Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
11
Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri:
Áminning um mikilvægi
bátsins í okkar daglega lífi
Um páskana var haldin sýninK
á bátum og búnaði i Sýninjtar-
höllinni. Við opnun sýninxarinn-
ar flutti Egill Skúli Ingibergs-
son, borjfarstjóri i Reykjavik,
ávarp það, sem hér fer á eftir:
Mér er það mikil ánægja að vera
hér í dag og opna sýninguna
„Bátur og búnaður".
Á þessu ári eru 125 ár síðan
stjórn Reykjavíkurhafnar hélt
sinn fyrsta fund, en það var 21.
jan. 1856, en gjaldskrá fyrir hafn-
araðstöðu — „Hafnartaxti" — var
ákveðinn af innanríkisráðherra
12. maí 1855, m.a. fyrir smábáta.
í ár er svo á fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar nokkur upp-
hæð til þess að hefja framkvæmd-
ir við smábátahöfn, sem lengi
hefur verið rædd af ykkar áhuga-
mannasamtökum, fyrir þá ágætu
fjölskylduíþrótt sem siglingar
geta verið.
Við skoðun á áðurnefndum
tveim skjölum kemur margt at-
hyglisvert fram. T.d. er fundar-
gerðin rituð á dönsku, einnig
gjaldskráin, en á íslenzku lika, og
mismunun í gjöldum er mikil,
eftir því hvort um utanbæjarmenn
eða innanbæjar er að ræða. Þann-
ig skyldu utanbæjarmenn greiða
frá tvöföldu upp i fjórfalt það sem
innanbæjarmönnum vart gert
skylt að greiða. Þætti mörgum í
dag það ekki vænlegt til eflingar
samstöðu hér í þéttbýlinu.
Þá voru einnig ákvæði um hvar
taka mátti seglfestu og hvar skila
aftur, — og er hér kannski einn
fyrsti vísirinn að náttúruvernd, þó
að eflaust hafi það heitið annað og
annar verið megintilgangur.
Enn fremur segir Gils: „Aldrei
hefði íslendingum tekizt að rétta
við eftir áþján margra alda, ef
þeir hefðu haldið áfram að „dorga
dáðlaust uppi við sand“, og eftir-
hafi ekki heyrt talað um skútuöld-
ina, en mynd ungu kynslóðarinnar
af þessu timabili er harla óljós og
þokukennd.“ Býst ég við, að þessi
umsögn gildi einnig í dag.
Margt hefur breytzt frá því að
hafnarstjórn hélt sinn fyrsta
fund, en sennilega er hafnarað-
staða gerð af mannahöndum þýð-
ingarmesta breytingin fyrir vöxt
og viðgang borgarinnar okkar.
í formála að bókinni „Skútuöld-
in“, sem gefin var út 1944, segir
Gils Guðmundsson svo: „Enginn
er sá maður á þessu landi, að hann
látið útlendingum einum að
standa við stjórnvöl á glæstum
fiskisnekkjum. Sá mikli fengur,
Borgarfjörður eystri:
Að mestu orðið
autt í byggð
BorKarfirði eystra, 22. april.
UNDANFARIÐ hefur tíð verið
mjög góð hér austanlands og
hjartsýnir menn vona, að nú sé
sumarið komið eftir erfiðan
vetur. Hér er að mestu orðið
Sænska
þjóðhátíðar-
deginum
breytt
SÆNSKA þingið hefur ákveðið
að frá og með árinu 1981 skuli
þjóðhátíðardagur Svía haldinn
þann 6. júní í stað 30. apríl eins
og undanfarin ár. Dagur þessi
hefur verið haldinn hátíðlegur
undanfarin 60 ár og kallast
fánadagur Svíþjóðar til minn-
ingar um að Gustav Vasa var
valinn til konungs þann dag
árið 1523. Einnig til minningar
um að stjórnarfarsbreytingin
sem gerð var árið 1809 gekk í
gildi þann 6. júní það ár.
sem þilskipin fleyttu að landi,
gerði okkur kleift að rétta úr
kútnum, bæði andlega og efnalega.
Kynslóð skútualdarinnar tók við
litlum og lélegum kænum, en kom
sér upp fríðum flota. Sú kynslóð
tók við atvinnuvegunum örsnauð-
um og niðurníddum, en skilaði
þeim bjargálna. Hún tók við
landinu í áþján, skilaði því frjálsu.
Hún tók við tungunni spilltri,
skilaði henni hreinni. Hún tók við
þjóðerniskenndinni i svefni, skil-
aði henni vakandi. Á fáum áratug-
um var hinum ægilegu vágestum
skorts og kvíða bægt frá íslenzk-
um dyrum. Á skömmum tíma var
sinnulitil og sofandi þjóð glað-
vöknuð og tekin að sinna verkefn-
um, sem hvarvetna biðu.
Það var margt, sem hjálpaðist
að til þess að skapa þessar miklu
og snöggu breytingar, en þilskipa-
útgerðin var hin hagræna undir-
staða þess alis, og hafnaraðstaðan
var nauðsyn."
Því bendi ég á þetta, að ég er
jafnviss um og Gils Guðmundsson,
að samband villi sjósóknar —
skipa — búnaðar og hafnar — er
sá grundvöllur, sem allt okkar
athafna- og menningarlíf hvílir á,
þó að fleiri komi að sjálfsögðu til
með breyttum aðstæðum og for-
sendum.
Kynning báta og búnaðar er því
ekki aðeins auglýsing á dýrum og
fínum búnaði, eins og hér er að
sjá, og er hann þó svo, að ef maður
hefði heyrt um slíkt fyrir rúmum
30 árum, þegar ég var að reyna að
verða sjómaður, hefði verið sagt,
að slíkar hugmyndir yrðu aðeins
til í hugskoti „science fiction"
skáldsagnahöfunda.
Kynningin er langtum frekar
áminning fyrir okkur öll um
mikilvægi bátsins í öllu okkar
daglega lífi um aldir og í mótun
sögu okkar.
Mér er það því mikil ánægja að
opna sýningu þessa og gera það
með orðum, sem hljómuðu um
íslenzka flotann allan, þegar efna-
legur uppgangur okkar var hvað
mestur og vaðandi síld var sótt í
greipar Ægis og notaðir voru
rónir bátar. Þá var kallað: klárir í
bátana, — og þýddi erfiði og átök,
en líka björg i bú. Og lýk ég máli
mínu með þessum orðum: klárir í
bátana. — Sýningin „Bátur og
búnaður" er opnuð.
11. apríl 1981.
Kappræður
um efnið
Hvert stefn-
ir Island
ÆSKULÝÐSNEFND Alþýðu-
bandalagsins skoraði nýlega á
Samband ungra sjálfstæðis-
manna i kappræðufundaher-
ferð um landið. Samband
ungra sjálfstæðismanna hefur
þekkst þessa áskorun Æsku-
lýðsnefndar Alþýðubanda-
lagsins. Fundirnir verða
haldnir á timabilinu 29. april
til 9. maí á eftirtöldum
stöðum: Reykjavik, Akranesi,
Akureyri, Egilsstöðum, Sel-
fossi, Vestmannaeyjum og
Hafnarfirði.
Umræðuefni kappræðufund-
anna verður „Hvert stefnir á
íslandi, hverju þarf að
breyta?"
Á hverjum fundi verða þrír
kappar frá hvorum aðila og
mun hver þeirra tala þrisvar
sinnum, þ.e. í fyrstu umferð 10
mín. en í annarri og þriðju
umferð 5 mín. Leyfðar verða
fyrirspurnir á milli annarrar
og þriðju umferðar. Kapp-
ræðufundirnir verða nánar
auglýstir síðar.
Ef marka má þær undirtekt-
ir er svipaðir fundir þessara
aðila hafa fengið, þá verða
fyrirhugaðir fundir vel sóttir
og fjörugir.
autt í byggð, en talsverður
snjór er i fjöllum.
Við fjölmenna guðsþjónustu á
páskadag voru hér skírð tvö
börn. í fjölmennum sóknum
þætti slíkt engin tíðindi, en hér
hafa barnsfæðingar verið fáar,
þótt í seinni tíð hafi börnum í
okkar fámenna samfélagi farið
fjölgandi.
Er nú bara vonandi, að þessir
nýju þegnar setjist hér að og
festi rætur, en týnist ekki úr
fæðingarbyggð sinni. En til þess
að unga fólkið setjist hér að
verður fyrst og fremst að
tryRRja atvinnu, en slíkt er
nánast óhugsandi í litlu sjávar-
þorpi meðan þar er engin höfn,
eða öruggt var fyrir smábáta,
hvað þá stærri skip.
Á páskadag var hér ljós-
mynda- og málverkasýning í
félagsheimilinu. Voru það tveir
ungir Borgfirðingar, sem að
henni stóðu. Að vísu búsettir á
Egilsstöðum, en Borgfirðingar
samt. Sýndi Helgi Arngrímsson
13 ljósmyndir og Árni Hannes-
son 8 olíumálverk. Einnig var
kaffisala og rann ágóði af henni
til kaupa á kvikmyndasýn-
ingarvél fyrir félagsheimilið.
Meðan gestir nutu hinna
ágætu veitinga lék hinn kunni
tónlistarmaður Aage Lorange á
píanó félagsheimilisins við
mikla ánægju áheyrenda.
VARANLEG
LAUSN
á þök, loft og veggi
Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum.
Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér
óhreinindum og þarf aldrei að mála.
Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það
er ódýrara þegar til lengdar lætur.
Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á
veggi og loft - úti sem inni.
Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og
ráðleggingar ef óskað er.
ffi
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012
SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.