Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRIL 1981 13 „Kræsingarnar komnar á diskana. búið að ljósmvnda þær og þá er bara að setjast niður og borða,“ segja hjónin Elín Káradóttir og Ililmar Jónsson, útgefendur gestgjafans. Ljósmynd Mbl. Emilía Björg. blað, eins og eðlilegt er, en það lagast vonandi. Þó verður mað- ur að gæta þess að ganga ekki of langt í þeim efnum. Það veltur svo auðvitað mikið á því að sem flest eintök seljist, en það eru skattar og tollar, sem kannski skipta mestu máli. Okkur er gert að greiða sölu- skatt af blaðinu, þar sem talið er að þetta sé eingöngu gert til að hafa af því hagnað. Við gerum þetta hins vegar af áhuga, þó að við reynum auð- vitað jafnframt að hafa af því einhvern hagnað. Það mætti engu að síður líta á þetta blað sem fræðslurit og þar með væri það söluskattslaust. Okkur hefði einnig verið í lófa lagið að gefa blaðið út í nafni einhvers félagsskapar og losna þannig við söluskattinn. Þá er það eitt óréttlætið, að hér á landi er fullt af erlendum blöðum, sem flutt eru inn tollalaus, á meðan pappírinn í íslenzku blöðunum er tollaður. Það hlýtur að skjóta skökku við, að með þessu er verið að styðja erlenda blaðaútgáfu og draga úr inn- lendum iðnaði, því að þegar málum er svona háttað verður það til þess að margir leita eftir prentun erlendis til að komast hjá pappírstollinum.“ Er það ekki erfitt fyrir ykkur að gera svona mikið sjálf? „Bæði og, við gætum ekki gefið blaðið út, ef við þyrftum að kaupa að allar myndatökur og útlitsteikningu með fleiru, það yrði allt of kostnaðarsamt. Við höfum komið okkur upp tækjum til að vinna allt sem við gerum sjálf og höfum verið að prófa okkur áfram og það hefur bara gengið vel. Ég hef unnið mikið með ljósmyndurum við myndatökur á mat og hef lært ýmislegt af þeim og hvað varð- ar uppsetningu blaðsins, þá er bara að skoða önnur blöð og prófa sig áfram. Það koma stundum upp ýmis spaugileg atvik og oft þarf að svindla svolítið. Þegar ég var að mynda humar-souffléið, sem er í blað- inu núna þurfti ég að hafa fyllinguna miklu meiri en góðu hófi gegnir. Það voru því allir á heimilinu orðnir hundleiðir á að borða það alla vikuna. Þegar kaffidrykkir eru myndaðir þarf maður að setja mjög mikinn sykur í þá vegna þess að ljósmyndunin tekur oft svo óheyrilega langan tíma, en þá verða þeir jafnframt ódrekk- andi. Nú, svo prufum við og stað- færum allar okkar uppskriftir og við það er talsverð vinna, en hún er ákaflega skemmtileg, því það er alltaf gaman að fást við matargerð og borða góðan mat.“ Eruð þið ekkert hrædd um línurnar innan um allar þessar kræsingar? „Nei, við erum ekkert hrædd um þær, maður þarf alls ekki að fitna, þó maður borði góðan mat, svo fremi sem maður borði sér ekki til óbóta. En menn verða að gæta þess að vera ekki sín eigin ruslakista, þá er hætt við því að línurnar verði anzi bogadregnar. Ég veit ekki til þess að það séu fleiri en þrír feitir kokkar í landinu, svo fita er greinilega ekkert vandamál meðal okkar," sagði Hilmar að lokum. BÓKMENNTIR I Laxne^s sviptir ljóman- um af Islendingasögunum EINS og kunnugt mun flestum landsmönnum hefur Halldór Laxness verið að gefa út æfisögu sína í áföngum siðustu ár. Nýlega kom „Sjomeistarasaga" út i danskri þýðingu Eriks Sönder- holms og birtist í því tilefni ritdómur um hókina i danska biaðinu „Aktuelt“ þann 7. þessa mánaðar og er þar farið mjög lofsamlegum orðum um hana. Hlaðvarpanum hefur borizt þessi ritdómur og þar segir höf- undur hans, H. Stenholt Laursen meðal annars á þessa leið: „Hall- dór Laxness hefur gefið okkur bók, sem ekki aðeins er meistara- verk, heldur einnig gjöf til allra Dana, sem telja sig deila ást Islendinga á góðum bókmenntum. Hér kynnist maður stórsnjallri frásagnargáfu, þróun skáldsins og uppruna og umhverfi þess.“ I ritdómnum er æfi Halldórs að nokkru rakin og sagt frá nokkrum verka hans og skoðanaskiptum. Þar er einnig sagt að hann hafi svipt Islendingasögurnar ljóma sínum, að hann með stuðningi nútimarannsókna hafi aflífað goð- sögnina um Islendingasögurnar, sem frásögn af atburðum á Islandi á víkingaöldinni. Að þær séu skrifaðar á miðöldum og komi sögulegum sannleika ekkert við og að hann telji norsku konungana Ólaf Tryggvason og Harald Hár- fagra sjóræningja og stigamenn. Ennfremur segir þar að Halldór álíti Vínlandskortið fræga vera falsað. TVadag 7. apriMMI ■ Afctua* 33 omkring pðsken 1981 UflMlm Incfcyfcranga- Stdata trWt for ndcwmg Tortdag 16/4 fradagd 10. vrilld. 14 Fradag 17/4 Ucfcommar AKTUELT kka Lardag 18/4 Mandagd. 13.a|»«U. 11 Sfcndag 19/4 TEKSTSIOEANNONCER Fradagd. 10. «rilU. 14 SMvtog 19/4 RUBRIKANNONCER Fradagd. 10. aprilU. 14 Mandag 20/4 Udkommar AKTUELT kka Tiradag 21/4 Mandagd 14 apnlkl. 13 Onsdag 22/4 Tradagd. 15. apnlU. 13 Indleveringsfrister for annoncer i AKTUELT ALÞJÓÐLEG LÍKNARSTARFSEMI íslenzkir þátttakendur í Luxemborgarbasarnum ÍSLENDINGAR koma víða við í hinum stóra heimi. Fyrir nokkru tók ísland þátt i hinum alþjóðlega basar Luxemborgar, 8. árið í röð og söfnuðust þar í allt um 1 milljón islenzkra króna. Þetta var 20. skiptið, sem þessi basar var haldinn og voru mikil hátíðahöld i tilefni þess. Mcðal annars kom þar vcrnd- ari basarsins, hertogaynjan af Lux- emborg ásamt tilvonandi tengda- dóttur sinni. Basarinn stóð í tvo daga og söfnuðust alls rúmlega fimm og hálf milljón belgískra franka, sem mun vera rúmlega 1 milljón íslenzkra króna. Stærsti hluti þessarar upp- hæðar rennur til flóttabarna frá Eþíópíu og ýmmissa góðgerðastofn- ana í Luxemborg. Þá er yfirleitt eitthvað gefið til þeirra landa, sem taka þátt í basarnum. Til íslands fara í þetta skiptið tæplega 19 þúsund krónur, sem renna til Öskju- hlíðarskólans, en þaðan var send umsókn þess eðlis síðastliðið haust. Á þessum 20 árum, sem basarinn hefur verið haldinn hafa alls safnazt rúmlega 5 milljónir króna og hefur íslands oftast verið eitt af söluhæstu löndunum og í þetta . skiptið komu unt 46 þúsund krónur frá íslenzku deildinni, sem varð 8. hæst. Þessi ágóði fæst aðallega af sölu íslenzkrar ullarvöru, sem er mjög vinsæl á þessum slóðum, íslenzkrar síldar og af föndri íslenzkra kvenna i Luxemborg. Athygli skal vakin á því að íslenzkar góðgerðastofnanir geta sótt um styrk til íslandsdeildar basarsins og mun formaður deildar- innar, Sólveig Stefánsdóttir, 1 An Hesselter, Godbrange, Luxemborg, veita þeim viðtöku. Deildin vill einnig vekja athygli f.vrirtækja hér heima fyrir á því, að allar gjafir til þessa góða málsstaðar' eru vel þegnar og jafnframt vill hún koma á frantfæri þakklæti til Elug- leiða fyrir flutning á vörum þessum til Luxemborgar. íslenzki básinn og basarnefndin. Talið frá vinstri: Margrét Ingimars- dóttir. Bjargey Eyjólfsdóttir. Ólína Jónasdóttir. Sólveig Stefánsdóttir. Þórhildur Hinriksdóttir, Helga Adólfsdóttir ug Jórunn Ingvarsdóttir. Ljósmyndir Snorri Leifsson. Sólveig Stefánsdóttir. formaður íslandsdeildar Luxemborgarbasars- ins. tilvonandi tengdadóttir hertugans af Luxemborg og hertogaynjan af Luxemborg. verndari basarsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.