Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 16
Bílaborg hf. starfrækir einu „bilaverksmiðjuna4' hér á landi: Haf a sett saman yfir 100 Hino-vörubíla á rúmlega þremur árum HELDUR íannst mönnum forráðamenn Bílaborxar hf. bjartsýnir, þejíar þeir fyrir rúm- um þremur árum, soköu frá þvi, að þcir hyjfðust hefja samsetn- injju vörubíla hér á landi þ.e. stofna fyrstu „bílaverksmiðjuna” hér á landi. Fyrirtækið hefði Kert samninjí við japanska vöruhíla- fyrirtækið Hino um samsetninKU vöruhíla frá þeim. En hver hefur raunin orðið? — Til að forvitnast um það, héldum við til fundar við þrjá forráðamenn Hílaborjtar hf., þá Wri Jensen, framkvæmda- stjóra, Ólaf Ársælsson, þjónustu- stjóra, ojf Pál Gislason, sölustjóra fyrir Hino-vörubilana. «k inntum þá nánar eftir KanKÍ mála. Það var í júlí 1977 að fyrstu bílarnir komu til landsins, en það Bílar Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL voru 8 stykki. Bílarnir eru afhentir tveir ok tveir saman, en þannÍK er hagkvæmast að setja þá saman. — „ÓneitanleKa voru menn nokkuð tortryjQfnir á þetta hjá okkur í upphafi, en bílarnir sönnuðu fljót- lega ágæti sitt, þannig að tor- tryggnin fjaraði fljótlega út,“ sagði Þórir. Bifvélavirkjar Bílaborgar hf. fá í hendurnar allt upp í 480 einstaka hluti í stærsta bílinn, eða 960 í eitt par. Hlutirnir eru hins vegar mismargir eftir því um hvaða stærð vörubíls er að ræða. I dag eru þeir fáanlegir i sex aðalgerð- um, 8,5 tonna, 9,5 tonna, 12,5 tonna, 16,8 tonna, 19 tonna og svo 26 tonna, sem er tíu hjóla tveggja drifa bíll. Á þessum rúmlega þremur ár- um, sem liðin eru frá því fyrstu bílarnir komu til landsins, hafa verið settir saman liðlega eitt hundrað bílar, af öllum gerðum. Að sögn þeirra félaga sker engin ein stærð sig verulega út í sölu. Á síðasta ári voru settir saman og seldir 42 bilar, sem er auðvitað það mesta á einu ári og þá var markaðshlutdeild Hino tæplega 25% hér á landi. „í ár ætlum við að setja saman 36 bíla og nokkrir þeirra eru þegar seldir. Astæðan fyrir því, að við ætlum að draga heldur saman á þessu ári, er einfaldlega sú, að við reiknum með almennum sam- drætti í þjóðfélaginu. Við reiknum hins vegar fastlega með því að halda okkar hlut,“ sagði Þórir. Hino-Vörubílaverkstæðinu er haldið alveg sér frá Mazda-bíla- verkstæðinu, sem er undir sama þaki. Á Hino-verkstæðinu starfa fjórir fastir starfsmenn, en það eru tveir og tveir saman, sem hverju sinni vinna við samsetningu bíl- anna, en eins og áður sagði eru bílarnir afhentir saman tveir og tveir. Það tekur yfirleitt um viku- tíma, að setja saman eitt par, eða tvö vörubíla. Um varahlutaþjónustuna, sagði Ólafur, að reynt væri að vera með flesta hlutina alltaf á lager, en það væri mjög erfitt, þar sem vara- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 Hinir nýju jeppar frá Datsun, fv. Datsun Hardtop og Datsun Station. Fjölgar á jeppamarkaðnum: hlutalager í vörubíla væri sérstak- lega dýr, auk þess sem ekki væru fleiri bílar í landinu, en raun bæri vitni. Við höfum hins vegar góða baktryggingu, því við getum fengið varahluti með örskömmum fyrir- vara frá höfuðstöðvum Hino í Evrópu, sem staðsettar eru í Belgíu. — „Ef pöntun berst að morgni er hún farin frá Belgíu sama daginn, og er því í öllum tilfellum komin hingað til lands innan mjög fárra daga. Það er í raun alveg nauðsynlegt þegar um bíla frá fjarlægum stöðum eins og Japan er að ræða, að hafa vara- hlutalagera í Evrópu, sem hægt er að ganga í. Þetta sama kerfi er hjá okkur varðandi Mazda bílana, en þeirra höfuðstöðvar eru ennfremur í Belgíu," sagði Ólafur. Þórir skaut hér inn í að ef varahlutur væri sendur með flugi frá Japan, þá yrði hann miklu mun dýrari en ella. Hann bætti því ennfremur við, að varahlutalager í fólksbíla eins g Mazda væri ekki síður gífurlega dýr. Hverjir eru þá kostirnir við að setja bilana saman hér heima í Nýr ódýrari BMW hingað til lands HINGAÐ til lands er nú væntan- legur enn einn nýr meðlimur BMW-fjölskyldunnar. Sá heitir BMW .315 og er ætlað, að koma til móts við þá, sem hingað til hafa ekki taiið sig hafa efni á þvi, að aka um á BMW. Þessi nýi fjölskyldumeðlimur er eins í útliti og 3-línan, þ.e. 316, 318i, 320 og 323i, en er knúinn minni vél heldur en 316 og er ívið íburðarminni. Vélin er 75 PS-hestöfl og er það gamla vélin úr 316 bílnum, sem nú hefur fengið kraftmeiri vél. Eyvindur Erlendsson sölumaður hjá Kristni Guðnasyni, umboðs- manni BMW hér á landi, sagði fyrsta bílinn væntanlegan innan tíðar og miðað við nýja gengis- skráningu þá myndi hann kosta um 105 þúsund krónur. Hann væri því fyllilega samkeppnisfær hvað verð snerti við japönsku bílana, sem einokað hafa markaðinn und- anfarin tvö ár. Eyvindur sagði augljóst, að sí- hækkandi gengi japanska jensins og tiltölulega róleg hækkun á vestur-þýzka markinu hefði haft áhrif til aukinnar sölu í þýzkum bílum eins og BMW, og væru þeir hjá Kristni Guðnasyni mjög ánægðir með söluna að undan- förnu. Til landsins væru t.d. vænt- anlegir 20 bílar á næstunni og væru þeir allir seldir. Hinn nýi BMW 315 er sam- kvæmt upplýsingum verksmið- janna um 14.8. sekúndur að komast upp í 100 km hraða. Og hámarks- hraði er sagður liðlega 154 km á klukkustund. Tveir nýir jeppar frá Datsun á mark- aðinn hér á landi Þessar myndir tók Emilía, ljósmyndari Mbl„ fyrir skömmu þegar unnið var við samsetningu tveggja Hino-vöruhíla á verkstæði Bilaborgar hf. Fjórir menn eru um vikutíma, að setja saman tvo vörubíla stað þess að fá þá beint frá Japan saman setta. — „Fyrir það fyrsta eru bílarnir ódýrari með þessu móti, en það gefur okkur gott forskot á keppinautana. Auk þess má nefna, að mennirnir, sem setja bílana saman, hafa óneitanlega betri yfirsýn þegar að viðhaldi kemur, en ella,“ sagði Þórir. Aðspurður um söluna, sagði Páll að hún gengi mjög vel, enda væru bílarnir búnir að sanna ágæti sitt. — „Við seljum bílana út um allt land og í allar atvinnugreinar," sagði Páll að lokum. Hinn nýi BMW 315. JEPPUM og fjórhjóladrifsbilum fer stöðugt fjölKandi hér á landi og er það ekki óeðlileKt miðað við þær aðstæður, scm hér rikja. Síðasta nýjungin í þessum efnum eru jeppar ok pickupbilar frá Datsun, sem hingað til hefur ekki framleitt jeppa fyrir almennan markað, heldur framleitt ódýrari gerðir jeppa fyrir m.a. japanska og ástraiska herinn. Ingvar Helgason, umboðsmaður Datsun hér á landi, sagði i samtali við Mbl„ að fyrsti billinn væri kom- inn til landsins og fleiri væru væntanlegir. Ingvar sagði um að ræða þrjár gerðir. Pickup, sem miðað við nýjustu gengisskráningu myndi kosta um 140 þúsund krónur, Hardtop-jeppa, sem myndi kosta um 170 þúsund krónur og síðan Station-jeppa, sem sennilega myndi kosta um 200 þúsund krón- ur í dag, en hann er ekki væntan- legur hingað til landsins fyrr en í lok apríl eða byrjun maí. Ingvar sagði ennfremur, að Pickup-bíllinn og Station-bíllinn væru byggðir á sömu grindina og væru því svipað stórir. Hardtop- bíllinn væri hins vegar töluvert styttri og minni allur. Það kom fram hjá Ingvari að Station-bíll- inn væri, til að gefa einhverja hugmynd um stærð hans, nokkuð stærri heldur en Jeep Wagoneer, sem þekktur er hér á landi. Ingvar sagði að bílarnir yrðu einungis fluttir inn með 6 strokka vélum, sömu vélum og væri í Scout-jeppanum og væru þær því vel þekktar hér á landi, og það af góðu. Hardtop-bíllinn er tveggja dyra með sætum fyrir fimm, en Stat- ion-bíllinn er fjögurra dyra með sætum fyrir 5—6, auk þess sem hann hefur mun meira farangurs- rými en Hardtop-bíllinn. Ingvar sagði Pickup-bíllinn vera tilvalinn til að byggja yfir hann hús og fá þannig mjög rúmgóðan jeppa fyrir skaplegan pening. Þá má geta þess, að bílarnir eru afgreiddir með vökvastýri og drif- lokum, auk þess að vera fullfrá- gengnir að innan, sem er ekki algild regla með jeppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.