Morgunblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 19 Pólland: Ihlutun yfirvofandi VínarborK. 26. febrúar. AP. EINN helsti hernaðarfræðingur Austurríkis, Wilhem Kiintner, fyrrum hershöfðinKÍ. lét þau orð falla i dag, að hann teidi hernað- arihiutun Sovétmanna i Póllandi fyrirsjáanlega. „Ef Sovétmenn telja þetta óhjákvæmilegt má búast við slík- um atburði einhverntíma eftir páska, en fram að þeim tíma verða of margar hindranir í vegi.“ Seldu The Observer London, 26. febrúar. AP. BANDARÍSKA fyrirtækið At- lantic Richfield hefur selt al- þjóðlega viðskiptafyrirtækinu Lonrho Lundúnablaðið The Observer, að þvi er tilkynnt var i gær. Blaðið hefur verið rekið með halla siðan árið 1976 og hafa nýju eigendurnir lýst þvi yfir að þeir muni hætta að gefa blaðið út ef það beri sig ekki í framtiðinni. Samið var um að The Observ- er sameinaðist útgáfufyrirtæki Lonrho, George Outram sem staðsett er i Skotlandi. í staðinn fær Atlantic Richfield 40% hlutabréfa útgáfufyrirtækisins sem staðið hefur sig mjög vel fjárhagslega. Yfirmaður Lonrho sagði að hann hefði uppi áætlanir um að hefja útgáfu á síðdegisblaði í Lundúnum og prenta það í prentsmiðju The Observer. Sagði hann að The Observer yrði þá líklega prentað í Skot- landi. Þar gefur Lonrho m.a. út blöðin Glasgow Herald og The Glasgow Evening Herald. Ávarp Spánarkonungs til þjóðarinnar ÞEGAR Juan Carlos konungur Spánar hafði með eftirminnilegum hætti gert herforingjum þeim er settust að honum í konungshöllinni þegar byltingar- tilraunin var gerð sl. mánudagskvöld grein fyrir því að ekkert yrði af valdaráni fyrr en hann lægi í valnum, lét hann þau boð út ganga að kl. 22 mundi hann flytja þjóðinni ávarp í sjónvarpi. Ávarpinu var frestað og það var ekki fyrr en kl. 1.15 um nóttina, sem konungur birtist loks þegnum sínum. Töfin orsakaðist af samtölum sem konungur átti við fjölmarga herforingja á þessum þremur klukku- stundum, en þegar hann talaði til þjóðarinnar var boðskapurinn stuttur og gagnorður: Hann kvaðst hafa fyrirskipað hernum að hrinda árás, sem gerð hefði verið á lýðræðið á Spáni, og væri hann staðráðinn í að sjá til þess að þeim fyrirmælum væri framfylgt. Thailand: Tangarsókn gegn uppreisnarmönnum Páfinn held- ur heim Anchormice, Alaslu. 26. fcbrúar. AP. JÓHANNES Páll páfi II hélt i dag til Rómar eftir 12 daga ferðalag um Asíulönd. Á leiðinni heim hafði páfinn 3'á tima við- dvöl í borginni Anchorage i Alaska. Meðan á dvölinni stóð skoðaði páfinn borgina og mess- aði undir berum himni i 1V4 tíma. Síðasti viðkomustaður páfa í Asíuförinni var borgin Nagasaki í Japan. Þar heimsótti hann m.a. heimili fyrir fórnarlömb kjarn- orkusprengjunnar sem kastað var á borgina 9. ágúst 1945. Banxkok. 26. febrúar. AP. YFIR 12 hundruð stjórnarher- menn voru þegar siðast fréttist að komast að vigi kommúnista i fjalllendi i miðju Thailandi. í viginu eru nokkur hundruð upp- reisnarmanna, að þvi er talsmað- ur Thailandsstjórnar sagði i dag. Þessi hernaðarleiðangur stjórn- arinnar er einhver hinn um- fangsmesti sem fram hefur farið i þessum landshluta. Stjórnarherinn hefur skipulagt tangarsókn, en með henni er ætlunin að umkringja um 300 uppreisnarmenn og mörg hundruð stuðningsmenn þeirra í fjöllunum í Petchabun-héraði, um 320 kíló- metra norður af Bangkok. Að sögn Buncha nokkurs höfuðmanns hafa nokkrir uppreisnarmenn fallið í hörðum bardögum á þessum slóð- um að undanförnu, en stjórnar- herinn hefur náð á sitt vald einum búðum, hátt í fjöllunum. Þar um liggur hernaðarlega mikilvægur vegur, sem m.a. er leiðin að bækistöðvum uppreisnarmanna í norður- og norðvesturhluta lands- Andstæðingar stjórnarinnar í Thailandi hafa mjög sótt í sig veðrið á undanförnum fimm ár- um, en umfangsmiklar skipulags- breytingar hafa nýlega farið fram innan hersins, í því skyni að létta róðurinn gegn þeim. Bretland: Lundúnum. 26. frbrúar. — AP. BREZKA stjórnin hefur lagt á hilluna áform um að verja 300 Svíar draga enn úr velferðinni Stokkhólmi, 26. febr., frá Guðfinnu RagnarHdóttur, fréttaritara Mbl. ERFIÐLEIKARNIR i sænskum efnahagsmálum og sparnaðar- aðgerðir ríkisstjórnarinnar teygja sig nú æ lengra inn i sænsku velferðina. Frá áramót- um skertist að mun kaupuppbót þeirra, sem fara á hálf eftirlaun og vinna hálfa vinnu, þ.e.a.s. þeirra, sem eru frá 60— 65 ára að aldri, og nú er röðin komin að sjúkradagpeningum. í fyrradag var lögð fram tillaga um lægri sjúkradagpen- inga við stutt veikindi. Fyrstu 14 veikindadagana á launþegi að fá sjúkrakaup frá vinnuveitanda samkv. tillögunni. En allra fyrstu sjúkradagana er annað- hvort gert ráð fyrir því, að launþegi borgi úr eigin vasa eða að tekinn verði upp að nýju ákveðinn, takmarkaður sjúkra- dagafjöldi á ári. Harðar umræður urðu um sjúkradagpeningana í nefndinni, sem fjallaði um þetta mál, og voru öll launþegasamtökin, LO, TBO og SACO/SR, ásamt jafn- aðarmönnum á móti þessum nýju tillögum, en borgaraflokk- arnir studdu þær. Jafnaðarmenn og hagsmunasamtökin bentu m.a. á rannsókn, sem atvinnu- rekendasamtökin hafa látið gera, sem sýnir, að það er mun dýrara að láta vinnuveitendur taka að sér hlutverk sjúkrasam- lagsins þar sem sjúkrasamlagið hefur yfir að ráða fullkomnum spjaldskrám og tölvum. Auk þess er mikil hætta á að fyrir- tæki ráði eingöngu unga og fríska starfskrafta ef þetta nýja skipulag gengur í gildi, sagði fulltrúi LO, sænska alþýðusam- bandsins. Aukins sparnaðar er einnig að vænta í rekstri skóla. Sænsk skólabörn munu á næstu árum verða sjálf að borga megnið af skólabókum sínu, skólamatur verður bæði lélegri og minni og færri börn fá ókeypis keyrslu i og úr skóla. Allt bendir til, að þetta verði þróun skólamála í Svíþjóð, a.m.k. næstu árin, segja forráðamenn bæjar- og sveitar- félaga, en búist er nú við viðbót- arsparnaðartillögum frá ríkis- stjórninni, sem koma munu mjög hart niður á rekstri sænskra skóla. I byrjun febrúar skar ríkisstjórnin niður styrki til skólarekstrar um 600 millj. sænskra kr. og búist er við 2—300 millj. kr. viðbótarsparn- aði á næstu árum. milljónum punda til að treysta loftvarnir sinar. Ástæðan er bágborinn fjárhagur rikisins. Frétt þessi kemur frá The Press Association Agency og hefur varnarmálasérfræðingur stofnunarinnar hana eftir ónafngreindum en „fullkomlega áreiðanlegum" heimilarmanni í ríkisstjórninni. Mikill skjálfti er nú í varnar- málaráðuneytinu vegna þessa leka, en á undanförnum tveimur árum hefur höfundur fréttar- innar hvað eftir annað skýrt frá málefnum sem hafa átt að fara leynt. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki fengizt til að tjá sig um það hvort fregn þessi eigi við rök að styðjast eða ekki. Ástralía: Stjórnarand- staðan vill ekki Karl Canbcrra. Áatraliu. 26. frbrúar. — AP. LEIÐTOGAR stjórnarandstöð- unnar i Ástralíu vilja að næsti rikisstjóri þar verði Ástrali. Sam- kvæmt heimildum úr röðum stjórnmálamanna og stjórnarer- indreka getur þessi yfirlýsing þeirra komi i veg fyrir að Karl Bretaprins verði skipaður rikis- stjóri i Ástraliu. Segja þeir að EHsabet drottning muni ekki skipa Karl rikisstjóra ef það verði fyrirsjáanlegt að sú ráðstöf- un ylli deilum. Forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Fraser kveðst alls ekki vera á móti því að Karl verði skipaður ríkistjóri en segir að slíkt hafi ekki komið til umræðu ennþá, svo ótímabært sé að gefa nokkrar yfirlýsingar um málið. St jórnin hættir við að treysta loftvarnir Veöur víöa um heim Akureyri 1 snjókoma Amsterdam 3 heiðskírt Aþena 15 skyjaó Berlin 1 heiðskírt BrUssel 3 heiðskirt Chicago 7 heíðskirt Feneyjar 8 heiðskírt Frankfurt 3 þoka Færeyjar 6 skýjað Gent 3 skýjað Helsmki 0 skýjað Jerúsalem 11 heiðskfrt Jóhannesarb. 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Las Palmas 21 alskýjad Lissabon 16 skýjað London 3 skýjað Los Angeles 17 skýjað Madrid 13 skýjað 14 alskýjað Mallorca 13 skýjað Miamí 24 heióskirt Moskva -1 heiöskírt New York 7 skýjað Osló -2 skýjað Paris 5 skýjað Reykjavík 2 úrkoma Rió de Janeiro 35 skýjað Rómaborg 12 heiðskírt Stokkhólmur 0 skýjað Tel Aviv 18 heiðskirt Tókýó 5 skýjað Vancouver 7 rigning Vínarborg 3 heiðskirt * Utvarpa til Afganistan London, 26. febrúar. AP. BRESKA útvarpið BBC tilkynnti í dag að það myndi hefja fréttaút- sendingar til Afganistan. Einnig hyggst fyrirtækið lengja útsend- ingarnar til Sovétríkjanna og Tyrklands. Yfirmenn fyrirtækis- ins segja að þessar ákvarðanir hafi verið teknar vegna innrásar- innar í Afganistan og valdatöku hersins í Tyrklandi. Þessir atburð- ir kalli á frekari fréttaútsend- ingar til þessara svæða. Bandarísk herflugvél fórst við Filipseyjar FilippHcyjum, 26. fcbrúa - AP. IIERKÚLES-flugvél i t.. M banda- riska flughersins steyptist i hafið skammt norður af Filippseyjum í dag. Slysið varð skömmu eftir flugtak. 24 hermenn voru um borð i vélinni. 16 létust, 7 er enn saknað en einn komst lifs af en er hann alvarlega slasaður. Hermennirnir, sem voru banda- rískir, filipínskir, ástralskir og ný-sjálenskir, voru á heræfingu. Áætlað var að flugvélin færi í yfirlitsferð en snéri svo aftur til bandarísku flotastöðvarinnar á Cubi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.