Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1981, Blaðsíða 16
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1981 veré|ld í Bandaríkjunum færist það í vöxt að foreldrar ræni börn- um sínum. Árlega eru 100.000 — 200.000 dæmi um það, að annað foreldri hverfi á brott með barn sitt eða börn og í sumum tilvikum spyrst ekki neitt til þeirra framar. Enginn getur vitað með vissu, hversu oft þetta á sér stað. í mörgum tilvikum er yfirvöldum ekki tilkynnt um slíka atburði og í öðrum tilvik- um vísa yfirvöld þess háttar frá sér, því að embættismenn hall- ast oft að því, að yfrvöld eigi ekki að hafa afskipti af heimil- iserjum. Þegar Robin Reiss var 25 ára gömul varð henni ljóst, að hjónaband hennar og Gerry Reiss var að renna út í sandinn. Þau voru bæði frá New York en bjuggu í Ohio. Gerry tolldi hvergi í vinnu og þegar hún varð ófrísk, vildi hann óður og uppvægur að hún fengi fóstur- eyðingu. Það vildi hún ekki, og hann varð ævareiður. Þegar Kevin sonur þeirra var tveggja og hálfs árs, fóru hjón- in fram á skilnaðarheimild. Robin var falin umsjá barnsins tímabundið, og hún fékk leyfi til þess að fara aftur til New York. Þar vildi það til um helgi, er Robin var að koma út af veitingastað ásamt foreldrum sínum og Kevin litla, þar sem þau höfðu snætt hádegisverð, að tveir menn birtust skyndi- lega, sprautuðu táragasi fram- an í Robin og foreldra hennar, börðu föður hennar, tóku drenginn og fóru með hann inn í bíl, sem beið þeirra. Þetta átti sér stað fyrir fimm árum og Robin hefur aðeins einu sinni síðan séð son sinn. „Maðurinn minn náðist og fjór- um mánuðum siðan kom hann með drenginn fyrir rétt í Chi- cagó, sem átti að kveða upp úr um forræði hans. Ég gat talað við drenginn í 10 mínútur. Mér var falinn umráðaréttur yfir Barnið mitt er horfið - f aðir þess stal því Hefnd er tiðasta ástæðan. honum, en þá var Gerry á bak og burt. Rétturinn skipaði hon- um að láta Kevin í mína umsjá, en hann gerði það aldrei. Lög- fræðingur mannsins míns sagði að hann hefði ekkert fast heim- ilisfang og ekki væri unnt að hafa upp á honum." Eftir því sem árin líða, minnka líkurnar á því að Robin fái nokkru sinni aftur að sjá Kevin. Hins vegar heldur hún í vonina og vísar til furðulegustu sagna um börn, sem fundizt hafa mörgum árum eftir að þau voru numin brott. Slíkar sögur hafa ekki alltaf fengið farsælan endi. I einu tilviki hvarf auðug- ur skurðlæknir frá New York á braut með þrjár ungar dætur sínar, áður en kveðið hafði verið á um, hvort hann eða kona hans fengju umráðarétt yfir þeim. Hann sagði skilið við glæsilegt heimili og eftirsókn- arverðan lífsstíl og einnig við happasælan starfsferil og þjóð- félagsstöðu, sem hann hafði metið mikils. Tíu árum síðar kom hann í leitirnar í Arizona, þar sem hann var kokkur í lélegu veitingahúsi og bjó í lítilli, fátæklegri íbúð ásamt dætrunum þremur, sem komn- ar voru á unglingsár. Það sorglega var, að þá var of seint fyrir dæturnar að setjast að hjá móðurinni á heimilinu, sem þær höfðu áður átt. Rae Gummel stofnaði upp- lýsingamiðstöð um horfin börn í Washington ásamt manni sínum Arnold Miller, eftir að eiginkona hans fyrrverandi hafði hlaupizt á brott með son þeirra Mason á fimmta ári. Hún hefur nú skrásett sex þúsund tilvik um börn, sem annað foreldrið hefur rænt frá hinu. „Þetta er mjög dapurleg iðja,“ segir hún. „Ég verð að segja fólki að aðeins tæp 10% þessara barna komi einhvern tíma í leitirnar, og þar af eru það 70% sem finnast fljótlega eftir brottnámið eða 6—7 mán- uðum eftir það. Tilgangur for- eldris með þessu athæfi er ávallt sá að ná tökum á því foreldri, sem hefur barnið í sinni umsjá, eða hrein hefnd- arráðstöfun gagnvart því. Por- eldri rænir aldrei barni sakir ástar á því.“ - ANTHEA DISNEY SÍGILDAR SÖGUHETJUR—— Enn fer hún á kost- um, Kamelíufrúin Orðstir „Kamcliufrúarinnar" er lifseigari en annarra kven- hetja úr sögu Frakklands. Nú hefur verið gerð tuttugasta og önnur kvikmyndin um þessa konu og verður hún sýnd i Paris á næstunni. Jafnframt hefur vaknað að nýju áhugi á að skyggnazt inn i lif „Kameliu- frúarinnar," en varla mun ofsagt, að hún hafi verið ein mest heillandi kona 19. aldar. „Kamelíufrúin", sem réttu nafni hét Alphonsine, en gekk jafnan undir nafninu Marie Duplessis, lézt aðeins 23ja ára að aldri af völdum tæringar og allt síðan hefur það verið draumur allra mikilla leikkvenna og óperusöngkvenna að draga upp mynd hennar í leikriti, kvik- mynd eða óperu Verdis La Travi- ata. Sú síðasta í þessum hópi er fögur, frönsk leikkona að nafni Isabelle Huppert, og fetar hún í fótspor ekki ómerkari lista- manna en Söru Bernharð, Gretu Garbo og Maríu Callas. Enn ríkir meðal almennings óseðjandi forvitni um konuna á bak við hina frægu goðsögn. Enda þótt Alexandre Dumas hafi gert henni glæsileg skil í bókmenntalegu tilliti — hann kallar hana reyndar Marguerite Gautier, — er líklegt, að sann- leikurinn um konuna, sem táldró alla Parísarborg og kom síðar öllum heiminum til að vikna, komi aldrei' að fullu í ljós. Um ellefu mánaða skeið átti Dumas vingott við Marie Du- plessis, og naut þar mægða við allmarga menn. Þegar aðeins fjórar vikur voru liðnar frá dauða ástkonunnar hafði Dumas skrifað leikrit, sem gerði hana að rómantískri söguhetju. Du- mas hafði ekki órað fyrir þeim viðtökum, sem verk hans fékk og þær ollu honum mikilli beizkju. Hann gerðist kvenhatari það sem eftir var ævinnar, en allt síðan hefur menn greint á um, hvort Marie Duplessis hafi verið illfygli eða fórnardýr, siðlaust kvendi eða leiksoppur þess sam- félags, sem lítillækkaði konur. Alphonsine fæddist í Nor- mandí og ólst upp hjá drykk- felldum föður, en móðir hennar hafði hlaupizt á brott. Aðeins 12 ára að aldri hófst „ferill“ hennar er hún gerðist leikfang öldungs nokkurs á æskuslóðum sínum. Þegar hún var 16 ára gömul fluttist hún til Parísar og dró þar fram lífið með ýmsum hætti. Nótt eina, er hún var ða selja eldspýtur í snjókomu, kom her- toginn af Guiche auga á hana og fyrir hans frumkvæði hófst nú ævintýralegur ferill hennar, sem stóð í 7 ár. Á þessu tímabili hneykslaði hún og töfraði París- arbúa. Nýlega kom út ævisaga Marie Duplessis og er þar gengið lengra en í nokkru öðru verki að draga fram hneykslanleg uppá- tæki hennar. Er þar m.a. skýrt frá því, að hún hafi mætt nakin í fínasta klúbbinn í París, þar sem hún heilsaði upp á helztu fyrir- menn borgarinnar. Á tímum hins ljúfa lífs í París var hún frægasta léttúðardrósin, en blómaskeiði hennar og ann- arra stallsystra hennar lauk snögglega eftir hinn auðmýkj- andi ósigur Frakka gegn prússn- eska hernum árið 1870, en upp frá því voru léttúðardrósirnar fyrirlitnar og útskúfaðar. Og nú eru 130 ár og rúmlega það liðin frá dauða þessarar frægu konu, en eigi að síður er hún enn á ný helzta umræðuefn- ið í París. Það er ekki einungis verið að frumsýna nýja kvik- mynd um hana, heldur hefur ævisaga henrrar nýlega verið skrifuð, sem fyrr er sagt, svo og ný skáldsaga um hana og loks hefur verið gerð um hana heim- ildakvikmynd fyrir sjónvarp. PAUL WEBSTER HORMUNGAR Þjóðverjar eiga líka um sárt að binda Fyrir skömmu sýndi norður- þýzka sjónvarpið heimildakvik- mynd um ástandið í Þýzkalandi i stríðslok, er milljónir Þjóð- verja flúðu eða voru reknir frá heimilum sinum. Kom þar glöggt fram, að fjöldi Þjóðverja hefur enn ekki sætt sig við þær hörmungar, sem yfir þá dundu. í myndinni voru sýnd viðtöl við allmarga, sem urðu illa úti á þessum tímum, og geðshræring fólksins leyndi sér ekki. Mörg tár voru felld, og greinilegt var, að nú, 35 árum eftir að atburðir þessir áttu sér stað, voru þeir fólkinu enn i fersku minni og sársaukinn nísti stöðugt. Á milli 6 og 9 milljónir manna í Vestur-Þýzkalandi og Austur- ríki horfðu á myndina. Árum saman hefur Þjóðverj- um verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki gert upp sakirnar við fortíð sína. Sjónvarpsþættirnir bandarísku, Holocaust, snertu þá dýpra en hinar gamalkunnu heimildakvikmyndir um gyð- ingaofsóknir og flutninga á milljónum saklausra karla, kvenna og barna til útrýmingar- búðanna í Auschwitz, Buchen- wald, Maidanek og Treblinka. Sex mánuðum áður en sýn- ingar hófust á Holocaust í Vestur-Þýzkalandi voru lögð drög að gerð þeirrar heimilda- kvikmyndar, sem nú hefur verið sýnd. Þótti þá tími til kominn að skýra frá hörmungum flótta- mannanna, að því er frjálslynda vikuritið Die Zeit kemst að orði. Mynd þessi hafði mikil áhrif á fólk, ekki sízt vegna þess að þar komu fram viðtöl við marga þá, sem lifðu af ógnir styrjaldarinn- ar, flótta og hrakninga, er millj- ónir Þjóðverja frá Austur- Prússlandi og héruðum í Pól- landi, er áður tilheyrðu Þýzka- landi, voru reknir frá heimilum sínum. Af öðrum. hörmungum þessa fólks má nefna glæpi, sem framdir voru gegn Þjóðverjum í Prag og Súdetahéruðunum, og hefndaraðgerðir Sovétmanna gegn pólskum liðsforingjum, en þar áttu ýmsar aðrar Evrópu- þjóðir hlut að máli. Fleira kemur við sögu, svo sem framsal Svía á þýzkum stríðsföngum í hendur Rússa, mörgum árum eftir upp- gjöf Þjóðverja. Þeir, sem fram komu í mynd- inni, lýstu atburðum af miklum tilfinningahita, en þó án alls hefndarþorsta. í mörgum tilvik- um var nauðsynlegt að gera hlé á viðtölunum í miðjum klíðum, vegna þess að tilfinningarnar báru fólk ofurliði, er það reyndi að lýsa eigin hörmungum og afdrifum sinna nánustu. í lok sýningarinnar hringdu margir til sjónvarpsstöðvarinnar í Munchen og kvörtuðu yfir því, að ekki hefði verið nógu djúpt tekið í árinni og fullyrtu að ástandið hefði verið miklu verra, en fram kom í myndinni. Margir skrifuðu um myndina í dagblöð og fundu að því við höfunda hennar, að þeir hefðu ekki tekið það nógu skýrt fram, að það hefði verið árásar- og eyð- ingarstríð Hitlers, sem hefði valdið því, að Þjóðverjum hefði verið sýnd grimmd og harka. - SIEGFRIED BUSCHSCHLUTER Gjörsigraður, allslaus og íóst- urjörðin eitt flakandi sár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.