Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
HLAÐVARPINN
MANNASIÐIR
Á fjorur okkar IIIaAvcrpinKa
hcfur rckið merkilcKa bok, scm
„Rekkjusiðir“ hcitir ok Kcfin cr
út í Rcykjavík 1945. Hcfur
monnum líklcxa þá þótt þcim
sióum mcð þjóóinni mjóK áhóta-
vant, hvað sem satft verður um þá
nú. I>að skal þó tckið fram, að
ckki cr um kcnnslu i hólfimi í
þcssari átca'tu hók aó ra'óa, hcld-
ur cr ttcrt K<>ólátIcKt Krín að
hcKÓan manna þar til aó slíkum
æfinKum kcmur. Samkvamt
þcim hcimildum scm Hlaðvarp-
inn hcfur aflaó scr mun það vcra
óllu mikilva'Kara ok munum vió
því hirta nokkrar Klcfsur úr
hókinni þcim til lcióhcininKa,
scm tclja sík þurfa á þcim að
halda:
„En kynleKast allra ævintýra er
þó það að vera lokaður inni í
svefnherherKÍ með annarri mann-
eskju af hinu kyninu, ok verða
samkvæmt samninKÍ að hátta hjá
henni, sofa hjá henni ok vakna hjá
henni á hverjum einasta sólar-
hrinK, hver veit hvað lenKÍ. Þetta
Kristmann Guðmundsson þýddi
„Rekkjusiði“. Ljósmynd Mbl. Rax.
cndursaKði hina þórfu bók
Rekkjusiðir
er kallað „hjónabar.d". Ef til vill
hefur þú þegar lent í því. Að
minnsta kosti Ketur það skollið á,
þe^ar minnst varir."
„Enda þótt konan sé útmökuð í
smyrslaslepju ok vaninhyrnd af
krullupinnum ok eÍKÍnmaðurinn
leKK> frá sér alla KÓða siði um leið
ok hann fer úr jakkanum, verður
maður að komast einhvernveKÍnn í
KeKnum nóttina. Bezt er náttúr-
le^a að senja sem allra minnst.
Vér höfum Kert stutta áætlun
um nokkur samtalsefni, sem ættu
að Keta orðið báðum hjónunum til
ánætyu. Þess ber þó að K*la, að
náh'Ka hvað saklaust hjal sem er
Ketur leitt til rifrildis ok vand-
ræða. SérstakleKa skaltu varast að
minnast einu orði á hattakaup ok
matarreikninga konunnar þinnar,
ef þú vilt, að vel fari.
Þegar þið eruð búin að tala góða
stund um vini ykkar og vanda-
menn á þann hátt, sem ráðlagt er
hér að framan, (karlmennirnir
rígmontnir skíthælar, kvenfólkið
menningarlausar frenjur og
frekjudósir), þá skaltu búa konuna
þína undir svefninn með því að
minnast lítillega á starf þitt og
áhugamál. Það ætti að duga undir
öllum venjulegum krLngumstæð-
um og ekki taka langan tíma. En
sé um svefnleysi að ræða, verð-
urðu að hafa þig upp í að tala við
hana um bókmenntir og listir; það
er hundrað prósent öruggt."
„Það eru bara söngfuglarnir,
þessir litlu, fiðruðu vinir manns-
ins, sem hoppa út úr hreiðri sínu á
morgnana syngjandi gleðisöngva.
En hin æðri dýr, svo sem karl-
menn og kvenfólk, eru einmitt í
allra versta ham á morgnana,
geðill og meinfýsin.
í Frakklandi hafa mæðurnar
þann sið að færa sonum sínum
stóran bolla, fullari af súkkulaði, í
rúmið á morgnana, til þess að
mýkja skap þeirra og búa þá undir
daginn. Vér mundum nú fremur
ráðleggja whisky og sódavatn.
Hafi móðir þó látið undir höfuð
leggjast að gefa þér þennan góða
og hressandi drykk, meðan þú
varst drengur, þá skaitu venja
konuna þína á að færa þér hann í
rúmið á morgnana. Þegar þú ert
búinn að tæma glasið, muntu
syngja eins og fugl á kvisti fram
yfir morgunverð. Og þótt þú verðir
eitthvað svolítið linur á skrifstof-
unni á eftir, gerir það minna tii.“
Það er annars gott að temja sér
að fara ekki á fætur fyrr en um
hádegisbilið, því morgnar eru yfir-
leitt leiðinlegir."
Bókin er yfirfull af ágætum
ráðleggingum og .heilræðum sem
þessum, en vegna þrengsla verður
að fara hratt yfir sögu og munum
við láta nægja til viðbótar því,
sem komið er, að birta lokakafla
bókarinnar:
„Hvort á að segja síðasta orðið,
eiginmaðurinn eða konan? — Því
er fljótsvarað: Hvorugt! Þau
hvísla bara hvort í annars eyra:
Góða nótt, stelpa! Góða nótt,
drengur! — Yfirleitt er viturlegt
að segja sem allra minnst í
svefnherberginu, — þar eiga
verkin að tala.“
Það var rithöfundurinn Krist-
mann Guðmundsson, sem þýddi og
endursagði þessa bók eftir amer-
ískri bók, „Bad Manners" og því
leitaði Hlaðvarpinn til Krist-
manns og bað hann segja sér
ofurlítið um bókina.
„Ég vil nú sem minnst um þessa
bók tala, fólk hefur alltaf verið að
bendla mig við kynlíf og margir
telja að ég hafi þýtt þessa bók
vegna áhuga míns á því. Það er
hins vegar alrangt, í þessari bók
er ekkert um kynlíf og því vil ég
alls ekki flíka, það er einkamál
manna.
Ég þýddi þessa bók fyrir Ragnar
Jónsson, eiginlega út úr neyð.
Þetta var á stríðstímunum og þá
var búið að loka á allar greiðslur
til mín fyrir þýðingar á verkum
mínum erlendis og mig vantaði
hreiniega peninga. Þetta var am-
erísk bók, sem hét „Bad Manners",
en hún höfðaði nær eingöngu til
Bandaríkjamanna, svo ég skrifaði
hana nær eingöngu sjálfur. Hún
olli talsverðu umtali og seldist
upp, eftir að Ragnar Jónsson hafði
komið þeirri sögu á kreik að búið
væri að banna hana.“
Hefur ekki meira verið gert af
því að þýða eftir þig, en að þú hafi
þýtt eftir aðra?
„Jú, það er alveg rétt, bækur
eftir mig hafa verið þýddar á um
30 tungumál, en það er alltaf
einhverju stolið líka, sem manni
er meira og minna ókunnugt um.
Mest hefur verið þýtt eftir mig á
asíu-mál og í austantjaldslöndun-
um. Til dæmis hefur talsvert verið
þýtt eftir mig á kínversku og
japönsku, en þar er erfitt að fá þá
til að borga. í Júgóslavíu hafa
verið þýddar eftir mig bækur á 4
tungumál, meðal annars á Svart-
fellingamál. Bæði Júgóslavar og
Tékkar sendu mér spurningalista,
þegar til stóð að þýða eftir mig. Þá
var ég meðal annars spurður að
því hvort ég væri kommúnisti. Ég
svaraði því til að ég hataði
kommúnista og fékk þá það svar
að það væri þeim andskotans
sama um. Það var líka talsvert
þýtt eftir mig í Þýzkalandi, en
nazistarnir bönnuðu bækurnar
mínar vegna þess að ég vildi ekki
fara niður eftir til að halda
fyrirlestra fyrir þá.
Annars er það verst nú að nær
allir þýðendur eru kommúnistar
og því fá varla aðrir en flokks-
bræður náð fyrir augum þeirra,"
sagði Kristmann.
Að lokum þykir mér við hæfi að
segja litla sögu af þeim Krist-
manni og Jóhannesi úr Kötlum, en
þeir voru kunningjar og kváðust
oft á. Eitt sinn hittust þeir í
fjölmenni og kastaði Jóhannes þá
þessari stöku fram:
Lít ég einn sem list kann,
löngum hafa þær kysst hann,
Kristmann.
Kristmann svaraði að bragði:
Einnig þó vér ötlum
að þær fari úr pjötlum
í Kötlum.
Það er hægt að
borða annað en
soðinn fisk og ofn-
steikt lambalæri
„Á undaníörnum árum hefur
áhugi fólks hér á landi á mat
og matargcrö, stórlega aukist.
Fjölbreyttara vöruval og hin
tíðu ferðalög íslendinga er-
lendis, eiga stóran þátt í þess-
um áhuga. Eiginmenn eru
orðnir virkari þátttakendur í
matargerð en áður tíðkaðist
og fleira mætti tína til. Við
eigum einnig völ á stórkost-
legu hráefni til matargerðar
og sjálfsagt er að nýta sér það
til fullnustu.
Með tilkomu þessa blaðs, er
gerð tilraun til þess að mæta
þörf sem við höldum að sé fyrir
hendi, ekki eingöngu fyrir upp-
skriftum um mat, heldur líka
fyrir öllu sem snertir mat,
matargerð og borðhald, eða er á
einhvern hátt tengt eldhúsi og
borðstofu.
Ætlunin er, að ef vel gengur,
muni blað þetta koma út fjór-
um sinnum á ári.
Við munum fá góðborgara til
þess að sýna í máíi og myndum
hvernig þeir koma fram sem
gestgjafar. Veitingahús verða
kynnt og matvörufyrirtæki.
Kennt verður að úrbeina kjöt
og greinar verða um margvís-
legt efni, allt tengt mat og
matargerð. Allar uppskriftir,
aðrar en þær sem „gestgjafar"
blaðsins kynna, eru prófaðar og
staðfærðar af okkur og upplýs-
ingar eru um hvar hlutirnir
fást.
Uppástungur um efnisval eru
vel þegnar.
Eflaust er sitthvað sem finna
má að í þessari fyrstu tilraun
okkar til blaðamennsku, en við
vonum að lesendur blaðsins
taki viljann fyrir verkið og að
sem flestir geti fundið sér
eitthvað við sitt hæfi.“
Þetta segja hjónin Elín
Káradóttir og Hilmar B. Jóns-
son, veitingastjóri, um blað sitt
„Gestgjafann", sem nýlega hef-
ur litið dagsins ljós í fyrsta
sinn. Blaðið fjallar, eins og þau
hafa þegar sagt, um matargerð
og allt, sem henni við kemur og
er hið vandaðasta á allan hátt
og prýtt mörgum ágætum
ljósmyndum, sem Hilmar hefur
að mestu leyti tekið sjálfur.
Okkur Hlaðverpingum þótti
það því mjög við hæfi að hafa
tal af þeim hjónum og fylgjast
með því, hvernig efni „Gest-
gjafans" yrði til.
Þegar okkur bar að heimili
þeirra Elínar og Hilmars í
Hafnarfirði, voru þau hjónin
önnum kafin við að matbúa
lúðu, kennda við sænsku kon-
ungsættina. Hún var síðan sett
á dúklagt borð og mynduð í bak
og fyrir og það var ekki fyrr en
við höfðum gert kræsingunum
góð skil, að þau gáfu sér tíma
til að rabba við okkur.
„Við vorum búin að ganga
með þessa hugmynd í magan-
um í mörg ár og það má segja
að meðgöngutíminn hafi verið
nokkuð langur, en fæðingin
gekk betur en við bjuggumst
við. Blaðið hefur fengið mun
betri viðtökur en við höfðum
þorað að vona, þar sem það er
mjög lítið auglýst og þar að
auki nýtt af nálinni. Við höfum
þegar selt um 6.000 eintök og
það má segja að það renni
stoðum undir þá skoðun okkar
að mikil þörf hafi verið á'
íslenzku blaði af þessu tagi, en
það getur verið að salan detti
niður, þegar nýjabrumið er
farið af blaðinu," sögðu þau
hjónin.
„Þetta er hörku spennandi og
skemmtilegt verkefni, okkur
gengur vel að vinna saman, en
því er ekki að neita að það
liggur mikil vinna að baki
hvers blaðs, við vorum 6 mán-
uði að koma þessu út, en síðan
er svo ætlunin að það komi út á
þriggja mánaða fresti. Við
vinnum biaðið að öllu leyti sjálf
til prentunar að undanskilinni
framköllun og filmugreiningu,
svo nóg er að gera og þetta
hentar Elínu mjög vel, þar sem
hún varð að hætta að vinna
fyrir 3 árum vegna liðagigtar.
Við höfum líka lifað og hrærzt í
matargerð og veitingamennsku
í 20 ár, eða síðan Hilmar
byrjaði að læra, svo þetta er á
okkar aðaláhugasviði.
Það er æði margt, sem veldur
auknum áhuga Islendinga á
mat og matargerð. Aukið vöru-
úrval, ferðalög erlendis og fjöl-
gun matsölustaða af öllum
gerðum hafa orðið til þess, að
Islendingar hafa séð að það er
hægt að borða annað en soðinn
fisk og ofnsteikt lambalæri.
Það er tvímælalaust mikill
menningarauki að þessari
breytingu og þeirri hugarfars-
breytingu, sem henni fylgir.
Áður þótti það nánast glæp-
samlegt, ef maður leyfði sér að
fara með börnin út að borða á
vínveitingahús, þó á þeim tíma
væri ekki um annað að ræða, en
nú er komið svo mikið af
svokölluðum milliveitingahús-
um þar sem öll fjölskyldan
getur farið út að borða og notið
þess í ró og næði, að slíkt þykir
alveg sjálfsagt. Það er reyndar
alveg út í hött að reyna að
sameina það að borða og dansa
á sama staðnum, á slíkum
stöðum fær maður hvorki góð-
an mat né næði til þess að
borða hann.“
Hvernig lítur fjárhagslega
hliðin á útgáfunni út?
„Ætli það megi ekki segja að
hún líti sæmilega út, en það er
margt, sem kemur þar til. Það
hefur gengið svolítið erfiðlega
að fá auglýsingar í þetta fyrsta