Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 48
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
JNorjjunblnöií)
Síminn
á afgreiðslunni er
83033
Jlíorönnblníitb
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
Fimm haf-
ernir sátu
selveizlu
FIMM hafcrnir sátu
vcizlu á ísjaka skammt
undan Hofáanum i
Stykkishólmi í fyrradaj?
ok Kæddu scr á sclkópi
scm þeir hófðu náð. Mjó>?
sjaldgæft er að sjá svo
marga erni á fcrð saman
í leit að bráð. cn sjómcnn
við Breiðafjörð tclja að
hun«ur sverfi nú að þess-
um konungi íslcnskra
fujjla <»g ckki sýndu crn-
irnir ncin mcrki óróleika
þ«'»tt skclfiskháturinn
Arnar sijjldi fram hjá
þcim í aðcins 20—30
metra fjarlægð.
Að undanförnu hafa
ernirnir sést af ok til úti á
firðinum yfir fiskibátum,
en Guðbrandur Björfjvins-
son skipstjóri á Andra
sagði í samtali við Mbl. í
Kær að það væri kynlegt
hve gæfir þeir væru, t.d.
kvaðst hann hafa siglt svo
gott sem upp að tveimur
örnum sem voru að gæða
sér á æðarkollu á ísjaka í
Breiðafirði fyrir nokkrum
dögum.
Þcssir tvelr Stykkishólmsbátar, Andri og örn, sátu fastir í íshroðanum fyrir utan Stykkishólm í gærdag þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir, en
snemma morguns hafði varðskipið Þór rutt skelfiskflota Hólmara leið út úr höfninni eins og forystuskip fyrir orustuflota. Sjá bls. 25
Ljósmynd Mbl.: Rajfnar Axelsson
Samdráttur í fjárfestingu
atvinnuvega 12 ¥2% í ár
*
Utlán Byggingarsjóðs verkamanna aukast um 478%
FJÁRFESTING atvinnuveganna
mun dragast saman um \2Vi% á
þessu ári en opinbcrar fram-
kva'mdir munu hins vegar aukast
um 2—3%, að því er fram kemur
i fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
þeirri. sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi í gær. Þá kemur
fram, að um 5% samdráttur hafi
orðið í íhúðahyggingum á árinu
1980 og ástæða er talin til að
ætla, að ibúðabyggingar fari
fremur minnkandi á þessu ári.
Þá er talið líklegt, að verkefni í
íbúðabyggingum hafi verið minni
um síðustu áramót en áður, vegna
Deilur í frystihúsum á Vestfjörðum:
Verkafólk hætti að vinna
bónusvinnu á mánudaginn
VERKAFÓLK i frystihúsum á Vestfjörðum hætti á mánudagsmorguninn
að vinna eftir b<»nusfyrirkomulagi, og er nú eingöngu unnið samkvæmt
tímakaupi í frystihúsum á svæðinu frá Þingeyri til Súðavíkur, að því cr
Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða. sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi. Pétur sagði, að b<'»nussamningar hefðu nú
verið lausir í þrjú ár. og ekki hefði tekist samkomulag við
vinnuveitendur um hreytingar á fyrri samningi. þrátt fyrir nokkra
fundi.
Pétur sagði, að ekki væri um að
ræða svokallaðar „slow-down“ að-
gerðir, það hefði aðeins gerst að
menn ynnu nú ekki eftir eins konar
akkorðsfyrirkomulagi, sem bónus-
vinnan væri í raun. Vitað mál væri
að tímavinnufyrirkomulagið skilaði
ekki sömu afköstum, og væntanlega
myndi það koma í Ijós innan tíðar,
að minnsta kosti ef vel aflaðist, hve
mikilvægt bónuskerfið væri frysti-
húsunum. Verkafólk hefði betra
kaup í flestum tilvikum eftir bón-
uskerfinu, en ekki mætti gleyma því
að frvstihúsin og raunar þjóðfélag-
ið í heild hagnaðist á slíku fyrir-
komulagi.
Meðal þess sem Pétur sagði
verkafólk vilja fá fram í nýjum
samningum, er að meira samráð
verði haft við verkafólk við skipu-
lagningu vinnunnar, að öllum
standi til boða að vinna eftir
bónusfyrirkomulagi og fleiri atriði.
Pétur sagði alltaf ætlast til þess að
fólk skilaði meiri og meiri afköst-
um, mun betur væri fylgst með
slíku en hjá öðrum stéttum í
landinu, og því vildi fólk nú endur-
skoða samningana og fá vinnuna
metna meir að verðleikum. Pétur
var spurður, hvort þess væru dæmi
að verkafólk hefði allt að þreföldum
launum í bónusvinnufyrirkomulagi.
Sagði hann ef til vill dæmi slíks, en
þetta væri þó eins og fréttir um
aflahluti sjómanna, alltaf væri tal-
að um toppana. Flestir hefðu mun
minna, jafnvel allt niður í kaup-
trygginguna eina, og sumir ættu
þess ekki kost að vinna í bónus sem
fyrr segir, vegna þess hve aðstaðan
í frystihúsunum er mismunandi.
Jón Páll Halldórsson hjá Norður-
tanganum á Isafirði vildi í gær lítið
um málið segja, en staðfesti að
samningar hefðu verið lausir í þrjú
ár. Hann sagði ekki hafa verið
boðaðan fund milli deiluaðila, og
kvaðst ekki vita hvenær fundur yrði
haldinn um málið. Jón Páll sagði
einnig, að hann teldi afköst í
frystihúsuum ekki mikið minni nú,
þótt ekki væri unnið eftir bónusfyr-
irkomulagi, og væru erfiðleikar
vegna þessara aðgerða verkafólks
því ekki í sjónmáli.
þess að byrjað hafi verið á færri
íbúðum síðustu tvö ár en árin áður.
Hins vegar er talið, að aukning í
byggingu verkamannabústaða
muni vega á móti þessum sam-
drætti og umsvif við smíði íbúðar-
húsa verði því svipuð í ár og á
siðasta ári. I áætlun þessari er gert
ráð fyrir, að útlán Byggingarsjóðs
verkamanna muni aukast á árinu
1981 um 478%, en útlán Bygg-
ingarsjóðs ríkisins muni aukast um
38,2%.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
samdrætti í fjárfestingu landbún-
aðar. Talið er, að verkefni skipa-
smíðastöðva verði álíka og á sl. ári,
en skipakaup frá útlöndum og
endurbætur skipa erlendis dragist
saman um fjórðung. Fjárfesting í
fiskvinnslufyrirtækjum minnkaði
á sl. ári um 10%, en gert er ráð
fyrir 5% aukningu nú. Ekki er gert
ráð fyrir meiriháttar framkvæmd-
um við járnblendiverksmiðjuna á
þessu ári, en ljúka á uppsetningu
hreinsibúnaðar álversins. Búizt er
við aukningu fjárfestingar í öðrum
iðnaði er nemi 20%, en af því stafi
helmingur af framkvæmdum við
sýruverksmiðju í Gufunesi. f ræðu
Davíðs Sch. Thorsteinssonar á árs-
þingi iðnrekenda í sl. viku kom
fram, að fjárfesting í iðnaði hefði
snarminnkað undanfarna mánuði.
Gert er ráð fyrir, að fjárfesting í
flutningatækjum muni minnka um
helming. Bygging verzlunar-,
skrifstofu- og gistihúsnæðis dróst
saman um 18% 1979, 5% 1980 og
talið er, að enn verði 5% samdrátt-
ur á þessu ári.
Áætlað er, að raforkufram-
kvæmdir muni aukast um 2% á
þessu ári en aukningin á sl. ári
varð um 40%. Þá er búizt við 4%
samdrætti í hitaveituframkvæmd-
um, en þær jukust um fjórðung í
fyrra.
Ríkisstjórnin:
Erlendar lántökur
aukast um 77-107%
RÍKISSTJÓRNIN ætlar að
auka erlendar lántökur til opin-
berra framkvæmda um 77,64%
á þessu ári frá þvi sem var á
árinu 1980.
Ennfremur ætlar ríkisstjórnin
að auka erlendar lántökur til
fjárfestingarlánasjóða um
107,7% frá lántökum sl. árs. Þá
ætlar ríkisstjórnin að auka lán-
tökur ríkisins í formi verðbréfa-
kaupa bankakerfisins, lífeyris-
sjóða og Viðlagatryggingar um
120,4%. Þetta kemur fram í
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
þeirri, sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi í gær.