Morgunblaðið - 27.02.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 27.02.1981, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Þórshafnarmálið: Tel að með þessu séu málin endanlega leyst — segir Stefán Valgeirsson, alþm. „ÉG TEL, aö með þessari sam- þykkt rfkisstjórnarinnar, séu toK- arakaupin til Þórshafnar endan- le^a leyst og é« fa«na þvi að þar með sé leystur verulegur atvinnu- vandi tveKKja byKKÓarlaKa," saKði Stefán VaÍKeirsson, alþinKÍsmað- ur, er MorKunblaðiö leitaði áiits hans á samþykki ríkisstjórnarinn- ar. „Það er mikill misskilninKur að aimenninKur á Þórshöfn sé and- vÍKur toKarakaupunum. Þegar sjónvarpið hafði viðtöl við kirkju- Kesti þar i hse. fundu þeir engan andmælanda kaupanna, fyrr en haft var samband við fréttaritar- ann á staðnum. Mér er einnÍK kunnuKt um það. að þeifar Vísis- menn voru þar á ferð. höfðu þeir enKan áhuKa á öðrum en þeim. sem voru á móti kaupunum. Tillögur um þessi kaup eru kom- in, bæði frá heimamönnum og Framkvæmdastofnun ríkisins. Framkvæmdastofnun hefur sam- þykkt þau á þeim forsendum að þau geti leyst atvinnuvanda byggðar- lagsins og þegar jafnhæfur aðili og Framkvæmdastofnun hefur fjallað um málið og komizt að sameigin- legri niðurstöðu með heimamönn- um eru það einfaldlega eðlileg og sjáifsögð vinnubrögð þingmanna kjördæmisins að fylgja þeirri sam- þykkt eftir.“ Nú hefur verið gerð rekstrar- áætlun fyrir skipið, sem ekki getur talizt jákvæð. Hvert er þitt álit á henni? „Sú rekstraráætlun er algerlega út í hött og sýnir aðeins, að þeir sem hana hafa unnið vita alls ekki hvað málið snýst um. I þessu tilfelli er alls ekki hægt að gera rekstrar- áætlun fyrir eitt skip. Hér er um að ræða tvo staði, Raufarhöfn og Þórshöfn og rekstur annars togara. Með því að fá nýjan togara verður hægt að miðla afla þeirra beggja þannig á milli byggðarlaganna að þau fái hráefni jafnt og þétt, þannig að möguleikar verði á stöð- ugri vinnu og komizt verði hjá yfirvinnu í stuttan tíma og dauðum tíma á milli eins og nú er á Raufarhöfn. Þannig verður launa- kostnaður á hverja framleiðsluein- ingu minni og atvinnuleysi verður að öllum líkindum hverfandi. Á þeim grundvelli verður að gera rekstraráætlun beggja togaranna og frystihúsanna og þegar málið er skoðað í þessu ljósi, tel ég að talsvert beint rekstrartap megi verða á útgerð togarans sjálfs. Það fæst hagnaður, ýmiss konar, af vinnunni í landi og það verður að meta að verðleikum. Það, sem nú er verið að gera, er einfaldlega það, að verið er að halda áfram þeirri stefnu, sem mörkuð var með byggingu frysti- hússins á Þórshöfn. Afkastageta þess er um 6.000 tonn á ári, en þegar byggingu þess var lokið 1977, var afli Þórshafnarbáta aðeins um 1.000 tonn á ári og því hefur alltaf verið augljóst að hverju skyldi stefna, aðrar leiðir hafa reynzt ófærar,“ sagði Stefán. Framkvæmdastofmin leiði málið til lykta MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sem gerð var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær: „Þann 4. júlí 1980 samþykkti stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, að atvinnumál Þórshafn- ar verði leyst með því að keyptur verði togari og rekinn sameigin- lega frá Raufarhöfn. Með þeirri samþykkt bauð stjórn Fram- kvæmdastofnunar jafnframt að- stoð við að skipuleggja rekstur slíks togara. Á grundvelli ofangreindrar samþykktar ályktaði ríkisstjórnin 1. ágúst sl., að heimila innflutning á togara vegna Þórshafnar enda ekki þá falur togari innanlands. Jafnframt fól ríkisstjórnin Fram- kvæmdastofnun að annast með- ferð málsins, enda í samræmi við fyrrgreint tilboð stjórnar stofnun- arinnar. í framhaldi af því ákvað ríkisstjórnin að tryggja 80% ríkis- ábyrgð til kaupanna. Þá er upplýst, að kaupendur hafa verið á tíðum fundum með starfs- mönnum Framkvæmdastofnunar- innar um fyrirhuguð kaup. Meðal annars er ljóst að kaup- endur lögðu kaupsamning frá 19. september og 25. september fyrir forstjóra Framkvæmdastofnunar ríkisins þar sem fram kemur, að gera þarf allmiklar breytingar á togaranum. Með tilvísun til þessa kaupsamnings staðfestir Fram- kvæmdastofnun 17. október sl., skriflega ábyrgð stofnunarinnar á 10% kaupverðs. Þetta mál hefur þannig verið í höndum kaupenda og Framkvæmdastofnunar eins og gert var ráð fyrir. Virðist eðlilegt að Framkvæmdastofnun ríkisins leiði þetta mál til lykta í samræmi við ályktun stjórnar stofnunarinn- ar frá 4. júlí sl. Vegna fyrirsprunar frá stjórn Framkvæmdastofnunarinnar dags. 20. febrúar sl. vill ríkis- stjórnin þó taka fram að hún getur fallist á niðurstöður stofn- unarinnar en telur eðlilegt að staðið verði við fyrri samþykkt stjórnar stofnunarinnar um 20% lán úr byggðasjóði miðað við kaupverð, 21 millj. norskar krón- ur. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra: Tel einsýnt að af kaupunum verði „EFTIR AÐ ríkisstjórnin hefur einróma samþykkt siðustu af- greiðslu stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikisins, tel ég einsýnt að togarakaupin til Þórshafnar verði gerð á þessum grundvelli, en þó samþykkti ríkisstjórnin að hún teldi eðlilegt að Fram- kvæmdastofnun stæði við fyrri loforð um að greiða 20% af 21 milljón norskra króna eins og hún hafði áður lofað,“ sagði fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, er Morgunblaðið spurði hann um framvindu mála vegna togarakaupanna til Þórshafnar. Ragnar sagði einnig að hann teldi, að þó skiptar skoðanir væru um kaupin, og margt benti til þess að hægt hefði verið að gera betri skipakaup, yrðu menn að standa við fyrri samþykktir. Hann sagði einnig, að ríkið stæði að sjálfsögðu við fyrri skuldbindingar um að fjármagna 80% af kaupverði skipsins, en ef Framkvæmdastofn- un vildi ekki breyta framlagi sínu, yrði mismunurinn greiddur af 1.500 milljóna framlaginu, sem Framkvæmdastofnun hefði fengið til umráða. Hvað varðaði áhættu ríkissjóðs varðandi togarakaupin, sagði Ragnar, að hann teldi hana ekki mikla. Ríkissjóði væru tryggð 20% af afla skipsins og benti hann ennfremur á að ef svo færi, að reksturinn gengi ekki, stæði skipið alltaf undir sínu. Heimsókn forseta íslands til Danmerkur Margrét Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Henrik prins þegar þau komu fram á svalir hallar Kristjáns VII og veifuðu til mannfjöldans. Margrét Danadrottning og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, koma til veislunnar, sem Margrét hélt Vigdísi til heiðurs í Kristjánsborgarhöll á miðvikudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.