Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 valda hefur tafið þá þróun að koma öllu námi í hjúkrunarfræði inn í háskólann, en nú virðist sem unnið sé að málum þessum af auknum skilningi, þótt betur megi ef duga skal. Skammtímamarkmið bættrar menntunaraðstöðu til eflingar hjúkrunar, þar sem mest skortir, gæti m.a. verið að fela Nýja hjúkrunarskólanum sérnám á sviði öldrunarhjúkrunar hið fyrsta. 2. spurning. Eru efnileg ung- menni hvött sem skyldi til að hefja nám í hjúkrunarfræði? I upplýsingabæklingi mennta- málaráðuneytisins varðandi nám að loknum grunnskóla hefur brostið raunsæi gagnvart hjúkr- unarmenntun, þótt nokkuð hafi orðalag í síðustu útgáfu þessa smárits færst til betra horfs frá því sem áður var. Starfskynning og heimsóknir í framhaldsskóla til kynningar á námi í hjúkrunar- fræði eiga sér stað, en hversu lokkandi upplýsingar þar má veita hlýtur að byggjast á ýmsu, ekki síst væntanlegum afkomumögu- leikum í hjúkrunarstarfi miðað við námstíma, námsálag og starfs- ábyrgð að námi loknu. Hugsanlega mætti í framtíðinni auka áhuga nemenda fyrir hjúkrun með vel hönnuðum upplýsingabæklingum og vel má vera að slíkt væri þjóðarbúinu til hagsbóta, sé til þess hugsað að heilsuvernd og heilsurækt þarf mjög að aukast meðal okkar með framlagi hjúkr- unarfræðinga á sviði heilsugæslu og sjúkrahjálpar til viðbótar við endurhæfingarhlutverkið, sem menn þekkja betur til enn sem komið er. 3. spurning. Hver eru starfskjör hjúkrunarfræðinga varðandi: a) starfsálag, b) starfsgleði. c) virðingu og viðurkenningu í starfi. d) aðbúnað og áhöld á vinnu- stað. m.a. til hjúkrunar- rannsókna og símenntunar, e) laun og launatengd hlunn- indi? Vissulega eru kjör einstakra hjúkrunarfræðinga all mismun- andi eftir aðstæðum og einstakl- ingum hverju sinni. Almennt tal- að telur stéttin starfsábyrgð sína og starfsframlag vanmetið launa- lega séð og til hlutdeildar við ákvarðanatöku. Margir einstakl- ingar í stjórnarstöðum heilbrigð- isstofnana og ýmsir innan lækna- stéttarinnar hafa afstöðu gagn- vart stéttarlegu sjálfstæði hjúkr- unarfræðinga, sem tæpast er í samræmi við þá faglegum þekk- ingu og starfsreynslu á sviði hjúkrunar, sem vert væri að virða og virkja til gagns fyrir þjóðfélag- ið. Aukið sjálfstæði hjúkrunar- ákvarðana og viðurkenning á hjúkrunarábyrgð ávinnst efalaust öðru fremur með gæðum veittrar þjónustu. Gæðin hljóta hinsvegar að grundvallast á sannri menntun og reisn stéttarinnar í hvívetna, sem miðar að hag þjóðarinnar fremur en þröngum eiginhags- munum, þótt hvort tveggja eigi að fara saman að öllu eðlilegu. I kjarasamningum verður stöð- ugt að berjast fyrir sanngjörnu mati á hjúkrunarmenntun og starfsreynslu viðkomandi aðila. Slíkt mat er nú yfirleitt talið fremur ósanngjarnt og e.t.v. er það starfsgleðin, sem heldur fjölda hjúkrunarfræðinga í stöðum sínum öðru fremur að því er virðist. 4. spurning. Hvernig háttar um menntun starfshópa til aðstoð- ar við hjúkrun? Sjúkraliðaskóli íslands og nokkrir fjölbrautaskólar annast bóklega fræðslu og verklegar æf- ingar sjúkraliðanema, en hinn eiginlegi verklegi þáttur námsins fer fram innan sjúkrahúsa, þar sem aðstaðan er verulega tak- mörkuð. Bein leiðsögn í verklega náminu er all misjöfn, einkum á sumrin, þegar hreyfing faglærðs starfsfólks er mikil vegna sumar- Ieyfa og oft eru þá erfiðleikar á að manna stofnanir hæfu starfsliði til bæði þjónustu sjúklinga og kennslu nemenda. Vert væri að huga að faglegri sérþjálfun sjúkraliða innan ýmissa sérsviða heilbrigðisþjónustunnar, þar sem hjúkrunar gætir. Slík menntun eða þjálfun gæti fallið að sniði símenntunar innan viðkomandi stofnana, hvort heldur eru sjúkra- hús eða heilsugæslustöðvar. I vaxandi mæli hefur verið staðið að námsskeiðahaldi fyrir starfsstúlkur, er sinna ýmiskonar umönnunarþjónustu, svo sem á barnaheimilum, vistheimilum og á hjúkrunardeildum. Engra prófa er krafist í lok námskeiða, en mæt- ingarskylda er. Enn starfar fjöldi einstaklinga að slíkum þjónustu- störfum á landinu án þess að hafa átt þess kost að sækja neitt námskeið, enda er oft hörgull starfsliða, t.d. við heimilishjálp og umönnun aldraðra utan sem inn- an stofnana, þannig að nýliðar bætast stöðugt í hópinn án nokk- urs undirbúnings. Ef vel væri að staðið ætti að stórauka starfs- fræðslu fyrir þessa hjálparliða, bæði undanfara ráðningu og sam- fara starfi. Mjög þurfti að hlú betur en nú tíðkast víða að faglegri stýringu slíkrar þjónustu, helst af hálfu vel menntaðra hjúkrunarfræðinga með góða starfsreynslu á viðkomandi þjón- ustusviði. Sé vikið að hjúkrunarþörfum vangefinna og annarra sérhópa fatlaðra einstalihga, er oft erfitt að aðgreina fræðsluþörf þeirra frá hjúkrunarþörfunum. Þroskaþjálf- ar eru því fagmenntaður hópur, sem bæði tilheyrir stétt kennara og er þó mjög virkur í aðstoð við hjúkrun. Hversu góðrar hjúkrun- arþjónustu þessir skjólstæðingar eru aðnjótandi, að þeirra eigin mati, er erfitt að upplýsa í heild sinni, því raddir þeirra eru sjaldn- ast mjög auðheyrðar hvað kröfur snertir. Vissulega ber viðtal í Morgunblaðinu 22. mars sl. við móður eins hinna fjölfötluðu barna, sem að mestu nýtur um- önnunar í heimahúsum enn sem komið er, nokkurn vott örvænt- ingar vegna þess hversu fátt er í boði af því sem sögur fara af að væri mögulegt. Þessi móðir lætur þess líka getið, að henni þyki lítil furða þótt skortur sé á þjónustu fyrir hjálparvana þjóðfélagsþegna á meðan laun starfsmanna sjúkra- þjónustunnar, annarra en lækna, séu svo lágt metin sem raun ber vitni. Ráðstefnur eða fundir eru ekki lausn í sjálfu sér, þótt orð séu til alls fyrst. Það er heldur ekki nóg aÖ byggja fleiri og fleiri sérhann- aðar íbúðir og stofnanir fyrir hjúkrunarþurfi þjóðfélagsþegna. Ef þjóðin vill takast á við að fá hjúkrunarþörfum landsmanna vel sinnt verður að byggja upp sjálfa hjúkrunarþjónustuna. Svo sem vér sáum svo munum vér upp- skera, Hafnarfirði, 23. mars 1981, Elin Eggerz-Stefánsson Leikf élag Skagf irðinga sýnir Brúðuheimili Ibsens ekki pólitísk samtök, launþega- samtökin eru það ekki heldur, eða eiga ekki að vera það. Þó eiga þau sér fulltrúa í flestum bæjar- og sveitarstjórnum landsins auk Al- þingis. í framtíðinni verða Kaup- mannasamtökin að leiða hugann að því að tryggja sér þau áhrif sem fela í sér að eiga fulltrúa á þessum stöðum, þetta er mál sem vert er að leiða hugann að: Á þessu ári eiga tveir hyrn- ingasteinar verzlunarinnar merk afmæli, en það eru Verzlunar- banki íslands hf. og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Báðar þessar stofnanir eru m.a. stofnaðar fyrir tilverknað KI, í samvinnu við félög launþega. Þessar stofnanir hafa orðið til ómetanlegs gagns fyrir verzlunina í landinu, ber öllum kaupmönnum skylda til þess að stuðla að frekari viðgangi þeirra. I þessu sambandi vil ég minna á, í framhaldi af skylduaðild að lífeyrissjóðum, sem sett var með lögum nr. 55. frá 9. júní 1980, og beina því til kaupmanna að sá sjóður sem næst þeim stendur hvað þetta snertir er Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna, en skýrsla um sjóðinn verður undir sérstökum dagskrárlið hér á eftir. Góðir fundarmenn ég mun nú stytta mál mitt. Ég hef ekki rætt um eða rakið þau fjölmörgu málefni sem fram- kvæmdastjórnin hefur unnið að á sl. starfsári, nema að hluta til, það mun framkvæmdastjórinn okkar, Magnús E. Finnsson, gera hér á eftir. Ég vil að endingu nota tækifærið og þakka þeim aðilum er skipuðu fulltrúaráð Kaup- mannasamtaka Islands á sl. ári fyrir góða samvinnu. Meðstjórn- armönnum mínum í fram- kvæmdastjórn og varastjórn þakka ég einnig gott samstarf og sérstaklega góðar móttökur, þegar fulltrúar KI heimsóttu félögin á sl. ári. Starfsfólk á skrifstofu KÍ og þá sérstaklega framkvæmda- stjóranum, Magnúsi E. Finnssyni, þakka ég mjög gott samstarf á liðnum árum. Ágætu kaupmenn, eflum sam- takamáttinn og snúum bökum saman í baráttu okkkar fyrir hagsmunum stéttarinnar. Það skilar sér þó síðar verði. Eining er aíi. t HINNI þrálátu norðanátt, kulda og trekki, megum við ibúar hér í framhluta Skagafjarðar nokkuð vel við una miðað við aðra landshluta. Hér er litill snjór en mikið svellað. Algerlega er haglaust fyrir hross í Ilólmin- um, sem er afar sjaldgæft að þvi er bændur segja. Kennsla hefur aðeins fallið niður einn dag það sem af er þessum vetri. Félagslíf hér i framhéraðinu er mikið þótt andi kalt að norðan og svellað sé í rót. Auk hefðbundinna Þorrablóta og árshátíða hafa verið starfrækt námskeið á Löngumýri, tveir kórar starfa, leikfélag og bridgefélag. Rökkurkórinn, sem er blandað- ur kór, fann upp á þeirri nýbreytni að setja upp kabarett. Hefur uppátæki þetta mælst mjög vel. fyrir, sem marka má af því að uppselt hefur verið á allar sýn- ingar til þessa. Sveinn Árnason á Víðimel hefur stjórnað uppfærslu þessari, en undirleik annast Einar Schwaiger. Kabarettinn saman- stendur af söng, leikþáttum, gam- anvísum o.fl. Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og hafa ungir og aldnir haft af hið mesta gaman. Karlakórinn Heimir hefur æft vel að undanförnu, yfirleitt tvisv- ar í viku og stefna Heimismenn að söngskemmtun nú innan tíðar. Stjórnandi kórsins í vetur er Rögnvaldur Valbergsson. Það verður að teljast meiri háttar menningaviðburður hér í dreifbýlinu þegar mönnum gefst kostur á að berja augum eitt af leikhúsverkum heimsbókmennt- anna. Leikfélag Skagfirðinga réðst í það stórvirki í vetur að taka til æfinga Brúðuheimili Henriks Ibsens. í leikskrá segir m.a. „Ekkert okkar sem vinnur að þessari sýningu reynir að leyna því að það er átakaverk, en um leið spennandi og lærdómsríkt. Við trúum því að það mannlíf sem verkið speglar, þau vandamál ein- staklinga sem þar er stillt upp séu raunsönn. I mörg ár hefur löngun- in til að takast á við verk þessa stórkonungs leikbókmenntanna nagað sálartetur manna sem starfa í innsta hring L.S. Þó var stjórnin búin að lesa tíu leikrit og hafna þeim öllum áður en þessi ákvörðun var tekin. Urslitum réði það að innan varnargarða leikfé- lagsins er leikhúsfræðingurinn Solhild Linge, norsk kona sem þekkir Ibsen og verk hans eins og menntaður Islendingur Njál og Egil Skallagrímsson." Leikstjórinn, Solhild Linge og maður hennar Einar Schwaiger, tónlistarkennari, hafa reynst fé- lagsmálastarfi hér í fram héraði giftudrjúg þá þrjá vetur, sem þau hafa dvalið hér. Með aðalhlutverk í Brúðuheim- ilinu fara Jóhanna Þórarinsdóttir, sem leikur Nóru, Kristján Sigur- pálsson, sem leikur Helmer, auk þess Knútur Ólafsson, Edda Jóns- dóttir og Helgi Baldursson. Frum- sýning var í Miðgarði 19. marz og var leikendum og leikstjóra mjög fagnað að leik loknum. Var að heyra á frumsýningargestum að uppfærsla þessi hefði tekist mjög vel og af sýningunni væri hinn mesti menningarauki. Að sögn formanns Leikfélags Skagfirðinga er búið að ákveða sýningar á leikritinu á Sauðárkróki og á Akureyri. Páll Dagbjartsson. Frá sýningu Leikfélags Skagfirðinga á Brúðuheimili Henriks lbsens. Jóhanna Þórarinsdóttir og Kristján Sigurpálsson. sem Nóra og Helmer. MARLIN-TOG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG LANDFESTAR BAUJUSTENGUR Al og PLAST ENDURSKINSHÓLKAR BAUJULUKTIR LÍNUBELGIR NETABELGIR NOTABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETAHRINGIR LÍNUDREKAR NETADREKAR NETALASAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG PLASTKÖRFUR VÍRKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR GOTUPOKAR HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR SALTSKOFLUR ÍSSKÓFLUR SNJÓÝTUR • GRÁSLEPPUNET RAUÐMAGANET KOLANET SILUNGANET FLOT- OG BLYTEINAR NETAFLOT HAKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR ÞUNGAVÖRU- STREKKJARAR TJÖRUHAMPUR, BIK KALFAKTKYLFUR HESSIAN-STRIGI FERNISOLÍA KARBOLÍN BLAKKFERNIS HRATJARA GUMMISLONG- UR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS VELATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. GRISJUR í RÚLLUM ml-*1 ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opið laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.