Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 27 frá borgarstjórn . . . Meirihlutinn í vörn vegna Sóknar: „Fagnaðarefni að sjá meirihlutann skipta um skoðun í þessu máli“ Hann ber sig mannalega þrátt fyrir rassskellingar í flokknum, sagði Davíð Oddsson Erindi frá Starfsmannafélaginu Sókn kom á dagskrá á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöldið, en Sókn hafði áður farið fram á viðræður við borgina um kjaramál. Eins og kunnugt er hafnaði meiri- hluti borgarráðs erindinu og hafði svofelld orð um, samkvæmt bókun sem gerð var í borgarráði: — Nýir samningar Reykjavíkur- borgar við Sókn nú myndu væntan- lega leiða til nýrrar samningsgerðar við öll þau verkalýðsfélög innan ASÍ, sem Reykjavíkurborg hefur samið við. Samningar við þessi félög renna út 1. nóvember næstkomandi. Við teljum eðlilegast, að í þeim samningaviðræöum, er þá hefjast, verði fjallað um leiðréttingu á kjörum Sóknarfélaga og þeirra ann- arra, er samningaviðræður taka til. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins voru ósammála meirihlut- anum í þessu máli og töldu að borgin ætti að ræða við Sókn. Viðhorf þeirra kemur fram í bókun, sem gerð var á borgarráðsfundin- um, svohljóðandi: — Þar sem borgarráð hefur breytt gildandi kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar, sem felur í sér a.m.k. 2% launahækkun til borgarstarfs- manna, teljum við að ekki sé hægt að neita Starfsmannafélaginu Sókn um viðræður um samsvarandi launahækkun, enda eru Sóknarfé- lagar ein lægst launaða starfsstétt- in í þjónustu Reykjavíkurborgar. Þegar mál þetta kom á dagskrá á fundi borgarstjórnar tók fyrstur til máls Björgvin Guðmundsson (Afl.). Umdeilanlegt hvort synja hefði átt um viðræður Björgvin rakti gang málsins og las upp bréf frá Sókn, þar sem farið var fram á viðræður við borgina, um kjaramál. Björgvin sagði að borg- arráð hefði vísað bréfinu til um- sagnar vinnumálastjóra borgarinn- ar og vitnaði Björgvin í það bréf og er það birt hér á síðunni. Björgvin sagði að meirihluti borgarráðs hefði lagt fram tillögu sem samþykkt hafi verið, þ.e.a.s. að viðræðum verði hafnað. Síðan sagði Björgvin að eins og borgarfulltrúum væri ljóst þá hefðu borgarstarfsmenn fengið 2% launahækkun í kjölfar samninga BSRB við ríkið. Skoðun meirihlut- ans væri sú að þar sem ríkið væri stærsti samningsaðilinn, stærri en borgin, væri rétt að ríkið hefði frumkvæði að viðræðum við Sókn. Ef ríkið teldi ástæðu til slíkra viðræðna þá væri sjálfsagt að borg- in tæki þátt í þeim. Ekki taldi Björgvin eðlilegt að borgin hefði frumkvæði að slíkum viðræðum. Síðan sagði Björgvin: „Ég hef samúð með Sókn og tel að kjör Sóknarfé- laga séu of lág og það þarf að leiðrétta. Leiðréttingin á að eiga sér stað þann 1. nóvember, þegar samn- ingar eru lausir, en ekki á miðju samningstímabili." Björgvin sagði að ef um verulega breytingu á kjörum væri að ræða, myndi það leiða af sér samningagerð við önnur félög. Hann sagði að deila mætti um hvort rétt hefði verið að synja Sókn um viðræður en meirihluti borgar- ráðs hefði talið það jafngilda sam- þykki um 2% kauphækkun, að fallast á viðræður. Björgvin sagði að þessi ákvörðun hefði verið gagnrýnd og hefði formaður Sóknar, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, verið þung- orð í garð borgarinnar vegna þessa. „Nú standa fyrir dyrum viðræður á milli fjármálaráðuneytisins og Sóknar og ég tel sjálfsagt að ef þessar viðræður fara fram, þá eigi Reykjavíkurborg aðild að þeim,“ sagði Björgvin Guðmundsson. I lok máls síns kynnti Björgvin tillögu frá meirihlutanum um þetta mál og er hún svohljóðandi: — Þegar borgarstarfsmenn, sem eru félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar fengu 2% kaup- hækkun gerðist það með þeim hætti, að borgin og borgarstarfsmenn gerðust aðilar að því samkomulagi, sem fjármálaráðuneytið hafði gert við BSRB. Borgarstjórn telur eðlilegt við endurskoðun á kjörum Sóknar í kjölfar framangreindra samninga, að ríkið hafi þar einnig forustu. Samþykkir borgarstjórn að óska eftir aðild að þeim viðræðum, sem fram munu fara milli ríkisins og Sóknar. Þykjast verndarar hinna lægst launuðu Næstur tók til máls Magnús L. Sveinsson (S). „Það ber að fagna því að Björgvin Guðmundsson hefur skipt um skoð- un f þessu rnáli," sagði Magnús. Sagði hann að Björgvin hefði nú annað lag á, en þegar samningar stóðu fyrir dyrum vorið 1978. Þá hefði hann talið að borgin ætti að ganga fram fyrir skjöldu og sam- — Við leggjum því til að borgar- stjórn taki upp viðræður við Sókn. Síðan sagði Magnús: „Sókn er með lægst launuðu stéttum í þjónustu borgarinnar. Sóknarfélagar taka laun á bilinu 3.-5. launaflokks opinberra starfsmanna, sem nánast engir opinberir starfsmenn taka laun eftir. Viðaukasamningurinn sem gerður var þann 17. febrúar var ekki til þess að hækka laun þessa fólks miðað við aðrar starfsstéttir. Það sæmir ekki borginni að gera svo upp á milli borgarstarfsmanna, eins og meirihlutinn hugðist gera. Þó menn tali oft um að bæta laun hinna lægst launuðu, þá er fram- kvæmdin hjá þeim mönnum oft önnur. Þegar meirihluti borgarráðs synjaði Sókn um viðræður, þá fannst mér það bera keim af búktaii, sem ekkert mark væri takandi á. Og þessir menn þykjast vera sjálfskipaðir verndarar hinna lægst launuðu," sgði Magnús L. Sveinsson. Önnur félög ekki í kjölfar Sóknar Næstur kom í ræðustól Albert Guðmundsson (S). Hann vitnaði í rfsmannafélagii) SOKN I rJUGÖTU 27 - SlMAR 25591 - 27906 Til borgarráds Keykjavikur. Reykjavík, 5.marz 1961.' Þrátt fyrir að í gildi eru samningar milli Reykjavlkurborgar og borgarstarfsmanna, hafa starfsmenn borgarinnar, að minnsta kosti þeir.sem eru 1 ÐSRB.nú fengið 2% kauptuekkun, eins og ríkisstarfsmenn höfðu áður fengið. • Félagar í Sókn vinna við hlið pessa fðlks og teljum við eðlilegt.að peir fái sömu kjarabætur. Við óskum eftir viðræðum við ykkur um þetta mál sem fyrst. Virðingarfyllst, f.h.Starf ' jtTían ná l&X >>S6knai nS&té tL-i Bréf Sóknar til borgarráðs, þar sem farið var fram á viðraeður um kjaramál. þykkja allar kröfur verkalýðsfélag- anna. Nú væri annað hljóð í strokknum. Magnús sagði að borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu á þessum fundi ætlað að leggja fram tillögu um að borgin tæki upp viðræður við Sókn. „Nú er ekki eftir neinu að bíða fyrst meirihlutinn hefur skipt um skoð- un,“ sagði Magnús. Magnús sagði að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hefðu ætlað að flytja tillögu um viðræður við Sókn, eins og áður sagði, og væri tillagan þannig að við bókun sjálfstæðismanna í borgar- ráði bætist eftirfarandi: bréf Sóknar, þar sem segir að eðlilegt væri að Sóknarfélagar fengju sömu kjarabætur og þeir aðilar sem Sóknarfélagar ynnu við hliðina á. Albert fagnaði því að meirihlutanum hefði snúist hugur í þessu máli. Hann sagðist gera það að tillögu sinni að kosnir yrðu borgarfulltrúar til þess að taka þátt í viðræðum við Sókn. Sagðist hann ekki treysta vinnumálastjóra til að taka þátt í viðræðum með því hugarfari sem ríkti í borgarstjórn. Albert sagði að ef það yrði raunin á að hér væri aðeins verið að sam- þykkja sýndartillögu, þá myndu Björgvin Guðmundsson Magnús L. Sveinsson Albert Guðmundsson Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Guðmundur b. Jónsson é>i Davíð Oddsson borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins flytja aðra tillögu um viðræður við Sókn. Þetta mál og hið fræga mál um „samningana í gildi", sann- aði það best að hinir lægst launuðu ættu ekki vini í neinum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Þessu næst ræddi Albert umsögn vinnumálastjóra, sem fyrri ákvörð- un borgarráðs væri byggð á og sagði að umsögnin héldi hvergi vatni, svo götótt væri hún. Þá sagði Albert, varðandi þá fullyrðingu að önnur verkalýðsfélög kæmu í kjölfar Sókn- ar með kröfur um launahækkanir, að hann hefði ekki ástæðu til að ætla og hefði raunar heimild til að fullyrða, að engin önnur verkalýðs- félög kæmu í kjölfar Sóknar. í lok máls síns áréttaði Albert þá tillögu sína að kosnir yrðu tveir borgarfulltrúar til þess að fylgjast með þessum viðræðum. Fallist á viðræður Að máli Alberts loknu tók Sjöfn Sigurbjörnsdóttir til máls og flutti svofellda bókun: „Fram kemur í tillögu okkar meirihlutamanna að gert er ráð fyrir sameiginlegum viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélagið Sókn. Tel ég því að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fyrir sitt leyti fallist á beiðni Sóknar um viðræður um 2% kaup- hækkun, sambærilega þeirri sem starfsmenn borgarinnar í BSRB og ríkisstarfsmenn hafa áður fengið.“ Aígreiðsla borgar- ráðs mistök Næst kom Guðmundur Þ. Jónsson (Abl) í ræðustól. Hann sagði að afgreiðsla borgarráðs á þessu máli hefði verið mistök og ákvörðunin alfarið byggð á umsögn vinnumála- stjóra borgarinnar. Hann sagði að borgin myndi ganga til þessara viðræðna með því hugarfari að leysa málið og leiðrétta það misræmi sem væri á launakjörum Sóknar og annarra. Þá sagði Guðmundur að ekki væri ástæða til að kjósa borgarfulltrúa til að taka þátt í viðræðunum fyrir borgina, enda væri það verkefni launamálanefnd- ar. Næstur talaði Björgvin Guð- mundsson (Afl.). Hann sagði að vegna ummæla og tillögu Alberts Guðmundssonar, þá fæli tillaga meirihlutans það í sér að borgar- stjóri sæi um framkvæmd viðræðn- anna. Ekki taldi Björgvin ástæðu til að kjósa borgarfulltrúa til viðræðn- anna. Bað hann Albert um að íhuga hvort ekki væri nægilegt að láta launamálanefnd fylgjast með við- ræðunum. Staffírugur meirihluti rekinn til baka Næst tók til máls Davíð Oddsson (S). Hann sagðist sjaldan hafa orðið vitni að öðrum eins „bakstri" borg- arstjórnarmeirihlutans í nokkru máli. Ekkert nýtt hefði gerst í málinu, engin ný viðhorf hefðu skapast og væri þetta því hrein kúvending. „Það var staffírugur meirihluti sem gerði staffíruga samþykkt í borgarráði en stuttu síðar er þessi staffírugi meirihluti rekinn til baka af eigin flokksmönnum. Þetta er dæmi um skipulagsleysið og stjórn- leysið í borginni undir stjórn þessa meirihluta," sagði Davíð. Davíð sagði að Adda Bára hefði verið skömmuð af borgarmálaráði Alþýðubandalagsins, Björgvin vítt- ur af Alþýðuflokksfélagi Reykjavík- ur, og kannski hefði Kristján verið víttur líka. Það væri nú ekki erfitt fyrir hann að skipta um skoðun í þessu máli frekar en öðrum, slíkt væri helsti hæfileiki Framsóknar- flokksins. „Það er eðlilegt að borgin standi að því að ræða við Sókn um þessi mál,“ sagði Davíð. „Það er fagnaðar- efni að sjá meirihlutann skipta um skoðun í þessu máli og að sjá hvað hann ber sig þó mannalega þrátt fyrir rassskellingar í flokkunum." Næst gerði Björgvin Guðmunds- son (Afl.) örstutta athugasemd og lagði til að tillögu Alberts um kosningu 2ja borgarfulltrúa í við- ræðunefnd yrði vísað til borgarráðs. Meirihlutinn getur ekki tekið ákvörðun Síðastur talaði Albert Guð- mundsson (S). Hann sagðist skilja vel að meirihlutinn gæti ekki tekið ákvörðun, án þess að ræða fyrst saman í lokuðum herbergjum, þó ákvörðunarefnið væri ekki stærra en þessi tillaga. Hann sagðist telja að meirihlutinn treysti sér ekki til að taka þátt í viðræðum við Sókn með þessum hætti. Þá sagði Albert að borgarráð hefði ekkert með þetta mál að gera. Ekki tóku fleiri borgarfulltrúar til máls og þá var gengið til atkvæða. Tillögu Alberts um kosn- ingu 2ja manna til þess að taka þátt í viðræðunum við Sókn var vísað til borgarráðs með 8 samhljóða at- kvæðum, en tillaga um að ganga til viðræðna við Sókn var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. — ój Umsögn vinnumálastjóra: Samningar Sóknar eru ekki lausir BORGARRÁÐ hefur óskað um- sagnar minnar um erindi Starfs- mannafélagsins Sóknar, dags. 5. þ.m., þar sem farið er fram á samningaviðræður við Reykja- vikurborg með vísan til þess, að starfsmenn borgarinnar í BSRB hafi nýlega fengið 2% kaup- hækkun. Samningar opinberra starfs- manna og verkalýðsfélaganna eru algjörlega aðskildir og þess því naumast að vænta, að þeir séu sama efnis. Samanburður milli samninga þessara aðila er af sömu ástæðu örðugur og á það m.a. við um þær kjarabreytingar, sem urðu í síðustu samningalotu. Af þessu leiðir, að engan veginn er sjálfgefið að 2% kauphækkun BSRB nú eigi að leiða til breyt- inga á samningum annarra aðila. Samningar Sóknar eru ekki lausir. Er það því einhliða á valdi borgarinnar að ákveða hvort hún tekur upp samningaviðræður við félagið. Erindi þess snýst um tiltekna kauphækkun, þ.e. 2% frá 1. jan. sl. Ákvörðunarefnið er því það, hvort samþykkja eigi slíka kauphækkun eða ekki. Er það pólitísk ákvörðun, sem borgaryf- irvöld verða að taka. I því efni verður að hafa í huga það, sem áður segir um vandkvæði þess að bera saman mismunandi samn- inga, og það, að ákvörðun um kauphækkun verður naumast bundin við eitt þeirra verkalýðs- félaga, sem borgin semur við. Loks er þess að geta, að á almennum vinnumarkaði hafa samningar BSRB ekki leitt til neinna breytinga og að ríkið, sem er langstærsti samningsaðili Sóknar og BSRB hefur a.m.k. ekki enn breytt samningum Sóknar. Virðingarfyllst, Magnús Öskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.