Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 Skákeinvígið í Merano: Spánverjar óánægð- ir með niðurstöðuna SPÁNVERJAR hafa borið fram mótma li við Friðrik Ólafsson, forseta Alþjóða skáksambandsins, FIDE, vegna þess að hann lét hlutkesti ráða er valinn var keppnisstaður fyrir einvígi Karpovs og Korchnois um heimsmeistaratitilinn i skák. Friðrik ólafsson sajfði í samtali við Morgunblaðið i gær, að hann skildi vonbrigði Spánverjanna, en ekki þau rök er þeir hafa fært máli sinu til stuðnings. Spænska skáksambandið bar fram mótmæli við Friðrik, fyrir hönd samtaka hóteleigenda á Kanaríeyjum, sem ætluðu að sjá um framkvæmd einvígisins. Telja Spánverjar, að sögn Friðriks, að hann hafi ekki haft heimild til að velja keppnisstaðinn með hlut- kesti. — I reglum FIDE standi, að forseti skuli velja staðinn sjálfur, og því hafi hann ekki farið að lögum er hann lét varpa hlutkesti. Friðrik sagði í gær, að hann hefði árangurslaust reynt að fá skákmeistarana til samkomulags um hvar einvígið yrði haldið. Er það ekki gekk, hafi hann tilkynnt þeim, að best væri að örlögin tækju málið í sínar hendur, og hlutkesti yrði að ráða. Sagði Friðrik báða aðila hafa verið óánægða með þessa niðurstöðu, þar sem þeir hafi haldið fram sínum keppnisstað, og ekki viljað hvika þar frá. Kvörtun Spánverja sagði Frið- rik væntanlega verða tekna fyrir á fundi framkvæmda- og ráðgjafar- nefndar FIDE í Túnis á næstunni, en ekki væri þó útlit fyrir að nein breyting yrði á því að einvígið færi fram á Ítalíu. Ef Spánverjar una því ekki, að einvígið verði ekki á Kanaríeyjurn, eiga þeir einnig möguleika á að taka málið upp á FIDE-þingi í júlí, en þá er aðeins mánuður til stefnu, og sagði Frið- rik ekki geta séð að unnt yrði að ákveða nýjan mótsstað með svo litlum fyrirvara, þótt menn vildu, sem raunar yrði að teljast ólík- legt. Jafnréttisráð: Stöðuveiting mennta- málaráðherra og frumvarp Jóhönnu JAFNRÉTTISRÁÐ fjallar á fundi sínum í dag um veitingu menntamálarúðherra i embætti prófessors i onæmisfræðum við Háskóla íslands. Einnig verður frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingu á jafnréttislögunum og opinber ummæli manna i tilefni af þvi kynnt á fundinum. Prófessorsveiting þessi fjallar um veitingu menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, í stöðu pró- fessors í ónæmisfræði. Veitti Ing- var Helga V. Valdimarssyni emb- ættið, en Helga Ögmundsdóttir Samkomulag við flugvirkja SAMNINGAR um kaup og kjör flugvirkja voru undirritaðir hjá sáttasemjara í deilunni, Gunnari G. Schram. um hálffimmleytið í gær. Bein kauphækkun samkvæmt sam- komulaginu mun vera 10-11% og heildarkauphækkunin, þegar önn- ur atriði eru metin með, á bilinu 13-14%. Nú var í fyrsta skipti samið um kjör flugvirkja „í útilegum", þ.e. þegar þeir starfa langtímum erlend- is, eins og t.d. í sambandi við flugið í Líbýu. Flugvirkjar héldu fund um samn- ingana í gærkvöldi og var honum ekki lokið, þegar Mbl. hafði síðast samband við skrifstofu flugvirkja. Rikisstjórnin: Lán vegna Kröflu RÍKISSTJÓRNIN ætlar að taka lán á þessu ári að upphæð 3 milljarðar 645 milljónir gkr. til þess að borga vexti á árinu af lánum, sem tekin hafa verið vegna Kröfluvirkjunar. Þetta kemur fram í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar og jafnframt er tekið fram, að hún hyggist breyta afborgunum af lánum vegna Kröflu í lán til lengri tíma. Þá ætlar ríkisstjórnin að taka lán að upphæð 3 milljarðar 364 milljónir gkr. til jjess að bora þrjár holur og tengja þær, svo og til þess að sjá um gæslu virkjun- arinnar, viðhald og rannsóknir hennar vegna. hafði hlotið fleiri atkvæði í at- kvæðagreiðslu um hæfnismat á fundi í læknadeild. Stjórn Kven- réttindafélags íslands beindi þeim tilmælum til Jafnréttisráðs, að það tæki mál þetta til athugunar um leið og svonefnt Dalvíkurmál. Ekki hefur borist kæra frá Helgu Ögmundsdóttur. Jafnréttisráð mun þó ekki afgreiða málið á þessum fundi, aðeins kynna málið og ræða. Frumvarp til breytinga á jafn- réttislögunum frá Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismann, sem nú liggur fyrir Alþingi, og felur m.a. í sér tímabundin forréttindi kvenna til ákveðinna starfa, verður einnig lagt fyrir fundinn í dag. Þá verða og kynnt opinber ummæli manna um frumvarpið, en Gunnar G. Schram lagaprófessor sagði í við- tali við Mbl., sem birt var í blaðinu í gær, að frumvarp þetta væri að hans mati brot á jafnrétt- islögunum. Fundur um virkjunarmál í Valhöll FUNDUR verður um virkjun- armál fimmtudaginn 26. mars í Valhöll, Háalcitisbraut 1 og hefst hann kl. 20.30. Framsögumenn verða Jónas Elíasson, prófessor, Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra og alþin^ismcnnirnir Steinþór Gestsson og Sverrir Ilermannsson. Eins og yfirskrift fundarins ber með sér, á að ræða þá virkjunar- kosti sem fyrir eru í landinu og tillögur sjálfstæðismanna í virkj- unarmálum, en eins og fram kemur hér að framan, þá eru þrír framsögumannanna alþingismenn fyrir þá landshluta er rætt er um varðandi næstu virkjunarfram- kvæmdir. Félag sjáltstæöismanna I Hliða- ok Holtahverfi. LandsmálafélaKÍð Vörður. Ljósm. Mbl! Kristján Rollsinum ekið á sýningarstað í gærdag. Undirbúningur fyrir Auto ’81 gengur vel: Má bjóða þér Rolls Royce á 282 milljónir gkróna? „Undirbúningi miðar mjög vel og við reiknum með, að flestir bílanna verði komnir á bás i dag," sagði Hafsteinn Hauksson, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bilasýningarinnar Auto 81, i samtali við Mbl. Um fjörutiu aðilar verða á sýningunni og verða 120 bílar innanhúss og 15 utanhúss, auk ýmissa aukahluta, sem á ein- hvern máta tengjast bilnum. Á sýningunni verða þrír sér- stakir bílar, sem ekki hafa verið hér á landi fyrr. Tvennir Rolls Royce bílar hafa verið fengnir í tilefni sýningarinnar, annar nýr frá verksmiðju, sem kostar litlar 282 milljónir gkróna, og hinn nýlegur, fenginn að láni frá Danmörku, en sá er ívið dýrari útgáfa af Rolls Royce. Þá hefur verið fenginn í tilefni sýningar- innar til landsins Lambourgini, kappakstursbíll, frá Danmörku, reyndar frá sama aðila og notaði Rollsinn. Sá er knúinn 12 strokka vél, sem er 375 hestöfl og það tekur bílinn aðeins 4,5 sekúndur að komast á eitt hundrað kíló- metra hraða. Slátrun stofnsins blasir við, verðum við dæmdir til að lækka verðið að nýju — segir Einar Eiriksson, formaður Sambands eggjaframleiðenda VIÐ MUNUM halda al- Kerlega að okkur höndum í þessu máli og láta það fara fyrir dómstóla ef ekki vill betur,“ sagði Einar Eiríksson. bóndi í Mikla- holtshelli, formaður Sam- hands eggjaframleiðenda, í samtali við Mbl„ er hann var inntur álits á þeim ummælum verðlagsstjóra, að ef eggjaframleiðendur lækkuðu ekki eggin á nýj- an leik, myndi hann kæra þá fyrir Rannsóknarlög- reglu ríkisins, en eggja- framleiðendur hækkuðu eggin fyrir nokkru um 20%. „Eggjaframleiðendur hafa um áratuga skeið verðlagt egg án nokkurra afskipta verðlagsyfir- valda, reyndar hafa yfirvöld vísað málinu frá sér, enda um frjálsa verðlagningu að ræða. Við höfum jafnframt alltaf þurft að sæta þeim markaðsaðstæðum, sem ver- ið hafa á hverjum tíma. T.d. höfum við þurft að taka það á okkur, ef markaðurinn hefur ekki borið það verð, sem við höfum ákveðið. Það var síðan í byrjun febrúar, að við hækkuðum okkar verð á eggjum um 12%, en við kipptum síðan þeirri hækkun til baka, að ósk verðlagsyfirvalda. Síðan gerist það í kjölfar annarra búvöru- verðshækkana, að við skráðum verð að nýju og þá 20% hærra. Fóður hafði hækkað gífurlega mikið á síðustu vikum og mánuð- um. Verðlagsstofnun gerði athuga- semd við þessa hækkun á þeirri forsendu, að hún bryti í bága við lögin frá því um áramót. Við héldum því hins vegar fram, að þessi lög væru nákvæmlega sam- hljóða hvað verðstöðvun áhrærir eins og þau lög, sem í gildi hafa verið síðustu tíu árin. Síðan lögðum við inn til Verð- lagsstofnunar okkar verðlags- grundvöll og Verðlagsráð tók mál- ið til umfjöllunar í kjölfar þess. Ráðið var ekki sammála um hvort því bæri að fjalla um málið og vísaði því frá. Síðan þá hefur ekkert gerzt. Verði niðurstöður dómstóla hins vegar þær, að okkur beri að lækka verðið, þá liggur ekkert annað fyrir en slátrun á stofninum og egg hverfa af markaðinum. Það er alveg útilokað, að við getum borið mun lægra verð en þetta, sem við höfum ákveðið. Sem dæmi um stöðuna get ég nefnt, að frá síðustu verðskrán- ingu í desember hefur fóður hækk- að um allt að 43%, en það er um 60% af okkar kostnaði við fram- leiðsluna," sagði Einar Eiríksson að síðustu. Frummælandi á fundinum verð- ur dr. Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra og varaformaður Sjálfsteeðisflokksins. Að framsöguræðu lokinni verða frjálsar umræður og fyrirspurnir, en fundurinn er öllum opinn. Fundarstjóri verður Kristján Guðbjartsson og fundarritarar þau Ásgeir H. Eiríksson og Dóra Gissurardóttir. Gunnar Thoroddsen á fundi í Breiðholti í kvöld „HVERJAR eru horfur um sættir í Sjálfstæðisflokknum? — Hvert stefnir í efnahagsmálum?“ — Framangrcindar spurningar eru yfirskrift fundar. sem Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi gengst fyrir í kvöld klukkan 20.30 að Seljabraut 54. Dr. Gunnar Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.