Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 11 Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaður Jenna Jensdóttir rithöfundur Það er - dásamlegt að geta unnið Það er dásamlegt að geta unnið Vikar Davíðsson er kominn á sextugsaldur. Hann hefur verið lamaður í fótum síðan hann var smábarn. Auk þess að hafa grind- ur utan um fætur sína notar Vikar hækjur til þess að komast leiðar sinnar og það tekst honum sannarlega vel. Gegnum tíðina hefur hann komist það sem hann hefur ætlað sér — í öllum skiln- ingi eins og hann sjálfur orðar það. Vikar stundaði nám í Verslun- arskólanum og bókhald hefur verið hans aðalatvinna um ævina, þótt hann hafi unnið margt annað og víða verið. Hann vann lengi hjá Sjóvá og var hótelstjóri í Bjarkar- lundi. Tæp tvö ár vann hann við Búrfellsvirkjun og nú siðustu árin hefur hann unnið á skrifstofu hjá Istak. Vikar er mikill ferðamaður og hann er fyrst spurður um þann þátt í lífi hans. „Já, ég ferðaðist mikið um landið og þekki það orðið vel, sérstaklega Vestfirðina. Vestur fer ég ekki sjaldnar en fjórum- fimm sinnum á ári — þá einkum í Barðastrandarsýsluna. Við hjónin erum bæði þaðan. Við höfum tvisvar farið hringleiðina um landið. Kjalveg og Sprengisand höfum við einnig farið. Eg ek alltaf sjálfur og hefi mikið yndi af því. Safnarðu einhverju á þessum ferðum þínum? „Nei. Eg er aiveg laus við söfnunar-Iöngun. Ég hefi gaman af öllum gróðri, steinum og tign- arlegri, íslenskri náttúru. Ég hvíl- ist og sæki mér styrk er ég ferðast um landið mitt. Við höfum einnig ferðast nokkrum sinnum til út- landa og það er ógleymanlegt." Hver eru önnur áhugamál þín? „Ég er mikil félagsvera. Hefi ákaflega gaman af að vera innan um fólk. Ég er í Barðstrendinga- félaginu. Hefi verið þar í 30 ár og lengi í stjórn þess. Einnig er ég formaður í Gesti, sameignarfélagi Barðstrendingafélagsins og sýslu- og sveitarfélaga á Vestfjörðum. Ég er í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar. Annars — eitt mesta áhugamál mitt er vinnan. Það er dásamlegt að geta unnið. I vinnu er fólgin mikil lífshamingja ef manni tekst að finna það.“ Þú virðist búa yfir mikilli lífsgleði. „Eg held að lífsgleðin sé mér eðlislæg. Ég er alinn upp í stórum systkinahópi. Næst yngstur sjö barna. Faðir minn dó þegar ég var 6 ára. Elsta systkini mitt var þá 12 ára. Móðir mín og systkini voru afskaplega góð við mig. Ég fann aldrei að ég væri öðruvísi en þau. Ég var alltaf einn af hópnum og tók þátt í öllu með þeim.“ Var fötlun þín þér ekki erfið sem litlum dreng? „Nei. — Það sem ég komst ekki sjálfur hjálpuðu hinir krakkarnir mér. Þau höfðu mig alltaf með. En unglingsárin voru erfið. Þá fór maður að skynja að maður var öðruvísi. Maður rak sig oft á, en lærði um leið að þekkja takmörk sín — nota sér þá reynslu og fá það besta út úr henni. Jú, það var oft erfitt. Þegar ég Vikar Daviðsson átti að fermast var það mér mikið áhyggjuefni hvernig ég færi að því að krjúpa eins og hin börnin. Móðir mín fann fljótt ráð við því. Þau ræddu svo saman hún og presturinn okkar, séra Einar Sturlaugsson. Samþykkt var ráð móður minnar að setja stól fyrir aftan mig og á hann settist ég þegar hin börnin krupu. Tveir stórir og sterkir fermingarbræður mínir stóðu sinn til hvorrar hliðar við mig og studdu mig við altarið. Þetta gekk allt vel. Séra Einar var mikill og góður maður. Hann reyndist mér óskaplega vel og studdi mig til náms í Verslun- arskólanum með ráðum og dáð.“ Viltu segja mér frá henni móð- ur þinni? „Móðir mín var merkileg kona. Hún bjó yfir mikilli lífsorku og kjarkur hennar var óbilandi, enda kom slíkt sér vel er hún stóð ein uppi með hópinn sinn. Hún var mér mikið. Seinna eignaðist ég góða konu sem skilur vel aðstæð- ur mínar og er mér frábær félagi. Dálítið merkilegt er ég hugsa til þorpsins míns heima — fjórunnar og bátanna. Ég finn sambland af sjávar- og fisklykt og man hvað ég átti yndislega félaga, strákana í þorpinu, sem höfðu mig alltaf með sér, báru mig á „langabaki" ef ekki vildi betur til. Ég var aldrei einn. Ég fór í róðra með bróður mínum. Það var gaman. Já, Patreksfjörður var merkilegur staður. Hefurðu gaman af tónlist og bókmenntum? „Já, mikið yndi af hvoru tveggja. Ég er nánast alæta á bækur — les það sem ég kemst yfir.“ Sérstakur höfundur sem þú hefur dálæti á og ein tegund bókmennta fremur en önnur? „Halldór Laxness. í bókum hans hefi ég fundið dýrmætari lífssannindi og dýpri visku en annars staðar. Ég nýt þess að lesa góðar bókmenntir, bæði ljóð og sögur, en ég held að síðari ár hafi ég mest gaman af æviminningum og ættfræði." Hvaða eðlisþætti telur þú að sé mikilvægast hverjum manni að rækta með sér þannig að hann finni tilgang og hamingju í lífinu? „Ég held að það sé stærst að gera sér grein fyrir því hvar takmörk manns liggja sem ein- staklings — og rækta með sér gleðina. Hún býr í hverjum manni. Þetta tvennt held ég að hjálpi manni til að gefast ekki upp og gerir mann sáttari við umhverfi og aðstæður. Ég hefi reynt margt — oft hefi ég tapað — það er að vísu alltaf sárt, en ég hefi sætt mig við það — fundið takmörk mín og tekið gleði mína á ný.“ Inn um gluggann á vistlegu heimili Vikars og konu hans berst hægur andvari vorsins. Það leynir sér ekki að vorið er að koma. Hvað hugsar þú með vorinu? „Ferðast mikið í sumar. Ég er að fá mér nýjan bíl og við förum væntanlega fyrstu ferðina okkar vestur núna í apríl. Ég hlakka mikið til.“ Eg finn ekki betur en kjörorð þitt sé gleði. „Já, ég get vel fallist á það. Án hennar er ekki hægt að lifa.“ Kvöldstund með athyglisverð- um manni á fallegu heimili þeirra hjóna er liðin. Vikar stendur brosandi með hækjur sínar og segir: „Á ég ekki að skjóta þér heim. Ég er bráðfljótur að hoppa hérna niður stigann — á hækjum mín- um — og út í bílinn." J.J. Ljósm. Mhl.: RAX Félagskonur ásamt nokkrum þeirra muna sem á boðstólum verða á basarnum i dag. Fjallkonurnar með bas- ar í Fellahelli í dag t DAG, laugardag. heldur kveníé- lagið Fjallkonurnar i Breiðholti III basar i Fellahelli. Basarinn verður opnaður kl. 14. Á basarnum verður á boðstólum margt muna, m.a. fatnaður, lukkupakkar, happdrætti og einn- ig verða seldar kökur. Félagskonur hafa sjálfar gert þá muni sem þarna verða seldir eða aflað þeirra. Ágóðinn af bas- arnum rennur í söfnun Bandalags kvenna í Reykjavík vegna Árs fatlaðra. Formaður félagsins er Hildigunnur Gestsdóttir. Fyrirlestur um Islendingaþætti VÉSTEINN Ólason, dósent í ís- lensku, flytur opinberan fyrirlest- ur á vegum heimspekideildar Há- skóla íslands laugardaginn 4. apr- íl 1981 kl. 15.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „íslend- ingaþættir" og er þriðji í röðinni af fjórum fyrirlestrum, sem kenn- arar heimspekideildar flytja nú á vormisseri um rannsóknir og fræði í deildinni. Öllum er heimill aðgangur. GLASGOW verð kr. 1.892.- OSLO verð kr. 2.316.- STOKKHOLMUR verð kr. 2.896.- KAUPMANNAHOFNI verð kr. 2.539.- AUK ÞESS NÆTURFARGJÖLD. LONDON verð kr. 2.189.- 5" mtiMK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Símar 28388 og 28580. APEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.