Morgunblaðið - 27.02.1981, Page 31

Morgunblaðið - 27.02.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 31 B-keppnin í Frakklandi: Daprir Islendingar Pólverjum í Dion í mæta kvöld — Pólverjar eru geysisterkir um þessar mundir — íslendingar á hinn bóginn niðurbrotnir ÞAÐ var þungt hljóðið í islensku leikmónnunum »k fararstjórun- um eftir hina háðulegu útreið sem íslenska landsliðið i hand- knattleik fékk gegn Frökkum í Bersancon í fyrrakvöld. En til setunnar var ekki boðið, rétt einu sinni var land laj?t undir fót og haldið til Dion, þar sem liðið mætir Pólverjum í kvöld. Sá leikur skiptir engu máli fyrir islenska liðið, nema þá til þess að bjarga andlitinu eftir ófarirnar sem á undan eru genKnar. Það breytir engu jafnvel þó að ísland sigri Pólverja. Þá væru bæði Frakkland og ísland með 6 stig, en innbirðisviðureign jöfnu lið- anna myndi þá telja og ekki verður hér minnt á úrslit i leik Frakka og fslendinga. En Pól- verjar eru geysilega sterkir um Þórarinn Ragnarsson símar frá Dion þessar mundir, þeir léku sér að Svium eins og köttur að mús og möguleikar fslands verða að telj- ast litlir. Menn hafa skrafað og skeggrætt mikið um frammistöðuna gegn Frökkum hér í Frakklandi. Er skemmst frá að segja, að leik- mennirnir kunna engar skýringar. Franska landsliðið sem burstaði Island var skipað til siðasta manns sama liði og lék hér þrjá landsleiki fyrr í vetur. Þá máttu allir íslendingar sjá, að ekkert ofurlið var á ferðinni, síður en svo, BIKARMÓT SKf i Alpagrein- um i flokki fullorðinna fer fram á Húsavík um helgina. Keppt verður i stórsvigi á morgun. laugardag. en i svigi á sunnu- dag. Flestir helstu keppnis- menn landsins munu taka þátt i mótinu. í Hlíðarfjalli á Akureyri verða göngubrautir, svigbrautir og stökkpallur opinn fyrir almenn- ing, bæði á laugardag og sunnu- dag og klukkan 14.00 á morgun mæta galvaskir skíðastökkvarar frá Ólafsvík og sýna stökk i öllum flokkum, allt frá átta ára og upp úr. Loks má geta þess, að Reykja- víkurmeistaramótið í skíða- göngu verður haldið í Hveradöl- um laugardaginn 28. febrúar, eða á morgun. Hefst keppnin klukkan 13.00. Keppt verður í 15 km göngu karla 20 ára og eldri og í flokkum unglinga. Myndina hér að ofan tók Agúst Baldursson á Húsavík um síðustu helgi. og undir eðlilegum kringumstæð- um ætti íslenskt landslið að sigra það franska. Þegar ísland tapar síðan með átta mörkum liggur því ljóst fyrir að eitthvað er alvarlega gengið úr skorðum hjá liðinu. Lítil hvíld hefur án nokkurs vafa haft sitt að segja og bæta má við, að þjónusta hefur verið með lakara móti. Þannig urðu landsliðsmenn- irnir að bíða í 2 klukkustundir fram yfir áætlun með að fá að borða síðustu máltíðina fyrir leik- inn. En svona hlutum er ekki einum um að kenna og landsliðs- mennirnir þvertaka sjálfir fyrir slíkt. En geta þó engu bætt við. Það hefur verið athyglisvert í leikjum íslenska liðsins, einkum þeim mikilvægari, að hraðaupp- hlaup hafa varla sést. Og línu- og hornamönnum hefur lítið sem ekkert verið hjálpað. Þegar mót- herjarnir leika vörn sína jafn framarlega og Svíar og Frakkar gerðu, eiga skyttur erfitt upp- dráttar og þá verður að leika meira upp á línu, horn og skyndi- sóknir. Þetta var ekki hirt um að gera og á sinn þátt í ósköpunum. Þá er alveg ljóst og haft eftir sjálfum leikmönnunum, að ekki hefur verið farið í einu og öllu eftir fyrirmælum þjálfarans. Slíkt kemur auðvitað losi á leik Iiðsins og á ekki að eiga sér stað. Lengi mætti telja og velta fyrir sér, en látið þó nægja í bili, aðeins sagt, • Þorbergur og félagar verða I eldlinunni i kvöld. að ljóst er að ísland leikur um 7.-8. sætið í keppninni og þá væntanlega gegn Búlgörum. Möguleikarnir eru roknir út í veður og vind, ekkert getur lengur fleytt íslandi í eitt af fimm efstu sætunum í keppninni. Draumur- inn er því sannarlega búinn. Klempel sprakk — en skoraði þó fyrst 12 mörk PÓLVERJAR eru sannarlega geysilega öflugir i handknatt- leiknum um þessar mundir og enginn er sprækari en gamla brýnið Jerzy Klempel, sem ís- lendingar kannast vel við. Pól- verjar sýndu handknattleik á heimsmælikvarða, er liðið ger- sigraði Svía 24 — 17 i B-keppninni i Frakklandi á dögunum. en ba>ði liðin eru sem kunnugt er i sama riðli og fsland. Jerzy Klempel gekk algeran berserksgang í leiknum, lék Svía sundur og saman og skoraði þegar honum bauð svo við að horfa. Réðu Svíarnir ekkert við kappann, sem lagði svo hart að sér, að hann bugaðist gersamlega af þreytu undir lok leiksins og var studdur til búningsklefa. Alls skoraði Klempel 12 mörk í leiknum, aðeins tvö úr vitaköstum! Panas, annar mjög kunnur landsliðsmaður, kom næstur með 4 mörk. Markhæstur Svía var hins vegar Klingvall með 5 mörk. ítalir stein- lágu gegn úrvalsliðinu Evrópuúrvai í knattspyrnu. valið aí vestur-þýska lands- liðsþjálfaranum. gersigraði landslið ítala í góðgerðarleik fyrir hina hrjáðu ibúa jarðskjálftasvæðanna á ftalíu i fyrrakvöld. Margir kunnir kappar léku með Evrópuúr- valinu og átti ítalska liðið ekkert svar við stórleik gest- anna. Kom reyndar mjög á óvart hversu vel úrvalsliðið náði saman. þar sem samæf- ing leikmanna var engin. » En áhorfendur voru aðeins 15000 og lék veðrið gógerðar- semina grátt. Daninn litli, Allan Simonsen, skoraði fyrsta mark leiksins á 33. minútu og bjargaði Dino Zoff, landsliði ítala, nokkrum sinnum fyrir horn áður en Tony Woodcock bætti öðru marki við í síðari hálfleik. Lokaorðið átti Vahid Halihodzic frá Júgóslavíu og hinir fáu áhorfendur bauluðu á sína menn. • * Skotar nældu í tvö stig SKOTAR kræktu sér í tvö dýrmæt stig i undankeppni HM í knattspyrnu. er liðið sigraði fsrael 1—0 i Tel Aviv. fsraelsmenn sóttu á köflum töluvert og fjórum sinnum bjargaði Alan Rough i marki Skota mjög vel. En ef á heildina er litið, töldu fréttaskeyti að Skotar hafi verið sterkara liðið á vellin- um. Sigurmarkið skoraði Kenny Daiglish í siðari hálí- leik. eftir hornspyrnu Johns Robertsons. Andy Gray og Graeme Souness fóru illa með ákjósanleg tækifæri. Breiöablik AÐALFUNDUR Ungmenna félagsins Brciðabliks verður haldinn Iaugardaginn 7. mars næstkomandi. Fer fundurinn fram i félagsheimili Kópa- vogs, 2. hæð, og hefst hann klukkan 14.00. • Finnið ykkur jafnsléttu sem endar við brekku, Rangið hornlínugang á jafnsléttunni. Því brattari sem brekkan er því erfiðara er að fá rennsli á skiðin. Skreflengdin verður styttri. • Reynið að halda skiðunum eins og hægt er undir búknum og þrýstið þeim vel niður. Því fastara því betra. Til þess að þetta sé mögulegt verðið þið að rétta aðeins úr ykkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.