Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 17
Klassik
Þjóðleikhúsið Gestaleikur:
Sovéskur listdans
Leikhúsgestum gefst nú tæki-
færi til að sjá sovéskan listdans í
Þjóðleikhúsinu á ný, eftir að níu
ár eru liðin síðan gestir komu
þaðan síðast. Ekki var dagskráin
mikið öðruvísi en þá, mörg sömu
atriðin. En hún var fjölbreyttari
1972. Ekki getur maður séð að
um miklar framfarir né ný-
breytni sé að ræða í sovéskum
listdansi ef bera á þessar tvær
sýningar saman.
Fyrst var atriði úr 2. þætti
Svanavatnsins þar sem Ljúbov
Gersjúnova og Anatóli Berdy-
sjev dönsuðu hlutverk Odettu og
Sigfrieds. Þau komu bæði hingað
’72 og dönsuðu þá einnig þetta
atriði. Hún hefur sérlega falleg-
ar hendur og bak. Hún heillaði
mann þá og ekki síður nú. Hefur
náð meiri þroska. „Corps de
ballet" var ofaukið í atriðinu
vegna þrengsla á litlu sviði
Þjóðleikhússins. Eitthvað var
mislukkað við tónlistina, sér-
staklega í þessu atriði og í
Klassisku „Pas de deux“ seinna á
dagskránni. Auðvitað kemst
plötutónlist aldrei til skila sem
„lifandi" og allra síst við ballet.
Esmeralda „Pas de deux“.
Tónlist: Pugini, danshöf.: Vrons-
kivar, sýnt hér '72 var nú dansað
af Alla Lagoda og Valeri Miklin.
Sérstaklega voru lyftingarnar
fínar í þessu atriði. Hann var
aftur á móti nokkuð þungur í
stökkum sínum.
Þriðja atriði var „Pas de deux“
úr ballettinum Krossfarinn eftir
Petipa við tónlist A. Adam,
dansað af þeim Irinu Dsjandieri
og Viadimir Dúlukthadze er
bæði starfa við Akademiska
ríkisóperuhúsið í Tbilisi. Grús-
ískir listamenn, er bæði voru
frábær, réðu vel við hinn mikla
hraða sem í þessum dansi er
krafist af dönsurunum.
„Brúður" eftir Fokin við tón-
list Ljadov voru skemmtilega
dansaðar af Valentínu Nedostú-
bog og Victor Rybíj, er starfa við
bailettinn í Kiev.
„Grand Pas de deux“ úr Don
Quexote eftir A. Gorski við
tónlist Minkus er alltaf vinsælt
atriði. Nú dansað af þeim Ljúm-
illu Smorgatsjeva og Sergei Lúk-
in einnig frá Kiev. Þau unnu til
gullverðlauna i 2. alþjóðlegu
samkeppni ballettdansara í Tók-
íó 1978. Hún er mjög tæknilega
góð og hann er ágætur dansari.
Ljúdmila Smorgatsjeva dans-
aði fyrst eftir hlé Adagio úr
ballettinum Þyrnirós við tónlist
Tsjaíkovskis, danshöf.: Petípa.
Eins og ég sagði, finnst mér hún
mjög góður dansari en full
gömul til að dansa Þyrnirósu.
Það dönsuðu með henni fjórir
karldansarar og er mér sérlega
minnisstætt „attitude" hjá
henni, er hún hélt óhögguðu
hring eftir hring.
„Pas de Quatre" við tónlist
Pugini eftir Anton Dolin, samdi
hann og sviðsetti 1941 eftir
hugmynd sinni hvernig „Pas“
muni hafa verið 1845. Segir
hann, að með uppsetningu sinni
hafi hann reynt að endurvekja
áhrif hinna rómantísku 19. aldar
balletta eins og „La Sylphide" og
Marie og Taglioni, „Giselle" með
Charlotta Grisi, „The Ondine"
með Fanny Cerrito og „La Jolie
Fille de Chent" með hinni
dönsku Lucille Grahn. En þessar
fjórar frægu ballerínur sam-
þykktu loks, eftir margra vikna
viðræður, að dansa saman. Þess-
ir fjórir dansarar voru ekki
aðeins keppinautar sín í milli
heldur líka í hugum og hjörtum
áhorfenda. Dolin segir sjálfur að
Kirov ballettinn dansi þennan
ballett af fullkomnun undir
stjórn Natali. Á sýningunni hér
dansa þær Ljúbov Dantsénko,
Sveltana Prikhodko, Ekaterina
Sobétsíkova og Valentína Ned-
stúb þokkalega. Lokakaflinn var
fínn hjá þeim. En það vantaði
sterkari túlkun á hlutverkunum,
sem komu vel til skila er íslenski
dansflokkurinn sýndi þetta verk
á Listahátið 1978 og var sú
uppfærsla ekki síðri ef ekki
betri, enda kom Dolin sjálfur
eftir LILJU
HALLGRÍMS
DÓTTUR
hingað og stjórnaði þeirri sýn-
ingu.
Klassískt „Pas de deux“. Tón-
list: Auber, danshöf.: Gsovski,
dönsuðu þau Tatjana Tajakina
og Valeri Kovtun. Danstækni
hennar er frábær og dansgleði
hefur hún, en það er sjaldgæft
nú. Sama má segja um Valeri
Kovtun, sem hefur verið sæmdur
einum æðsta heiðri sem dansara
getur hlotnast í Evrópu, verð-
launum, sem kennd eru við
Vaslav Njisinski, er Ballettaka-
demían í París veitti honum árið
1977.
Þá var komið að einu bezta
atriðinu „Adagio". Tónlist: Al-
binoni, eftir Tsjernisov, dansað
af Elita Erkina og Tiit Hárm,
eistneskir listamenn. Tiit Hárm
kom hér '72 og heillaði mig þá og
sem betur fer enn. Hann er
sterkur dansari, dansar af sér-
stakri innlifun og fágun. Erkina
er mjög góð, næm, en gefur ekki
eins mikið og hann, þannig að
maður gleymdi að horfa á hana á
köflum því hann er svo-miklu
„sterkari“.
Síðasta atriðið var „Pas de
deux“ úr ballettinum Eldar Par-
ísar. Tónlistin er eftir Asavjég
og danshöfundur er Vainonen.
Dansað af þeim Marinu Sidorova
og Júri Vladimorov. Þetta atriði
mun hafa komið inn vegna
forfalla Maiu Plisetskaya sem
ekki kom til íslands, því miður.
Júri Vladimorov kom hingað ’72
og dansaði þetta atriði einnig þá.
Hann er mjög skemmtilegur
dansari og kemur nú enn með
sitt frumsamda stökk, sem gerir
alltaf sömu lukku. Marina Sidro-
rova er einnig fín, þau eru bæði í
hópi fremstu dansara við Bolsoj.
Framkvæmd á sýningunni var
ekki nógu góð, og er það sjálf-
sagt vegna tímaskorts að t.d.
Ijósin, tónlistin og síðast en ekki
síst mjög ófullkomin leikskrá,
hefði mátt vera miklu betur
unnið. Hvergi er tekið fram hver
sé stjórnandi sýningarinnar.
En eigi að síður var þetta góð
skemmtun að fá hingað gesti frá
sovésku ballettunum í Kiev,
Novosibirsk, Tallin, Tbilisi og
Bolsoj. Þökk fyrir komuna.
um langt skeið almennur vett-
vangur fyrir skoðanaskipti milli
fólks og vill vera sá vettvangur. í
þessu felst auðvitað að fleiri
skrifa í blaðið en þeir, sem styðja
sömu stjórnmálastefnu og Morg-
unblaðið. Blaðið telur feng að því.
Sumir sjálfstæðismenn kvarta
undan því, að Morgunblaðið birti
greinar, sem eru andstæðar stefnu
Sjálfstæðisflokksins og stuðli þar
með að því, að efla aðra flokka.
Svar Morgunblaðsins við þeirri
gagnrýni er, að sjálfstæðismenn
hljóti að vera svo sannfærðir um
ágæti eigin stefnu, að einmitt
samanburður við stefnu annarra
flokka á siðum Morgunblaðsins
verði Sjálfstæðisflokknum til
framdráttar.
Aðrir hafa orð á því, að það
hljóti að vera takmörk fyrir því
hvað skuli birta í blaði, ekki út frá
pólitisku sjónarmiði heldur ein-
faidlega með tilliti til efnismeð-
ferðar. Það er vissulega rétt en
Morgunblaðið vill heldur liggja
undir gagnrýni fyrir það að vera
of opið að þessu leyti en að vera of
lokað. Því má ekki gleyma, að það
er eitt af sérkennum íslenzks
samfélags, sem við eigum að
varðveita, að allur almenningur er
reiðubúinn til að taka þátt í
opinberum umræðum um marg-
vísleg mál. Þetta þekkist ekki í
öðrum löndum nema að mjög litlu
leyti en við eigum auðvitað að
leggja sérstaka rækt við þetta
sérkenni okkar samfélags, sem er
þvi verulegur styrkur og raunar
allri lýðræðislegri umfjöllun
mála. Enn aðrir telja, að Morgun-
blaðið hampi um of í fréttum
sínum vinstri sinnuðum stjórn-
málamönnum. Því er til að svara,
að Morgunblaðið flytur fréttir, en
býr þær ekki til. Það leiðir af
sjálfu sér, að þegar vinstri stjórn-
ir sitja í landinu, eru ráðherrar og
talsmenn vinstri flokkanna mikið
í fréttum blaðsins, enda leggur
Morgunblaðið áherzlu á vandað-
an fréttaflutning án tillits til
stjórnmálaskoðana eða pólitískra
áhrifa einstakra frétta. Með sama
hætti er það auðvitað augljóst, að
þegar t.d. sjálfstæðismenn eru í
ríkisstjórn gætir þeirra, meira í
fréttum blaðsins en annarra.
Þverrandi
umburðar-
lyndi?
Þessar hugleiðingar og skýr-
ingar á afstöðu Morgunblaðsins í
þessum efnum eru settar fram
vegna þess, að forráðamenn blaðs-
ins þykjast verða varir við þverr-
andi umburðarlyndi fólks gagn-
vart skoðunum annarra og vax-
andi kröfur um þrengri sjónarmið
við efnisval í blaðið en verið hefur
um skeið. Sé þetta mat rétt er það
ekki umhugsunarefni einungis
fyrir starfsmenn fjölmiðla, heldur
og einnig allan almenning. Það er
þá vísbending um, að kunn afleið-
ing upplausnar og sundurþykkju í
þjóðfélagi sé að koma fram, þ.e.
minna umburðarlyndi og sterkari
krafa um einhvers konar ritskoð-
un. íslenzkt þjóðfélag er sjálfu sér
sundurþykkt eins og bent var á
hér í Reykjavíkurbréfi fyrir viku.
Afleiðing þess er ekki aðeins
efnahagsleg stöðnun og versnandi
lífskjör. Afleiðingin er líka meiri
harka í samskiptum fólks og
samtaka einstaklinga, skortur á
umburðarlyndi gagnvart skoðun-
um annarra og kröfur um „sterka
stjórn" eða „sterkan mann“. Þessa
sögu alla þekkjum við frá öðrum
löndum og þarf ekki mörg orð að
hafa um það. Auk þess hafa
kommúnistar verið leiddir til
valda á Islandi og hafa margir
lýðræðissinnar af því þungar
áhyggjur. Þessar áhyggjur hafa
meðal annars breyst í gagnrýni á
Morgunblaðið fyrir að birta grein-
ar eftir vinstrimenn.
Ritstjórar Morgunblaðsins
munu ekki verða við kröfum, sem
heyrast hér og þar um þrengri
sjónarmið við efnisval í blaðið en
það er umhugsunarefni, ekki sízt
fyrir þá stjórnmálamenn, sem
bera megin ábyrgð á því upplausn-
arástandi, öngþveiti og sundur-
lyndi, sem hér rikir, að blað skuli
yfirleitt sjá ástæðu til að fjalla
um mál af þessu tagi. Það er hins
vegar ekki gert af tilefnislausu
heldur af Sannfæringu um, að viss
hætta sé á ferðum og að fólk
almennt eigi að hamla gegn þeirri
hættu, m.a. með því að líta i eigin
barm og hugleiða afstöðu sína til
skoðana og tilfinninga annars
fólks, sem vissulega á að eiga
jafnan rétt til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri og
segja sitt. Tjáningarfrelsi er einn
af hornsteinum lýðræðislegra
stjórnarhátta. Okkur ber skylda
til að standa vörð um það. Lítum
til Póllands, þar sem barátta fólks
snýst ekki sízt um það að öðlast
tjáningarfrelsi. Við eigum að sýna
að við metum það dýrmæta tján-
ingarfrelsi, sem við höfum með því
að umgangast það af þeirri virð-
ingu sem sæmir.