Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 48
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Demantur M æöstur eðíiisteina ~ (&ttll ci ^>ílfttr Laugavegi 35 tifaaméi- Gylfa Ragnarssyni tókst með naumindum að kasta sér út úr snióruðningstæki, sem hann ók á veginum fyrir Olafsfjarðarmúla, áður en það flaug fram af veginum um 200 m fall niður í sjó, eins og Mbl. skýrði frá í gær. Á myndinni sést Gylfi við leifar snjóruðningstækisins og það hefði vart þurft að spyrja að leikslokum, ef hann hefði farið með tækinu framaf. Ljósmynd Mbl: Svavar Magnússon. Sjá nánar ramma á bls. 3. Framkvæmdaröðun Hjörleifs Guttormssonar: Fljótsdalsvirkjun númer eitt Þá Blönduvirkjun og síðan Sultartangi Þriggja ára barn drukknaði ÞRIGGJA ára barn drukknaði i gær er það féll niður um ís á ÖrlyKshöfn í Patreksfirði, en sjö ára Kamalt harn. sem var með þvi og féll einnÍK niður um isinn, náðist upp eftir að hafa borist um 100 m leið undir ísnum ok tókst lækni að bjarga lifi þess. Um kl. 18 í gær var lögreglunni á Patreksfirði gert viðvart um slysið og fór hún þegar á vettvang ásamt lækni, en akýi þarf fyrir fjörðinn. Þega'r læknirinn var kominn á slysstaðinn höfðu menn nýlega orðið annars barnsins varir og tekist að ná því undan ísnum eftir að það hafði borist um 100 m leið undir ísnum og lifir barnið af, en nánari frétta af líðan þess tókst ekki að afla í gærkvöld. Yngra barnið fannst ekki fyrr en nokkru síðar og mun þá hafa verið látið. Fengin voru tæki á staðinn til að brjóta ísinn og varðskip flutti björgunarsveitarmenn frá Patr- eksfirði yfir fjörðinn. Tveir piltar viðurkenna TVEIR piltar, 16 og 17 ára, gáfu sig i Kær fram við Rannsóknar- lögreglu rikisins og viðurkenndu að vera valdir að brunanum i verkstæðinu að Borgartúni 3 aðfaranótt sl. fimmtudags. Þar ónýttust 6 bifreiðir auk áhalda og verkfæra. Piltarnir stálu auk þess verðmætum úr bílum, talstöðvum og fleiru. Rann- sókn málsins verður haldið áfram. Piltarnir hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Áfengi gert upptækt ÞEGAR skuttogarinn Már kom til ólafsvikur i vikunni úr sölu- ferð til Þýzkaiands tóku tollverð- ir i sina vörzlu varning. sem var umfram það sem leyfilegt er að hafa með inn i landið. Var þarna um að ræða 48 kassa af bjór, 30—40 flöskur af áfengi, nokkurt magn vindlinga og hljómflutningstæki. Þessi varn- ingur var ekki gefinn upp á skýrslum. FUÓTSDALSVIRKJUN, 1. og 2. áfangi. númer eitt, Blönduvirkj- un númer tvö og Sultartanga- virkjun númer þrjú er fram- kvæmdaröðun Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra á virkjunum landsmanna. Kemur þetta fram í greinargerð með drögum að frumvarpi um þessi mál, sem iðnaðarráðherra hefur verið með i smiðum. Ráðherra mun hafa kynnt hlufa af drögum þessum fyrir þingflokki Alþýðu- bandalagsins og rikisstjórn. óeining er um röðunina i þing- flokki Alþýðubandalagsins og elnnig innan annarra flokka, og munu þingmenn Norðurlands vestra og Norðurlands eystra að hluta til vera að undirbúa harða baráttu fyrir þvi að Blönduvirkj- un verði númer eitt. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Hjörleifur aðeins hafa kynnt hluta greinargerðarinnar með drögum að frumvarpinu fyrir þingflokknum, en síðari hlutinn, sem er í smíðum, mun fjalla um stóriðjuframkvæmdir og orku- frekan iðnað í tengslum við virkj- anirnar. Átta iðnaðarkostir hafa Morgunblaðið spurði Guðlaug Björgvinsson forstjóra Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík hvort þessi minnkandi framleiðsla hefði haldist í mars: — Við höfum ekki gert endanlega upp ennþá, en flest bendir til að samdrátturinn sé svipaður eða milli 14 og 15% og hefur þetta töluverð áhrif á starfsemi mjólkurbúanna, rekstur þeirra verður óhagkvæmari þegar framleiðslan minnkar, því fastur verið í athugun í ráðuneytinu og hefur iðnaðarráðherra fjármagn til þessa málaflokks á fjárlögum í ár, eða 200 millj. kr. Hjörleifur mun athuga þessa kosti með sérstöku tilliti til óska Eskfirð- inga og Reyðfirðinga um stóriðju, sem yrðu þá væntanlega fyrstu kostirnir, ef Fljótsdalsvirkjun fæst samþykkt sem fyrsta virkj- unin. Mjög mun hafa verið deilt á kostnaður er nokkurn veginn sá sami, sagði Guðlaugur. — Ef þessi samdráttur helst áfram sýnist mér hætta á að við önnum ekki innanlandsþörfinni fyrir mjólkurvörur. Bændur voru fljótir að draga úr framleiðslu sinni, en það tekur lengri tíma að ná henni upp aftur. Þörfin á ári er kringum 105 til 108 milljónir lítra, en það gæti hugsast, að framleiðslan á verðlagsárinu, þ.e. frá 1. sept. sl. Hjörleif á Austfjörðum, en hann er þingmaður Austfirðinga, vegna forgöngu hans um að ná samning- um á Norðurlandi vegna virkjunar Blöndu. Þessar tillögur Hjörleifs verða fyrst lagðar fyrir ríkisstjórnina og síðan hefur Alþingi endanlegt úrskurðarvald. Hjörleifur hyggst leggja frumvarpið fyrir Alþingi í síðasta lagi fyrir páska. til 31. ágúst á þessu ári, nái ekki 100 milljónum lítra. Það kæmi þó e.t.v. ekki að sök fyrst í stað þar sem nokkrar birgðir af smjöri og ostum eru fyrir hendi. Þessi mál eiga þó eftir að skýrast í sumar og haust, en þá má e.t.v. búast við að mjólkurframleiðslan verði heldur meiri en hún er nú, sagði Guðlaug- ur að lokum. í fréttabréfi Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins segir að ostabirgðir í lok febrúar hafi verið 625 tonn, en á sama tíma í fyrra 964 tonn og sé um mikla söluaukn- ingu í ostum að ræða. Smjörbirgð- ir voru í byrjun mars 533 tonn, en á sama tíma í fyrra 1.206 tonn. Salan var lítil í janúar, en heldur meiri í febrúar og er það talið geta stafað af því að fólk hafi átt birgðir af útsölusmjörinu fram að þeim tíma. Fyrstu kjörmennirnir valdir Safnaðarfulltrúar Reykjavikurprófastsdæmis kusu 1 gærkvöldi tvo fulltrúa sína sem kjörmenn við biskupskosningar í sumar, en þetta er i fyrsta sinn i margar aldir, sem leikmenn koma við sögu biskupskjörs. Kjörnir voru þeir Ottó A. Michelsen frá Bústaðasöfnuði og Jósafat J. Líndal frá Kársnessöfnuði og sem varamenn Einar Th. Magnússon, Grensássöínuði, og' Sigurður Pálsson, Nessöfnuði. I dag velja fulltrúar Kjalarnesprófasts- dæmis sinn fulltrúa leikmanna og eiga öll prófastsdæmi að hafa valið fulltrúa sina úr hópi leikmanna fyrir 13. april. Uúun. Rai. Mjólkuríramleiðslan minnkar um 14 til 15%: Óvíst að við önnum innanlandsþörfinni - segir forstjóri Mjólkursamsölunnar INNVEGIN mjólk hjá mjólkursamlögunum var um 2,1 millj. lítra minni fyrstu tvo mánuði ársins 1981 en á sama tíma árið 1980 og nemur samdrátturinn um 14,7%. Sala á nýmjólk var 5% minni, 21% minni af undanrennu, smjörframleiðslan var 37% minni, 36% minni framleiðsla af 45% osti og um 70% samdráttur í framleiðslu margra ostategunda. Þessar upplýsingar koma fram í nýju fréttabréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.