Morgunblaðið - 27.02.1981, Síða 12

Morgunblaðið - 27.02.1981, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Hvað segja fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna? Morgunblaðið sneri sér til þeirra Ingólfs Falssonar, forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins, Kristjáns Ragnarssonar, formanns Land- sambands íslenzkra útvegsmanna og óskars Vigfússonar, forseta Sjómannasambands íslands, og innti þá álits á nýgerðum kjarasamn- ingi báta- og togarasjómanna og útgerðarmanna. Fara ummæli þeirra hér á eftir. Óskar Vigfússon, forseti SÍ: Töldum rétt að ganga frá málunum án átaka „Það verður að segjast eins ok það er, að ekki hafi náðst allt sem við hefðum kosið. bað var hins vegar sameiginlegt álit samninganefndar sjó- manna. að rétt væri að reyna að ganga frá þessum málum án átaka.“ sagði Óskar Vigfús- son, forseti Sjómannasam- bands íslands, í samtali við Mhl„ er hann var inntur álits á nýgerðum samningum sjó- manna og út>?erðarmanna. „Árangurinn er kannski ekki sem skyldi, en það verða all- verulegar brfeytingar til batn- aðar á réttindamálum sjó- manna í þessum kjarasamn- ingi. Þeir hlutir, sem helzt eru peningavirði, eru þær breyt- ingar, sem gerðar voru á ið- gjaldagreiðslum sjómanna. Iðgjaldapósturinn hækkar þar verulega, er um og yfir 20% umfram lágmarkskauptrygg- inguna, en náði henni varla áður. Iðgjaldagreiðslan var ákveðin einu sinni á ári og ázt því verulega upp í verðhólg- unni, en í þessum nýja samn- ingi er gert ráð fyrir breyting- um með verðlagi. Viðmiðunartalan hjá mínum umbjóðendum verður frá og með 1. marz 6.785 krónur. Við metum þetta um það bil 30% hækkun á grunninn. Við fáum síðan hækkun á grunnkaupi eins og meðaltals- hækkunin varð í samningum Alþýðusambandsins, eða 10,2%. Þá má nefna atriði eins og hafnar- og helgarfrí manna. Þar skal fyrst nefna, að nú tekst okkur í fyrsta skipti að fá tveggja sólarhringa frí fyrir loðnusjómenn í heimahöfn skipsins, einu sinni á vertíð, þeim að kostnaðarlausu. Þá fengum við samning fyrir nýjar veiðigreinar eins og djúprækju- veiðar og réttindi manna þar til frítöku. Þá var eitt mál, sem okkur var mikið í mun að fá fram, en það eru helgarfrí á netabátunum mánuðina jan- úar, febrúar og marz, en fyrir hendi var ekkert frí til þessara manna. í samningnum fékkst fram eitt helgarfrí og eitt 24 stunda frí í mánuði. Þá fengum við bætur í sam- bandi við togaramenn, bæði í sambandi við siglingar skipa og siglingartímann, auk ýmissa breytinga til batnaðar víða í samningnum. Þá teljum við okkur hafa fengið nokkuð góða tryggingu fyrir því, að við gætum farið út í breytingar í sambandi við lífeyrisaldur manna úr 67 árum í 60 ár, en ríkisstjórnin hefur lofað að bakka okkur þar upp,“ sagði Óskar Vigfússpn, forseti Sjómannasambands Islands að síðustu. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Utgjaldaauki útgerðar er mest ur vegna nýs iðgjaldagreiðslu fyrirkomulags í lífeyrissjóð „Meginbreytingin í þessum samningum er, að við semjum um nýtt fyrirkomulag á ið- gjaldagreiðslum fyrir sjómenn í Lífeyrissjóð sjómanna. Það breytist á þann veg, að þær viðmiðunarfjárha“ðir. sem greitt hefur verið af, þær hækka verulega. en þó þannig, að það er hægt að segja. að þær hækki til samræmis við það sem gerist á almennum vinnu- markaði,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður I.ands- sambands islenzkra útvegs- manna um nýgerða samninga sjómanna og útgerðarmanna. „Þessar greiðslur höfðu dreg- „Mér er óhætt að fullyrða, að við séum sæmilega ánægðir með þessa útkomu. Það náðist mjög mikilsverður áfangi að því er varðar lífeyrismálin,“ sagði Ingólfur Falsson. forseti Farmanna- og fiskimannasam- handsins, i samtali við Mhl„ er hann var inntur álits á nýgerð- ist mjög aftur úr, fyrst og fremst vegna þess, að þær miðuðust við sömu upphæð allt árið, og vegna verðbólgu hafði þetta rýrnað verulega, en nú breytist þetta hér eftir með breytingum á verðlagi á árinu. Af þessari breytingu hefur út- gerðin mestan útgjaldaauka. Þá var endurskoðun samn- ingsins mjög nákvæm og samn- ingunum breytt með bliðsjón af fenginni reynslu og þeim breyt- ingum, sem átt hafa sér stað undanfarin ár. í því efni má nefna öll leyfamál sjómanna, leyfi sjómanna við mismunandi um samningum sjómanna og útgerðarmanna. „Við sjáum fram á efndir loforðs, sem við fengum fyrir tveimur árum frá stjórnvöldum, um töku lífeyris sjómanna við lægri aldursmörk, eða við 60 ár í stað 67 og það er stóra málið í þessu," sagði Ingólfur Falsson. veiðar voru öll endurskoðuð og yfirleitt lengd. Kauptrygging og kaupliðir hækkuðu miðað við samningana í október á almennum vinnu- markaði, eða um 10,2%. Ekki var um að ræða hlutaskipt- abreytingu. Annars má segja, að upp- hlaupið í gær hafi vakið tölu- verða athygli. Sjómönnum hafði verið lofað breytingum á réttindum til lífeyristöku úr Lífeyrissjóði sjómanna, þannig að þeir gætu byrjað að fá úr sjóðnum 60 ára í stað 67, vegna styttri starfsævi sjómanna en annarra. Þessu fylgdi óneitan- lega útgjaldaauki fyrir lífeyr- issjóðinn og þá gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu, sem var á þá leið, að leiði könnun í ljós, að lífeyrissjóðurinn geti ekki stað- ið straum af kostnaði af óbreyttum tekjum, munu ríkis- stjórnin og sjómenn beita sér sameinlega fyrir ráðstöfunum, sem duga til að tryggja fjár- hagsstöðu sjóðsins. Þetta vakti athygli, þar sem sjómenn hafa yfirleitt ekki til annarra að leita en viðsemjenda sinna. Þeir staðfestu hins vegar við útgerðarmenn, að þeir muni ekki óska eftir því að útgerðin hafi af þessu útgjaldaauka. Þetta er því málefni ríkisstjórn- arinnar," sagði Kristján Ragn- arsson, formaður Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna. Ingólfur Falsson, forseti FFSÍ: Sæmilega ánægð- ir með útkomuna Rússneskur matur á borðum. Alevtina lengst til vinstri, þá Magnús Sveinbjörnsson matreiðslunemi, Kristinn Kjartansson yfirmatreiðslu- maður og Lena Bergmann. Rússneskur matur í Naust- inu í kvöld og annað kvöld í KVÖLD og annað kvöld býður Naustið upp á rússneskan matseð- il, sem tekinn er saman af Alev- tinu Vilhjálmsson og Lenu Berg- mann og hafa þær kennt mat- reiðslusveinum Naustsins að matreiða réttina á rússneska vísu. Matseðillinn samanstendur af Borsj, sem er vinsæl rússnesk grænmetissúpa og Blíni sem eru rússneskar pönnukökur, sem eru ólíkar okkar að því leyti að þær eru bakaðar úr pressugeri. Þær eru bornar fram að sýrðum rjóma, síld, reyktum laxi, kavíar og rækjum. I eftirmat er Kompot, sem er rússn- eskur eplaeftirréttur með hnetum, súkkulaði og þeyttum rjóma. Þær Alevtina og Lena verða á staðnum bæði kvöldin og spjalla við gesti um rússneskan mat og matreiðslu. Rússnesk tónlist verð- ur leikin undir borðhaldinu. Búnaðarþing: Mælt með samþykkt bráðabi rgðalagan na um fóðurbætisgjald Á FUNDI Búnaðarþings á miðviku- dag voru sex mál afgreidd. Þar var afgreidd ályktun allsherjarnefndar um fóðurbætisgjaldið en mjög mikl- ar umræður hafa orðið um þá ályktun og málinu oft frestað. f ályktuninni mælir Búnaðarþing með samþykkt bráðabirgðalaganna frá í sumar um fóðurbætisgjaldið og var ályktunin samþykkt með 18 atkvæðum gegn 4. Þeir sem voru andvigir ályktuninni báru fram breytingartillögu, þar sem lagt var til að allt fóðurbætisgjaldið yrði notað til að greiða niður tilbúinn áburð en aðeins flutningsmenn til- lögunnar greiddu atkvæði með henni. Þá var samþykkt ályktun um áð Búnaðarfélag Islands og Stéttarsam- band bænda ynnu að athugun á félagsmálum bænda er lögð verður fyrir Búnaðarþing að ári. Samþykkt var ályktun búfjárræktarnefndar um loðdýrarækt, ályktun um eflingu tilraunastöðva og ályktun þess efnis að kannaðir yrðu möguleikar á nýt- ingu afrennslisvatns frá garðyrkju- stöðvum til nota við fiskeldi og einnig möguleikar á að aulca fjöl- breytni í fiskeldi með því að hefja eldi ála við þessar aðstæður. Á fimmtudag voru fjögur mál afgreidd á Búnaðarþingi. Ályktun frá Stefáni Halldórssyni, þess efnis að Búnaðarþing beini því til stjörnar Búnaðarþings að það beiti áhrifum sínum til aukinnar kornræktar með- al bænda, þar sem veðurfar og landshættir leyfa. Þá var samþykkt ályktun frá allsherjarnefnd þar sem Búnaðarþing beinir tilmælum til Framleiðsluráðs Landbúnaðarins, að bú á lögbýli, sem er 300 ærgildis afurðir eða minna, verðir ekki fyrir skerðingu á búvöruverði. Þá voru gerðar samþykktir um raforkumál þar sem farið er framá bætta við- gerðarþjónustu. Tíu önnur mál voru til fyrri umræðu á fundinum og öll afgreidd til síðari umræðu er fram fer í dag. Reiknað er með að Búnaðarþingi ljúki á laugardag. Kór Verzlunarskóla tslands i sönglciknum um Evitu. Ljósm: Valgeir Guðbjartsson. V erzlunarskólanemendur sýna söngleikinn um Evitu NEMENDUR Verzlunarskóla ís- lands sýna söngleikinn Evita eítir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice i Háskólabíói á laugardag, en áður sýndu nemendur verkið á nemendamóti skólans nýverið. Það var i fyrsta skipti, sem söngleikurinn var sýndur hér á landi. Kórstjóri og leiðbeinandi er Jón Kristinn Cortes, höfundur dansa og dansstjóri er Sóley Jóhannesdóttir. Skúli Pálsson þýddi söngleikinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.