Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Verðstöðvun eða
verðsprenging
Málefni Sementsverksmiðjunnar hafa verið í brennidepli almanna-
athygli undanfarið. Þetta ríkisfyrirtæki hefur verið rekið með
100 milljóna gamalkróna mánaðarhalla og legið ítrekað við stöðvun í
rekstri þess vegna olíuskorts, en olíufélögin hafa neitað afgreiðslu vegna
skuldasöfnunar verksmiðjunnar. Fyrirtækið hefur verið rekið með
„reddingum" frá degi til dags í formi lána úr ríkissjóði, sem þakkaðar
eru dómsmálaráðherra, þingmanni Vestlendinga, en ekki iðnaðarráð-
herra, sem fyrirtækið heyrir undir. Sá síðarnefndi er og þekktari fyrir
að velta vöngum yfir málum en höggva á hnúta í þjóðarbúskapnum.
Málefni Sementsverksmiðjunnar eru dæmigerð fyrir ríkisbúskapinn.
Annarsvegar spegla þau rekstrarlega stöðu fjölmargra ríkisfyrirtækja,
sem rekin eru með verulegum halla, tilheyrandi skuldasöfnun og
vaxtabyrði, sem endanlega kemur mun verr við kaupendur þjónustunn-
ar, almenning, en þegar hún er seld á kostnaðarverði. Hinsvegar sýnir
staða þessara ríkisfyrirtækja hver skrípaleikur svokölluð verðstöðvun
ríkisstjórnarinnar er orðin. Söfnun kostnaðarhækkana á bak við
Potemkim-tjöld „verðstöðvunar", í lón hallarekstrar og skuldasöfnunar,
sem hlýtur fyrr en síðar að enda í verðsprengingu eða rekstrarstöðvun,
er ekki raunhæf verðbólguhömlun, heldur gegnsæ blekking, sem hver
sæmilega skynugur maður áttar sig á.
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem gefin vóru út á gamlaársdag,
og fjölluðu fyrst og fremst um 7% skerðingu umsaminna verðbóta á
laun, kveða á um að verðstöðvun skuli ljúka 1. maí nk. Ekki lifa því
nema örfá dægur þess verðstöðvunartímabils, sem staðið hefur í 10 ár
íslenzkrar óðaverðbólgu, og er mál að linni. Á sjöunda áratugnum,
áratug viðreisnar, áður en svokölluð verðstöðvun kom til, var árleg
verðbólga hér á landi innan við, og oftast vel innan við, 10%. Það var á
tímum vinstri stjórnarinnar 1971—1973, sem „verðstöðvun" og óðaverð-
bólga hófu innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap. Það er og
eftirtektarvert og lærdómsríkt, að í þeim ríkjum, sem hafa minnsta
verðþenslu, ræður frjáls verðlagning, sölusamkeppni og þroskað
neytendaverðskyn ferð. Það verður fróðlegt að sjá hvaða sjónarmið ráða
ferð hjá ríkisstjórninni í þessum efnum í ákvörðun hennar um næstu
mánaðamót.
Staða Sementsverksmiðjunnar á líðandi stund er ein af úttektum
reynslunnar á stjórnarstefnunni. Þessi úttekt segir til sín jafnt hjá
ríkisfyrirtækjum sem fyrirtækjum í öðrum rekstrarformum. Hvergi má
betur gera en að hanga á horriminni í undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar. Og ríkisstjórnin unir glöð við „verðstöðvun" á Potemkim-
tjöldum sínum meðan kostnaðarhækkanir safnast saman í lón
rekstrarhalla og skuldasöfnunar. Spurningin er, hvort hún sitji ekki á
verðsprengingu. Beiðni Áburðarverksmiðjunnar um 85% verðhækkun,
sem sagt var frá í fréttum gærdagsins, talar sínu máli þar um.
Hernaðar útgj öld
og þróunarhjálp
Lárus Jónsson, alþingismaður, skrifaði nýlega athyglisverða grein í
Mbl. um tvennskonar útgjöld stórveldanna, annarsvegar til
hernaðar, hinsvegar til aðstoðar við þróunarlöndin. Hernaðarútgjöld
Sovétríkjanna eru hvorki meira né minna en 400 sinnum hærri en það
hlutfall þjóðarframleiðslu, sem þau verja til aðstoðar við þróunarlöndin.
Sovétríkin verja 12,5% þjóðarframleiðslu sinnar til hernaðarútgjalda,
sem er nærri þrefalt hærra hlutfall en Atlantshafsbandalagsríkin verja
í sama skyni. Aftur á móti verja ríki Atiantshafsbandalagsins 10
sinnum hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar til aðstoðar við
þróunarlöndin en lönd Varsjárbandalagsins.
Með þessum samanburði er þó sagan enganveginn sögð öll.
Þróunaraðstoð austantjaldsríkja er oftast tengd pólitískum markmið-
um. Þannig veittu Sovétmenn Víetnam, sem stendur fyrir hernaðar-
íhlutun í Kambódíu, og Kúbu, sem hefur víða sent her til pólitískrar
íhlutunar, 75% af svokallaðri þróunaraðstoð sinni 1970—1978. Þróunar-
aöstoð Sovétríkjanna er því ekki aðeins lítið brot af aðstoð vestrænna
ríkja, heldur og annarrar tegundar en sýnist í fljótu bragði.
Frá 1970—1979 greiddu vestræn ríki 128 milljarða dollara í
þróunarhjálp en austantjaldslönd einungis 6,5 milljarða. Árið 1970 var
þróunaraðstoð vestrænna ríkja 10 sinnum hærri í dollurum en
austantjaldslanda. Þessi munur hefur vaxið í 32 sinnum hærri fjárhæð
1978.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að stefnt skuli að því
að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar fram til 1983 og
1% eftir það. Þetta samþykktu kommúnistaríkin, þó raunin hafi önnur á
orðið svo sem að framan greinir.
Þjóðviljinn gerir réttilega mikið úr þörf þróunaraðstoðar, en hann
hefur ekki einu orði gagnrýnt Sovétríkin fyrir vanefndir þeirra á þessu
sviði. „Þróunaraðstoð" á borð við þá sem veitt er í Afganistan er einnig
þagnarmál á því heimili. Hinsvegar tyggur blaðið upp margháttaðan
Sovétáróður á hendur Vesturveldunum, sem hér hafa tekið myndarlega
til hendi, þó enn mætti mun betur gera. Og Þjóðviljinn þegir og þunnu
hljóði yfir framlagi íslands til þróunaraðstoðar á fjárlögum, sem samin
eru af fyrrverandi formanni Alþýðubandalagsins, en þar er ekki riðið
feitum hesti í hjálpseminni.
Aðalfundur Flugleiða
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða flytur ræðu sína á aðalfundinum í gær.
Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson.
Hlutafjáreign ríkissjóðs ámóta
og tapið á innanlandsfluginu
Fargjöldin 19,8% of lág á sl. ári segir forstjórinn
„AFKOMA innanlandsflugsins
er áfram neikvæð vegna verð-
lagshafta,“ sagði Sigurður Helga-
son forstjóri Flugíeiða í ræðu
sinni á aðalfundi Flugleiða i gær.
„Það er hryggileg staðreynd að á
sl. fimm árum hefur aldrei náðst
að reka innanlandsflugið halla-
laust. Hallinn á sl. ári nam 890
millj. króna.
Við höfum látið reikna út til
núvirðis hvaða upphæð tap sl.
fimm ár nemur á núvirði. Samtals
nemur þessi halli á si. fimm árum
4.100 millj. króna eða að meðaltali
825 millj. króna á ári. Endalausar
umsóknir, skýrslugerðir og samtöl
við þá sem stjórna þessu landi
hafa því miður allar reynst árang-
urslausar. Við fáum loforð um
leiðréttingu frá ráðherrum og
embættismönnum, en staðreyndin
er sú, sem ég hefi skýrt frá hér,
þ.e.a.s. þetta flug er rekið með
áframhaldandi halla, vegna skiln-
ingsleysis stjórnvalda á nauðsyn
þess að tekjur séu í samræmi við
útgjöld. Fargjöldin hefðu þurft að
vera 16,5% hærri sl. fimm ár til að
endar næðu saman.
Mér dettur í hug sá samanburð-
ur annarsvegar að ríkið er fúst til
að eiga eða kaupa hlutabréf í
þessu félagi og nemur sú eign í
dag 700 millj. króna. Á sama tíma
má segja að ríkið neyði okkur til
að reka þetta flug með halla. Tap
sl. árs nemur 890 millj. króna, sem
er aðeins hærri upphæð en það
hlutafé sem ríkið á.
Við höfum gert mjög nákvæman
samanburð á okkar fargjöldum
innanlands og fargjöldum innan-
lands, bæði á Norðurlöndum og í
Bretlandi. í öllum tilfellum eru
fargjöld okkar mun lægri en þau
sem þar gilda. Hinsvegar er stað-
reyndin sú að á sl. ári hefðu
fargjöldin þurft að hækka um
19,8% til þess að ná jöfnuði.
Viðræður um flug
fyrir Varnarliðið
„RÉTT ER að skýra hluthöfum
frá því að viðræður hafa farið
fram við utanríkisráðuneytið,
sem beitt hefur sér fyrir könnun
á þvi hvort hugsanlegt væri að
Flugleiðir gætu tekið að sér
flutninga fyrir varnarliðið til og
frá íslandi." sagði Sigurður
Helgason forstjóri Flugleiða á
aðalfundi félagsins i gær.
„Slíkir flutningar myndu
tryggja betur rekstrargrundvöll
flugleiðarinnar milli Islands og
Bandaríkjanna. Því miður hefur
ekki náðst árangur í þessu máli
ennþá, en mér er kunnugt um að
utanríkisráðuneytið heldur
áfram athugunum sínum á mál-
inu.“
Máttarstólpar í flugi í áratugi:
„Mun sakna flugsins en
óska því góðs gengis“
— segir Alfreð Elíasson
TVEIR stjórnarmenn Flugleiða
sem gáfu ekki kost á sér til
endurkjörs, Alfreð Elíasson og
Bergur Gíslason, hafa báðir ver-
ið meðal máttarstólpa flugsins á
Islandi um áratuga skeið. Berg-
ur frá árinu 1940 þegar hann hóf
starf á vettvangi FLugfélags
íslands og Alfreð með stofnun
Loftleiða 1944 er það var stofnað
og átti hann sæti í stjórn Loft-
leiða frá upphafi og siðan stjórn
Flugleiða. Morgunblaðið hitti þá
Berg og Alfreð á aðalfundi
Flugleiða í gær, en Bergur
kvaðst vilja vera fáorður að
venju um sitt starf að flugmál-
um. Alfreð kvaðst hins vegar
telja að það yrði nokkuð erfitt að
fara alveg út úr fluginu eftir öll
þessi ár.
„Eg mun sakna flugsins," sagði
hann, „maður hlýtur að sakna
þess eftir þetta langa starf innan
Loftleiða og Flugleiða," sagði
hann, „en þó finnst mér mikið
rykfallið í stjórninni, finnst satt
að segja nauðsynlegt að skipta um
blóð. Eg hef sagt það áður en það
hefur ekki verið hlustað á það og
því viidi ég verða fyrstur til.
Það segir sína sögu að okkar
staða var góð þegar sameiningin
var gerð, en nú er flotið á því að
selja okkar eignir og hvað verður
hægt að fljóta lengi á því. Þegar
fór að líða á þessa samvinnu hafði
minnihlutinn ekkert að segja, en
þó ég verði ekki á staðnum óska
ég fluginu og fyrirtækinu góðs
gengis. Það er hins vegar stað-
reynd að með sameiningunni, sem
aldrei skyldi verið hafa, fór þetta
að klúðrast og það er jafn ljóst að
það var ekki rétt á málum haldið
hjá þáverandi ríkisstjórn að
krefjast sameiningarinnar.
Það sem mér hefur þótt vænst
um í þessu starfi öll árin er
velgengni Loftleiða og þar þakka
ég fyrst og fremst samhug og
einingu starfsmanna Loftleiða
sem ávallt voru boðnir og búnir til
þess að treysta hag félagsins sem
mest þeir máttu."