Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
KVIKMYNDIN PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK ...:
Raunverulega
er hann
bezti strákur
SÝNINGAR eru nú hafnar á kvikmyndinni „Punktur punktur
komma strik“ í tveimur kvikmyndahúsum hór í Reykjavík,
Háskólabíói og Laugarásbíói. Myndin er gerö eftir sam-
nefndri sögu Péturs Gunnarssonar og framhaldi hennar
„Ég um mig frá mór til mín“. Leikstjóri er Þorsteinn
Jónsson og kvikmyndatökumaöur Siguröur Sverrir Páls-
son. Samdi Þorsteinn kvikmyndahandritiö í samvinnu viö
Pétur Gunnarsson. Alls koma um 300 manns fram í
myndinni. Söguhetjuna Andra, leika Pétur Björn Jónsson,
þegar Andri er lítill drengur, en Hallur Helgason tekur viö af
honum og leikur Andra á unglingsárum. Foreldra Andra
leika þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Meöal
annarra leikara eru Anna Halla Hallsdóttir, Valdemar
Helgason, Áróra Halldórsdóttir, Karl Guömundsson, Flosi
Ólafsson, Baldvin Halldórsson, Evert Ingólfsson, Bjarni
Steingrímsson og Halla Guömundsdóttir.
Framleiðandi kvikmyndarinnar „Punktur punktur komma
strik“ er Kvikmyndafélagiö Óöinn hf., en framkvæmdastjóri
þess er Örnólfur Árnason. Á fimmtudag ræddi blaöamaöur
Morgunblaösins viö fjóra leikara í myndinni, svo og höfund
sögunnar, og voru þau fyrst spurö hvaö þeim fyndist um
söguhetjuna, Andra Haraldsson
Pétur Bjarni Jónaaon f hlutvarki Andra. Þorateinn Jónaaon,
leikatjóri, er aó aegja honum til.
Andri í skólanum. Þarna hefur Hallur Helgason tekió vió hlutverki hans.
Anna Halla Hallsdóttir og Hallur Helgason í hlutverkum sínum. Andri
kyssir Mðggu, kærustuna sína.
Hannaður
uppúr eftir-
stríðsárunum
„Andri er bara ósköp venjulegur
lítill strákur — gæti næstum veriö
hver sem er — hannaöur uppúr
eftirstríðsárunum og ber merki
þeirrar upplausnar sem þá setti svip
sinn á þjóðfélagið," sagði Kristbjörg
Kjeld, sem leikur Astu, móöur
Andra. „Það eru fjöldamargir á
meöal okkar sem hafa alist upp eins
og hann — og eru eins og hann.
Foreldrarnir eignast hann óvart og
kæra sig ekki meira en svo um að
sinna honum. — Þegar hann verður
fullorðinn eignast hann kannski
annan Andra sem veröur alveg eins
— eða maður hefur það á tilfinning-
unni.
Það var afskaplega gaman aö
ieika í þessari kvikmynd. Ég lék
Guöríði Faxen í„79 af stöðinni" sem
gerö var 1962 og síðan hef ég leikið
í nokkrum sjónvarpskvikmyndum.
Þaö hefur alltof lítiö verið aö gerast
í íslenzkri kvikmyndagerö en nú
virðist eitthvað vera að rofa til. Ég
vona bara aö íslenzk kvikmynda-
gerð eigi eftir aö blómstra og það
yrði vissulega gaman aö fá tækifæri
til að aöstoöa viö að svo verði."
Hver er boðskapurinn í þessari
kvikmynd?
„Því vil ég ekki svara. Það er að
sjálfsögöu boöskapur í henni en það
veröur hver að finna fyrir sig hver
hann er. Þaö er nefnilega undir
áhorfandanum komið, hvernig hann
er innréttaður, hvaða boðskap hann
sér í þessu verki, eins og reyndar
öllum öðrum."
Að lokum sagöi Kristbjörg: „Það
gekk ákaflega vel aö vinna þessa
kvikmynd enda ákaflega samstilltur
og skemmtilegur hópur sem að
henni stóð. Það var mjög gott að
vinna með Þorsteini Jónssyni leik-
stjóra og Siguröi Sverri kvikmynda-
tökumanni, sem er einstakt Ijúf-
menni og sérstaklega fær á sínu
sviði."
Góð þver-
skuröarmynd
af strákum
á þessum aldri
Hallur Helgason leikur Andra á
unglingsaldri, en Anna Halla Halls-
dóttir kærustuna hans, Möggu. Þau
eru bæöi nemendur í Flensborg-
arskólanum í Hafnarfiröi.
„Ég held að Andri sé einmitt mjög
góð þverskurðarmynd af strákum á
þessum aldri — mér finnst að ég
sjái í honum fleiri en eina týpu sem
maður þekkir úr sínu eigin um-
hverfi," sagði Hallur. „Þessi van-
metakennd — eða feimni — sem
einkennir hann er ákaflega algengur
meöal unglinga. Maður sér það
bara hérna í skólanum — það eru
alveg ótrúlega margir sem beinlínis
líða fyrir feimni."
„Þessi vanmetakennd verður til
þess að hann foröast mjög að skera
sig úr á nokkurn hátt og reynir eins
og hann getur til aö fela sig í
hópnum," sagði Anna Halla. „Raun-
verulega er hann þezti strákur —
manneskjulegur og laus viö alla
meiriháttar skapgeröargalla."
„Hann er alls ekki sjúklega feim-
inn, þó þaö fari náttúrulega eftir
hvað maður kallar sjúklegt," sagöi
Hallur. „Þaö eru allar horfur á aö
hann nái sér upp úr feimninni ef
aöstæðurnar leyfa honum það. Það
fer eftir umhverfinu frekar en
nokkru ööru — er sem sé nánast
tilviljun háð. Það er umhverfiö sem
mótar manninn. Umhverfi Andra er
upp og niöur og á mörgum sviöum
mætti það vera betra — en þegar á
allt er litið er það mjög vel viðun-
andi."
Fannst ykkur erfitt að leika í
myndinni?
„Ég hafði nú nokkra reynslu í
leikstarfsemi fyrir þannig aö ég vissi
alveg aö hverju ég gekk," sagöi
Hallur. „Ég fór með hlutverk í
Veiöiferðinni og hef einnig tekið þátt
í leikstarfsemi hér í Flensborgar-
skólanum. En þetta er auðvitaö
töluvert erfitt.
Einbeitingin og vinnan í kringum
kvikmyndatökuna getur verið alveg
voðaleg. Ég get tekið til dæmis einn
sólarhring í sumar. Viö vorum um
daginn aö taka atriðið þar sem
Andri fer í heimsókn til Möggu,
kærustunnar sinnar. Það var verið
aö taka til klukkan eitt um nóttina
og maöur var ekki kominn heim fyrr
en hálftvö. Um morguninn átti svo
að leggja af stað austur í tökur
klukkan sex. Ég var einn heima og
þurfti að þvo af mér föt til að taka
meö mér í þessa ferð, þannig aö ég
svaf ekkert um nóttina og var alveg
ósofinn viö tökur næsta dag. Þá
svaf ég ekkert í rúman sólarhring og
var þar aö auki með einhverja pest.
— Auövitað var þetta ekki alltaf
svona stíft — en það var alltaf
heilmikiö aö ske í kringum tökur og
mjög gaman að taka þátt í þessu."
„Eg haföi ekki mikla reynslu af
leiklistarstarfsemi, en haföi þó leikið
í „Fyrstu ástinni" — kvikmynd sem
við krakkarnir hérna í Flensborg
gerðum og sýnd var í sjónvarpinu
nýlega," sagöi Anna. „Ég get ekki
neitaö því aö ég var dálítiö kvíöin og
manneskjulegur
og laus við
alla meiriháttar
skapgeröargalla
fannst þetta mikiö aö færast í fang.
Þaö er víst bezt aö segja sem
minnst um árangurinn — hann
verða áhorfendur að dæma um.
Viö fáum aö sjá myndina á
föstudaginn og það veröur áreiöan-
lega mjög gaman að sjá þetta allt í
heild sinni — það er svo margt sem
maöur hefur ekki hugmynd um
hvernig lítur út. Það er annars alveg
sérstök tilfinning sem fylgir því aö
eiga að sjá sjálfa sig í bíó — og þaö
er ekki laust viö aö maður kvíöi fyrir
því öðrum þræði. Ég sá nokkrar
senur úr myndinni í sjónvarpinu eitt
kvöldið — og mér varð hreint ekki
um sel þó að þetta væru bara
Ijósmyndir. — Samt er ég mjög
spennt aö sjá þessa mynd og vildi
ekki fyrir nokkrun mun missa af
því."
„Nei, ég get alls ekki viöurkennt
aö ég kvíöi fyrir aö sjá þessa mynd
— ég dauöhlakkar til aö sjá hana og
vona aö hún fái góöa aösókn,"
sagöi Hallur. „Þegar ég sá Veiði-
ferðina í fyrsta skipti var ég mjög
afslappaður og skemmti mér kon-
unglega. Þaö er auövitaö einkenni-
leg tilfinning að sjá sjálfan sig leika í
kvikmynd en svo sannarlega ekkert
til að bera kvíöboga fyrir."
Mikill prakk-
ari og dálít-
ið vitlaus
„Ég held nú varla aö þaö séu
margir strákar eins og hann Andri
— hann er svo mikill prakkari og
líka dálítiö vitlausari en flestir þeir
strákar sem ég þekki á hans aldri",
sagði Pétur Björn Jónsson sem
leikur Andra til 10 ára aldurs. „Mér
leist strax ágætlega á að taka þetta
hlutverk þó auövitað væri ég dálítið
kvíöinn líka. — Þeir komu alveg
óvænt heim til mín 17. júní og
spuröu hvort ég vildi reyna. Það var
auðvitað ekki ákveðið strax að ég
fengi hlutverkið, — ég þurfti að
leika svolítiö áður til þrufu.
Þaö var svolítiö erfitt að leika
stundum — sérstaklega þau atriði
sem tekin voru í sveitinni — en
leikstjórinn hjálpaöi mér mikið og
mér líkaði mjög vel við hann. Annars
var það dálítiö misjafnt hvernig mér
gekk í tökum, yfirleitt gekk fyrsta
taka illa, önnur betur, sú þriöja varð
góð, fjóröa verri en svo náði ég mér
aftur á strik í þeirri fimmtu. Þannig
höfðu þeir tvær góöar tökur að veljá
úr viö klippinguna".
Hvað finnst krökkunum sem þú
þekkir um að þú sért að leika í
kvikmynd?
„Ég verð ekki svo mikiö var við
það — þau tala ekki svo mikið um
það meina ég, þó þau viti það
sjálfsagt flest. Það veröur áreiöan-
lega öðruvísi þegar farið verður að
sýna myndina og ér er viss um að
það veröur mjög skemmtilegt."
Myndir þú vilja leika í fleiri
myndum?
„Já, ég vildi gjarnan fá tækifæri til
að leika meira, en þaö er bara ekki
alltaf sem maöur á kost á að fá
hlutverk. Mér fannst mjög gaman aö
þessu, fólkiö sem ég vann með var
skemmtilegt og leikstjórinn mjög
góöur. Svo hlakka ég ofsalega til að
sjá myndina og ætla aö sjá hana
oftar en einu sinni — það hlýtur aö
vera gaman aö sjá sjálfan sig leika í
kvikmynd."
Hvorki fugl né
fiskur og get-
ur í hvoruga
löppina stigið
„Aö sjálfsögöu á Andri sér sam-
svörun í raunveruleikanum — maö-