Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
25
ÉG
LIFI
Stórbrotnar
endnrminninöar
Martin Gray
„Þið verðið að lesa
þessa bók”
Hér er bók, sem ekki er eins og aðrar bækur. Maður
opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lok-
að henni aftur. Þetta er ekki skáldsaga, þetta er líf.
Þetta er ekki bókmenntaverk, þetta er óp. Mig skortir
orð til að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er: þið
verðið að lesa þessa bók, þið verðið að lesa hana.
Emile Pradel, L'École libératrice.
Saga Martins Gray er skráö
eftir fyrirsögn hans sjálfs af
franska sagnfræðingnum
og rithöfundinum Max
Gallo. Bókin hefur vakið fá-
dæma athygli og hvarvetna
verið metsölubók. Þetta er
ein sérstæðasta og eftir-
minnilegasta örlagasaga
allra tíma, ótrúlegri en
nokkur skáldskapur, eins
og veruleikinn er svo oft,
saga um mannlega niður-
lægingu og mannlega
reisn, saga þess viljaþreks,
sem ekkert fær bugað.
Enginn mun lesa hana
ósnortinn, og sérhver les-
andi mun taka undir með
Emile Pradel: ,,Þið veröiö
að lesa þessa bók, ÞIÐ
VERÐIÐ AÐ LESA HANA "
„Holocaust er hreinasta barnasaga miðað við lýsingar Grays á
því helvíti sem hann mátti ganga í gegnum."
Dagblaðið
„Hún er
ógleymanleg”
IÐUNN
jMatfflw®
, kúaoÖQú e^a
20% uíbo 9U" J w&KWa eða