Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 20
Það var mikið líf ok fjör i kringum rásmorkin i Hlíðarfjalli enda keppendur marjfir.
Fjögur hundruð börn keppa nú á
Andrésar andar-leikunum á skíðum
Sumardagurinn fyrsti
rann upp bjartur og fagur á
Akureyri. Bærinn skartaöi
sínu fegursta, Pollurinn
rennisléttur og fjallasýnin
var tignarleg í sólinni. Rétt
rúmlega níu um morguninn
mátti sjá hvern langferöa-
bílinn af öörum leggja leið
sína í skíðaparadís þeirra
noröanmanna, Hlíöarfjall.
Fjögur hundruö keppendur
víðsvegar aö af landinu
voru mættir á Akureyri til
þess aö taka þátt í 6.
Andrésar-andar-leikunum á
skíöum sem hófust þennan
dag.
Veður í Hlíöarfjalli gat
varla verið betra. Glamp-
andi sól og logn. Eins
ákjósanlegt keppnisveður
og hugsast gat. Örlítill
þokuslæöingur var á toppi
fjallsins fyrst um morguninn
en hann hvarf fljótt. Þennan
fyrsta keppnisdag var
keppt í stórsvigi 7, 8 og 9
ára í svokallaðri Hjallabraut
og í svigi 11 og 12 ára viö
Strýtu um morguninn, en
eftir hádegi fór fram stór-
svig 10 ára.
Þaö var greinilega mikill
hugur í hinum ungu kepp-
endum, þeir voru einbeittir
á svipinn þar sem þeir tóku
fram skíðaútbúnaö sinn og
geröu sig klára fyrir keppn-
ina. Elstu keppendur á
Andrésar andar-leikunum
eru 12 ára og þeir yngstu
reyndust vera 4 ára að
þessu sinni. Flest haföi
unga fólkiö undirbúiö sig
vel fyrir keppnina og nú var
stóra stundin aö renna upp.
Sum þeirra voru nú aö taka
þátt í sínu fyrsta stórmóti.
Þaö mátti lesa spenning út
úr andlitum flestra. Skíða-
mót Andrésar er fjölmenn-
asta skíöamót sem fram fer
hér á landi.
Mótseldurinn tendraður fyrir utan Akureyrarkirkju við setningarat-
höfnina. Ljósm. Þórarinn.
Einbeitintnn skein út úr andlitum unga fólksins i keppninni. Hér er
einn albúinn i rásmarkinu. Það var með ólíkindum hversu mikla
hæfni unga kynslóðin sýndi á skíðunum.
„Erfitt að
taka litlar
beygjur“
— segir Pálmar Pét-
ursson sem byrjaði á
skíðum 2 ára
HANN ER ekki hár í loftinu hann
Pálmar Pétursson úr Reykjavík.
Enda er hann ekki nema sjö ára
gamall. En máltækið segir:
„Margur er knár þótt hann sé
srnár" og það á svo sannarlega vel
við hann Pálmar. Þrátt fyrir
ungan aldur rennir hann sér svo
fimlega á skíðum niður brekkurn-
ar að margur fullorðinn gæti
öfundað hann. Hann var ekkert
nema öryggið sjálft í stórsvigs-
keppninni í flokki sjö ára. Fór af
miklum krafti í gegnum öll portin
í brautinni og keyrði á fullri ferð.
Pálmar varð í fjórða sæti í sínum
flokki. Hann var nú frekar feim-
inn og hlédrægur er blaðamaður
Mbl. fór að spjalla við hann enda
óvanur þeim með öllu.
— Þetta er nú í fyrsta skipti
sem ég keppi hér á Andrésar
andar-leikunum. En mér fannst
þetta mjög skemmtilegt. Stórsvig-
ið er líka uppáhaldsgreinin mín.
Svigið er ekki eins skemmtilegt.
Það er svo erfitt að taka litlar
beygjur. Ég ætla nú samt að
keppa í sviginu. En ég held að mér
komi ekki til með að ganga eins
vel þar. Það er svolítið harðfenni í
brautinni, en það var líka það eina
sem gerði mér erfitt fyrir, sagði
þessi ungi skíðamaður.
Pálmar, sem er í skíðadeild
Ármanns, sagðist fara á skíði í
Bláfjöllin oftast um helgar. Hann
byrjaði á skíðum tveggja ára
gamall. Hann var ákveðinn í því
að halda áfram að æfa sig á
skíðum og keppa áfram.
„Mér finnst þetta vera mjög
skemmtilegt mót,“ sagði Páimar
Pétursson frá Reykjavik.
Skipulag eins
og best
verður
Það eru sjálfsagt fæstir sem
gera sér í hugarlund hversu mikið
starfslið þarf til að framkvæma
keppni sem Andrésar andar-
leikana. Um 100 manns störfuðu í
Hlíðarfjalli fyrsta dag mótsins.
Mikill tími hafði farið í undirbún-
ingsstarf. Það var athyglisvert
hversu allt gekk vel fyrir sig. Allt
skipulag gekk eins vel fyrir sig og
nokkur kostur var. Átti það jafnt
við keppnina sjálfa og það sem var
þar fyrir utan.