Morgunblaðið - 25.04.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRIL 1981
19
krossinum á Golgata. Guð kom
í Kristi til þess að frelsa okkur
og gefa okkur það samfélag við
sig sem við vorum sköpuð til í
öndverðu, en misstum við
syndafallið, er maðurinn mis-
beitti frelsi sínu og sneri baki
við Guði. í Kristni gaf Guð líf
sitt til þess að gefa okkur
aðgang að himni sínum og
eilífa lífinu með sér. Það sem
enginn maður gat gjört í sjálf-
um sér, gjörði Guð í Kristni.
Þess vegna dó hann á krossin-
um, er hann tók synd okkar
manna á sig og reis aftur upp
frá dauðum til þess síðan að
gefa okkur hlutdeild í upprisu-
sigri sínum fyrir trúna á sig.
Þetta er ákveðin kenning
kristinnar trúar. Þess vegna er
kristindómurinn einstæður.
Engin mannleg trúarbrögð
geta jafngilt þessu. Þau benda
öll á manninn sjálfan og krefj-
ast þess af honum í einni eða
annarri mynd, að hann ávinni
sér sjálfur sáluhjálp sína. Þau
boða sjálfslausn mannsins,
Sr. Jónas Gislason dósent
kennir kirkjusögu og kirkju-
deildarfræði við Háskóla ís-
lands
Eru ekki aðrar kirkjur jafngóðar þeirri lútersku og
eru reyndar ekki önnur trúarbrögð jafnholl mannin-
um og kristin trú? Beinast þau hvort sem er ekki öll
að því að gera líf mannsins betra?
Er ekki nóg að vera almennt trúaður?
Hitt er alrangt, ef menn
gjöra kristna trú einvörðungu
að „mannbótar“hugsjón, þar
sem eini tilgangur trúarinnar
sé fólginn í því að bæta mann-
lífið hér á jörðu.
En nú má enginn misskilja
lætur sér aldrei nægja að segja
aðeins: Komið! Þegar við höf-
um komið til hans og þegið náð
hans og hjálpræði, segir hann
jafnframt við okkur: Farið!
Berið mér vitni. Segið öðrum
frá því, sem ég hef gjört fyrir
þig, svo að þeir megi einnig
koma til mín og eignast trúna.
Lifandi trú hlýtur því eðli
sínu samkvæmt ætíð að vera
virk trú, starfandi í kærleika á
öllum sviðum mannlegs lífs.
Trúin er líf, og allt líf verður
að næra, svo að það deyi ekki
út. Næring kristinnar trúar er
fólgin í lestri Guðs orðs og bæn
til Guðs um, að hann gefi
okkur sinn heilaga anda, svo að
hann ljúki orði sínu upp fyrir
okkur og skapi trúna í hjörtum
okkar.
III
Lokaatriðið í spurningu
dagsins snýst um, hvort lút-
erska kirkjan sé betri en aðrar
kristnar kirkjur. Hér er vandi
að svara, svo að öllum sé gjört
rétt til.
Ég trúi því, að Guð hafi
kallað Martein Lúther á sínum
tíma til þess að áminna kirkj-
una og minna hana á skyldur
Þegar rætt er um trúna, er
ég hræddur um, að þörf sé á að
byrja á því að gjöra grein fyrir
hugtökum og merkingu þeirra.
Hvað er trú? Hvað er fólgið í
því að trúa?
Mér segir svo hugur um, að
hugtakið trú hafi á sér nei-
kvæðan blæ í hugum margra.
Menn tala oft um trúgirni sem
andstæðu við rólega íhugun og
athugun mála, svo að dæmi sé
nefnt.
Hvað merkir trú í uppruna-
legri merkingu?
Flestir mundu eflaust svara
því, að trú væri fólgin í að
samsinna einhverri skoðun eða
aðhyllast einhverja þekkingu.
Ég trúi því, að Tokío sé höfuð-
borgin í Japan og Reagan sé
forseti Bandaríkjanna. Ég
hygg jafnframt, að fjölmargir
yfirfæri þessa merkingu yfir á
kristið trúarhugtak þannig, að
kristin trú sé fólgin í því að
trúa á tilveru Guðs og boð-
skapinn um, að Jesús Kristur
hafi fæðzt inn í mannlega
tilveru til þess að verða frels-
ari okkar. Og auðvitað er þetta
rétt að vissu marki. Slík sann-
færing er og hlýtur ætíð að
vera hluti kristinnar trúar.
Samt er þetta aðeins rétt að
vissu marki. Kristin trú er
jafnframt annað og miklu
meira. Gríska orðið, sem á
íslenzku er þýtt með trú, hefur
tvöfalda merkingu. Það merkir
bæði trú og traust. Og hin
kristna merking trúarinnar
kemur miklu betur fram í
traustinu. Að trúa á Guð er
fólgið í því að treysta Guði,
hvað sem ber að höndum, í
öllum tilvikum lífsins. Trúin er
traust á Guði, sem kemur fram
í verki.
Taktu guðspjöllin og lestu
frásögurnar um, þegar menn
komu til Jesú með vanda sinn
eða vanda annarra í hverju,
sem hann var fólginn. Svar
Jesú var jafnan eitt og hið
sama: Trú þín hefur læknað
þig! Trú þín hefur gjört þig
heilan! En í fæstum ef nokkru
atviki er okkur sagt um af-
stöðu fólksins til Jesú að öðru
leyti en að það kom til hans.
Sumir komu jafnvel fullir efa-
semda: Ef þú getur nokkuð? Ég
trúi! Hjálpa þú vantrú minni!
í hverju var trú fólksins
fólgin? Það leitaði með
vandann til Jesú Krists, hvern-
ig svo sem tilfinningum þess
var farið. Von þess var bundin
við hann.
Þess vegna finnst mér bezta
svarið við spurningunni um
eðli trúarinnar vera: Trúin er
traust, sem kemur til Jesú!
Hvernig svo sem ytri aðstæð-
um kann að vera farið, hvað
sem líður tilfinningum okkar,
þótt efasemdir sæki á, leitum
við með vandann til Jesú.
Þegar við komum til hans,
játum við trú okkar á hann,
traust okkar á honum. Og
þannig lærum við sífellt betur
að þekkja Krist og treysta
honum.
II
Skiptir ekki mestu máli að
vera trúaður, var spurt?
Jú, það skiptir mestu máli
samkvæmt þessari skilgrein-
ingu, því að ,við verðum að
koma til Krists. Annars förum
við á mis við náð hans og
kærleika. Enn gildir hið sama
eins og á þeim dögum, er hann
gekk um í mannlegu holdi: Þeir
einir fengu lækningu og líkn,
sem komu til hans. Hinir sem
sátu kyrrir heima, fóru á mis
við hann.
Hitt getur aldrei verið nóg
að aðeins að vera sannfærður
um, að einhver kenning sé
sönn, ef sú sannfæring ber sér
ekki vitni í lífi okkar.
I beinu framhaldi af þessu
má svara því, að kristin trú er
frábrugðin öllum trúarbrögð-
um manna. Jesús segir sjálfur
um sig: Ég er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið. Enginn kem-
ur til föðurins, nema fyrir mig.
(Jóh. 14:6). í Jóhannesarguð-
spjalli segir einnig: Enginn
hefur nokkurn tíma séð Guð.
Sonurinn eingetni, sem hallast
að brjósti föðurins, hann hefur
veitt oss þekkingu á honum
(Jóh. 1:18).
Kristin trú boðar að Jesús
Kristur sé hinn einstæði, sem
eigi engan sinn líka í hópi
manna. Hann er Guð, kominn
inn í mannheim í holdi manns.
Við mætum Guði jafnt í litla
barninu í jötunni eins og á
Menn komu til hans hópum saman ...
hvort sem þau birtast í indv-
erskri naflaskoðun og íhugun, .
sem öll beinist inn á við að
manninum sjálfum, eða trúnni
á eigin getu mannsins í ann-
arri mynd. Kristin trú byggist
á því, að eini hjálpræðis-
grundvöllurinn sé lagður af
Guði í Kristi. Hann er þess
vegna að finna utan við okkur
sjálf. Guð hefur gripið inn í líf
okkar til þess að gefa okkur
það, sem við gátum aldrei
eignazt í okkur sjálfum eða
fyrir eigin kraft og tilverknað.
Þannig er tilgangur krist-
innar trúar sá að koma á nýju
sambandi milli skaparans og
hins skapaða, milli Guðs og
manns, opna manninum þær
dyr inn til eilífrar tilveru með
Guði, sem lokazt höfðu mann-
inum forðum daga.
þessi orð mín. Þótt „mannbæt-
ur“ séu alls ekki tilgangur
kristinnar trúar í þessum
venjulega skilningi, hljóta
„mannbætur" ætíð að vera
eðlilegur ávöxtur þeirrar trúar,
þess trausts, sem skapst í
hjarta kristins manns. Ef slík-
ar „mannbætur" birtast ekki í
lífi kristins manns, hlýtur eitt-
hvað að vera bogið við trú
hans. Þarna gilda orð Jakobs-
bréfsins um, að trúin sé dauð
án verkanna (Jak. 2:26).
Þess vegna gjörir kristin trú
ráð fyrir því og raunar kröfu
um, að kristinn maður ástundi
góð verk, ekki til þess að leggja
grundvöll að hjálpræði sínu,
heldur sem ávöxt þeirrar trú-
ar, sem hann á í hjarta sínu.
Og í framhaldi af þessu má
minna á, að Jesús Kristur
Grundvöllur trúarinnar er upprisa Krists
sínar að byggja allan boðskap
sinn á grundvelli þeirrar opin-
berunar, sem okkur er gefin í
Heilagri Ritningu. Ég trúi því
jafnframt, að starf Lúthers
hafi borið mikinn og heilla-
vænlegan ávöxt í kirkjunni,
ekki aðeins í þeirri grein henn-
ar, sem kennd er við nafn hans,
heldur einnig í öðrum kirkju-
deildum. Mér finnst persónu-
lega, að evangelisk-lúthersk
kirkja leggi meiri og betri
áherzlu á hina óverðskulduðu
náð Guðs, sem veitist okkur án
eigin tilverknaðar í trúnni á
Krist, en aðrar kirkjudeildir.
Það merkir ekki hitt, að ég
haldi, að lúterska kirkjan ein
búi yfir öllum sannleikanum.
Mér hefur lærzt, að kristna
menn er að finna í sérhverri
þeirri kirkjudeild, sem boðar
trúna á hjálpræði Guðs í
Kristni fyrir dauða og upprisu
hans. Og sennilega skiljum við
þá fyrst dýpt kristinnar trúar,
er við skynjum allan marg-
breytileikann, sem Guð birtir í
þessum kristnu kirkjudeildum.
Þess vegna þurfa kristnar
kirkjur að læra að vinna sam-
an, vera sammála um að vera
ósammála um þau atriði, þar
sem skoðanir kunna að vera
skiptar, ef þær varðveita
kjarna kristindómsins um
hjálpræðisverk Guðs í Kristni.
Ég heyri til lútersku kirkj-
unni vegna þess, að hún flytur
mér þennan kjarna skýrar og
betur en aðrar þær kirkju-
deildir, sem ég hef kynnzt.
Að þessum orðum skrifuðum
er mér fullljóst, að hér er ekki
um tæmandi svar að ræða við
spurningu dagsins. Efni henn-
ar er meira og margslungnara
en svo, að því verði gjörð
tæmandi skil í stuttri blaða-
grein. Hitt vona ég, að hún hafi
hjálpað þér, sem berð slíkar
spurningar í huga. Komdu til
Jesú Krists með vandamál þín
og spurningar í trausti þess, að
hann geti leyst vanda þinn. Þá
veit ég, að þú færð að reyna hið
sama og kristnir menn hafa
fengið að reyna á öllum tímum
eftir hjálpræðisverk Krists.
Guð mun skapa trúna í hjarta
þínu fyrir sinn heilaga anda.
Guð blessi þig.
Jónas Gislason