Morgunblaðið - 25.04.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
25
Atlantshafsflugið:
Fyrri aðstaða
úr sögunni
„ÉG HELD þó að menn verði
að gera sér grein íyrir því, í
eitt skipti íyrir öll, að sú
aðstaða, sem hér var áður fyrr
til arðvænlegs flugrekstrar
með farþega yfir Atlantshaf-
ið. milli endastöðva í Banda-
ríkjunum og meginlandi Evr-
ópu á vegum íslensks flugfé-
lags er ekki lengur fyrir
hendi,“ sagði Sigurður Helga-
son forstjóri Flugleiða á aðal-
fundi félagsins í gær.“
Allar aðstæður eru þar svo
gjörbreyttar að ég tel að engir
möguleikar séu á því að slíkan
rekstur sé hægt að reka arð-
vænlega án utanaðkomandi að-
stoðar meðan það ástand, sem
nú er, varir.
Hvort hægt er að finna
einhvern annan grundvöll fyrir
þetta flug, og þá hugsanlega í
samvinnu við aðra, er annað
mál og ætla ég ekki að fullyrða
um neitt slíkt að þessu sinni.
Það er augljóst mál að sjá
verður fyrir þörfum íslands
fyrir samgöngur milli íslands
og Bandaríkjanna og sá mark-
aður er stöðugur, en hafa
verður í huga að hann er
tiltölulega lítill og að annast
slíkan rekstur einvörðungu
skapar vissa erfiðleika vegna
tíðni ferða, lélegrar nýtingar á
flugvélum, áhöfnum o.s.frv.
Tíminn verður að leiða í ljós
hvernig til tekst með það og
hvaða leiðir verða farnar í
þeim efnum.
Flugleiðir munu vissulega
sjá um að halda uppi nauðsyn-
legum samgöngum milli ís-
iands og Bandaríkjanna, hvað
svo sem verður um hið hefð-
bundna Norður-Atlantshafs-
flug.“
Kristjana Milla Thorsteinsson:
„Ekki neinna krafta-
verka að vænta...“
„ÉG VIL ekki vera of bjartsýn, en
það er Kleðilegt að brcyting hefur
orðið á stjórn Flugleiða þar sem
þrír nýir menn hafa komið inn i
stjórnina, en ég tel þó ekki að
vænta ncinna kraftaverka,“ sagði
Kristjana Milla Thorsteinsson, sem
undanfarin ár hefur verið helzti
talsmaður eins konar stjórnar-
andstöðu i Flugleiðum, en á nú sæti
i stjórn félagsins.
„Nýir vendir sópa best,“ sagði
Kristjana Milla, „en maður veit ekki
hvað verður úr, sumpart er ég
nokkuð hikandi, en ég vona þó að
þessi breyting verði til þess að
hjálpa til að byggja upp og bæta
starfsemi Flugleiða."
Ágúst Ásgeirsson langhlaupari. Hér er hann aðyfirfara vélar og tæki lítillar flugvélar áður en
hann fer í loftið, en flug er hans annað áhugamál á eftir hlaupunum.
Oft einmanaleg íþrótt
er reynir jafnt á andlegt
sem líkamlegt úthald
„Mér tókst að ná forystunni
þegar hlaupið var um það bil
hálfnað, og eftir það var ég
nánast öruggur með sigurinn,
þó vissulega væri það erfitt og
ég gaf hvergi eftir í siðari
hlutanum,“ sagði Ágúst Ás-
geirsson i samtali við Morgun-
blaðið i gær, en hann vann þá
það afrek að sigra i víðavangs-
hlaupi ÍR i 7. skipti. Hefur
engum öðrum tekist að vinna
þetta hlaup jafn oft. Næstur
Ágústi kemur Kristleifur Guð-
björnsson i KR, sem sigraði 5
sinnum. og nokkrir hlauparar
hafa sigrað 4 sinnum.
Ferill Ágústs í þessum hlaup-
um, sem hafa farið fram síðan
árið 1916, er mjög glæsilegur.
Hann hljóp fyrst árið 1970, og
varð þá í 5. sæti. Árið eftir varð
hann í 2. sæti, hafði leitt hlaupið
lengst af, en tapaði á endasprett-
inum fyrir Halldóri Guðbjörns-
syni, sem þá vann sinn 4./sigur í
hlaupinu. Arin 1972, 1973 og 1974
sigraði Ágúst svo í hlaupunum,
en varð í 3. sæti árið 1975. Þá
hafði hann átt við meiðsli að
stríða, og var ekki að fullu búinn
að ná sér er hlaupið var. Árin
1976 og 1977 var Ágúst síðan
aftur í fyrsta sæti, í öðru sæti
árið 1978, og sigraði síðan árið
1979. Árið 1980 var hann ekki
meðal þátttakenda, hafði ákveðið
að leggja skóna á hilluna, en
stóðst síðan ekki mátið og byrjaði
aftur á hlaupum þá um haustið.
Víðavangshlaup ÍR, sem nú var
hlaupið í 66. skipti, hefur verið
árviss atburður allt frá 1916, sem
fyrr segir. Hlaupið er alltaf
haldið á sumardaginn fyrsta, og
hefur aðeins tvívegis verið brugð-
ið út af þeirri venju. Þá varð að
fresta því vegna snjókomu og
illviðris. Margir kunnir menn
hafa sigrað í þessum hlaupum,
svo sem Jón Kaldal ljósmyndari,
er sigraði í fyrsta hlaupinu, Geir
Gígja náttúrufræðingur sigraði
fjórum sinnum, Óskar Jónsson
byggingameistari, Svavar Mark-
— segir Agúst
Ásgeirsson
er sigraði í 7.
sinn í víðavangs-
hlaupi ÍR á sum-
ardaginn fyrsta
ússon, Kristleifur Guðbjörnsson
og margir kunnir hlauparar fleiri
hafa verið fyrstir í þessu hlaupi.
Fjöldi annarra manna hefur
jafnan tekið þátt í hlaupunum,
þótt ekki hafi allir verið í hópi
þaulæfðra langhlaupara. Tveir
menn hafa hlaupið öðrum oftar,
þeir Jón H. Guðlaugsson er á
fimmtudaginn hljóp í 25. sinn, og
Oddgeir Sveinsson, sem einnig
hljóp 25 sinnum. Hann varð
raunar sigurvegari í einu hlaup-
inu.
„Það hefur alltaf verið mér
mikið metnaðarmál að taka þátt í
þessu hlaupi, og ég hef lagt
metnað minn í að sigra,“ sagði
Ágúst Ásgeirsson í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Þetta hlaup
á sér merka sögu, og mér finnst
skemmtilegra að taka þátt í
þessu hlaupi en flestum öðrum.
— Að sjálfsögðu stefni ég að því
að sigra í áttunda skipti að ári, og
fari yngri menn ekki að taka sig
til hvað úr hverju, er ég öruggur
um sigur! Ég er að vísu orðinn 29
ára, en einhvern veginn virðast
ekki vera á leiðinni yngri strákar,
er taka þessa íþrótt nægilega
alvarlega. Það þarf að æfa mikið,
og þetta reynir ekki hvað síst á
andlegt úthald, auk þess líkam-
legt. Menn eru að hlaupa einir í
misjöfnum veðrum, tugi og
hundruð kílómetra í viku hverri.
Það eru ekki allir reiðubúnir til
að leggja það á sig, en slíkt er
nauðsynlegt til að ná árangri."
Ágúst sagðist hlaupa að meðal-
tali 130 til 150 km á viku. í allan
vetur sagðist hann til dæmis hafa
hlaupið úr og í vinnu, úr Breið-
holti niður í Miðbæ, og aftur til
baka, hvernig sem viðraði. Þá
væri einnig hlaupið mikið um
helgar, og yfirleitt hvenær sem
færi gæfist. Ágúst sagði því ekki
að leyna, að oft væri þetta
einmanaleg íþrótt. Það hefði líka
verið meginástæða þess, að hann
hætti að hlaupa á síðasta ári. Nú
hefði hann hins vegar reynt
meira að hlaupa með öðrum
hlaupurum, og væri það mun
skemmtilegra, er nokkrir æfðu
sig saman, í stað þess að vera
sífellt einn. „Ég hef á hinn bóginn
aldrei séð eftir því að hafa varið
flestum mínum tómstundum í
þessa íþrótt," sagði Ágúst. „Bæði
er íþróttin sem slík skemmtileg,
og svo hefur þetta opnað mér
fjölmarga möguleika, er mér
stæðu ekki til boða annars. Ég
hef til dæmis komið til 25 landa á
keppnisferðum, og mörg þeirra
hefði ég aldrei augum litið að
öðrum kosti. Leiðindin, sem ann-
að slagið koma yfir mann í þessu
eins og flestu öðru, yfirvinn ég
bara með þrjóskunni, þó oft hafi
verið erfitt að þrauka, einkum í
leiðinlegum vetrarveðrum." Ág-
úst sagði, að ekki þýddi annað en
æfa allan ársins hring, tækju
menn sér frí um eins til tveggja
mánaða skeið, væru þeir lengi að
ná sér upp aftur, og því væri í
rauninni léttast að halda áfram
allt árið.
Víðavangshlaup ÍR, sem nú var
hlaupið í 66. sinn, fer yfirleitt
fram á sama stað, og er leiðin
sem hiaupin er, nánast sú sama
frá ári til árs. Hlaupnir eru
rúmlega fjórir kílómetrar, um
Hljómskálagarðinn, út í Vatns-
mýri, um Tjarnargötu og endað í
Miðbænum.
- AH