Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Pltrfni Útgetandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Stefnumörkun í landbúnaði Fyrr á þessu þingi lögðu nítján þingmenn Sjálf- stæðisflokks fram tillögu til þingsályktunar um stefnu- mörkun í landbúnaði. Þar vóru í fararbroddi fjórir þingbænd- ur: Egill Jónsson, Seljavöllum, Steinþór Gestsson, Hæli, Egg- ert Haukdal, Bergþórshvoli og Vigfús B. Jónsson, Laxamýri. Tillagan spannar þau grund- vallaratriði, sem sjálfstæð- isstefnan byggir á, varðandi sjálfseignarábúð bænda og sjálfstæði atvinnugreinarinn- ar, hagkvæmni í rekstri, land- vernd og ræktun, byggð í landinu öllu, sambærileg lífskjör bænda við aðra þjóð- félagshópa og aðlögun búvöru- framleiðslunnar að markaðs- og efnahagsstaðreyndum. Tillagan gerir ráð fyrir markvissum ráðstöfunum til að koma á jafnvægi í fram- leiðslu og sölu búvöru og að samtök bænda fái víðtækar heimildir til framleiðslu- stjórnunar í samræmi við þarfir markaðarins. Til að auðvelda framleiðendum bú- vöru aðlögun að breyttri skip- an framleiðslumála og til að koma í veg fyrir snöggar breytingar í landbúnaði, sem leiddu til erfiðleika í rekstri og hugsanlegs skorts búvöru þeg- ar framleiðsla er í lágmarki, verði sú útflutningsfram- leiðsla, sem ekki nýtur verð- bóta, að hluta verðtryggð. Nemi sú tryggirg fyrsta árið 60% af umframframleiðslu, hið næsta 40% og hið þriðja 20% en ljúki svo. Þeirri heim- ild, sem nú er til í lögum um verðtryggingu búvöru til út- flutnings, verði breytt þannig, að heimiluð sé greiðsla til ákveðinna framleiðsluþátta á frumstigi, enda sé jafnframt tryggt, að þær hafi áhrif til lækkunar á framleiðslukostn- aði búvöru. Átak verði gert til að tryggja heyverkun í land- inu með aukinni votheysverk- un og súgþurrkun og innlend- ur fóðuriðnaður stórefldur, þannig að hann metti í mun ríkari mæli en nú er heima- markaðinn. Tillagan fjallar einnig um átak í markaðsmál- um , endurskoðun lánareglna, rannsóknir, menntun og ný verkefni í landbúnaði. Það kom fram í máli Egils Jónssonar, er hann mælti fyrir þessari tillögu, að óðaverð- bólga sú, sem hóf innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap upp úr 1971 og hefur verið viðvar- andi síðan, að vísu nokkuð breytileg, sé höfuðorsök þess vanda, sem landbúnaðurinn á nú við að etja. Þannig hafi 10% verðábyrgð útfluttrar bú- vöru, sem komst á með Fram- leiðsluráðslögum 1960, nægt til verðbótanna fram yfir miðjan síðasta áratug, þegar verðhækkanir innanlands, það er tilkostnaður í framleiðslu, tók að þróast langt fram úr verðþróun á erlendum mörk- uðum búvörunnar. Það sé því eitt helzta hagsmunamál bú- vöruframleiðslu í landinu að ná niður þeirri verðbólgu, sem rótfestist hér á árunum 1971—1973 í tíð þáverandi vinstri stjórnar. Landbúnaður var allt frá upphafi íslenzkrar byggðar og fram um síðustu aldamót höf- uðatvinnuvegur þjóðarinnar. Sá atvinnuvegur, sem fæddi og klæddi kynslóðirnar. Það kom og í ljós á heimsstyrjaldarár- unum síðari, er samgöngur okkar tepptust við umheim- inn, hverja þýðingu það hefur fyrir þjóðina að búa að sínu, hvað framleiðslu matvæla áhrærir. Þær aðstæður geta ennþá skapast í viðsjálli ver- öld að landbúnaðurinn verði sá bakfiskur þjóðarinnar, sem úrslitum ræður um hag henn- ar. Árið 1910 höfðu tæplega 48% þjóðarinnar enn fram- færi sitt af landbúnaði. Þessi tala var komin niður í 9% 1975 og enn neðar nú, ef eingöngu er miðað við frumframleiðsl- una. En sú viðmiðun segir aðeins formála að stórri at- vinnusögu. Landbúnaðurinn framfærir ekki aðeins það búandfólk er frumframleiðsl- unni sinnir. Landbúnaðurinn leggur íslenzkum iðnaði til verðmæt hráefni, ekki sízt ullar- og skinnaiðnaði, sem eru mikilvægir þættir útflutn- ingsiðnaðar okkar, en sá hóp- ur er sinnir störfum í mjólkur- og kjötiðnaði er ekki síður stór orðinn. Og iðnaðar- og verzl- unarþjónusta við nærliggjandi sveitir skapar mörgum þétt- býslisbúanum atvinnu og af- komu. Það orkar til dæmis ekki tvímælis að íbúar kaup- staða eins og Akureyrar, Húsavíkur og Sauðárkróks sækja að allnokkrum hluta atvinnu sína í tilvist nærliggj- andi landbúnaðarhéraða. Þétt- býlisstaðir eins og Selfoss, Egilsstaðir og Blönudós, svo dæmi séu nefnd, byggja af- komu sína mestpart á úr- vinnslu búvöru eða þjónustu við sveitirnar umhverfis. Þannig er landbúnaðurinn óhjákvæmilegur þáttur í því haldreipi, sem atvinnuvegir þjóðarinnar fléttast í, og byggð í landinu öllu hvílir á. Mjólkurframleiðslan í land- inu hefur nú dregizt saman þann veg að hún samsvarar nokkurnveginn innanlands- markaði. Öðru máli gegnir um sauðfjárbúskapinn, enda óhjákvæmilegt, ef, hann á að fullnægja innlendri eftirspurn í lélegum búskaparárum, að nokkur umframframleiðsla verði í góðæri. Þau hráefni, sem hann leggur iðnaði okkar, réttlæta og nokkra umfram- framleiðslu, þó þar verði að hafa hóf á, meðan innanlands- verðbólga háir sölusamkeppni á erlendum mörkuðum. Sam- hliða því að ná niður verð- bólgu hlýtur landbúnaðurinn þó að leggja vaxandi rækt við markaðskönnun. Flestar þjóðir V-Evrópu og N-Ameríku leggja landbúnaði sínum til einhvern stuðning með einum eða öðrum hætti. Það er einnig gert hér. Og það samræmist heildarhagsmun- um meðan stuðningurinn er innan samfélagsgetu og skyn- semismarka. Sú tillaga að stefnumörkun í landbúnaði, sem sjálfstæðismenn hafa nú lagt fram, byggir á þessari skoðun, en hefur það að mark- miði, að skapa íslenzkum land- búnaði rekstrarleg skilyrði til að standa á eigin fótum, með aukinni hagkvæmni, hyggi- legri framleiðslustjórnun og aðlögun að markaðsaðstæðum. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 14. marz Hver á að sjá um fram- kvæmdirnar? Þær umræður, sem orðið hafa að undanförnu um næstu stór- virkjanir hafa leitt í ljós, eins og við mátti búast, að Alþýðubanda- lagið ætlar að koma í veg fyrir, að byggðar verði fleiri en ein virkjun á þessum áratug. Það mundi þýða, að engin orka yrði afgangs til þess að byggja upp frekari orkufrekan iðnað og nýjar stórvirkjanir og stóriðja mundu dragast fram undir aldamót. Það er hlutverk lýðræð- isflokkanna þriggja að hindra, að þessi áform nái fram að ganga og tryggja jafnframt, að á næstu 8—12 árum verði byggðar þrjár nýjar virkjanir, við Sultartanga, Blöndu og Fljótsdal og að hafizt verði handa um undirbúning að frekari stóriðju. Þær umræður, sem hingað til hafa farið fram gefa tilefni til að vekja athygli á tveimur þáttum þessa máls. í fyrsta lagi kemur upp spurn- ingin um það, hvaða aðili eigi að sjá um framkvæmdir við virkjun Blöndu og Fljótsdalsvirkjun. Landsvirkjun er að sjálfsögðu framkvæmdaaðili við Sultar- tanga en óráðið er hver verður áðili að hinum virkjununum tveimur. Það fer ekki á milli mála, að Landsvirkjun er eini aðilinn sem hefur reynslu af framkvæmd- um við stórvirkjanir. Landsvirkj- un hefur séð um byggingu þriggja stórvirkjana á einum og hálfum áratug. Þessar framkvæmdir hafa tekizt framúrskarandi vel. Starfs- menn Landsvirkjunar hafa aflað sér á þessu tímabili reynslu og sérþekkingar, sem er ómetanleg við framtíðaruppbyggingu stór- virkjana í landinu. Það er auðvit- að ekkert vit í öðru en að hagnýta þessa dýrmætu reynslu og sér- þekkingu Landsvirkjunar við byggingu Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar. Misjöfn reynsla af öðrum virkjunar- framkvæmdum styður mjög þessa skoðun. Það er dýrt spaug, ef virkjunar- framkvæmdir misheppnast. Þjóð- in hefur ekki efni á slíkura mistök- um oftar en einu sinni. Til þess má ekki koma, að nýjar virkjunar- framkvæmdir verði fórnarlömb stofnanastríðs og afbrýðisemi milli stofnana eða hjá einhverjum stjórnmálamönnum í garð Lands- virkjunar. Þeir eiga að annast þessar framkvæmdir, sem hafa til þess þekkingu og reynslu og Landsvirkjun er eini aðilinn hér- lendis, sem slíka reynslu hefur. Alþingi þarf að taka af skarið í þessum efnum, um leið og ákvörð- un er tekin um virkjunarfram- kvæmdir. Viðræður um stóriðju Þá er ástæða til að vekja athygli á því, að ekki hafa farið fram neinar viðræður að ráði við er- lenda aðila, sem áhuga kunna að hafa á uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á þriðja ár eða frá því að Hjörleifur Guttormsson kom í iðnaðarráðuneytið haustið 1978. Þetta sinnuleysi Hjörleifs getur orðið okkur hættulegt. Afleiðing þess er sú, að við höfum takmark- aða hugmynd um það, hvernig landið liggur hjá þeim aðilum erlendis, sem við kynnum að vilja fá til samstarfs við okkur. Jafn- framt hafa þessir sömu aðilar enga sérstaka ástæðu til að ætla, að íslendingar hafi áhuga á slíku samstarfi, þar sem ekkert frum- kvæði hefur verið sýnt af íslands hálfu svo lengi og yfirlýsingar ráðherra iðnaðarmála ganga allar út á það, að við höfum ekki áhuga á slíku samstarfi. Þar talar ráð- herrann hins vegar fyrir hönd lítils hluta þjóðarinnar og telja má ljóst, að bæði meirihluti al- mennings og meirihluti Alþingis sé á annarri skoðun. Forsenda þess, að við getum byggt þrjár stórvirkjanir á næstu 8—12 árum er að sjálfsögðu sú, að við náum samningum um nýja stóriðju og æskilegt er, að þeir samningar séu gerðir áður en virkjunarframkvæmdir hefjast. Það kynni að veikja samnings- stöðu okkar, ef við værum komin í gang með tvær til þrjár virkjanir en hefðum engan orkusölusamn- ing á hendi. Alþingis bíður því eftirfarandi verkefni. Að taka ákvörðum um byggingu þriggja stórvirkjana á næstu 8—12 árum. Að taka ákvörðun um að fela Landsvirkjun að sjá um allar þessar virkjanir. Að taka ákvörðun um að þegar í stað verði hafin athugun á gerð orkusölusamninga, sem gerir þess- ar þrjár virkjanir mögulegar. Það er stórmál fyrir framtíð þjóðar- innar, að þessar ákvarðanir verði teknar á Alþingi fyrir vorið með þeim hætti að iðnaðarráðherra og Alþýðubandalaginu verði gert ókleift að bregða fæti fyrir þær. Af hverju birtið þið þetta? Það er ekki óalgengt, að for- ráðamenn Morgunblaðsins séu spurðir um það, hvers vegna þessi eða hin greinin birtist í blaðinu. í sumum tilvikum er spurningin byggð á því, að viðkomandi grein sé svo léleg, að það sæmi ekki Morgunblaðinu að birta slíkt efni. í flestum tilvikum er ástæðan fyrir spurningunni hins vegar sú, að fólk kann ekki að meta skoðan- ir greinarhöfunda og telur, að þær eigi ekki heima í Morgunblaðinu, ef þær ganga gegn stefnu blaðsins sjálfs. í þessum efnum er byggt á þeirri meginreglu, að Morgunblað- ið skuli vera opið blað og vett- vangur fyrir skoðanaskipti fólks, hvar svo sem það kann að vera í flokki eða hverjar sem stjórn- málaskoðanir þess eru. Morgun- blaðið hefur um langt árabil þróazt að þessu marki. Þar hefur ekki verið um stökkbreytingar að ræða heldur hægfara aðlögun í samræmi við breyttan tíðaranda og þjóðfélagshætti. Þegar metið er hvaða greinar skuli birtast í Morgunblaðinu er fyrst og fremst tekið mið af því, hvernig fjallað er um það efni sem greinin snýst um, en ekki hverjar skoðanir greinar- höfundar kunna að vera. Greinum, sem augljóslega eru ærumeiðandi eða meiðandi á annan hátt fyrir einhverja tiltekna einstaklinga er yfirleitt hafnað nema ríkar ástæð- ur liggi til birtingar þeirra. Harkalegar árásir á Morgunblaðið sjálft eru birtar og einnig hefur blaðið birt undanfarin misseri nokkrar greinar, sem hafa verið svæsnar persónulegar og pólitísk- ar árásir á formann Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson. Töluverð rök má færa fyrir því, að það hafi verið gagnrýnisvert af blaðinu að birta sumar þeirra greina, en það hefur engu að síður verið gert. Þessi afstaða til birtinga að- sendra greina hefur orðið til þess, að Morgunblaðið er, og hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.