Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 24
24 t Jarðarför móöur okkar, SESSELJU RUNÓLFSSON, Furugerói 1, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. marz kl. 15.00. Börnin. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HALLDÓR SIGURJÓNSSON flugvirki, Eakihlíö 7, sem andaöist þann 6. marz, verður jarösunginn þriöjudaginn 17. marz kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Halldóra Elíasdóttir, Kristinn Halldórsson, Fjóla Björnsdóttir, Anna Halldórsdóttir Lareau, Jean N. Lareau og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jarðarför móöur okkar, tengdamóöur, systur og ömmu, INGIBJARGAR STEFANÍU GUDMUNDSDÓTTUR, Bröttuhlíö 7, Hverageröi. Anna Frióbjörnsdóttir, Ómar Hillers, Helga Friöbjörnsdóttir, Grétar Björnsson, systkini og barnabörn. Jóninna Ingibjörg Jónsdóttir — Minning Fædd 22. júlí 1891. Dáin 6. mars 1981. Föstudaginn 6. þ.m. andaðist í Borgarspítalanum frú Jóninna Ingibjörg Jónsdóttir, Stórholti 27, Reykjavík, á nítugasta aldursári. Þrátt fyrir háan aldur sem hún ber vel, var heilsan sæmileg. 1 fyrstu viku þessa mánaðar veikt- ist hún snögglega og lést nefndan dag. Við fráfall þessarar duglegu og hlédrægu konu er mér ljúft að minnast hennar og þakka ánægju- leg og eftirminnileg kynni í hálfa öld. Jóninna Ingibjörg var fædd svo sem fyrr segir 22. júlí 1891 að Ytra-Hóli, Vindhælishreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hennar voru hjónin sem þar bjuggu, Halldóra Einarsdóttir og Jón Jónsson, ættaður frá Syðri- Grund í Skagafirði. Þessi merku hjón bjuggu þó lengst af á Kirkju- bæ í Norðurárdal, Austur-Húna- vatnssýslu. Halldóra var dóttir Einars Andréssonar frá Bólu í Skagafirði og síðari konu hans, Margrétar Gísladóttur. Halldóra var harð- dugleg gáfukona. Faðir hennar var þjóðkunnur hagyrðingur, tal- inn með þeim snjöllustu á þann tíð. Hann var bæði gáfaður maður og fjölhæfur, dverghagur svo af bar, enda lék allt í höndum hans. Jón Jónsson frá Syðri-Grund var einnig vel gefinn og hagur maður um marga hluti. Hann var sonur Jóns Gunnarssonar bónda í Glaumbæ í Skagafirði og konu hans, Guðbjargar Klementsdótt- ur. Jóninna var næst elst fjögurra dætra þeirra Kirkjubæjarhjóna. Elst þeirra var Gunnfríður, mynd- höggvari, f. 26. desember 1889, d. 28.6. 1968, sem gift var Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara. Þriðja í röðinni var Þóra, skáldkona, f. 23. ágúst 1895, d. 23. október 1966. Hún var gift Jóhanni Fr. Guð- mundssyni kaupmanni og síðar framkvæmdastjóra í Siglufirði og Seyðisfirði, f. 14.1. 1899, d. 23. október 1966. Yngst er Einara, f. 8. febrúar 1903, kjólameistari, gift Hirti Kristmundssyni fyrrverandi skólastjóra, Reykjavík. Frú Ein- ara er nú ein á lífi þeirra Kirkju- bæjarsystra. Þess er getið hér að framan að Einar afi þeirra hafi verið þjóð- kunnur hagyrðingur og dverghag- ur. Það var lán systranna að erfa þessar náðargáfur. Ekki er ofmælt þótt fullyrt sé að skáldskapur og listhneigð hafi verið þeim öllum eðlislæg. Jóninna ólst upp í foreldrahús- um. Hún þótti snemma liðtæk til allra verka, fróðleiksfús og hjálp- GOÐ HUGMYND Góð hugmynd getur fært þér mikið fé, gangi þér vel í samkeppni Útvegsbankans um hugmynd að nýrri sjónvarpsauglýsingu fyrir sparibauka bankans. Öllum er heimil þátttaka. Fyrstu verðlaun eru kr. 2.000.- önnur verðlaun eru kr. 1.000.- Þriðju verðlaun eru kr. 500.- Nánari upplýsingar í bæklingi sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. wMt í þessar' i samkepPn'- pað u vm KePP"'" 6nvarps'"s 3iyslnga‘'n'a söm. Ung að árum var hún send til Sauðárkróks þar sem hún nam saumaskap. Hún lærði í senn að sauma karlmannaföt og íslenska þjóðbúninginn, upphlut og peysu- föt. Fljótt kom í ljós á Sauðárkróks- dögum hennar að nemandinn frá Kirkjubæ var mikil hannyrða- kona. Síðar meir er hún stundaði saumaskap var hún orðlögð fyrir snilldarhandbragð við að sauma peysufatastokkinn, sem er mikil nákvæmnisvinna, svo dæmi sé nefnt um myndarskap hennar. Árið 1914, þá 23ja ára gömul, giftist Jóninna velmetnum Aust- ur-Húnvetningi, Eggerti Sölva- syni frá Sölvabakka. Þau reistu bú að Skúfum og bjuggu þar frá 1914 til 1931. Eggert Sölvason naut ékki frek- ar en aðrir unglingar á þeim tímum sérstakrar menntunar, en hann var góðum gáfum gæddur, sjálfmenntaður vel og kunni góð skil á fjölda fræða, svo orð var á haft. Hann var sérlega blómelskur og grasafræðingur góður. Kunni mest af Flóru íslands utan að. Hann var hagmæltur og unni söng. Hann hafði yndi af öllu fögru. Við búskapinn sem á öðrum sviðum voru hjónin sérstaklega samhent, dugleg og ósérhlífin, þau hugsuðu þá og síðar fremur um hag sinna nánustu og náungans en sinn eigin. Orð var á því haft í Húnaþingi að Jóninna væri mikil búkona, gerði mikið úr litlu, væri hagsýn og sparsöm. Kunnugir hafa sagt við mig að allt hafi blómgast og vaxið í hennar höndum. Jóninna var æðrulaus alla tíð. Það var ekki vani hennar að fjölyrða um það sem hún gerði sér og sínum, enda hugur hennar bundinn fremur við þá en hana sjálfa. Jóninna og Eggert eignuðust þrjú börn, eru þau öll fædd að Skúfum í Norðurárdal. Elst þeirra er Halldóra, námstjóri, Hildi- gunnur, kennari og Gissur, fram- kvæmdastjóri. Öll eru þau nú búsett í Reykjavík. Þá ólu hjónin upp fósturdóttur, Rósu Pálsdóttur. Kom hún til þeirra fjögurra ára gömul. Hún er húsfreyja í Reykjavík, var gift Bjarna Jóhannssyni, en hann er látinn. Kona Gissurar er Sigríður Dav- íðsdóttir. Þau tóku ungan dreng til fósturs, Runólf Runólfsson. Hann er nú verslunarstjóri við fyrirtæki föður síns. Hann er kvæntur Gerði Hafsteinsdóttur, eiga þau tvö börn, Sigríði Hafdísi og Davíð Arnar. Hér að framan er þess getið að búskapur hjónanna að Skúfum stóð aðeins í 17 ár. Árið 1931 var sá kæri staður kvaddur og flutti þá fjölskyldan til Siglufjarðar. Á því ári lágu leiðir margra fjöl- skyldna til þess góða staðar. Síldarverksmiðjur ríkisins höfðu tekið til starfa árið áður. Með tilkomu þessarar verksmiðju fengu margir menn vinnu — þeirra á meðal var Eggert Sölva- son, árið 1931. Nokkru mun hafa ráðið um búferlaflutninginn úr Húnaþingi þetta ár, að þá voru búsett í Siglufirði Þóra, næstyngsta syst- irin frá Kirkjubæ og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.