Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 21
I HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 21 Gunnlaugur Stefán Gíslason Girikur Arni Inirveldur Hjaltested Sigtryggsson Hafnfirsk menningarvaka í dag hefst í Hafnarfirði menningarvika með fjölbreyttri dagskrá. Kl. 14.00 opnar Eirikur Árni Sigtryggsson málverkasýningu að Reykjavikurvegi 66. Á sýn- ingunni eru 68 myndir, 58 oliumálverk og 10 vatnslita- myndir. Eirikur Árni hefur undanfarin ár dvalist i Sviþjóð og helgað sig myndlistinni. Hann hélt siðast einkasýningu i Hafnarfirði 1978. Allar mynd- irnar á sýningunni eru til sölu. Kl. 16.00 opnar síðan Gunn- laugur Stefán Gíslason sýningu á vatnslitamyndum í húsi Bjarna riddara Sívertsen á horni Reykjavíkurvegar og Vestur- götu. Gunnlaug Stefán þarf vart að kynna, svo mikla athygli hafa sýningar hans vakið á undan- förnum árum, en hann hélt síðast einkasýningu í FÍM- salnum á liðnu hausti. í húsi Bjarna riddara sýnir hann 15 vatnslitamyndir sem flestar eru í einkaeign og hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Að- gangur að þessari sýningu er ókeypis og skal vakin athygli á því að félagið Byggðavernd mun sjá um kaffisölu í húsi Bjarna riddara á kvöldin og um helgar meðan Menningarvakan stendur yfir. Kl. 17.00 hefjast einsöngs- tónleikar í Baejarbíói. Fram koma söngvararnir Inga Maria Eyjólfsdóttir, undirleikari Ólaf- ur Vignir Albertsson, Ingveidur Hjaltested, undirleikari Jónína Gísladóttir, og Sigurður Björnsson. undirleikari Agnes Löve. Á efnisskrá tónleikanna er 21 lag eftir íslensk, finnsk, sænsk, norsk, ensk og þýsk tónskáld. Inga María Eyjólfsdóttir ólafur Vignir Albertsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: La bohéme og Sölumaðurinn óperan La Bohemé eftir Pucc- ini var frumsýnd í bjóðleikhús- inu i gærkvöldi fyrir fullu húsi og var forkunnarvel tekið. önnur sýning er annað kvöld og er þegar uppselt á hana. Aðalhlutverkin syngja Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Garðar Cortes, Ingveldur Hjaltested, Halldór Vil- helmsson, John Speight og Eiður Gunnarsson. Auk þeirra syngja einnig Kristinn Hailsson og Guð- mundur Jónsson hlutverk í óper- unni, en þeir voru báðir í eldlíú- unni fyrir réttum 30 árum er fyrsta óperan var sviðsett hér á landi og var það Rigoletto í Þjóðleikhúsinu. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur undir stjórn Jean Pierre Jacquillat og enn- fremur kemur Þjóðleikhúskórinn fram í sýningunni. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, Þuríður Pálsdóttir er aðstoðar- leikstjóri, leikmyndin er eftir Steinþór Sigurðsson og lýsinguna annaðist Ingvar Björnsson. „Soluniaóur deyr“ í kvöld Ekkert lát á aðsókninni I kvöld verður sýning á „Sölu- manninum“ og er uppselt á hana eins og flestar fyrri sýningar. Gunnar Eyjólfsson og Margrét Guðmundsdóttir leika Loman- hjónin sem eiga svo erfitt með að sætta sig við að lífsdraumur þeirra er brostinn. Syni þeirra leika Hákon Waage og Andri Örn Clausen. Róbert Arnfinnsson leik- ur velgengnismanninn Ben frænda, Árni Tryggvason og Randver Þorláksson leika feðga sem búa í næsta húsi við Loman- hjónin og Bryndís Pétursdóttir leikur konu sem Willy Loman á vingott við á söluferðum sínum. Næsta sýning á Sölumaður deyr verður nk. þriðjudag, 7. apríl. Fáar sýningar eftir á „Oliver Twist“ Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Þjóðleikhússins á Oliver Twist. í sýningunni eru ljóslifandi komnir allir þeir skúrkar og öll þau góðmenni sem verða á vegi Olivers litla sveitar- lims og sem Dickens lýsir svo meistaralega í bók sinni. KÓPAVOGSLEIKIIÍJSIÐ: Úr Galdralandi: Þórir Steingrimsson, Aðalsteinn Bergdal og Randver Þorláksson. Þorlákur áttræður og Galdraland“ í kvöld og annað kvöld verður Þorlákur þreytti á sviðinu hjá Leikfélagi Kópavogs í 80. sinn. en nú fer sýningum að fækka á þessum sivinsæla gamanleik. Sýningin hefst kl. 20.30 bæði kvöldin. í dag kl. 15 verður Garðaleik- húsið þar með „Galdraland" eftir Baldur Georgs. Búið er að sýna leikritið í Hafnarfirði, Hlégarði, á Selfossi, Akranesi og í Keflavík, en þar var það sýnt tvisvar fyrir fullu húsi. Einnig hafa síðustu sýningar í Kópavogsleikhúsinu verið fyrir fullu húsi og er mein- ingin að halda áfram sýningum þar um sinn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Síð^sta sýning á „Otemjunni“ 1 kvöld er siðasta sýning á ærslaleik Shakcspeares ótcmj- unni, sem leikin hefur verið fyrir fullu húsi frá áramótum. Vegna þess hve aðstaðan er bágborin i húsnæðismálum Leikfélagsins og margar sýningar á verkefna- skránni um þcssar mundir. er ógerlegt að hafa fleiri sýningar á leiknum. Á meðfylgjandi mynd sést Petrútsfó segja þjónum sín- um til syndanna, en Katrin reyn- ir af veikum mætti að aftra honum; Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir i hlutverki Katrinar og Þorsteinn Gunnarsson i hlut- verki Petrútsíós. Eggert bor- leifsson i hlutverki þjóns. Aðrir á myndinni: Jón Hjartarson og Sigriður Ilagalin. Uppselt á revíuna viku fram í tímann Hin nýja revía Leikfélags Reykjavíkur Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartarson og Þórar- in Eldjárn var frumsýnd um síðustu helgi, og seldust þá fyrstu fjórar sýningarnar upp samdæg- urs. Af viðtökum leikhúsgesta er þegar ljóst, að gamansöm ádeila með skemmtilegum söngvum og hittnum tilvitnunum í liðandi stund er enn sem fyrr kærkomið skemmtiefni. Fáar sýninRar eft- ir á Ofvitanum Annað kvöld er 151. sýning á Ofvitanum eftir Þórberg Þórðar- son og Kjartan Ragnarsson, en ekkert lát virðist enn vera á aðsókn að þessari óvenjulegu leiksýningu, sem kunnugir hafa gefið þá umsögn, að sé einn merkasti viðburður í íslenskri leiklist hin síðari ár. Leikritið var frumsýnt í október 1979 og hefur jafnan verið leikið fyrir fullu húsi í Iðnó, en senn fer sýningum að fækka. FJALAKÖTTURINN: Atta myndir eftir á þessu starfsári Nú um hclgina sýnir Fjalakött- urinn myndina „bað er leitt að hún er hóra“, sem gerð er eftir sögu John Ford. Leikstjóri Gius- eppe Patroni Griffi. Myndin er itölsk, árgerð 1971 og aðallcikarar eru Charlotte Rampling og Oliver Tobias. Myndin fjallar um Giovanni sem er ástfanginn af sinni yndislegu systur, Annabellu. Annabella er gift valdamiklum aðalsmanni og er hjónabandið misheppnað. Seg- ir myndin frá ástar- og kvnlífs- sambandi þeirra systkina. Átta myndir eru eftir á þessu starfsári Fjalakattarins, auk aukasýninga. Af þeim myndum sem eftir á að sýna má nefna „Viturt blóð“, leikstjóri John Huston; „Hiros- hima ástin mín“, leikstjóri Alain Resnais; og „Eitthvað annað", leikstjóri Vera Chytilova. Um helgina lýkur sýningu hollenska myndlistarmannsins Frank van Mens í Djúpinu. en þar sýnir hann tcikningar. Myndin er af einu verkanna á sýningunni. (Ljósm ól.K.M ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.