Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
79. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Reagan eykur
hernaðaraðstoð
Washington. 3. april. AP.
STJÓRN Ronald Reagans
heíur farið þess á leit við
Bandaríkjaþing, að sam-
þykkt verði 1,2 milljarða
aðstoð við NATO-ríkin
Tyrkland, Grikkland,
Spán og Portúgal. Sagði
einn af aðstoðarmönnum
Haigs utanríkisráðherra,
Raymond C. Ewing, að
nauðsynlegt væri að efla
varnir þessara landa og
styrkja þar með stöðu
þeirra innan NATO.
Samkvæmt upplýsingum
utanríkisnefndar öldungadeild-
arinnar eru Tyrkjum ætlaðar
703,5 milljónir dollara til að
endurnýja ýmsan vopnabúnað og
til að treysta efnahag landsins.
Grikkjum eru ætlaðar 260
milljónir til hergagnakaupa,
Spánverjum 159 milljónir doll-
ara og Portúgölum 82,2 milljón-
ir. Jafnframt er Kýpur ætluð 7,5
milljóna dollara efnahagsaðstoð.
Bylting í Bangkok
brotin á bak aftur
Bangkok, 3. apríl. AP.
SVEITIR, hliðhollar Prem
Tinsulanonda, brutu á bak
aftur byltingartilraun
herforingja, sem reyndu
að steypa stjórninni í
fyrradag.
I dögun í morgun réðust þús-
undir hermanna inn í Bangkok og
náðu á sitt vald höfuðstöðvum
hersins og helztu stjórnstofnun-
um landsins, einnig flugvellinum
og útvarps- og sjónvarpsstöðvum
borgarinnar. Aðeins tveir féllu.í
byltingartilrauninni, óbreyttur
borgari og hermaður í liði bylt-
ingarmanna. Jafnframt særðust
þrír í liði byltingarmanna í skot-
bardaga við konungshöllina.
Hersveitir stjórnarinnar höfðu
yfirbugað sveitir byltingarmanna
og náð öllum stofnunum á sitt
vald aðeins tveimur klukkustund-
um eftir að látið var til skarar
skríða. Byrjað var á því að
umkringja flugvöllinn og síðan
sótt til miðborgar Bangkok, sem
byltingarmennirnir höfðu á valdi
sínu.
í yfirlýsingu sem Prem Tinsul-
anonda birti í dag, sagði að
forsprakki byltingarmanna hefði
flúið til Burma í þyrlu, en aðrir
leiðtogar þeirra hefðu gefið sig
fram. A flestum þeim stöðum
sem byltingarmenn höfðu á valdi
sínu kom ekki til skotbardaga,
þeir gáfust upp eftir að þeir
höfðu verið umkringdir.
Komið úr róðri.
Ljósm. Snorri Snorrason.
Sovézkar innrásarsveitir í
viðbragðsstöðu við Pólland
Washington, Varsjá. Moskvu, 3. april, AP.
SOVÉZKIR innrásarherir eru í viðbragðsstöðu allt umhverfis Pólland. og
eru tilbúnir að láta til skarar skriða á hverri stundu, að þvi er fram kemur
i tilkynningu handaríska utanrikisráðuneytisins i kvöld.
William Dyess, formælandi ráðuneytisins, sagði að ástandið i Póllandi
hefði versnað til muna síðustu daga. væri liklega alvarlegra en i desember
er handarísk yfirvöld töldu sovézka innrás i Pólland yfirvofandi.
Dyess varaði Sovétmenn við af-
leiðingunum af innrás, sem sérfræð-
ingar í Pentagon telja að gerð verði
frá vesturhluta Rússlands, en þar
hefur sovézki herinn verið með
mikinn viðbúnað að undanförnu.
Samkvæmt upplýsingum bandarísku
leyniþjónustunnar, eru um 20 her-
fylki sovézkra hersveita og sveita frá
öðrum ríkjum Varsjárbandalagsins,
ekki einvörðungu í viðbragðsstöðu á
landamærum Póllands, heldur bein-
línis í árásarstöðu og tilbúin til að
hlýða kalli með nánast engum fyrir-
vara.
Bandarísk yfirvöld óttast nú meir
en fyrr, að innrás í Póllandi sé í
deiglunni. Samt sem áður höfðu
Haig utanríkisráðherra og Wein-
berger varnarmálaráðherrra ekki í
hyggju að fresta ferðalögum sínum
til Miðausturlanda og Vestur-
Evrópu í kvöld. Bush varaforseti
tilkynnti í dag, að í undirbúningi
væri að veita Pólverjum nýja aðstoð
til matvælakaupa og til athugunar
væri að veita þeim enn frekari
efnahagsaðstoð. Bandaríkin og önn-
Júgóslavía:
Óeirðir í Kosovo
valda áhyggjum
BelRrað, 3. apríl. AP.
HIN OPINBERA fréttastofa
Júgóslavíu. Tanjug, skýrði frá
þvi i dag, að helztu leiðtogar
Júgóslavíu hefðu verið kvaddir
saman til skyndifundar til að
fjalla um óeirðirnar i héraðinu
Kosovo er liggur að landamær-
um Albaniu.
Komið hefur til ofbeldisað-
gerða síðustu vikurnar í hérað-
inu, og sagði héraðsstjórinn í
dag, að skotið hefði verið að
lögreglunni í héraðinu nýlega. í
héraðinu eru 85% íbúanna Alb-
anir, og hefur aðskilnaðarsinn-
um í þeirra röðum verið kennt
um ólætin.
Yfirvöld í Júgóslavíu eru sögð
hafa þungar áhyggjur af ástand-
inu í Kosovo, en uppþot þar og
ofbeldisverk hófust þar að ráði
fyrir mánuði. Fregnir frá hérað-
inu herma, að búast megi við
áframhaldandi mótmælum og
ofbeldisverkum. A síðustu fjór-
um vikum hafa 35 manns a.m.k.
særst i uppþotum og 21 hefur
verið handtekinn.
Embættismenn skýrðu frá því
í dag, að ferðir blaðamanna til
Kosovo hefðu verið bannaðar.
Mikil fátækt ríkir í Kosovo, en
íbúar þar eru um tvær milljónir.
Krafa uppreisnarmanna, er að
Kosovo verði fullvalda lýðveldi.
Óstaðfestar fregnir frá Belgrað
herma, að herinn hafi verið
kvaddur til aðstoðar af lögregl-
unni í Kosovo.
ur vestræn ríki hafa upp á síðkastið
aukið aðstoð við Pólland á þeirri
forsendu, að eftir því sem efnahags-
ástandið í Póllandi versni, því erfið-
ari verði sambúð stjórnvalda og
óháðu verkalýðsfélaganna þar í
landi, og líkur á friðsamlegri lausn
mála minnki.
Dyess sagði í dag, að eftirtektar-
vert væri, að viðbúnaður Sovét-
manna við landamæri Póllands hefði
aukist verulega siðustu þrjá daga, á
sama tíma og spenna væri að
minnka í Póllandi í kjölfar ákvörð-
unar Samstöðu um að fresta all-
sherjarverkfalli sl. þriðjudag.
Stanislaw Kania flokksleiðtogi og
aðrir háttsettir fulltrúar pólska
kommúnistaflokksins mættu harðri
gagnrýni á fundum við námur og í
verksmiðjum víða í Póllandi í dag,
en efnt var til þessara funda að
kröfu miðstjórnar flokksins.
Þá stönguðust á fullyrðingar Stef-
ans Olszowskis ritara miðnefndar
flokksins og Andrezejs Zabinski
flokksstjórnarmanns á fundi, og
þykir það benda til klofnings í
flokksstjórninni. Zabinski sagði að
togstreita um völd og áhrif ætti sér
stað, en Olszowski sagði að flokks-
stjórnin væri samrýnd.
Kacala landbúnaðarráðherra átti í
dag fund með bændum er verið hafa
í setuverkfalli í miðstöð Sameinaða
bændaflokksins í Bydgoszcz í tæpan
mánuð. Bændur krefjast þess að
óháð samtök þeirra verði viður-
kennd. Fregnir frá Varsjá herma, að
Kacala hafi ekki haft umboð til að
semja við bændurna eða taka neinar
ákvarðanir, honum hafi verið falið
það eitt að hlýða á mál bænda.
Sovézk blöð sögðu í dag, að þótt
spennan í Póllandi færi ef til vill
eitthvað minnkandi, krefðist alþýða
landsins þess að tekið yrði af hörku
á málum „og starfsemi óvinveittra
afla brotin á bak aftur". Blöðin birtu
hvassyrtar greinar um málefni Pól-
iands þriðja daginn í röð. Á einum
stað var sagt, að ef Samstaða hótaði
aftur allsherjarverkfalli yrði litið á
það í Moskvu sem úrslitahótun
verkalýðshreyfingarinnar við stjórn
landsins, sem hreyfingin miðaði að
því að steypa.
Reagan
með hita
Washington, 3. npril. AP.
REAGAN Bandarikjaforseti
var með hita þegar hann vakn-
aði ó sjúkrahúsi i Washington i
morgun. Læknar segja að al-
gengt sé að menn fái hita eftir
uppskurð. og þvi sé ekkert að
óttast. og sagði í tilkynningu
þeirra að forsetinn væri ó
eðlilegum batavegi.
Formælandi sjúkrahússins
sagði þó, að Reagan mundi ekki
hafa náð sér að fullu fyrir 23.
apríl næstkomandi, en þá
hyggst hann halda til Kaliforníu
og Mexíkó til fundar við Mexíkó-
forseta.
Forsetinn gekk fjórum sinn-
um um vistarverur sínar í sjúk-
rahúsinu í gær, en jafnan voru
tengdar við hann slöngur og
snúrur sjúkrahússtækja. Kona
hans Nancy, gekk við hlið hans á
einum göngutúrnum, sem var 50
metra langur.
Deng Xiaoping, varaformaður
kínverska kommúnistaflokks-
ins, sagði í dag, að kínversk
yfirvöld hefðu boðið Reagan til
Kína og hefði boðinu verið
komið á framfæri við bandarísk
yfirvöld. Zhao Ziyang, forsætis-
ráðherra Kína, hefur verið boðið
til Bandaríkjanna. Búist er við
að Reagan heimsæki Kína á
næsta ári.