Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
25
Talsverð vandræði hafa verið hjá Breiðafjarðarbát-
um að undanförnu vegna hafiss við hafnir og hafa
bátar teppst í landi vegna íss og einnig átt erfitt með að
komast til hafnar af sömu ástæðu. í gær var varðskip
fengið til þess að aðstoða 5 skelfiskbáta í Stykkishólmi
til þess að komast á sjó, en íshroði fyllti höfnina og
aðsiglingu að henni. Varðskip sigldi auðveldlega í
gegnum hroðann og braut ísinn, en siðan sigldu
bátarnir fimm í kjölfar varðskipsins út úr höfninni.
Einnig hafa bátar í öðrum Breiðafjarðarhöfnum lent í
samskonar vandræðum.
í gær lentu Stykkishólmsbátar í miklum töfum á leið
inn í höfnina vegna íssins og sátu þar fastir í nokkra
klukkutíma, en allir voru komnir að bryggju fyrir
myrkur.
Þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir Breiðafjörð í
gær voru miklir ísflákar víða um fjörðinn og t.d. voru
hafnirnar á Ólafsvík, Stykkishólmi, Hellissandi og Rifi
meira og minna fullar af ís, en sjaldgæft er að ís
hrannist upp við Hellissand. . .
a.J.
Björn Guðmundsson í ólafsvik tók þessa mynd í Ólafsvíkurhöfn i fyrradag þegar ólafsvikurbátar
voru tepptir i landi vegna veðurs og íss eins og sjá má á myndinni.
Ishroði í hrönn-
um á Breiðafirði
Þessi mynd sýnir vel ís-
stöðuna við Stykkishólm i
gær, enda tók það skelfisk-
bátana allt upp i nokkrar
klukkustundir að komast
inn i gegnum isinn.
bessi loftmynd sýnir vel
hvernig isinn þrengdi að
ólafsvikurhöfn í gær,
höfnin full af is og breiða
fyrir utan, enda hafa
Ólafsvikurbátar átt i erf-
iðleikum að undanförnu.
Hafnargarðar og höfn á
Ólafsvik runnu saman i
eina klakabrynju i gær
eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd.
& f' rr '
; \ r " ^ ***
'< f
i.
Fastir í isnum utan við höfnina i Stykkishólmi i gær. Ljósmyndir
Mbl. Ragnar Axelsson.
Spjallað að lokinni issiglingu til hafnar. ólafur Sighvatsson
skipstjóri er i brúnni.