Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 1

Morgunblaðið - 27.02.1981, Side 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 48. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Margrét Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Henrik prins voru viðstödd hátíðarsýningu í Kongunglega leikhúsinu í gærkvöldi, og var þessi mynd tekin við upphaf sýningarinnar. — Sjá myndir og fréttir af heimsókn Vigdisar Finnbogadóttur, forseta Isiands til Danmerkur á bls. 3,10,11 og 14. simamynd Nordfoto. Armada settur í stofufangelsi Varnarmálaráðherra Spánar vikið úr stjórn Sotelos Madrid. 26. febrúar. AP. HEIMILDIR í Madrid segja, að Alonso Armada. næst æðsti yfir- maður herráðsins, hafi verið sett- ur i stofufanticlsi i dag eftir misheppnaða byltingartilraun þjóðvarðliða fyrr i vikunni. I>á var ofursti i hernum settur i fangelsi. Leopoldo Calvo Sotelo sór i dag embættiseið sem forsæt- isráðherra. Hann tilkynnti skip- an stjórnar sinnar. Juan Jose Roson hélt embætti innanrikisráðherra en lögreglan undir stjórn hans hélt tryggð við konung i hinni misheppnuðu valdaránstilraun. Hins vegar var Agustin Rod- riguez Sahagun, varnarmála- ráðherra og einum helsta leiðtoga „Bretar og Bandaríkjamenn munu ávallt standa saman“ Frá önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. i WashinKton. j Hvita húsinu. 26. fehrúar. RONALD Reagan. forseti Bandarikjanna. bauð Margréti Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, velkomna i þriggja daga heimsókn til Bandarikjanna við hátiðlega athöfn i Hvita húsinu i dag. Reagan sagði, að vináttubönd tengdu þau saman siðan hann heimsótti Thatcher fyrir tveimur árum en þá voru hvorugt i þvi embætti sem þau gegna nú. Reagan lagði áherzlu á sameiginlegar varnir vestrænna lýðræðisrikja og að Atlantshafsbandalagið yrði áfram kjarni sameiginlegra varna þjóða Bandarikjamanna og Bretlands. Margrét Thatcher lýsti ánægju sinni með að vera fyrsti þjóðar- leiðtogi V-Evrópu til að heim- sækja Reagan eftir valdatöku hans. Thatcher og Reagan áttu tveggja klukkustunda langan fund ásamt utanríkisráðherrum sínum. Eftir fundinn lýstu þau nauðsyn þess, að standa vörð um frelsi eigin þegna og jafnframt lýstu þau vilja til að fleiri íbúar heims- ins gætu notið sama frelsis. Þau ræddu málefni S-Afríku, Mið- Austurlanda og Latnesku-Amer- íku. Þá sagði Reagan, að tilboð Leonid Brezhnevs, forseta Sov- étríkjanna, um fund þeirra þyrfti Forseti ríki í sex ár öldungadeildarþingmaður- inn Lloyd Bentsen frá Texas lagði i dag fram tillögu í öldungadeild Bandarikja- þings um breytingu á stiórn- arskrá Bandarikjanna. I til- lögu sinni leggur Bentsen til, að forseti Bandaríkjanna verði kosinn til sex ára og að hann megi ekki bjóða sig fram i annað sinn. Tillagan þarf að hljóta stuðning % hluta þingmanna öldungadeildarinnar og full- trúadeildarinnar. Ef hún yrði samþykkt með slíkum meiri- hluta yrði hún send til ein- stakra- fylkja og ef 38 þeirra samþykktu breytinguna, þá yrði ákvæðið um sex ára kjör- tímabil forseta sett í stjórn- arskrána. „vandlegrar íhugunar við“. Hann var því heldur jákvæðari gagnvart tilboði Brezhnevs en áður þegar hann lýsti það áhugavert. Þá lýsti Thatcher því, að þau myndu bera saman bækur sínar og hafa sam- ráð um stefnumótun í framtíðinni áður en þau funduðu með öðrum þjóðaleiðtogum. „Bretar og Bandaríkjamenn munu ávallt standa saman," sagði Reagan í ræðu. Það hefur skapazt sú hefð, að forsætisráðherra Breta hefur fyrstur vestrænna ríkja heimsótt nýjan forseta í Hvíta húsi.iu. Móttökur voru allar mjög hlýlegar og fór vel á með leiðtogunum. Síðdegis fór Thatcher til þing- hússins og átti viðræður við þing- menn beggja deilda. Howard Bak- er, leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni, lagði áherzlu á það í viðræðum við Thatcher, að Banda-' ríkjamenn myndu hafa náið sam- ráð við bandamenn sína um af- stöðuna til Sovétmanna. Miðflokksins, vikið úr embætti. Hann var yfirmaður þjóðvarðliðs- ins og hersins. Þá tilkynnti spánska frétta- stofan EFE, að Juan Carlos, Spán- arkonungur, hefði hætt við fyrir- hugaða heimsókn sína til Noregs vegna hins ótrygga ástands í landinu. Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, heldur ræðu i Washington og að baki henni stendur Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna. Simamynd ap. Þrátt fyrir Gro: Lítil fylgis- aukning Verkamanna- flokksins Osló, 26. febrúar. AP. í skoðanakönnun sem MMI-stofnunin gerði fyrir norska Dagblaðið hefur fylgi Verkamannaflokksins litið breyst eftir valdatöku Gro Harlem Brundtlands i emb- ætti forsætisráðherra. Hins vegar vekur athygli. að Hægri flokkurinn hefur enn aukið fylgi sitt. Við valdatöku Gro var búist við, að Verkamanna- fiokkurinn myndi verulega rétta úr kútnum og voru niðurstöður skoðanakönnun- arinnar forráðamönnum hans nokkur vonbrigði. í skoðanakönnuninni sögðust 33,9% þeirra sem spurðir voru styðja Verkamannaflokkinn, miðað við 33,6% fyrir mánuði síðan. Hægri flokkurinn fékk stuðning 33,2%, miðað við 32,5% fyrir mánuði. Sósialistar fengu stuðning 7,1%, miðað við 6,7% fyrir mánuði. Kristilegi þjóðarflokkurinn fékk 9,7%, miðað við 10,2% fyrir mánuði. Þá hlaut Miðflokkurinn stuðn- ing 6,0% þeirra sem spurðir voru, miðað við 6,1% fyrir mánuði og Vinstri flokkurinn hlaut stuðning 6,3% þeirra sem spurðir voru, miðað við 7,3% fyrir mánuði síðan. I þingkosningunum 1977 fékk Verkamannaflokkurinn 42,3% atkvæða, Hægri flokkurinn 24,8%, sósíalistar 4,2%, Kristi- legi þjóðarflokkurinn 12,4%, Miðflokkurinn 8,6% og Vinstri flokkurinn fékk 8,6% atkvæða. Þingkosningar í Noregi fara fram 14. september. Rússar neita mildari afstöðu Moskvu. 26. febrúar. AP. EINN helsti talsmaður sovéskra stjórnvalda, Vadim Zagladin, sagði við vestræna fréttamenn í Moskvu i dag, að það væri alfarið rangt, að Leonid Brezhnev, for- seti Sovétrikjanna hefði tekið upp mildari stefnu gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagði, að tillögur sem Brezhncv flutti á 26. þingi sovéska kommúnistaflokks- ins væru ekki merki um uncan- látssemi eða stefnubreytingu sov- éskra stjórnvalda. Zagladin vitnaði til ummæla ýmissa bandarískra stjórnmála- manna, sem hafa látið þá skoðun í ljósi, að mildari afstaða Sovét- manna nú væri vegna harðari afstöðu stjórnar Ronalds Reagans og taldi það af og frá. 26. þingi sovéska kommúnistaflokksins var framhaldið í dag. Leonid Brezhnev átti í dag fund með Fidel Castro í Moskvu. Þá hélt Alvaro Cunhal, leiðtogi portúgalskra kommúnista ræðu á flokksþinginu í gær. Hann lýsti yfir hollustu sinni við sov- éska kommúnistaflokkinn og gagnrýndi ýmsa leiðtoga v-evr- ópskra kommúnistaflokka fyrir að vera ekki viðstaddir þingið í Moskvu. Málgagn pólska kommúnista- flokksins, Trybuna Ludu sagði í dag, að Pólverjar gætu vel leyst vandamál sín innan þess ramma, sem Leonid Brezhnev lýsti í ræðu á flokksþinginu í Moskvu. Blaðið sagði, að kommúnistaflokkurinn ætti í erfiðleikum með að vinna traust Pólverja en leitað væri nýrra úrlausna. í ræðu fyrr í vikunni lagði Stanislaw Kania, leiðtogi pólska kommúnistaflokks- ins áherzlu á, að kommúnista- flokkurinn yrði að hlusta á „rödd fólksins" og að flokkurinn yrði að vera heill í stefnumótun sinni. Hann lagði jafnframt áherzlu á, að Pólverjar hefðu dug og þor til að kveða gagnbyltingaröfl í kút- inn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.