Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
3
Stúdentaráð HÍ:
Viðræður Umbóta-
sinnaðra og vinstri
manna í strand
Umbótasinnar heíja viðræður við fulltrúa Vöku í dag
VIÐRÆÐUR Umbótasinnaðra stúdenta við Háskóla íslands og Félags
vinstri manna um hugsanlegt meirihlutasamstarf i stúdentaráði hafa
nú siglt í strand. Umbótasinnaðir og fulltrúar Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, munu hefja samningaviðræður i dag.
Stefán Matthiasson, formaður Félags umbótasinnaðra stúdenta, sagði
í viðtali við Mbl. í gær, að fulltrúar vinstri manna hefðu ekki verið
tilbúnir að slaka i nokkru frá eigin málum og hefðu þeir ekki viljað
neinar breytingar á núverandi starfsháttum og myndu því viðræður
hefjast með viðræðunefnd Vöku i dag.
Félag umbótasinnaðra stúdenta
sendi frá sér í gær svohljóðandi
yfirlýsingu: „Fundur viðræðu-
nefndar Umbótasinnaðra stúd-
enta haldinn í Árnagarði kl. 15, 3.
apríl 1981 samþykkir eftirfarandi:
„Viðræðunefnd umbótasinnaðra
stúdenta hefur haldið marga fundi
með fulltrúum Félags vinstri
manna um hugsanlegt meiri-
hlutasamstarf í stúdentaráði, þar
sem sjónarmið Umbótasinnaðra
stúdenta hafa verið skýrð í öllum
helstu málaflokkum. I gær og í
dag hefur viðræðunefndin fundað
með þeirri nefnd Félags vinstri
manna sem veitt var „umboð til
umræðna um gerð málefna-
samnings" á fundi í félaginu 31.
marz sl.
Á fundi í dag hefur þessi
viðræðunefnd Félags vinstri
manna hafnað málamiðlunartil-
lögu viðræðunefndar Umbótasinn-
aöra stúdenta um Stúdentablaðið
og lýst því yfir að hún sé ekki
tilbúin til neinna verulegra frá-
vika frá stefnu Félags vinstri
manna í öllum helstu málaflokk-
um. Umbótasinnaðir stúdentar
geta ekki fallist á óbreytt ástand í
málefnum stúdenta. í ljósi ofan-
greinds telur viðræðunefnd
Umbótasinnaðra stúdenta ekki
réttlætanlegt að halda áfram við-
ræðum við viðræðunefnd Félags
vinstri manna á þeim grundvelli
sem viðræðurnar hafa verið."
Sjómannasamningar
víðast afgreiddir
BÚIST er við að farmenn gangi
endanlega frá samningum sinum
um helgina, en atkvæðagreiðslur
hafa farið fram. Sjómannasamn-
ingarnir voru felldir i Grindavik,
eins og skýrt hefur verið frá, en
annars staðar hafa þeir verið
samþykktir. Um helgina verður
væntanlega haldinn fundur i
Grindavik um næsta skref i
kjaramálunum.
Á Snæfellsnesi hafa sjómenn og
útgerðarmenn undanfarið rætt
um ýmis mál, sem eru utan við
rammasamninginn og er nú aðeins
eftir að skrifa undir samkomulag
og bera samningana undir at-
kvæði. í Vestmannaeyjum var
óskað eftir viðræðum við útgerð-
arbændur vegna frávika í sam-
bandi við helgarfrí á trollbátum.
Á Austfjörðum hefur verið leitað
eftir sameiginlegri atkvæða-
greiðslu.
Vertíðarflotinn:
Þorskveiðibannið
stytt um þrjá daga
ÁKVEÐIÐ var í gær, að stytta
þorskveiðibann bátaflotans um
þrjá daga og hefst það 14. april,
en ekki 11. april, eins og áður
hafði verið ákveðið. t frétt frá
sjávarútvegsráðuneytinu segir,
að gæftir hafi verið óvenjulega
slæmar um allt land á yfirstand-
andi vetrarvertið og aflabrögð
bátaflotans hafi i síðasta mánuði
verið mun lakari en i fyrra. í
frétt ráðuneytisins segir:
„Samkvæmt því verða öllum
skipum, öðrum en skuttogurum og
togskipum sem eru 39 metrar og
lengri, bannaðar þorskveiðar frá
kl. 18.00 þriðjudaginn 14. apríl til
kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21.
apríl. Það að þorskveiðar eru
bannaðar þýðir að hlutfall þorsks
í afla í hverri veiðiferð má ekki
nema meiru en 15%, og auk þess
er bannað að hafá þorskfisknet í
sjó á ofangreindu tímabili.
Af sömu ástæðum og lágu til
þess að páskastoppið hefur þannig
verið stytt um þrjá daga, hefur
einnig verið ákveðið að falla frá
þeim ákvæðum leyfisbréfa til
netaveiða, að í samningsbundnum
leyfum sjómanna og á skipum sem
ekki landa daglega, beri að fækka
netum um 20%.
Arnarflug með tvær vél
ar í millilandafluginu
„ÞESS misskilnings hefur nokkuð
gætt í umræðunni undanfarna daga
um hugsanlegt verkfall Flugleiða-
flugmanna innan FlA, að Island
verði nær sambandslaust við Evr-
ópu,“ sagði Magnús Gunnarsson,
framkva’mdastjóri Arnarflugs, i
samtali við Mbl.
„Við munum eftir sem áður sinna
öllum okkar verkefnum, þ.e. innan-
landsfluginu og því leiguflugi, sem
við höfum þegar samið um eins og
sólarlandafluginu, sem hefst um
miðjan mánuðinn," sagði Magnús
ennfremur.
Magnús sagði, að Boeing 720-þota
félagsins kæmi úr reglubundinni
skoðun einhvern næstu daga og
myndi hún fara í sólarlandaflugið.
Auk þess verður félagið með á
lausum kili Boeing 707-vélina, sem
var í leigu í Sviss. „Við getum því
auðveldlega sinnt ýmsum leiguverk-
efnum, ef til okkar verður leifað og
fólk aétti því ekki að þurfa að óttast
að landið verði sambandslaust við
útlönd," sagöi Magnús Gunnarsson
að síðustu.
V'
: ■■ : W -
. - >■„
-K
*: S
s-r%i
Snorri Snorrason, flugmaður og ljósmyndari var á ferð í Olafsfjarðarmúlanum rétt áður en slysið
gerðist og smellti þá af þessari mynd af fólkinu.
ÓHAPP
„ÉG GERI mér varla
grein fyrir því sem gerð-
ist. Þó virtist sem stýri
vélarinnar hefði fest og
mér tókst með einhverju
móti að koma mér út úr
vélinni," sagði Gylfi
Ragnarsson m.a. í samtali
við Mbl. sem birtist í gær,
en hann varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu, að
snjóruðningstæki, sem
hann stjórnaði flaug fram
af veginum við Ólafsfjarð-
armúla í sjó fram í fyrra-
dag.
Gylfi sagði ennfrem-
ur í viðtalinu, að það hefði
verið honum til happs, að
mun auðveldara var að
komast út úr tækinu þeim
megin, sem hann fór.
Gylfi Ragnarsson.
Á þessari mynd má sjá hvaða leið tækið hefur farið, en greina má veginn efst fyrir miðri mynd og
tækið Í f jöruborðinu. Ljósmynd Mbl. Svavar Mavrnússun.
Gylfi við leifar tækisins í f jöruborðinu.
Ljósmynd Mhl. Svavar Ma^nússon.