Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
29
hafa öll erft góðvild og mannkosti
foreldra sinna.
Minnisstæð verður dagsstund er
ég dvaldi á heimili þeirra hjóna á
liðnu sumri er við rifjuðum upp
löngu liðna atburði, frá fyrri tíð.
Að síðustu skal flutt kveðja frá
skóla- og fermingarsystur Elínar,
Nellý systur minni. Saman sátu
þær öll skólaárin. Vinátta þeirra
stóð alla tíð og fyrnist eigi. Slíkt
hið sama segja mér þær aðrar,
Eyrarbakkastúlkur, er nú kveðja
ævivin og traustan félaga.
Þótt lífsfley Elínar sigldi á
lognsævi, innan skerja, frá sjón-
hring samferðarmanna, þá kvað
sú hin djúpa undiralda henni stef
sitt úr harmljóði því, er hún þylur
jarðarbörnum „í sviptingum lífs-
ins og tímanna straumi".
Pétur Pétursson þulur
í dag fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík útför Sigríðar Elínar
Þorkelsdóttur. Hún andaðist að
heimili sínu, Freyjugötu 46 hér í
borg, að morgni dags laugardag-
inn 13. desember síðastliðinn,
rúmlega 77 ára að aldri.
Hún fæddist á Eyrarbakka 13.
ágúst 1903. Foreldrar hennar voru
hjónin Sigríður Grímsdóttir, er
fæddist í Oseyrarnesi í Árnessýslu
8. febrúar 1872 og Þorkell Þor-
kelsson, er einnig fæddist í Óseyr-
arnesi 21. maí 1863. Sigríður
andaðist 24. september 1917 en
Þorkell 21. janúar 1931.
Þau stofnsettu heimili ung að
árum, fyrst í Óseyrarnesi, síðan í
Gerðiskoti en bjuggu lengst á
Eyrarbakka. Þar var Þorkell út-
vegsbóndi og formaður i fjörutíu
vertíðir. Þau eignuðust sex börn,
Grím, Þuríði, Þorkel, Guðmund,
Sigríði Elínu og Sigríði. Þau eru
nú öll látin nema Sigríður, sem
var yngsta barnið í fjölskyldunni.
Elín hóf ung að árum, aðeins 16
ára, verzlunarstörf í Andrésarbúð
á Eyrarbakka en fluttist síðar til
Reykjavíkur og starfaði árum
saman hjá Marteini Einarssyni,
sem rak lengi eina af stærstu
vefnaðarvöruverzlunum í Reykja-
vík, við Laugaveg.
Þann 24. maí 1930 giftist Elín,
Valdimar Þórðarsyni kaupmanni í
Reykjavík. Hann fæddist í
Reykjavík 28. janúar 1905. Hann
var sonur Ónnu Helgadóttur
Hanssonar bónda á Glamma-
stöðum í Svínadal í Borgarfjarð-
arsýslu og Þórðar bónda á Höfða í
Hnappadalssýslu Þórðarsonar, er
var alþingismaður Snæfellinga
1875 til 1879. Hann var Danne-
brogsmaður og mikill fram-
kvæmdamaður í héraði. Bjó í
Hítardal, Söðulholti og síðast á
Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi í
Hnappadalssýslu.
Þau Elín og Valdimar bjuggu í
farsælu hjónabandi rúma hálfa
öld og áttu gullbrúðkaup 24. maí
síðastliðinn. Heimili þeirra var
fagurt og aðlaðandi. Þau voru
samhent og tóku opnum örmum
gestum, er að garði bar. Gleðin og
góðsemin var þeim báðum í barn-
æsku gefin í veganesti og það
pund ávöxtuðu þau ríkulega.
Þau eignuðust þrjú börn, sem öll
eru á lífi: Þorkell viðskiptafræð-
ingur, Sigurður Bjarni forstöðu-
maður víxla- og verðbréfadeildar
Útvegsbanka íslands og Sigríður
Anna stúdent. Sigurður er kvænt-
ur Bryndísi Friðþjófsdóttur.
Barnabörnin eru fimm.
Elín starfaði mikið að félags-
málum. Einkum skal minnast á að
hún var virkur félagi í Sjálfstæð-
iskvennafélaginu Hvöt um árarað-
ir og í Kvenfélagi Fríkirkjunnar
var hún gjaldkeri í 29 ár, en
eiginmaður hennar var lengi
formaður safnaðarstjórnar kirkj-
unnar.
Henni voru þökkuð fórnfús og
óeigingjörn störf í þágu kirkjunn-
ar þegar hún að verðleikum var
kjörin heiðursfélagi í Kvenféiagi
Fríkirkjusafnaðarins 27. mars
1979.
Nú hafa leiðir skilið. Á miðri
jólaaðventu hefir Elín Þorkels-
dóttir kvatt ástvini, ættingja og
vini sem sakna hinnar ástsælu
eiginkonu, móður og ömmu, auk
allra sem nutu hlýju og gleði-
stunda í nærveru hennar.
Megi þeir, sem um sárast eiga
að binda njóta guðs huggunar.
Ádolf Björnsson.
CANON
METSÖLUVÉLAR
CANON A-1 AT-1,
AV-1, AE-1 og F-1
VERÐ FRA
KR 302.000 —
3.020 NÝKR.
r.apojl
POLAROID og
KODAK INSTANT
AUGNABLIKSMYNDAVÉLAR —
TILVALIÐ FYRIR HÁTlOARMYNDATÖKURNAR
8 GERÐIR
VERÐ FRÁ KR 26.250,- 262,50 NÝKR.
GJAFAKORT
FYRIR MYNDATÖKUR (STUDIOI
VERSLUNARÚTTEKT ÁHUGALJÖSMYNDARANS
EÐA OKKAR VINSÆLU LJÓSMYNDANAMSKEIÐ.
ALdUM 20 GERÐIR
VERÐ FRÁ KR 1.250 — 12.50 NÝKR
TIL KR 14.850 — 148.50 NÝKR
NIKON
MERKI FAGMANNSINS
NIKON EM, FM OG FE MYNDAVÉLAR
VERÐFRA KR 275.100 —2.751 NÝKR
ÚR ÁLI, LEÐRI OG LEÐURLlKI
YFIR 20 GERÐIR
VERÐ FRÁKR 14.900 —
149 NÝKR.
MYNDAVELA
TÖSKUR
HOYA og COKIN
HAMA
FYLGIHLUTIR
ÁVALLT VINSÆLIR
FILTERAR
GERA GÖÐA MYND BETRI
ÆÐISLEGT ÚRVAL!
DURST *
STÆKKARAR 9 GERÐIR
VERÐ FRÁ KR 105.785 — 1.057.90 NÝKR.
MIKIÐ ÚRVAL MYRKRAHERBERGISÁHALDA
OG EFNI FYRIR S/H OG LIT.
SUNPAK
LEIFTURLJÓS
6GERÐIR
VERÐ FRÁ KR 19.800-
198 NÝKR
RAMMAR r
I FJÖLBREYTTU ÚRVALI
LÁTIÐ okkur setja myndirnar (
A MEÐAN BEÐIÐ ERI,
LINSUR
YFIR 30 GERÐIR
A FLEST ALLAR MYNDAVÉLAR
INNRÖMMUN
RAMMAGERÐ OKKAR BÝÐUR
FLJÓTA OG VANPAÐA ÞJÓNUSTU
NÁLÆGT 100 GERÐIR FALLEGRA
RAMMALISTA FYRIRLIGGJANDI.
35 mm „COMPACT”
MYNDAVÉLAR
VERÐ FRÁ KR 127.500 — 1.275 NÝKR
SLÆR i GEGNI
PENTAX MV, ME OG ME SUPER MYNDAVÉLAR
FRAMTlÐAREIGN A HOFLEGU VERÐI —
VERÐ FRA KR 238.000 — 2.380 NÝKR.
GOÐ GRCIÐSLUKJOR!
Verslið hjá
fagmanninum
MYNDARLEGAR
JÓLAGJAFIR
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F
LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811