Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
45
lífsgæðakapphlaupið vil ég segja,
að kröfurnar nú til dags eru í
sjálfu sér ekkert meiri heldur en
þær voru fyrir 20—30 árum. Pólk
hefur alltaf viljað eiga þak yfir
höfuðið og geta búið sjálfu sér og
börnum sínum gott heimili. En nú
orðið er það erfiðleikum bundið að
eignast nokkurn hlut án þess að
sökkva sér í skuldir og þar af
leiðandi neyðist fólk til að vinna
mikið til að skuldirnar sligi það
ekki og lætur þá frekar heimilið
sitja á hakanum.
Gæti farið svo að
ég neyddist til þess
Mér finnst nú Katrín nokkuð
ofstopafull þegar hún heldur því
fram, að útivinnandi mæður hafi
mikið á samviskunni. Það er ekki
hægt að tala um samvisku í þessu
tilfelli. Efnalítið fólk á þarna enga
valkosti. Mæður reyna auðvitað að
vera.heima hjá börnum sínum svo
lengi sem þeim er það auðið, en
það þýðir ekkert við þær að sakast
þó að þær að lokum neyðist til að
færa sér dagvistarstofnanir í nyt.
Að lokum: Ég er heimavinnandi
húsmóðir og er allan daginn
heima hjá 7 mánaða gamalli
dóttur minni og nenni því alveg.
Ég gæti ekki hugsað mér að láta
hana í pössun, en það gæti samt
farið svo, að ég neyddist til þess.
Virðingarfyllst."
Jökulsáraurar
var það
Jón Á. Gissurarson skrifar:
„Nýlega strandaði mótorbátur úr
Vestmannaeyjum á mörkum
Skaftafells- og Rangárvallasýslu.
Mikillar ónákvæmni gætti í frásögn
blaða um strandstað, minnst á
Dyrhólaey, Sólheimasand og Skóg-
asand. Hið rétta er, bátinn rak upp
á Jökulsáraurum.
Sólheimasandur nær vestur að
Jökulsá á Sólheimasandi, vestan
hennar er Skógasandur en nær þó
ekki að henni, því að dæld —
Jökulsáraurar — skilur þá að.
Jökulsá er heldur ekki sýslumörk
nema þá miðsvæðis. Vestan ár er
Sýslulækur mörk ofan til. Hann féll
í ána neðan brúarstæðis en var
veitt í hana ofan þess. Enginn gekk
þess dulinn að brúin væri í Skafta-
fellssýslu. Sýslulækur er trúlega
forn farvegur Jökulsár en hún hafi
færst úr stað vegna breytinga uppi
við jökul.
Hafa látið sér lynda
Jökulsá sem landamerki
Jökulsá fylgir áráttu margra
fljóta, þokast í austurátt. Sjá má
merki þess að hún nagi hægt og
bítandi úr öldum Sólheimasands,
gróf sér eitt sinn meira að segja
farveg við austurbrúarsporð gömlu
heillin
brúarinnar. Svo hægfara hafa þess-
ar breytingar verið að Sólheim-
ingar hafa látið sér lynda Jökulsá
sem landamerki, enda um lítil
nytjalönd að ræða nema fjöruna.
Fjörumörk eru líka vestan ár,
örlítill stubbur Sólheimafjöru vest-
an óss allt að Sýslusteini. (Fyrir
allmörgum árum höfðu Sólheim-
ingar uppi tilburði að helga sér
hagbeit á Austastahálsi milli
Sýslulækjar og Jökulsár.)
Óyggjandi staðreynd
Vestan Jökulsáróss teygist stór-
grýtisurð í sjó fram. Um fjöru
koma klettar í ljós, á öðrum brýtur.
Austan eyrar þessarar er hið róm-
aða Maríuhlið, sem Eyjólfur Guð-
mundsson frá Hvoli hefur gert
ágæt skil í ritum sínum. Yfir eyri
þessa hefur bátinn borið.
Grjóturð þessi er sú eina í sjó
fram á strandlengjunni allri frá
Flóahrauni austur að Dyrhólaey.
Hún er óyggjandi staðreynd þótt
ekki sé merkt á sjókortum. Sjófar-
endur skyldu forðast hana. Hún er
lúmsk og allt sem flýtur sogast að
henni með vesturfalli. Það vita þeir
sem róið hafa í Maríuhliði. Á öðrum
tug þessarar aldar fórst breskur
togari þarna alllangt frá landi.
Engri björgun varð við komið."
Bubbi og Utangarðsmenn
Pönkari í heimsókn!
Bubbaaðdáandi skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma því á
framfæri, að mér finnst kynn-
ingarnar hjá Sjónvarpinu
stundum svolítið villandi, sér-
staklega þegar um er að ræða
efni fyrir ungt fólk. Um daginn
var t.d. sagt að pönkari kæmi í
heimsókn í þáttinn Þjóðlíf.
Þessi pönkari var víst Bubbi
Morthens, og hann flutti rólegt
og hugljúft lag sem á ekki
frekar skylt við pönk en Trad
Kompaníið. Fáir íslendingar
hafa gaman af pönki, en flestir
íslenskir unglingar eru vitlaus-
ir í Bubba. Af hverju var ekki
hægt að segja eins og var — að
Bubbi kæmi fram í þessum
þætti?
Það var heldur ekki sagt frá
því að Clash kæmi fram í
Kampútseuþættinum. Samt er
Clash besta og þar að auki ein
af vinsælustu nýbylgjuhljóm-
sveitum í heimi. T.d. kom hún
hingað til lands á síðustu lista-
hátíð og fyllti Laugardalshöll-
ina. Að vísu söng Bubbi þá með
þeim.“
IlingaÖ og
ekki lengra
Leó Ágústsson skrifar:
„Velvakandi.
Hin fyrirhugaða skerðing á
dagskrá útvarps og sjónvarps er
meiriháttar hneykslismál og slík
afhjúpun á eðli opinbers rekstrar
að allir hljóta að sjá. Það sem er
að ske er að opinber stofnun hefur
í skjóli einokunar belgt sig svo út
af mannafla og kerfiskostnaði að
hún hefur ekki lengur efni á að
gera það sem er hennar eina
hlutverk.
Gegn vilja a.m.k.
90% þjóðarinnar
Af hverju loka mennirnir bara
ekki alveg og hreiðra um sig á fínu
kaffistofunni, það væri þá kannski
von til að þessar rúmu 100 þúsund
gkr. sem hvert heimili á landinu
borgar á ári dygðu til að halda
þeim volgum. Ég hef ekki vit á því,
en ég heyri það sagt að einn
maður með myndsegulband gæti í
gegnum kabalkerfi haldið uppi
bæði lengri og betri dagskrá
heldur en við höfum í dag (og ekki
er útvarpsútsending flókið mál).
Þó þetta sé kannski brandari, þá
sýnir hann okkur hvert fúafen
þessi opinberi rekstur á útvarpi-
sjónvarpi er orðinn. Ætli starfs-
mannafjöldinn telji ekki hundruð
ef allt er talið með?
Svo er það annar handleggur, og
hann ekki stuttur, hvernig tónlist-
arklíkan á útvarpinu treður ofan í
okkur klassískri tónlist í kíló-
metra tali þvert gegn vilja a.m.k.
90% þjóðarinnar (það eru víst 15
manns í því að setja þessa eilífðar-
sinfóníu á fóninn).
Nei, því segi ég það, hingað og
ekki lengra."
Orðsending
til félagsmanna
Mjólkurfélags Reykjavíkur
Aðalfundir félagsdeilda M.R. fyrir árið 1980 veröa
haldnir sem hér segir:
Innri-Akraneshrepps-, Skilmannahrepps-, Hvalfjarð-
arstrandarhrepps-, Leirár og Melasveitardeildir
Mánudaginn 6. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu
Fannahlíð, Skilmannahreppi.
Kjósardeild
Þriðjudaginn 7. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu
Félagsgarði.
Bessastaöa-, Garða- og Hafnarfjaröardeildir
Miðvikudaginn 8. apríl kl. 14.00 í samkomuhúsinu
Garðaholti.
Vatnsleysustrandar-, Geröa- og Miönesdeildir
Fimmtudaginn 9. apríl kl. 14.00 að Neðri-Brunna-
stöðum Vatnsleysuströnd.
Mosfellssveitardeild
Mánudaginn 13. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu
Hlégaröi.
Kjalarnesdeild
Þriöjudaginn 14. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu
Fólkvangi.
Reykjavíkurdeild
Miövikudaginn 15. apríl kl. 20.30 í skrifstofu M.R.
Laugavegi 164.
Aöalfundur félagsráðs
veröur haldinn föstudaginn 1. maí kl. 12.00 að Hótel
Sögu.
Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur.
Kynningarverö á furubaöinn-
réttingum í stuttan tíma.
Mkalmar
innréttingar hf.
SKEIFUNNI 8. SÍMI 82011