Morgunblaðið - 19.12.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Orkustofnun hefur gefið út
KreinarKerð um rennslis-
hætti Bessastaðaár og Jök-
ulsár í Fljótsdal, í sambandi
við virkjunarrannsóknir þar
eystra. Er greinargerðin eft-
ir Sigurjón Rist, vatnamæl-
inKamann. Árnar hafa verið
mældar í nær tvo áratugi.
Á útmánuðum eru árnar
næstum þurrar. en svo láta
bæði vor- ok haustflóð mikið
til sín taka.
í skýrslunni er athyglisverð-
ur kafli, um orsakir og
skilyrði haustflóðanna.
Fréttir af oísavatnsflóðum á
haustin hafa hvað eftir ann-
að birst á síðum Morgun-
blaðsins, allt frá því blaðið
hóf göngu sína. Sérkennilegt
er það við þessar fréttir. hve
snögglega þau ber að. — Og
í öðru lagi þegar leitað er
eftir fréttum um ofsaflóð í
næstu byggðarlögum. þá er
eins og að kallað sé á stein-
inn, — þar kannast máske
enginn við neitt.
bessi ofsaflóð geta verið á
svo ótrúlega takmörkuðu
svæði. — betta skýrir Sigur-
jón í greinargerð sinni. bar
segir um haustflóðin á þessa
leið:
„Svonefndar „haustrign-
ingar“ er vel þekkt fyrirbæri
um land allt. Eftir langvinnt
þurrkasumar, þegar vatnsuppi-
stöður og vatnsból eru þrotin
eða eru að þrjóta eru þær vel
þegnar. En haustrigningar eru
veðurfarsþáttur, sem ekki er
gott að reiða sig á, eitt árið eru
þær ofsalegar, en geta brugðist
með öllu hið næsta. Og þá
verður hart á dalnum hjá vatns-
orkuverum á dragársvæðum, er
saman falla í eitt samfellt og
langt lágrennslistímabil
þurrkakafli sumarsins og
frostatími vetrarins.
Stórflóð geta komið hér á
landi á hvaða tíma árs sem er,
gildir einu hvort um er að ræða
hásumar eða dimmasta skamm-
degi, en reynslan sýnir að vor-
flóðin eru drýgst, þau flytja
mest magn vatns til sjávar.
Aftur á móti rísa hæst flóð-
toppar hinna snöggu haustflóða
í smáám og í mörgum allt að
meðalstórum ám. Aþekkt lög-
mál gildir um stórárnar, þar
rísa flóðtoppar hinna snöggu en
fremur fátíðu vetrarflóða alla
jafna hærra en hámörk vorflóð-
anna. Heildarvatnsmagn vor-
flóðanna er engu að síður
snöggt um meira.
Mér er kunnugt, að margir
furða sig á, að flóðgusur á
haustdegi skuli rísa hærra en
flóð í stórrigningum og hlýind-
um að vori meðan enn er mikill
snjór í fjalllendi. Við skulum
því huga að megin skilyrðum og
orsökum haustflóðanna.
1. Frostakafli snemma
hausts, sem gerir jörð algjör-
lega vatnshelda. Nokkurt snjó-
lag leggst yfir allt vatnasvið
árinnar.
2. Snögg hitabreyting, ofsa-
regn með hvössum vindi.
3. Nýsnævið drekkur fyrst í
stað í sig mikið vatn — regn-
vatn — en það bráðnar skjótt,
jafnvel þótt hitastigið sé ekki
sérlega hátt.
4. Þá er komið vatnslag um
allt vatnasviðið nær samtímis.
Athugandi er, að í langvinnum
Sigurjón Rist, mælingar í nær
tvo áratugi.
þurrkum sumarsins og þó eink-
um í nýafstöðnum frostakafla
hefur fíngerðasta afrennslisnet
yfirborðs jarðar aflagast. Af
þessu leiðir að rennslið kemst
ofurlítið síðar af stað en ella og
meira regn- og leysingavatn
safnast fyrir. En nær samtímis
og afrennslið kemst í gang
slípast agnúarnir af hinu fín-
gerða rennslisneti yfirborðsins
svo að rennslið eykst skyndi-
lega.
5. Þegar hér er komið er vart
rétt að tala um einstaka læki,
heldur um samfellt einskonar
vatnsteppi, máske nokkra kíló-
metra á breidd, sem steypast
niður fjallahlíðarnar á leið til
aðal árinnar í dalnum.
6. Við þetta mætti bæta
mörgum atriðum um lögun
vatnasviðsins, sem skipta veru-
legu máli, en út í það skal ekki
farið hér. Á eitt atriði skal þó
minnst. Það skiptir verulegu
máli, að vindstefnan sé hin
sama og rennslisstefna árinnar.
I fyrsta lagi hefst þá flóða-
ástandið innst á svæðinu og
ofsaregnbeltið, sem venjulegast
er mjög mjótt, færist þá niður
vatnasviðið (dalinn) ef til vill
með hraða líkum rennslishraða
árinnar, en af því leiðir að
hámark afrennslis frá hlíðum
mætir hámarksflóðgusunni inn-
an af svæðinu. í öðru lagi ef
vindur og rennslisstefna falla
saman, drífur stormurinn vatn
út úr tjörnum og slökkum.
Að þessu athuguðu er raunar
engin furða þótt haustflóðin rísi
hærra en vorflóðin. Á vorin
kljúfa stórfenni og auðar spild-
ur vatnasviðið niður í ótal reiti,
af því leiðir að hámarks af-
rennsli verður ekki af öllu
vatnasviðinu samtímis.
All algeng eru stórflóð á
haustin í ánum innst á Fljóts-
dalshéraði, t.d. í Eyvindará,
Grímsá og Kelduá. Öll verða
þessi flóð í austan eða suðaust-
an áttum, skiptir þar miklu um
stærð flóðanna, að vind- og
rennslisstefna falli saman. Þótt
ofsaflóð séu sunnan Lagarins
getur veður haldist þurrt við
Bessastaðaá, nægir í þessu sam-
bandi að bera saman 5-daga
meðaltölin frá Kelduá og Bessa-
staðaá í október 1979, sem
fylgja hér með. Nú í haust (1.
nóv.) kom ennþá ofsalegra flóð í
Kelduá.
Flóöin í
áimm í Fljótsdal
Sveinn Guðmundsson:
Reykhólaullin fær gæðastimpil
Miðhúsum. 2. desember.
Um daginn sá fréttaritari Morg-
unblaðsins forkunnar fallega snjó-
hvíta peysu og trefil, sem unnin
voru úr ull af Reykhólafénu og til
samanburðar var trefill úr 80% 1.
flokks ull og 20% úrvalsull.
Sá samanburður var mjög hag-
stæður fyrir Reykhólaullina og
forvitnin var vakin og þar með
löngunin til að fræðast frekar um
þessa ull. Ingi Garðar Sigurðsson
tilraunastjóri varð fúslega við
óskum mínum að svara nokkrum
spurningum.
6 Er munur á ull á íslensku,
hvítu fé, sem svo er kallað?
— Já, íslenska ullin er sérstakt
hráefni og hún er gerð úr blöndu
af tveimur hártegundum. Þau
styttri eru fjaðurmögnuð og kall-
ast þel, en lengri hárin eru sterk
og gljáandi og nefnast tog. Einnig
eru í ullinni illhærur, sumar
hvítar en rauðgulu illhærurnar
hafa mikil áhrif á litblæ ullarinn-
ar og er versti gallinn á íslensku
ullinni í dag.
Gerð íslensku ullarinnar gerir
það að verkum, að vörur, sem
unnar eru á ákveðinn hátt, verða
frábrugðnar vörum úr flestri ann-
arri ull.
Á alla eðlisþætti ullarinnar
verður að leggja áherslu, svo sem
lit, rúning, meðferð á fé í húsi svo
og á þvott, vinnslu og hönnun
fatnaðar úr þess'u sérstæða hrá-
efni.
— Er hægt að breyta eðlisgæð-
um íslensku ullarinnar?
— Það er frekar auðvelt, því að
arfgengni fyrir ullarþunga er 0,2.
Þannig að hægt er að búast við
allmiklum árangri með kynbótum.
Ef fé er ræktað með ullarmagn í
huga, þá hafa stöku fjárbú fengið
yfir 3 kg af ull eftir kind.
Einnig er erfðafylgni milli ull-
armagns og annarra erfðaeigin-
leika jákvæðir. Ekki er að sjá, að
nein erfðafylgni sé á milli rauð-
guls litar og afurðasemi.
Nú hafa verið gerðar miklar
breytingar á fjárhúsunum á Reyk-
hólum til þess að hægt sé að
framleiða þar eins góða ull og
kostur er.
Húsin hafa verið einangruð og í
þau hafa verið settar viftur til
þess að halda loftinu þar sem
bestu og um leið minnka líkurnar
á stækjubruna að mun.
Einnig er búið að setja slæði-
grindur í alla garða hér, en það
ætti að verða mun minna mor í
ullinni framvegis.
— Svo við víkjum aftur að
flíkunum hvítu, sem ég var að
skoða, þá langar mig að forvitnast
frekar um tilurð þeirra.
— í vetur sem leið var féð rúið
hér eins og gert hefur verið um
langt árabil og fram að vetrarrún-
ingi var meðalhiti sem hér segir:
Hitastig í fjárhúsum var 4,2
gráður á Celsius. Hitastig úti var
0,2 gráður á Celsius.
Eftir rúningu var ákveðið, að
ullin færi í sérvinnslu. Ullarverk-
smiðjan Gefjun þvoði ullina og
gerði tiltækt band. Álafoss prjón-
aði úr ullinni og Hilda hf. í
Reykjavík og Sunna á Hvolsvelli
hönnuðu flíkur svo hægt yrði að
gera samanburð. í samanburðar-
bandið var notuð 20% úrvalsull og
80% 1. flokks ull.
Allar flíkur voru númeraðar,
svo að dómarar vissu ekki þegar
þeir dæmdu úr hvaða bandi hver
flík var.
Ingi réttir mér blað með úr-
skurði dómnefndar og þar sem
taflan skýrir miklu betur en langt
mál, verður taflan birt í heild.
Munurinn á flíkunum er í öllum
tilvikum marktækur og í öllum
tilvikum Reykhólaullinni í vil.
Slitþol Reykhólabandsins
reyndist meira en samanburðar-
bandsins eða 825 gr á þátt fyrir
Reykhólaullina á móti 635 gr á
þátt á samanburðarbandinu, sem
var eins og ég hef áður sagt,
blanda úr 20% úrvalsull og 80% 1.
flokks ull.
Það er athyglisvert, að þráður
úr Reykhólaull þurfi 190 grömm-
um meiri þunga til þess að slitna
en samanburðarbandið.
— Hver er hugsanleg skýring á
því, að Reykhólabandið þoli svona
miklu meiri þunga án þess að
slitna?
— Til þess geta legið ýmsar
ástæður. Sennilega er minna um
stækjubruna og hér hafa verið
stundaðar kynbætur á ullargæð-
um og til dæmis er toglengd hér
mikil, enda hefur hér verið stund-
Útlitsdómur á prjónlesi.
Rannsóknastofnun landbiínaðarins - Ullarrannsóknir.
Tegund flikur:Númer;
DÆMD ATRIÐI EINK- UNN EINKUNNASTIGI
Lit- ur. Hvít- leiki 5 - alhvít; 4 = vel hvítj 3 » dál. blökk; 2 - talsv. blökk; 1 - mjög blökk.
Dökk hár 5 - engin; 4 - fáein; 3 - áberandi; 2 ■ mikiö; 1 * rajög raikiö.
Mor 5 - ekkert; 4 » vottur; 3 ■ talsvert; 2 - raikiö; 1 ■ mjög mikiö.
Áferö 5 ■ afbragö; 4 * ágætt; 3 ■ gott; 2 • nothæft; 1 - óviöunandi.
Gljái
Mýkt
Samtals
Útkomur úr einkunnagjöf voru eftirfarandi:
1 ^Atriöi Flíkur úr Misraunur A - B
Reykhólaull 20% A Ú + 80% I B
1 iHví tleiki 4.0 2.1 1.9***
Dökk hár 4.4 2.7 1.7***
Mor 3.8 3.5 0.3*
^ferö 3.2 2.4 0.8***
Gljái 3.0 2.0 1.0***
Mýkt 3.1 2.5 0.6***
Samtals 21.5 15.2 6.3***
% af hæsta
hugsanlegu 72% 51%
Hlutföll 143 100 43
uð kynbótastarfsemi varðandi
ræktun á hreinhvítu fé bæði hvað
varðar ullargæði og afurðasemi
undanfarandi 17 ár og gæti sá
þáttur komið inn í myndina.
— Er ekki kominn tími til þess
fyrir bændur að fá sæði úr hrútum
frá Tilraunastöðinni á Reykhóíum
til þess að bæta fyrst og fremst
ullargæði fjárins?
— Síðastliðið sumar fór hrútur
frá Tilraunastöðinni á Reykhólum
á sæðingastöðina í Borgarnesi sem
Bekri 73 heitir og er hann alhvít-
ur. Það er mikil þörf að losna við
rauðgulu illhærurnar úr ullinni og
það verður líka að bæta húsavist
og koma í veg fyrir stækjugulu og
hlandbruna í ullinni.
Að mínum dómi er þegar orðið
tímabært að dreifa sæði héðan,
því að það ætti að vera mikill
ávinningur bæði fyrir bændur og
ullariðnaðinn að vera með sem
besta vöru hverju sinni.
Er það rétt, að svört ull sé
lélegri en sú hvíta og þar af
leiðandi sé band úr svartri ull
lélegra en band úr annarri ull?
— Margt bendir til að svo sé, en
úr því þarf að fá skorið með
tilraunum.
Enn eru margar spurningar
eftir sem leita á hugann, svo sem
sambandið á milli ullarmagns áa
og „skinngæða" á gærum dilka, en
gerður hefur verið samanburður
með rannsóknum á skinngæðum
gljáa og lokkmyndun og nú er
verið að gera sérvinnslu á lamba-
gærum frá Reykhólum og fram-
leidd verða pelsskinn og sérstak-
lega verður þar athugað með
skinngæði, lokkgerð og gljáa, en
svör við þeim spurningum verða
að bíða betri tíma.
Fréttaritari þakkar Inga Garð-
ari Sigurðssyni greinargóð svör.
- Sv.G.