Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 Geir Hallgrímsson: Erlendar skuldir 12 milljón gamal- krónur á fjögra manna fjölskyldu Vandamálaboltinn veltir utan á sig Ríkisstjórnin er að taka sólarhæðina, sagði Tómas Árnason Samkvæmt báðabirgdalögum ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi fjallar nú um, skal verðstöðvun standa til 1. maí nk. Ekki lifa margir dagar eftir þessa verðstöðvunart- íma, sem raunar hefur stýrt verðlagsmálum hér á landi í 10 ár. Tímabært er að spyrja ríkisstjórnina, forsætis- ráðherra eða viðskiptaráðherra, hvað taki við í þessu efni eftir 1. maí. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert upp hug sinn í þessu efni. — Verður hækkun á verðlagi opinberrar þjónustu hjá borg og ríki leyfð á því 10 daga tímabili fyrir útreikning verðbótavísitölu, sem lög gera ráð fyrir að slíkar hækkanir séu leyfðar á, og koma þær þá inn í framfærsluvísitölu næsta tímabils? Hver er stefna stjórnarinnar í gengismálum og hvern veg á að mæta vaxandi rekstrarhalla hraðfrystiiðnaðarins eftir launahækkun 1. júní nk. og væntanlega hækkað fiskverð? Hver er stefna stjórnarinnar í vaxtamálum? Er fyrirhugað að grípa til skerðingar verðbóta á laun 1. júní nk., þrátt fyrir 5% rýrnun kaupmáttar taxtakaups frá árinu 1979? Þessar og fieiri spurningar bar Geir Hallgrímsson (S) fram, er bráðabirgðalögin komu til þriðju umræðu í neðri deild Alþingis í gær, en þau verða væntanlega staðfest af stjórnarliðum á Alþingi öðru hvoru megin við næstu helgi. Geir HallKrimsson (S) sagði að fátt stæði nú eftir í bráðabirgða- lögum ríkisstjórnarinnar annað en 7% skerðing verðbóta á laun. Engu að síður væri ástæða til að bera fram nokkrar spurningar til forsætisráðherra og/eða við- skiptaráðherra, varðandi ýmis at- riði efnahagsmála, er Alþingi ætti rétt til frekari vitneskju um. Hann minnti á að verðstöðvun hefði staðið á íslandi í 10 ár. Enginn annar áratugur í þjóðar- sögunni hefði þó af viðlíka verð- bólgu að státa sem þessi. Á sama tíma hefði verðþróun þar sem frjáls samkeppni og verðlagning héldust í hendur við þroskað verðskyn neytenda verið margfalt hægari. Hann minnti á tillögu sjálfstæðismanna um frjálsa verð- lagningu þegar og þar sem sam- keppni væri næg, en þetta atriði hefði samstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sett í lög en síðari ríkisstjórnir hindrað fram- kvæmd þeirrar lagasetningar. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir í þessu efni eftir 1. maí nk.? Ráðherrar ræða nú um 8,4% hækkun framfærslukostnaðar frá 1. febrúar sl. til 1. maí nk. í því efni verður að muna eftir lagakvöð þess efnis, að leyfa ekki tilteknar hækkanir, nema á 10 daga tíma- bili áður en verðbætur launa eru reiknaðar út. Þessvegna spyr ég að gefnu tilefni fundar með borgar- fulltrúum í Reykjavík, hvort leyfðar verði umbeðnar hækkanir núvérandi vinstri meirihluta borgarstjórnar á heitu vatni, raf- orku og ferðum með strætisvögn- um? Þessvegna spyr ég, hvort leyfðar verði hækkanir vegna vinnslukostnaðar mjólkurvöru og hækkun smásöluálagningar á þessa vöru, sem er mjög lág? Ég spyr einnig um verðlagningu þeirrar þjónustu er ríkisstofnanir veita. Éf þessar hækkanir, og hugsanlega fleiri, eru í farvatninu, er þá ekki allt talið um 8,4% hækkun framfærslukostnaðar út í hött? Geir vék að núverandi rekstrar- halla freðfiskvinnslunnar (5% af veltu) og væntanlegum tilkostnað- arhækkunum, bæði launa og fisk- verðs, sem enn myndu auka á hallann. I því sambandi spurði hann viðskiptaráðherra um geng- isstefnu stjórnarinnar næstu mánuði. Einnig um vaxtastefnuna, hvern veg yrði í framkvæmd næstu mánuði? Spurningin varð- andi freðfiskvinnsluna varðaði raunar flesta þætti útflutnings- iðnaðar okkar. Geir minnti á þau orð þing- flokksformanns Alþýðubandalags- ins að verðlagsmál, vaxtamál og vandamál sjávarútvegs heyrðu undir Framsóknarráðherra. Það væri því þeirra að svara til um þau vandamál, er þessi mál snerta. Geir sagði opinberar skýrslur sýna að kaupmáttur kauptaxta væri 5% lægri nú en hafi verið árið 1979. Þjóðartekjur hefðu auk- izt um 1% á sama tíma, sem að vísu væri sáralítið, en þetta sýndi þó að hlutur launafólks í þjóðar- tekjum hefði síður en svo vaxið undir „ráðstjórn" Alþýðubanda- lagsins. Minnugur þess hvernig þessir menn héldu á málum 1977 og 1978, þegar þó lá fyrir veru- legur árangur í verðbólguhjöðnun 1977, er von að spurt sé, hvort Alþýðubandalagið ætli að fram- kvæma það í tvígang 1981, sem það fordæmdi harðast 1978, það er skerðingu verðbóta á laun, sem þó náði þá ekki til hinna lægri launa? Er meiningin að leysa vandann með aukningu erlendra lána, velta sumsé vandanum á undan sér eins og snjóbolta unz hann verði að snjóflóði er færi atvinnuvegina í kaf? Nýlega framlögð lánsfjár- áætlun stefni í þvílíka skuldasöfn- un 1981 að í ársiok þess árs nemi erlendar skuldir þjóðarinnar sem svarar 2,6 milljónum gamalkróna á hvert mannsbarn í landinu, eða 12 milljónum gamalkróna á hverja 4ra manna fjölskyldu. Þá verður erlend skuldabyrði sem svarar 16% útflutningstekna og hefur ekki í annan tíma verið hærri. Loks vék Geir að ágreiningi um orkustefnu og orkuframkvæmdir. Nú ríkti stöðnun í þjóðarfram- leiðslunni, verðmætasköpun þjóð- arbúsins, sem bera yrði uppi lífskjörin. Hin dauða hönd Al- þýðubandalagsins legði skatta- og kvaðafjötra á framleiðsluna. Þó Geir Hallgrímsson Vilmundur Gylfason skipti meira máli nú en oftast áður að samkeppni yrði efld og stuðlað að grósku í atvinnulífinu — og efnt til stórra átaka í orkumálum, til að styrkja stöðu þjóðarbúsins og afkomuskilyrði almennings og stöðva þann land- flótta, sem illu heilli væri farinn að segja til sín hin síðari árin. Tómas Árnason (F), viðskipta- ráðherra, sagði að ríkisstjórnin væri þessa dagana að taka sólar- hæðina, gera úttekt á stöðu mála í kjölfar efnahagsráðstafananna um áramótin. Hann væri því ekki í færum um að leysa úr öllum spurningum formanns Sjálfstæð- isflokksins. Hann minnti þó á að staða ýmsra þátta efnahagslífsins væri viðunandi og það markmið ríkisstjórnarinnar væri enn í fullu gildi að ná verðbólguvexti niður í 40% fyrir árslok. Ég minni hinsvegar á þau orð okkar framsóknarmanna, þegar bráðabirgðalögin vóru sett, að þau væru aðeins skref í áttina, fyrstu aðgerðir, sem ekki kæmu að fullu gagni nema þeim væri fylgt vel eftir með framhaldsaðgerðum. Opinber þjónusta var hækkuð yfir línuna um 10% um áramótin, sagði ráðherra. Ég get engu svar- að til um nú, hvort tekst að komast hjá frekari hækkun henn- ar næstu vikurnar, en þessi mál eru nú til umfjöllunar hjá ríkis- stjórninni. En við höfum áhuga á að halda þessari verðlagningu í skefjum. Ráðherra sagði stöðu ýmsra þátta fiskvinnslunnar allgóða, svo sem saltfisks og skreiðar. Nýlega hefðu verið gerðir mjög góðir sölusamningar á saltfiski (20% hækkun) — og svo kemur styrking dollarans til góða. Aukning vinnslu fiskjar í salt og skreið dregur að sama skapi úr freðfisk- vinnslu, sem aftur dregur úr framboði þeirrar vöru. Ég vona að minna framboð leiði síðan til hærra söluverðs. Afkoma bankakerfisins á sl. ári var mjög góð, sagði ráðherra, svo þar er nú svigrúm, sem hafa Jón Baldvin Hannibalsson verður í huga varðandi vaxtapóli- tíkina. Við framsóknarmenn höfum lagt áherzlu á að vissir orsaka- þættir verðþróunar þurfi að hafa samleið: almenn verðlagsþróun, verðlagning búvöru, fiskverð, verðbætur á laun o.fl. Þetta nær einnig til aðgerða til verðbólgu- hemlunar. Þrátt fyrir óðaverðbólgu og olíukreppu er staða ýmsra þátta efnahagsmála okkar góð, svo sem ríkisfjármála. Erfiðleikar eru þó framundan, sem ég vil ekki draga úr. Þeim verður að mæta með framhaldsaðgerðum. Hvað segir Guðmundur J. um gang mála? Vilmundur Gylfason (A) minnti á ýmis stóryrði forystu- manna Alþýðubandalagsins og Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns VMSÍ, þegar verðbætur á laun vóru skertar 1978. Þá hafi Guðmundur talað fjálglega um hinn heiðarlega almúgamann, sem vildi láta gerða samninga halda, hvort sem um verðbætur eða aðra þætti væri að ræða, og hvort sem samið væri við ríkísvaldið eða aðra vinnuveitendur. Héldu samn- ingar um verðbætur launa o.fl. milli BSRB og fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins, sem gerðir vóru rétt fyrir setningu bráða- birgðalaganna? Þurfa ekki stjórn- málamenn á borð við Ragnar Arnalds og Guðmund J. Guð- mundsson að standa við kosn- ingasamninga við umbjóðendur sína? Ég kalla eftir því að Guð- mundur J. komi hér upp í ræðu- stólinn, þó ekki verði nema ör- stutta stund, og gefi okkur skýr- ingu á hvað hafi breytzt frá því stóru orðin voru sögð 1978. Jón Baldvin Hannibalsson (A) vitnaði til forngrískrar harmsögu, hvar ungur maður fór yfir heljar- fljót til að sækja látna unnustu sína, sem hann fékk fararleyfi fyrir yfir til lífs — gegn því að hann liti aldrei til baka á heim- leiðinni. Guðmundur J. mætti nú í engu líta um öxl, frekar en hinn ungi maður í harmsögunni, til orða sinna og heitstrenginga fyrr- um. Harmsaga Guðmundar væri fjarlægð sú, sem væri milli orða hans og flokksbræðra hans 1978 og efnda gagnvart launþegum í ríkisstjórn síðar. Síðan rakti JBH framhald harmsögunnar og örlög söguhetjunnar í höndum rauð- sokka þeirra tíma. Þá rakti hann efnisatriði úr „Ný Framsókn til framfara", niður- talningarheiti (kosningastefnu- skrá) Framsóknarflokksins, sem m.a. hefði spannað verðbólgu- hjöðnun í 30% 1980 og 18% 1981. Verðlagsþróun 1980 (verðlagsráð- herra úr Framsóknarflokki) hefði hinsvegar reynzt tæp 60%. Fram- sóknarflokkurinn er nefnilega í sömu sporum gagnvart Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokkurinn um það bil hann vék úr ríkis- stjórn, vegna þess að marktækar aðgerðir stranda ætíð á þeim þröskuldi sem það er. En það er ekki einugis ágreiningur um efna- hagsmál milli Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Sá ágrein- ingur nær einnig til orkumála, samanber yfirlýsingar viðskipta- ráðherra á þingi iðnrekenda um þrjár stjórvirkjanir og orkufrekan iðnað. Einnig í því efni er Alþýðu- bandalagið Þrándurinn í Götunni. Og hversu lengi getur Framsókn- arflokkurinn unað landráðabrigsli og stanzlausum ádeilum Alþýðu- bandalagsins á Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra. Hversu lengi er hægt fyrir Framsóknarflokkinn að una þessum ágreiningi og hjakka í sama verðbólgustiginu, þrátt fyrir allt hjalið um niður- talningu? Ekki tóku fleiri til máls. Um- ræðunni lauk. Atkvæðagreiðslu var frestað. Hlutverk í La Bohéme: Ráðnir söngvarar og gestasöngvarar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þjóðleikhúsinu: „I viðtali við Kristján Jóhanns- son í Morgunblaðinu í gær (25/3) gætir misskilnings í sambandi við hlutverkaskipan í La Bohéme. Eins og komið hefur fram í frétt frá Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur, voru þau Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir ráðin til að fara með hiutverk Rudolfos og Mimiar og Ingveldur Hjaltested hlutverk Musettu. Hlutverk Marc- ellos er í höndum Halldórs Vil- helmssonar, Schaunard syngur John Speight og Colline Eiður Gunnarsson. Og í hlutverkum Al- cindoros og Benitos verða Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Hins vegar hefur Kristjáni Jó- hannssyni verið boðið sem gesti að syngja hlutverk Rudolfos síðar í vor, svo og Sieglinde Kahman hlutverk Mimiar. Sömuleiðis mun Elín Sigurvinsdóttir syngja hlut- verk Musettu á nokkrum sýning- um og Jón Sigurbjörnsson taka við hlutverki Collines.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.