Morgunblaðið - 19.12.1980, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
„Brýnt að litið verði
á höfuðborgarsvæð-
ið sem eina heild“
IAN S. McFarlane löKÍræðingur.
sem er einn af yfirmönnum
skipulagsmála Strathclyde-hér-
ads i Skotlandi. var nýlega stadd-
ur hér á iandi í boði Skipuiags
rikisins og Skipuiagsstofu hofuö-
borgarsvæðisins. Hélt hann þá
m.a. fyrirlestur um héraösskipu-
lag og samvinnu sveitarfélaga
um skipulagsmál í Lögbergi að
tilhlutan Lögmannafélags ís-
lands og Félags viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga. I erindi
sínu fjallaði McFarlane meðai
annars um hvernig breytt skipu-
lagslöggjöf og héraðsskipulag.
sem tekið var upp i Bretlandi
fyrir nokkrum árum. hefði
reynst.
Árið 1947 var sett ný skipulags-
löggjöf í Bretlandi og er skipu-
lagslöggjöf margra ríkja í Vest-
ur-Evrópu sniðin eftir henni að
verulegu leyti, einnig sú íslenska.
Bretar og t.d. Skandinavar hafa
nú breytt þessari skipulagslöggjöf
verulega í samræmi við fengna
reynslu, en hér á landi hefur hún
staðið að mestu óbreytt. Sú skipu-
lagslöggjöf, sem nú gildir í þessum
löndum, gerir ráð fyrir mun meira
sambandi við almenning en áður
tíðkaðist og miðar víða að því að
samræma skipulag stórra lands-
svæða. Morgunblaðið átti stutt
samtal við McFarlane og var hann
fyrst spurður í hverju helstu
breytingar á breskri skipulags-
löggjöf hin síðari ár fælust.
„Helsti agnúinn á gamla fyrir-
komulaginu var, að það bauð ekki
upp á samræmt heildarskipulag
Rætt viö Ian
S. McFarlane
um breytt viðhorf
í skipulags-
málum
stórra svæða," sagði McFarlane.
„Skipulag einstakra bæja og borga
er einungis hluti af heildarskipu-
lagi hvers svæðis, en þetta gerðu
menn sér ekki nógu vel ljóst er
gamla skipulagslöggjöfin var sett
saman. Það má segja, að við
höfum leyst vandann með því að
koma upp tvöföldu kerfi. Skot-
landi var þannig skipt í níu
skipulagssvæði, eftir héruðum, og
eru kjörnar skipulagsstjórnir
þessara svæða ábyrgar fyrir
stefnumarkandi heildarskipulagi
þeirra. Þessar skipulagsstjórnir
eru kosnar beint af almenningi og
starfa þannig í nánum tengslum
við fólkið, sem býr á svæðunum.
Þær sjá m.a. um vatnsveitur og
frárennsli, lögreglumál og eld-
varnir, menntamál og félagsmál,
gatnamál og almenningsgarða.
Sveitarstjórnir sjá hins vegar um
íbúðarhúsnæði, að ákvæði bygg-
ingarlaga séu framkvæmd, og
svæðisbundið skipulag. Einnig um
ýmsa afmarkaða þætti, s.s. hreins-
anir og útivistarmál.
Það er nú almennt viðurkennt,
að ekki er framkvæmanlegt að
ganga frá skipulagi borga og bæja
svo vel fari án þess að taka tillit
til svæðanna umhverfis. í stað
þess að ríkið leysti þann vanda, er
kominn var upp, komu sveitarfé-
lögin sér upp þessu millistigi,
skipulagsstjórnunum, sem hefur
gefist mjög vel. Lengi framan af
höfðum við ráðgefandi nefndir,
sem störfuðu að samræmingu
skipulagsins, en það reyndist
haldlítið, þar sem þær höfðu að
sjálfsögðu engin ráð til að móta og
framkvæma ákveðna stéfnu í
skipulagsmálum. Heildarskipu-
lagið verður að miðast við efna-
hag, pólitískan vilja og óskir
almennings ef það á að vera
raunhæft — en því verður best
komið á með því að kosin sé
sérstök skipulagsstjórn á hverju
svæði, sem hefur vald til að
samræma skipulag þess.“
Hvað vilt þú segja um skipu-
lagsmál hér á landi?
„Ég held, að brýnt sé að litið
verði á höfuðborgarsvæðið sem
heild í framtíðinni með tilliti til
skipulags. Ég hef fundið inn á
mikinn áhuga hér fyrir því, að
skipulagshættir yrðu bættir. En ef
það á að takast, tel ég nauðsyn-
legt, að stjórnmálamenn starfi
meira við mótun ákveðinnar
stefnu í skipulagsmálum en verið
Paradís íslenskrar náttúru
ÞÓRÐUR TÓMASSON
SKAFTAFELL
Þættir úr sögu ættarseturs og
atvinnuhátta,
efftír Þórð Tómasson.
Á ári hverju heimsækja þetta undraland þúsundir
íslenskra og erlendra manna tll þess að njóta töfra
þeirra er náttúran býöur vegfaranda, ekki einu sinni
heldur ár eftir ár. Allir kveöja staöinn meö djúpu
þakklæti og söknuöi og von um aö fá aö gista hann
oftar. Bók þessi er skrifuö af nærfærni og þekkingu
þess manns er kann skil á lífi þeirra er hamfaraland
þetta hafa. byggt mann fram af manni. Njótiö
staðarins meö sem ítarlegastri þekkingu á sögu
hans.
Fjöldi mynda landslags, fólks og ýmiskonar gripa fylgja þessu bókaverki til áréttingar
allri frásögn höfundar.
//
Ian S. McFarlane
hefur. Sérstaklega er þýðingar-
mikið, að stjórnmálamenn verði
fengnir til að gera grein fyrir vilja
sínum í skipulagsmálum og móta
heildarskipulagið með hliðsjón af
því. Slík málamiðlun verður ykkur
Islendingum sjálfsagt erfiðari en
hún var hjá okkur í Skotlandi, —
þið eruð með fjögurra flokka kerfi,
en við höfum aðeins tvo flokka.
Tækist að sættast á samræmt
heildarskipulag fyrir höfuðborg-
arsvæðið, ekki einungis skipulag
bæjanna heldur og landssvæðisins
umhverfis þá, myndi hver einasti
íbúi þess njóta góðs af því —
raunverulega er þetta stórt hags-
munamál fyrir ibúana. Það er
mjög þýðingarmikið, að sam-
komulag um slíkt heildarskipulag
náist sem fyrst, því lengur sem
dregst að koma því í kring, því
fleiri tækifæri glatast sem annars
hefði verið hægt að hagnýta.
Samkvæmt íslenskum lögum
skal gera byggðaskipulag til tutt-
ugu ára. Okkar reynsla er hins
vegar sú, að heppilegra sé að
skipuleggja til styttri tíma, s.s.
fimm ára, þannig er hægt að
tengja skipulagið betur fjárhags-
og framkvæmdaáætlunum ríkis og
sveitarfélaga, en skipulagsáætlun-
um til langs tíma hættir til að
vera fjarri veruleikanum," sagði
McFarlane að lokum.
- bó.
Pétur S. Sigurðs-
son - Minningarorð
í dag er til grafar borinn Pétur
S. Sigurðsson fyrrum strætis-
vagnabílstjóri, Barónstíg 28,
Reykjavík, er andaðist 8. des. sl.
Pétur var fæddur 30. nóvember
1907, sonur hjónanna Ingibjargar
Pálsdóttur og Sigurðar Símonar-
sonar. Pétur var fæddur í húsinu
að Barónstíg 28, ólst þar upp
ásamt 4 systkinum og átti þar
heima alla æfi.
Hann hélt þar heimili með
foreldrum sínum meðan þau lifðu
og var þeim ómetanleg stoð síð-
ustu æfiár þeirra, ekki síst móður
sinni, sem átti við mikil veikindi
að stríða fyrir andlát sitt.
Pétur fór snemma að vinna,
enda lífsbaráttan oft hörð á þess-
um tímum og hjálpaðist þessi
samhenta fjölskylda með að halda
heimili og lét Pétur ekki sinn hlut
eftir liggja.
Árið 1928 eignaðist fjölskyldan
vörubifreið sem þeir bræður
stunduðu vinnu með þó sérstak-
lega Pétur síðari árin.
Upp úr miðjum fertugasta ára-
tugnum hóf Pétur akstur strætis-
vagna, fyrst hjá Strætisvagnafé-
lagi Reykjavíkur hf. og svo hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur og
vann við það þar til hann lét af
störfum vegna heilsubrests um
1960.
Pétur var dagfarsprúður, hæg-
látur og frekar dulur og reyndi
aldrei að trana sér fram á nokk-
urn hátt. Hann var einstaklega
barngóður og hændust öll börn að
honum. Hann var mikill dýravin-
ur og hestamaður og átti alltaf
góða reiðhesta.
Þó Pétur starfaði á mölinni
mestan hluta starfsæfi sinnar þá
held ég að hugur hans hafi ávallt
beinst að sveitinni. Hann var
ungur í sveit að Klausturhólum í
Grímsnesi hjá afa mínum og
ömmu og var þar alltaf kærkom-
inn gestur öllum til óblandinnar
ánægju. Á síðari árum eignaðist
Pétur landspildu í landi Klaustur-
hóla, ræktaði þar túnblett og
reisti lítið hús. Þar dvaldi hann
síðan á sumrin eins og heilsan
frekast leyfði, hlúði að gróðri og
þar áttu mófuglar öruggan hreið-
urstað.
Þegar góður vinur kveður koma
fram í hugann margar góðar
endurminningar.
Pétur frændi, en það var hann
kallaður af fjölskyldu minni, var
sannur drengskaparmaður, hjálp-
fús og góður vinur. Það er gott að
hafa kynnst slíkum manni.
Mér er á kveðjustund efst í huga
þakklæti mitt og fjölskyldu minn-
ar fyrir vináttu og samverustund-
ir liðinna ára. Klausturhólafjöl-
skyldan sendir systkinum Péturs
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur vegna fráfalls
hans.
Magnús Björgvinsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
HVERFITÓNAR
Sérverslun meö klassíska tónlist á góöu veröi.
Hverfitónar
Aöalstræti 9. II hæö.