Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 47 Leiknir verða 1179 leikir á vegum KSI í sumar EINS og skýrt heíur verið frá hefst Íslandsmótið i knattspyrnu 8. maí. . Þá leika Breiðablik og Vikingur. Laugardaginn 9. maí leika Fram og ÍBV og sunnudag- inn 10. maí leika svo KR og FH. bað kom fram á biaðamanna- fundi hjá KSÍ í íyrrakvöld hversu umfangsmikil knattspyrnumótin á vegum KSl eru. Alls verða leiknir 1179 knatt- spyrnuleikir á keppnistimabilinu í íslands- og bikarmótum. 194 lið taka þátt í þessum mótum. Þá verða leiknir 13 landsleikir í hinum ýmsu flokkum í sumar. Þegar tíminn sem fer í leikina er tekinn saman kemur í ljós að leikið er samfellt í 786 klst. Samfellt er leikið í 32 sólarhringa eða heilan mánuð. Reiknað er með að í kringum 3600 manns keppi eða taki þátt í leikjum þessum á einn eða annan hátt; þjálfarar, dómarar, leikmenn og starfsmenn. ______ - þr- Haukar mæta ÍA TVEIR leikir fara fram i Litlu bikarkeppninni í knattspyrnu i dag. Klukkan 13.30 eigast við Haukar og fA á Kaplakrikavelli, en í Kópavogi eigast hins vegar við UBK og ÍBK. Ilefst sá leikur kiukkan 14.00. fifi íslandsmótið í handknattleik KR sigraði í 5. flokki ÚRSLITAKEPPNI íslandsmóts- ins i handknattleik i 5. flokki karla fór fram um síðustu heigi að Varmá i Mosfcllssveit. Lið Vals, FH, Vikings, Leiknis, KR, HK og Þórs frá Akureyri léku til úrslita í riðlinum. Úrslitakeppni liðanna fór fram að Varmá i Mosfellssveit í umsjón IIK. Fór keppnin mjög vel fram og jafn- framt var öll framkva'md til mikillar fyrirmyndar. Það var lið KR sem varð Is- landsmeistari í 5. flokki karla. Hlaut liðið 10 stig, skoraði 54 mörk í sex leikjum en fékk á sig 37 mörk. Liðið tapaði aðeins einum leik. Var lið KR vel að sigrinum komið. HK og Víkingur voru jöfn í öðru sæti með 9 stig hvort félag. Þurfti aukaleik um annað sætið og i þeim leik sigraði Víkingur 5—3. Hér á eftir fara úrslitin í leikjum mótsins, og endanleg röð liðanna. Stis: 10 9 9 4 4 3 3 KR VíkinKur HK FH Þór Ak. Valur Leiknir Úrslitakeppni íslandsmóts í 5. fl. karla: Laugardagur — 1. umferð: Víkingur — Leiknir 7—7 KR - Valur FH - HK 2. umferð: Þór — Víkingur KR — Leiknir HK - Valur 3. umferð: FH - Þór Víkingur — KR Leiknir — HK 4. umferð: Vaiur — Þór FH — Víkingur KR - HK Sunnudagur — 5. umferð: Leiknir — Þór FH - Valur Víkingur — HK 6. umferð: Þór - KR FH — Leiknir Valur — Víkingur 7. umferð: HK - Þór FH - KR Valur — Leiknir 4- 3 6-6 6-7 11-7 9-8 8-6 9-8 9-12 6-7 5- 6 11-7 4-8 4-5 4-6 5-13 4- 4 6- 7 16-11 6-7 5- 5 Aukaleikur um 2.-3. sæti HK - Víkingur 3-5 - ÞR daginn kvöldin. MAZDA — HINO á íslandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. veitingar, kaffi, gosog meöþví. Gestir á athugið... A meðan á sýningu Auto '81 stendur bjóðum við sýningargestum í heim- sókn í fyrirtæki vort sem er að Smiðshöfða 23, (örskammt frá Sýningar- höllinni). -- —iSíSS®01 Komið og reynsluakið nýjum MAZDA bílum. Komið og skoðið gott úrval notaðra Mazda blla með 6 mánaða „Ábyrgð”. Komið og skoðið einu samsetn- ingar bllasmiðjuna á íslandi og kynnist HINO vörubílunum frá Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.