlaðandi og
manneskjulegri borg en ekki að
sundurlausum óskapnaði.
Jón Viðar Guð-
laugsson höíund-
ur Fjörulalla.
enda skiptir það ekki öllu
máli. Þegar ég er búinn að
segja söguna oft, ýmist á
KFUM-fundum eða í sumar-
búðunum við Hólavatn, er ég
farinn að trúa sjálfum mér
að lokum. Þættirnir eru
nokkuð sjálfstæðir, en þó er
nokkur þráður í þeim, og
aðalpersónan, Fjörulalli
sjálfur, tengir þá saman.
Fjörulalli - ný tmgl
ingabók eftir Jón
Viðar Guðlaugsson
Stutt spjall
við höf undinn
JÓN VIÐAR Guðlaugsson
lyfjatæknir fæddist og ólst
upp í þeim gamla og virðu-
lega bæjarhluta á Akureyri,
sem heitir Fjaran, og af því
mun heiti bókarinnar dreg-
ið. í henni eru margar
sögur, sem eflaust vekja
hressandi hlátur og kátinu
hjá lesendunum, hvort sem
þeir eru á unglingsaldri eða
eldri að árum. og Fjörulalli,
aðalpersóna bókarinnar,
lendir í ýmsum ævintýrum.
Höfundurinn svaraði góð-
fúslega nokkrum spurning-
um um nýju bókina og efni
hennar.
— Ertu búinn að fást
lengi við sagnagerð?
— Ég hef verið að búa til
sögur frá því er ég man eftir
mér og hef lengi haft gaman
af að skrifa. Svo hef ég
starfað nokkuð fyrir KFUM,
og þar hefur oft vantað
hæfilegt skemmtiefni, stutt-
ar, smellnar sögur, og þá hef
ég reynt að búa þær til
sjálfur. Þannig hafa flestar
sögurnar í bókinni orðið til.
Ég hef alltaf haft yndi af að
semja og skrifa sögur, þó að
ég hafj ekki haft útgáfu í
huga. Ég hef reyndar alltaf
haft yndi af að lesa líka, en
það er nú önnur saga.
— Er efnið að einhverju
leyti endurminningar þínar
eða orðið til í huga þínum?
— Við getum kallað þetta
skáldskap með sannsögulegu
ívafi. Sögusviðið er að vísu
Fjaran, þó að ekki séu miklar
umhverfislýsingar, en í
rauninni gætu þessar sögur
gerst víðar. Ég er alinn upp í
Fjörunni, og einhverjar stað-
reyndir þaðan eða staðhátta-
lýsingar hafa kannski lekið í
gegnum pennann óvart. Ég
veit satt að segja varla leng-
ur, hvað er raunverulegt og
hvað ættað úr höfðinu á mér,
— Eru einhverjar fyrir-
myndir að persónum?
— Nei, engar fyrirmyndir,
svo að ég viti, það væri þá
óviljandi. Ekki ber heldur
svo að skilja, að aðalpersón-
an sé höfundurinn í þernsku
eða spegli hann á nokkurn
hátt.
— En merkileg persóna
samt.
— Hún kemur fyrir í öll-
um sögunum, og þær snúast
að miklu leyti um hann.
Ymis spaugileg atvik koma
fyrir hann Fjörulalla, og
frásögunum af þeim er eink-
um ætlað að vekja bros og
kátínu, ekki síst drengjum á
unglingsaldri.
— Er einhver kenning eða
boðun í sögunum?
— Nei, ekkert af því tagi.
Ég held þó, að það skemmi
engan að lesa bókina. Hún
ætti heldur að teljast til
hollrar lesningar, ef ég
mætti segja svo.
— Er að vænta framhalds
síðar?
— Ef framhald verður á
þessum skrifum mínum, mun
ég halda mig við sömu per-
sónuna. Það er viss freisting
fyrir höfund að fást við
persónu, sem hann hefur
þegar mótað — nú, og les-
endur vilja líka heyra meira
af þeim persónum, sem þeir
þekkja, ef þeim fellur þær.
— í bókinni eru nokkrar
afbragðs-myndir. Hver hefur
gert þær?
— Ungur myndlistarmað-
ur, Búi Kristjánsson,
myndskreytti bókina, afar
vel að mínum dómi, og þetta
var frumraun hans.
— Hefurðu ekki haft
ánægju af þessari sagn-
agerð?
— Jú, ég hef Jiaft mikið
yndi af þessu. Ég get nærri
því sagt, að mig langi til að
halda áfram, en við sjáum nú
til, hvernig þessari bók verð-
ur tekið.
Sv.P.