Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Þáttur af Syeini Bjamasyni öldungi Sveinn Bjarnason frá Hofi í Öræfum er hundrað ára. — Bráðum hundrað, segir hann og verður alvarlegur; ég verð ekki hundrað ára fyrr en á þriðjudag. — Nei, ég er óttalegur vesalingur, segir hann þegar það er nefnt hvað hann er brattur. Ég var nokkuð brattur, þangað til í sumar. Þá lærbrotnaði ég. Það er orðið stökkt í okkur þessu gamla fólki. Hann heyrir orðið illa, kallinn, en er annars mjög ungur og hlær mjög innilega segjandi skemmtisögur af löngu dauðum biskupum. Þeir menn eru eins og góðvinir þessa gamla manns. Og kannski þeir hafi verið það. — Þú hefur aldrei kvænst, Sveinn? — Nei, ég var alltaf hræddur við kvenfólkið, ansar hann og skellihlær. Svo var, skal ég segja þér, Öræfasveit einhver einangraðasta sveit landsins, og mig langaði ekkert að eiga þessar Öræfastelpur. Ég hef aldrei átt krakka. Mér fannst ég ekki geta það, að eiga barn með stúlku og þurfa svo kannski að hrekja hana burtu. Ekki þar fyrir samt, það hafi ekki verið myndarlegar stúlkur innanum í Öræfasveit. Og ég hefði vel getað náð í eina þeirra, hefði ég viljað, bætir hann við, og vill svo ekkert tala um það af hverju hann ekki vildi. Aldrei kvænst Honum þykir vænt um heimasveit sína og allt fólk sem þar átti heim- ili. — Ég er fæddur að Hofi í Öræfum árið 1881, og foreldrar mínir voru Bjarni Jóns- son og Þuríður Runólfsdóttir. Við vorum sjö systkinin, tvö hálf- systkini og varð allt uppkomið fólk. Ég var tíu ára þegar við misstum pabba. Hann dó úr lungnabólgu. Yngsti albróðir minn Bjarni, fæddist daginn sem pabbi dó. Þannig var að Símon Dala- skáld fór tvígang á sinni ævi um Öræfasveit. I fyrra skiptið 1891. Hann kom heim til okkar að Hofi og orti fallegar vísur. Faðir minn fékk lungnabóiguna, þegar hann fylgdi Símoni Dalaskáldi og Páli snikkara yfir að Svínafelli. Það var bæjarleið, svona tólf kílómetr- ar, ekki meira Símon fór í seinna skiptið um Öræfi, þegar við vorum komin að Fagurhólsmýri. Hann kemur niðureftir til okkar, og þá ligg ég með heiftarlega hálsbólgu. Ég segi við Símon Dalaskáld: — Símon minn, blessaður kveddu nú frá mér þessa hálsbólgu! Ég hef nú jafnvel heyrt þú værir krafta- skáld. — Já, hún er vond þessi hálsbólga, segir Símon, hún er slæm. Svo yrkir hann: Sveinn ttem hetur bliða brá beetan ftðlist Króða hálabðÍKUna honum frá hrifi kraftur Ijóða. Þróiat mæta heilaan hlý hann avo verður Klaður ok á fætur fer á ný friður yniria maður. Ég óskaði þá ég ætti snafs til að gefa kallinum. Símon átti margt gott skilið. Það er ekki rétt að kalla hann flakkara. Og hann var merkilega minnugur, Símon Dala- skáld. Þess vegna er hann hundrað ára Og oft var ég þá svangur/ og oft á höndum kalt/ og það var þungur gangur/ er þrumdi élið svart/ að hirða um fé og fjós/ og hátta út í horni/ við hálf dimmt grútarljós. — Þannig lýsti Guðmundur skóla- skáld æsku sinni. Mér var aftur á móti aldrei kalt. Ég hafði það náttúrulega ágætt þangað til pabbi dó. Hann var snillings búmaður. Móðir mín var líka myndarhúsmóðir. En ég hafði það nú svona og svona í fjögur ár eftir að pabbi dó. Aldrei kalt þó, en stundum svangur. Móðir mín tví- giftist aftur, hvort tveggja ágæt- ismenn. Hann dó úr lungnabólgu sá fyrri, eftir ár í hjónabandi og sá seinni dó aldamótaárið. Hún lifði í 42 ár eftir það og varð 84 ára gömul. Amma mín komst líka yfir áttrætt. Hún hét Sigríður og maður hennar var Jón Bjarnason, hreppstjóri. Hann var greindur. Það sögðu gömlu mennirnir, að hann hafi verið ráðhollur maður, ekki undirförull og falskur eins og oft er um valdsmenn. Jón afi minn skrifaði góða hönd. Ég man eftir mörgum greindum manninum í uppvexti mínum, sem ekki kunni að draga til stafs. Þegar við fórum frá Hofi alda- mótaárið yfir að Fagurhólsmýri, áttum við um 27 ær og 11 eða 12 sauðpésa. En þegar við fórum í Skaftafell árið 1920, áttum við yfir 200 ær og 111 sauði. Það var mikið betra að vera í Skaftafelli heldur en á Fagurhólsmýri. Miklu meiri veðursæld þar. En þegar kom fram í stríð sáum við bræður, að við vorum teknir að gamlast og það voru erfiðar göngur í Skafta- felli. Við brugðum búi, og var ég næstu fimm ár að Sandfelli, en þá fluttist ég suður til Reykjavíkur. Það hefur verið 1945, og hef ég átt heima hér síðan. Ég vann svo hjá Ríkisskip, þangað til ég var á árinu yfir áttrætt, að ég hætti erfiðisvinnu. Ég vildi ekki láta aðra vinna fyrir mig og var alltaf ákveðinn í að hætta að vinna, þegar ég fyndi að ég væri farinn að gefa mig. Svo föndraði ég ýmislegt heimavið þar til ég komst á tíræðisaldurinn. Þá fór ég svona heldur að slappast, og hef tekið þessu rólega seinni árin. Ég labbaði samt alltaf útí Brekku, búðina hér á horninu, alveg þang- að til ég iærbrotnaði í fyrra haust. Síðan er ég mörgum árum eldri. ú varst meðhjálpari? Já, ég var forsöngvari og meðhjálpari eftir að séra Ólafur fór af Sandfelli árið 1902, og alveg þangað til 1920, að við fíuttum í Skaftafell. Þá hætti ég, það var svo gríðarlangt að fara. Ari hreppstjóri var með- hjálpari þegar séra Ölafur fór, og hann bað mig blessaðan að taka við því, hann væri orðinn svo slæmur í höfðinu. Árið 1918 kem- ur svo séra Eiríkur, síðasti prest- urinn búandi í Sandfelli, og þá kom um leið Jón biskup Helgason í húsvitjun. Jón biskup segir við sóknarnefndina eftir messu: — Þið hafið góðan forsöngvara og meðhjálpara. Ég held ég hafi engan heyrt, þar sem ég hef komið, lesa jafn skýrt kórbænina og þennan mann. Ég fékk þetta hrós hjá Jóni biskup Helgasyni. — Þetta eru afbragðs myndir af svona gömlu hræi, sagði sá aldraði, þegar hann skoðaði þessar myndir Rax. Unglegur? Nei, ég var unglegur áður en ég brotnaði þarna í haust. Þá var ég unglegur. Síðan hef ég elst um mörg ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.